Vísir - 21.01.1972, Blaðsíða 2
Dirch Passer
sem barnfóstra
Skaðabætur
Hin franska kvikmyndaleik-
kona Catherine Deneuve hefur
krafizt hátt í fjórðu milljón
króna í skaðabætur frá vikurit-
inu „Special Derniere" fyrir ítar-
lega grein, sem blaðið birti um
persónulega hagi léikkonunnar.
fíinn vinsæli, danski gaman-
leikari og sprellikarl; Dirch Pass-
er fer um þessar mundir með
aðalhlutverkið í leikriti, sem eitt
Kaupmannahafnar-leikhúsanna
sýnir. Hann leikur stranga barn-
fóstru í leikritinu „Verdens
bedste Karlsson" og nafn hans
í leiknum er frk. Buk.
Börnin á barnaheimili Skt.
Matteusar-sóknar 1 ICaupmanna-
höfn urðu fyrir þeirri óvæntu
ánægju, að fá Direh Passer til
starfa á heimilinu i nokkra daga
skömmu fyrir frumsýningu á
fyrrnefndu leikriti. Leikarinn
vildi kynnast lífinu á raunveru-
legu barnaheimili áður en hann
gengi inn i hlutverk sitt. Hér má
sjá hann „raða saman „púslu-
spilum" i samvinnu við nokkur
barnanna á barnaheimili Skt.
Matteusar, og að sjálfsögðu er
hann dubbaður upp I barnfóstru-
búning sinn úr leikhúsinu . . .
-K I
14 ára millj.:
ræningi j
Fjórtánr ára gamall drengur •
gerði sér lítið fyrir í New YorkJ
á dögunum og stal möppu, semj
hafði inni að halda verðbréf, •
sem metin eru á fjórar milljónir •
dollara (eða sem nemur 336 J
milljónum isl. króna). J
•
Lögreglan hefur skýrt svo frá«
að möppuna hafi drengurinn *
hrifsað til sín af afgreiðsluborði J
verzlunar í New Yorks WallJ
Street. Hann var horfinn í mann- •
fjöldann áður en nokkur hafði»
náð að hafa hendur í h^ri hans. J
*
Sá kennslu-
konu sína
myrta
Það gerðist í einum barnaskól-
anna í Washington, að einn 11
ára bekkjanna varð vitni að því
er kennslukona bekkjarins (54
ára að aldri) var skotin til bana
af fyrrum eiginmanni sínum,
sem fyrirvaralaust hafði birzt í
kennslustofunni og hleypt af
byssu sinni. Maðurinn sem er
61 árs að aldri og heitir James
Brooks var þegar í stað borinn
ofurliði af kennurunum, sem
þustu að, og foreldrar nemend-
anna í bekknum sóttu hin skelk-
uðu börn sín í skólann.
Astæðan fyrir verknaði Brooks
*ir álitin vera afbrýðisemi.
Þorði ekki að segja konu
sinni frá uppsögninni og
kveikti því í verksmiðjunni
„Ég gat ekki hugsað mér, að
segja eiginkonu minni frá því,
að ég hefði verið rekinn úr vinn-
unni. Þess vegna var það, sem
ég bar eld að verksmiðjunni.
Þegar hún hafði brunnið til
grunna var auðvitað ekkert eðli-
legra en að ég ynni þar ekki
meira.“
Það var 25 ára gamall maður,
sem niðurlútur mælti þessi orð
er hann stóð fyrir nokkru frammi
fyrir réttinum í bænum Slagelse
í Danmörku.
Með íkveikju sinni hafði hann
gert 150 verkamenn atvinnulausa,
en það var stærsta kertafram-
leiðsla Norðurlanda, sem hann
hafði kveikt í. Brunatjónið er
talið nema rúmum hundrað
milljónum íslenzkra króna.
„Atvinnuleysingjanum" sagðist
svo frá, að hann hefði valdið
íkveikjunni með þvi, að fleygja
kerti (framleiddu af verksmiðj-
unni) inn i skúr, sem hafði ein-
ungis pappír að geyma. Það var
ekki að sökum að spyrja, eldur-
inn blossaði upp, og skömmu slð-
ar var hin risastóra verksmiðju-
bygging rjúkandi rústir.
