Vísir - 21.01.1972, Blaðsíða 3
V I S I R . Föstudagur 21. janUar isr/2.
I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLOND I MORG
w&MssÆk
Phmtomvélar fyrír viSræBur við
Araba um opnun Súezskurðar
fsrael og Bandaríkin
hafa að heita má lokið
samningagerð um afhend-
ingu 18 herflugvéla af gerð
inni F-4 Phantom. Banda-
ríkjamenn munu hafa sett
þau skilyrði fyrir að láta
ísraelsmenn f á vélarnar, að
þeir fallist á að ræða við
Araba um möguleika á að
hluti ísarelska liðsins á
Sinai-hæðum hverfi þaðan
og Súezskurður verði opn-
aður.
Israelsmenn hefur lengi
dreymt um aö fá þessar banda
rísku þotur, og telja þeir, aö
þær skipti miklu máli til að
halda jafnvægi í hernaðarstyrk
deiluaðila viö Súezskurð. Að-
stoö Sovétríkjanna við Egypta
hefur vaxið jafnt og þétt.
Bandaríkjamenn munu einnig
vera reiðubúnir að selja til ísra
els sem næst 36 A-4 Skyhawk
flugvélar, að sögn bjaðsins New
York Times. Eiga þessar flug
Átökin um EBE harðna
Eftir að norska stjórnin hefur samið við Efnahagsbandalag
Evrópu hefur vettvangur átakanna færzt heim til Noregs. Þar
hafði alla tíð verið töluverð andstaða við aðild, og hún hefur
harðnað við samningana, þar sem þau kjör, sem Norðmenn
fengu, hafa ekki verið öllum að skapi.
Þjóðaratkvæðagreiðsla stendur fyrir dyrum, og úrslit alls ó-
viss að svo stöddu. Á myndinn er varaformaður verkamanna-
sambandsins, Ole Flesvig, að afhenda Trygve Bratteli forsætis
ráðherra mótmælaorðsendingu frá samtökum andstæðinga aðildar. ^
vélar að koma að nokkru í stað
inn fyrir eldri franskar þotur
ísraelsmanna.
Talsmaður bandaríska utan
ríkisráðuneytisins vildi ekkert
segja í morgun um þessa frétt
New York Times.
Israelsmenn fengu síðast
Phantom flugvélar fyrir átta
mánuðum. Höfðu þeir þá alls
fengið 86. New York Times seg
ir, að þeir hafi síðan misst sjö
eða átta þeirra í bardögum.
Umsjón Haukur Helgason:
Myrt 100 m.
frá heimilinu
15 ára stúlka, Vigdís Storsul,
fannst myrt á þriðjudagskvöld
í Rörvik í Noregi. Líkið fannst
aðeins 100 metrum frá bústað
hennar, sem örin sýnir.
Ungur maður hefur verið
handtekinn, og hefur hann ját
að morðið.
Skæruliðar herða
í Víetnam
Skæruliðar í Suður-Víet
nam hafa aukið athafnir
sínar um sjötíu prósent
síðustu viku, þótt Banda-
ríkjamenn hafi hert loft-
árásir gegn þeim, að sögn
yfirmanna hers S-Víet-
nama.
I síðustu viku féj’lu alls 390
hermenn af Suður-Víetnömum,
og margir særðust. Vikuna áöur
var mannfallið 221 fallnir og
497 særðir. Suður-Víetnamar
segja, að manntjón Víetkong-
skæruliða og Noröur-Víetnama
hafi vaxið á þessum tíma úr 231
upp í 1034 fallna.
Skæruhernaður hefur aukizt
jafnt og þétt seinustu vikur.
Herstjómin í Saigon álítur, að
hernaðaraðgerðir kommúnista
muni ná hámarki um miðjan
febrúar, þegar Víetnamar halda
hátíðlegt tungl-nýár.
B 52 sprengjuflugvélar Banda
ríkjamanna hafa dag hvem ráð
izt á svæði í grennd við landa
mærin, þar sem Suður-Víetnam,
Laos og Kambódía mætast. Þar
er talið, að kommúnistar hafi
dregið saman lið og komið á
Jaggimar birgðastöðvum.
Mannfall Bandaríkjamanna
hefur ekki aukizt þrátt fyrir
m'eiri skæmhernað. I síðustu
viku féllu fimm Bandaríkja
menn, og 47 særðust.
Þetta stafar af því að Banda
ríkjamenn taka í æ minni mæli
þátt í bardögum í Suður-Víet
nam, en heimamenn meira.
S-Afríka í NATO?
Háttsettir embættismenn
í Atlantshafsbandalaginu
neituðu í gær frétt, sem
öktist í blaðinu Die Burg-
er í Höfðaborg, þar sem
sagt var, að nefnd á vegum
hermálanefndar NATO at-
hugi nú möguleikana á að
fá Suður-Afríku í banda-
laffið.
Suður-afríska blaðið vitnaði
til kanadísks þingmanns, sem á
að hafa sagt, að nefndarmenn
muni heimsækja Suður-Afriku
í marz eða apríl. Kanadamaður
inn er formaður nefndarinnar,
segir bjaöið.
Talsmaður NATO hefur opin
berlega vísað þessu á bug. Hann
segir að engin undirnefnd sé til
í NATO, sem hafi það verkefni
að kanna aðild Suður-Afríku.
Aðrir háttsettir NATO-menn
benda á, að aðild Suður-Afríku,
ef til kæmi, mundi valda því, að
gera þyrfti algerlega nýjan
NATO-sáttmála.
Samkvæmt talsmanninum er
nefndin, sem Kanadamaðurinn
Robinson er formaður fyrir, und
irnefnd, sem var stofnuö af þing
mannafundi NATO-ríkjanna, en
þingmannasamkundan er ekki
einu sinni beinn aðili að NATO.
Robinson hefur að eigin frum
kvæði ákveðið að ferðast til
Suður-Afríku til aö kynna sér
styrk sovézka flotans á Indlands
hafi.
BÓKARI
Kaupfélag ísfirðinga óskar að ráða bókara.
Umsóknir sem tilgreini fyrri störf, sendist
Kaupfélagi ísfirðinga fyrir 31. janúar n. k.
Upplýsingar veita: Kaupfélagsstjóri í síma
94-3266 og stjórnarformaður Marías Þ. Guð-
mundsson í síma 94-3351.
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA