Vísir - 28.01.1972, Side 2
2
VÍSIR. Föstudagur 28. janúar 1972.
VÍSIRSm:
Hefur sjónvarpiö dregið úr
bíóferðum yðar?
Magnús Ingólfsson, starfsmaður
Flugfél tsl.:
—Fyrstu árin eftir að sjónvarpið
kom til var ég mest á sjónum og
fór alltaf beint strik i biá þegar
ég kom i land. Kvikmyndaáhugi
minn minnkaði ekkert, þegar ég
byrjaði aö vinna i landi. Ég man
ekki til þess, að sjónvarpið hafi
nokkurn tima aftraö mér frá bió-
ferð eitt einasta sinn....
Anna Sigurðardóttir, Hagaskóla-
nemi:
—Ég fer nú svo litið i bió, en þá
sjaldan, að mig gripur löngun til
þess, fer ég, hvað svo sem kann
að vera i sjónvarpinu.
Friðjón Arnason, sjómaður:
— Ég er nú bara nýfluttur i
borgina (úr Borgarf. eystra),
þannig að ég er að minnsta kosti
ekki ennþá búinn að venja mig á
bióráp. Ég held lika, að ég geti
aldrei fengið það mikinn áhuga á
að sjá biómynd, að ég sleppi ein-
hverju góðu i sjónvarpinu fram
hjá mérhennar vegna. Mér finnst
svo miklu þægilegra að sitja fyrir
framan sjónvarpið.
Karl Bóasson, lögreglumaður:
— Sjónvarp mundi áreiðanlega
ekki aftra mér frá leikhúsferð, en
hins vegar er ég ekki svo mikill
biómaður, að ég færi að æða i bió,
ef eitthvað gott væri i sjónvarp-
inu.
Magnús Jónsson, MR:
— Sem betur fer er ekkert sjón-
varp heima, svo að ég get farið
eins oft i bió og mér sýnist þess
vegna.
Jónina Jóhannsdóttir, MT:
— Nei, það er vist ábyggilegt,
að tilkoma sjónvarpsins hefur
ekki fækkað ferðum minum i bió,
Ég hef nefnilega ekkert tæki til að
horfa á. En ég efa stórlega, að ég
færi nokkuð minna i bió, þó ég
hefði svo sem eitt heima.
Þess vegna völdu þeir sálfræðina:
Sálfræði var tekin inn sem
valgrein í Menntaskólanum við
Tjörnina, og eftir því sem við
komumst næst fyrstum mennta-
skóla, í haust. Yfir áttatíu nem-
Nemendur og kennari viröa fyrir sér afraksturinn á myndsegulbandinu.
Hún hjálpar manni
í sjálfsþroska
- segja nemendur i Menntaskólanum við Tjörnina, sem Visir
heimsótti i sálfræðitima, þegar myndsegulbandið var notað
— Hvernig finnst þér að vera
úti á miðju gólfi?
— Maður er hálfþvingaður
hérna.
— Hvernig er að vera þving-
aður? Hvernig líður þér líkam-
lega?
— Ég veit það nú ekki.
— Mér finnst skjálfa svolítið
röddin.
Nú hófust umræður 1 einni
þriðjubekkjardeildinni í Mennta-
skólanum við Tjörnina um það,
hvort röddin hefði skolfið eða
ekki, þegar nemandinn var að
tjá sig fyrir framan myndsegul-
bandið og sálfræðinginn og kenn-
arann, Jón Ásgeir Sigurðsson,
sem stýrði kennslustund 1 sál-
fræði.
endur létu innrita sig I þessa
kennslugrein. Síðustu miðviku-
daga hefur myndsegulband verið
notað við kennsluna, og sem
vænta mátti í sálfræðitíma beind-
ist upptakan með myndvél og
segulbandi að nemendum. Sfðan
fengu þeir og hinir nemendurn-
ir að sjá og heyra afraksturinn á
litlu sjónvarpstæki.
