Vísir - 23.11.1971, Page 8
VÍSIR. Þriðjudagur 23. nóvember 1971.
BSffia
Utgefanai: KeyKjaprem hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
R*tstjóri : Jonas Rristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir'Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoa
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660
Afgi- -la : Bröttugötu 3b. Sími 11660 )
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) (
Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 12.00 eintakið.
Prentsmiöja Vísis — Edda hf.
Stefnt oð 30°]o verðbólgu
Jkf frá er talið íbúðarhúsnæði, hefur verðlag hækkað \
óvenju lítið á undanförnu ári verðstöðvunar. Og hvað \
söluverð íbúða snertir, stafar verðbólga síðustu mán- (
aða af því, að stífla hefur brostið eftir nokkurra ára /
verðstöðvun á íbúðaverði. Vísitölur verðlags hafa /
sáralítið hækkað á árinu. Og til skamms tíma voru )
sæmilegar horfur á, að unnt yrði að halda verðbólg- )
unni niðri enn um sinn. \
Allt hefur þetta breytzt vegna verðbólguhvetjandi
aðgerða stjórnvalda. Ballið byrjaði með milljarðinum, ))
sem ríkisstjórnin afhenti þjóðinni í sumargjöf í kæti
sinni yfir því að vera nú loksins komin til valda. Nokkr \\
ir sjóðir vóru ruplaðir til að kosta hluta sumargjaf- ((
arinnar, en eigi að síður er fyrirsjáanlegt, að hún /f
mun valda nokkrum halla á ríkisbúskapnum í ár. Og /
halli á ríkisbúskap,stuðlar vitanlega eindrégið að )
verðbólgu- )
Næsta skrefið var fjárlagafrumvarpið, sem var \
samið með þeim fádæmum, að þar vantaði að miklu (
eða öllu íeyti ákaflega mikilvæga liði, svo sem fjár- /
málaráðherra viðurkenndi í fjárlagaræðu sinni. Með /
þessum hætti tókst að koma frumvarpinu saman án )
þess að sýna halla, en raunverulega skiptir hallinn )
hundruðum milljóna vegna úrfellinganna- \
Þótt aðeins sé miðað við frumvarpið eins og það (
lítur út á pappímum, er það mesta verðbólgufrumvarp (
í manna minnum. Hækkunin milli ára er rúmlega /
27%. Raunverulega slagar hún upp undir 30%, þegar )
tekið hefur verið tillit til liðanna, sem sleppt var, og )
til hækkunarinnar á tóbaki og áfengi. \
Sú hækkun var sögð gerð til að draga úr drykkju- (
skap og vegna erlendra verðhækkana. Reynslan sýn- (
ir þó, að verðhækkanir á áfengi draga ekki úr neyzlu )
þess, og hefur sú örðið raunin á einnig núna. Þá \
hefur komið í ljós við athugun, að verðhækkanir (
hafa ekki orðið erlendis á tóbaki og áfengi, nema þá /
á einstökum tegundum. í heild er erlenda verðhækk- /
unin nánast engin. /
Ríkisstjórnin minntist ekki á raunverulegu ástæð- )
una, en hún var sú að hafa dálítið fé upp í væntan- \
• legan rosahalla fjárlaganna. Þessi eini liður hækkar (
vísitöluna um nærri heilt stig. Til að mæta þeirri (
verðbólgu einni þurfa atvinnuvegimir að greiða um /
200—300 milljón krónur í aukin laun á árinu- /
Og nú á að fara að bjóða út spariskírteini fyrir )
helmingi hærri upphæð en áður hefur tíðkazt, og það \
þótt vitað sé, að þorri þeirra peninga kemur úr (
spariinnistæðum fólks. Enginn verkefnalisti fylgir í (
þetta sinn, svo að þær 300 milljónir virðast eiga að /
fara í ótilgreinda eyðslu ríkissjóðs. /
Dæmið lítur því í heild þannig út, að ríkisstjómin )
hefur skorizt úr leik í baráttunni gegn verðbólgunni, \
einmitt á bví ári, er tekizt hafði að halda henni niðri. \
í sínum eigin búskap stefnir rfkisstjómm að 30% (
verðbólgu á næsta ári. /
.Andkynpillan' árangursrík
í meoferð kynferðisafbrota
Nokkrar fréttir hafa
birzt í Reykjavíkurblöð-
Unum undanfamar vikur
um ýmiss konar afbrigði
Iegt kynferðislegt hátt-
emi. Erlendis vekja kyn
ferðisglæpamenn, barna
morðingjar og kvenna-
morðingjar stundum
slíka skelfingu að heilu
stórborgirnar skjálfa.
Nú er verið að reyna
ný Iyf til lækningar þess
ara manna, sem stund-
um eru kölluð „andkyn-
pillur“ (antisex pills).
75% fengu lækningu
Eftir langvarandj tilraunir á
dýrum var fyrir fimm árum
leyft að nota þessi lyf \ sjúkra-
húsum. 547 kynferðislega af-
brigðilegir menn fengu læknis-
meðferð með lyfjum, sem áttu
að draga úr kynhvöt. Þetta voru
meðal annars karlmenn sem
höfðu framið kynferðisafbrot á
börnum, og kynvillingar.
IBBBIBBHIBa
Umsjón: Haukur Helgason
Læknar segja að meðferðin
hafi borið árangur í 75 af hverj-
um 100 tilvikum. Þeim tókst
að temja kynhvötina. Margir
þessara manna sneru aftur til
fjölskyldna sinna og endur-
hæfðust.
Upp frá því hefur oft verið
talað um gervihormóna, sem
þessi lækning byggöist á, sem
undralyf 1 erlendum blöðum er
skýrt frá mörgum dæmum um,
að kynferðisglæpamenn krefjist
þess að verða læknaðir með
þessum hætti til að losna undan
farginu, sem ónátturan leggur
á þá og aðra.
Tvö þúsund fá
meðferð
Mörg dæm; hafa verið um,
að feður biðji heimilislækni aö
gefa sonum sínum lyfið, ef þeir
eiga í erfiðleikum á gelgjuskeiði.
Foreldrar hafa einnig beðiö um
þessa meðferð fyrir dætur, sem
þeir töldu að hefðu lagt lag sitt
við óæskilegan mann. „And-
kynpillan" héfur hlotið mikla
frægð.
Þý2dca blaöiö Frankfurter
Allgemeine Zeitung skýrði frá
þvl, að um það bil tvö þúsund
karlmenn, flestir í Vestur-
I>ýzkalandi séu um þessar mund-
ir undir læknishendi, þar sem
þeir fái lyfið. Eftirspumin vex
með hverjum degi.
Dómarar f Sviss eru byrjaðir
að gefa skilorðsbundna tíórna
l ýmsum tilvikum, ef afbrota-
mennimir fallast á að fá þessa
meðferð.
Af nógu er að taka. Til
dæmis má geta þess, að í Vest-
ur-Þýzkalandi vom árlð 1969
framin 11.395 kynferðisafbrot á
börnum og nauðganir voru
5.457 það ár.
Tillögur á íslandi
um vönun
Spumingin er: Getur þetta
lyf gert þau undur, sem fangels-
isrefsing getur aldrei og læknað
afbrotahneigð þessara manna?
Því hefur verið hreyft. meðal
annars hér á landi. að til greina
kæmi f ýmsum erfiðustu tilvik-
unum að vana þessa afbrota-
menn. Þetta hefur verið gert
f nokkrum mæii úti um heim.
Þessi aðferð hefur þann augljósa
kost umfram vönun, að hún er
ekki „óafturkallanleg".
Vönun hefur verið leyfð sam-
kvæmt lögum í V.-Þýzkalandi
síðan í ársbyrjun 1970 í erfið-
ustu tilvikunum.
Geta ekki ráðið við
sjálfan afbrigði-
leikann
Lyfin, sem við köllum hér
„andkynpillur" -til einföldunar
á vísindamáli, sem fáir skilja,
draga úr kynhvöt, en þau geta
ekki i sjálfu sér breytt afbrigði-
leikanum sjálfum, að svo miklu
leyti, sem hann á djúpar rætur
í manninum. Kynvillingar verða
t. d. áfram kynvjllingar. Með-
ferðin verður að standa I langan
tíma. Sé henn; hætt, áður en
tekizt hefur með geðlæknisfræðj
legum aðferðum að lækna af-
brigðileikann svo framarlega
sem slfkt er unnt, er hætt við,
að kynhvötin eflist á ný t*s
tái stórra vandræða.
1 Bandaríkjunum herma skýrsl
ur um þetta efni að þaö kunni
að vera háskalegt að gefa lyfin
ungu fólki, að minnsta kosti
veröi tilefnið að vera ærið.
Lyfjatakan getur tafið þroska
ungmennisins ef ekki stöðvað
hann.
Sérfræðingar hallast þess
vegna að þvl að samfara lyfja-
gjöfunum verði að vera geð-
lækning
„Læknar setji mestan
hluta fræðiskrifa
í körfuna“
Þá er augljós hættan á, að
óvandaðir læknar komist yfir
lyfið eða veiti lyfseðla fyrir þvi
fyrir greiðslu eða vináttu ýms-
um þeim, sem ekki ættu að fá
það og má nefna foreldra, sem
vildu nota það á börn sfn á
vafasömum forsendum.
Þess vegna hefur f Vestur-
Þýzkalandi verið gripið til þess
ráðs að skýra sem ýtarlegast
í fjölmiðlum frá lyfjunum, kost-
um þeirra og ekki sízt þeim
háska, sem þeim geta fylgt.
Fyrst og fremst er þessari her-
ferð beint að læknum, en
reynsla af margs konar lyfjum
hefur sýnt, að jafnvel læknar
eru mjög lengj að taka við sér.
Framleiðendur viðurkenna, aö
þetta takj tíma og læknar
hafi tilhneigingu til að setja
stærstan hluta læknisfræðilegs
efnis, sem þeim berst, beint i
körfuna.
Nú fer fram rannsókn á þvi,
hvaða not önnur mætti hafa af
þessu lyfi.
í Vestur-Þýzkalandi er búizt
við, að lyfið VL-rði leyft til al-
mennrar notkunar f lyfjabúðum
eftir Ar.