„Ég get ekki lýst því, hversu
skelkaður ég varð, er ég sá eld-
inn gjósa upp,“ segir brennu-
vargurinn. Hann viðurkennir, að
hann hafi þó ekki getað stillt
sig um að aka ekki lengra frá
brennandi verksmiðjunni en það,
að hann gæti fylgzt vel með
slökkvistarfinu er það hófst.
Rannsóknarlögregluna 1 Slag-
else tók strax að gruna, að um
íkveikju hefði verið að ræða, er
það upplýstist, að í skúrinn, sem
eldurinn kom upp i átti ekki
nokkur lifandi sála að hafa stig-
ið inn fæti allan daginn fyrir
brunann. Grunurinn beindist svo
til strax að hinum rétta er upp-
sögn hans var dregin fram 1 dags-
ljósið.
• ALEC GUINNESS
hefur verið falið að fara með
hlutverk Adolfs Hitlers í kvik-
mynd, sem verið er að gera um
síðustu ævidaga hans og er þar
allítarlega fjallað um stundirn-
ar sem hann átti í loftvarnabyrgi
sínu í Berlín i aprílmánuði árs-
ins 1945. Sonur Max Reinhards,
sem sjálfur heitir Wolfgang Rein-
hard og býr í Róm, hefur skrifað
kvikmyndahandritið.
Gömul? —
102ja ára
Nei.
ung
„Þú ert einungis svo gamall
og gugginn, sem þú telur þér
sjálfur trú um að. þú sért,“ eru
orð þessarar hnarreistu konu,
sem þarna situr í hárþurrku og
leitar 1 tízkuriti að nýrri hár-
greiðslu, sem sér mundi fara vel.
Hún heitir Melissa Kelly og kær-
ir sig kollótta um það, að ald-
ursár hennar eru orðin hundr-
að og tvö talsins. „Ég er enn 1
blóma lífsins“, fullyrðir hún.
„Leitið að hand-
leggslausum manni“
Læknum sjúkrahúss í bænum
Perth í Ástralíu varð heldur en
ekki hverft við á dögunum er
verkamaður einn stormaði inn á
skurðstofu til þeirra veifandi
mannshandlegg, sem blóðið
draup úr. Manngarmurinn var
sjálfur svo sleginn, að hann gat
ekki komið upp einu einasta
orði.
Er læknarnir höfðu gefizt upp
við að toga útskýringar upp úr
manninum gripu þeir til þess
ráðs að tilkynna í gegnum tal-
stöðvar lögreglu og sjúkraliðs, að
leitað væri manns, sem vantaði
vinstri handlegginn.
TIu mínútum síðar var hús-
gagnasmiðurinn Peter Ravi flutt-
ur inn á sjúkrahúsið, þar sem í
skyndi var hafizt handa við að
koma á hann handleggnum á ný.
Handlegginn hafði hann skorið
af sér i bandsög.
• ASKENASl,
sá heimsfrægi, rússneski píanó-
leikari, sem tekið hefur sér ból-
festu hérlendis, dregur enga dul
á það ástfóstur, sem hann hefur
tekið við Norðurlöndin. Danska
dagblaðið Politiken skýrði ný-
lega frá því, að Askenasi, sem
stöðugt berast tilboð hvaðanæva
að úr heiminum, og heitið er
gulli og grænum skógum fyrir
hljómleikaferðir, hefði, áður
en hann tók nokkrar ákvarð-
anir um aðrar hljómleikaferðir
á þessu ári, ákveðið, að heim-
sækja Færeyinga og spila fyrir
þá lítið lag. Er Askenasí sagður
hafa látið -þau orð falla varð-
andi þessa ferð sína, að hún væri
farin allt eins sem skemmtiferð.
Hann hefði trú á, að I Færeyjum
væri tilvalið sð láta liða úr
sér . . .