Vísir - 29.12.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 29.12.1971, Blaðsíða 1
61. árg. Miðvikudagur 29. desember 1971. — 287. tbl. Engan Glaumbæ, takk! — segja ibúarnir i nágrenninu og safna undir- skriftum til oð mótmæla endurbyggingu „Við höfum orðið að þola ónæði af dansleikjahaldinu í Glaumbæ árum saman — og nú, þegar þetta hús er brunnið og við heyrum að standi til að reisa það aftur, þá mótmælum við því, að þarna verði dansstaður aftur", sagði Sveinbjörn Þor- LOGREGLAN LEYSTI HASSVEIZLU UNGLINGA — sex unglingar 17-18 ára teknir eftir ábendingu foreldra Sex unglingar voru staðnir að því að reykja hass í nótt í húsi einu hér í Reykjavík. — Áður en lögreglan kom á stað inn, höfðu þeir gert til- raun til þess að skjóta undan sönnunargögnun- um með því að skola hassinu niður í salernið. Unglingarnir voru heima hjá einum úr hópnum en foreldr ar hans komust að því, hvað var að gerast I herberginu og gerðu lögreglunni viðvart. Grunur leikur á því, að tveir unglinganna, sem komu með' flugvél frá Kaupmannahöfn seint í gærkvöldi hafi smygl- að hassinu T farangr; sínum inn í landið. Þriðji unglingurinn sóttj þá suður á Keflavíkur- flugvöll, þar sem fíugvélin lenti, og var þá ekið beinustu leið og slegið upp hassveizlu, þar sem þrem kunningjum var boöiö til viðbótar. Lögreglan hafði unglingana, sem allir eru á' aldrinum 17 og 18 ára, f yfirheyrsium i nótt Við handtökuna kom lög reglan höndum yfir aöeins fitið eitt af hassi, en einhverju magni munu unglingarnir hafa komið í klósettið til þess aö skjóta því ur.dan. Lögreglan hefur þó ekki leit að af sér allan grun um, að unglingarnir kunni að hafa kom ið meö meira hass en þau 12 tij 15 grömm, sem gréin hefur verið gerð fyrir. Leikur grun- ur á því, aö þeim hafi tekizt að fela eitthvert magn, sem ó- fundið sé enn. Samkvæmt upplýsingum full trúa lögreglustjóra stóð rann- sókn enn yfir í morgun. og var þá ekki taliö aö öll Kurl væru komin til grafar enn. —GP YFIRTEKUR RÍKIÐ BlLA- TRYGGINGAR? Tryggingafélögin lagalega skyld til oð halda ábyrgbartryggingum áfram — Hæpið oð rrkisstjórnin geti pó jbv/ngoð pau til pess ? Á fundi sínum f morgun t6k ríkisstjornin ttl meftferðar beiðni tryggingafélaganna um rúmlega 45% hækkun ábyrgðartrygginga bifreiða. Þegar Vísir f6r í prent lá ekkj fyrir hvaða afgreiðslu þessi beiðni tryggingafélaganna hafði fengið. — Allt var þvi á huldu um það, hvernig fer fyrir bílatryggingunum, en trygginga- félögin hafa látið í veðri vaka, að þau muni hætta bílatrygging- Slæmar þýðingar Gunnar Gunnarsson skrdfar um kvikmyndir og gagnrýnir þýð- ingar íslenzku textanna. Sjá bls. 7 Egyptar hafa valið str'ib — sjá bls. 3 utn fá; þau ekki umbeðnar hækk- anir. Lagalega séð er tryggingafélög unum skylt að halda bílatrygiring unum áfram þar sem þau sögðu þeim ekki "upp 1. október sl., en á tryggingaskírteinum er þess getið sérstaklega, að bæði trygg- ingafélög og tryggingatakar veröi að segja upp tryggingum 3 mán- uðum fyrir lok tryggingatímabils til að samningar þeirra á milli fallj úr gildi Annars sé litið svo á, að tryggingin framlengist um eitt ár. 1 viðræðum tryggingafélaganna við rfkisstjórnina I sumar mun það hins vegar hafa komið fram. að óeðlilegt væri, að skylda félögin til að halda áfram starfsemi, sein þau teldu ekki grundvöil fyrdr að reka. Á grundvelli þessa skilnings á'kváðu tryggingafélðgin, að segja ekki upp bílatryggingunum fyrir 1. oktöber sfl Brunabótafélagið er rfkisfyrir- tæk; eins og kunnugt er. en það hefur m. a. þflatryggingar. Það liggur því á hreinu að því er viröist, að bjóði ríkisstjórnih trygg ingafélögunum ekki þá hækkun, sem þau geta sætt sig við, geti svo farið. að tryggingafélögin segi upp bilatryggingunum, en bílaeig endur mundu engu að síður fá bif- reiðir sínar tryggðar hjá rlkis- tryggingafélaginu, enda hlyti rfk- isfyrirtækið að telja sig geta rekið bilatryggingar & þeim grundvelli, sem rtkisstjórnin byði. —VJ „Niður með tóbakið!" Nú tnega tóbaíksaujglýsendur hafa sig al'la. við t»l að ná niöur öllum • þeim Jjósiasikiltum, sem augdýsa töba'kstegwndir þeirra og máíla yfir veggauglýsingar áö- ur en bainn við tóbaksauglýsimg- um gengur í gildi, en það er írá og með sunnudeginum næsta. Sú stærsta í borginni utandyra steinsson er býr í næsta húsi við Glaumbæ sáluga, en Svein björn og fleiri íbúar nágrennis ins hafa ritað nöfn sín á lista og senda hann borgarstjórn og hús- stjórn Glaumbæjar, en það er Framsóknarflokkurinn sem á húsið. „Árum saman hef ég orðið að þola drykkjulæti f ungldngum fram an við húsið og ekki hefur þýtt fyr .ir mig eða aðra íbúa þessa hverfis að ganga til náða fyrr en eftir klukkan 2 þrjár nætur vikunnar, þegar dansteikirnir standa", sagði Sveinbjörn er Vísir ræddi viö htamn í gær „og svo er margs konar annað ónæði sem af þessu hefor stafað. Leigubílar standa ölöglega fyrir utan gtluggana hjá mér riótt eftir nótt með dísiivélarnar í ganigd. Lög- reglan skiptir sér ekkert af þvi, þ6tt við höfoim kvartaö, og það oftai en einu sinni". — Einhvers staðar verða vondir að vera — háskólaistúdentar safina undirskriftum og vilja fá Gdaumbæ aftur. Hvemig lizt ykkur á þaö? „Auðvitaö verða þeir að vera ein- hvers staðar en mín reynsía af þess um ungldnigum er nni sú, að liítoleig- ast séu það ekki toeztu nemendum- Lr sem standa að slfkri undirskrifta söfnuin. Og ég vil benda á þaö að eirihverjir uniglingar, sem kannski skemmta sér um þriggja eða f jögurra ára bil þrjú kvöld viikunn- ar í Glaumbæ, þeir eru engir hags- munaaðiliar í þessu máli. Það erum viö hins vegar, sem búum þama kannsfci allt okkar 'W. Hús þama i kring hafa snariæ'kkað í verði, — það 'hef ég kynnt mér". — GG \PéturEggerzl : s/ó í gegn : •Hver var metsölubök ársins,, ^sem senn er liðið? Eftir öllumj •sdlarmerkjum aö daema, varB •það Pétur Eggerz, með bók, sínaj ^Minningar rfkd'sstjóraritara. —• •Blaöam. ræddi í gær við bóka: •útgefendur, bóksaila, — og les-J Jendiir. • Sjá bls. 9 \Kreppa, seml I kemur ekki j Samkomuilag það sem náöst hef • ur um gengisbreytingar munj stuöla að bættum hag og auk-« inni framleiðslu í helztu iðnað-. arríkjum heimsdns, — sjö þedrra J helztu er spáð 5%% fram-« 'leiöslu'aukningu á næstu 6 mán: uðum. Bandarfkjamenn fómuðuj IMu nema stoJtinu, segir í grein» í blaðinu í dag um efnahags-* málSn. • Siá bls. 8 er áreiðanlega sú á norðurgaif Nýja B'íós. Þá auglýsingu var hafizt handa við aö fjarlægja í gærkvöldi. Meðfydgjanidi mynd sýndr rafvirkja vinna við að ná niður ljósaskiltumiiwn og í dag verður byrjað að mála yfir vegg- inn. Nú má ekki lengur hafa áhrif á kaupandann — ia, nema þá með ároðri innandyra, eins og t. d. í sölutumum þeim er selja tóbak. — ÞJM j Bankarónib \ : Ijósmyndað \ • Vísiir birti á sínum tíma mynd» ^af byssuráni í Goöaborg. — En^ •Svdar hafa farið líkt aö, því þegj • ar banki nokkur var rændur nú« ^á dögunum, náðist ágæt myndj •af ráninu. ? Sjá bls. 2 >•*„•••;•'<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.