Og til hvers? Á fjölrituðu
blaði, sem er dreift til nemenda,
er útdráttur úr bókinni: — Flutn-
ingur sjálfsins í hversdagslífinu
— þar sem fjallað er um við-
fangsefnið: hegðun okkar við fé-
lagslegar kringumstæður og á
hvern hátt við birtumst öðrum.
Jón Ásgeir Sigurðsson segir
myndsegulbandið koma að not-
um við kennsluna, en svipað hafa
þó komið út úr kennslunni, sem
hefur farið fram í tíu manna
hópum.
— Það er mikið talað um
feimni f þessum hópum, og ýmis
persónueinkenni eru rædd. Það,
sem við viljum fyrst og fremst,
er að fá fólk til að tjá sig og
fá aðra til þess. Það kalla ég
fyrirbyggjandi sálfræði. Þegar
sjónvarpið er notað, sjá menn
ýmislegt í sínu fari, sem þeir
hafa ekki veitt eftirtekt áður. 1
hópunum höfum við talað um
okkur sjálf og um sálfræði, menn
kynnast sjálfum sér í sambandi
við aðra, og það tel ég vera fyr-
irbyggjandi — menn, sem hefur
lfkað illa við eitthvað f sjálfum
sér, hafa getað talað út.
Nú fá nemendurnir orðið, og
einn þeirra segir um hópkennsl-
una: — Við höfum kynnzt hvort
öðru á allt öðru sviði en venju-
lega og komið nær hvort öðru.
Kennsluefnið í sálfræðinni hef-
ur einnig verið saga sál'T'æðinn-
ar, sálfræðikenningar, og heim-
sókn á geðdeild Borgarspítalans
hefur einnig verið mnifaV.n.
— Við höfum reynt að kynna
okkur ýmsar kenningar, og Geir
hefur verið með tíma í hag-
leiðslu, segir Jón Ásgeir.
— Og hvers vegna völduð þið
sálfræði? eru nemendurnir
spurðir.
— Hún hjálpar manni voða
mikið f sjálfsþroska, segir stúlka
f hópnum.
— Það er það, sem ég meina
með fyrirbyggjandi sálfræði,
segir Jón Ásgeir — hún er nokk-
urs konar sjálfsþroski.
Geir Vilhjálmsson, sem er ann-
ar kennarinn f sálfræði við skól-
ann, kemur nú inn og segir, að
sálfræði sé einn liðurinn í nýju
menntaskólalögunum um nýjar
kennslugreinar sem sett voru fyr-
ir þó nokkru. Þar að auki sé
þar gert ráð fyrir félagsfræði,
og þessar greinar og aðrar geti
myndað svokallað félagsfræða-
kjörsvið, sem sé ekki komið til
framkvæmda neins staðar I
menntaskóla.
— Þegar sálfræði og félags-
fræði eru komnar sem kennslu-
greinar í menntaskóla, þýðir það,
að menn skilja, að þessi fræði
tilheyra almennri menntun.
Og til að undirstrika, að sál-
fræði og félagsfræði í mennta-
skólum sé ekki barnagaman eitt,
segir Geir, að aldurslega séð séu
tveir efstu bekkir menntaskól-
anna sama og háskólastig í
Bandaríkjunum.
— Enda fá þeir, sem fara til
Bandaríkjanna eftir mennta-
skólanám, oft á tíðum gefið eftir
eitt ár 1 háskólum.
— SB —
Myndsegulbandið beinist að nemendum, þegar þaö er notaö I Menntasköl-
anum við Tjörnina —
„Bíuö reyndist eignalaust”
Stjórnarformaður Norðurbakka var lýstur gjaldþrota 1968. Bú hans reyndist
eignalaust eins og annarra 60 i sama Lögbirtingi. - Yfir 20 millj
„Skiptameöferð á þrota-
búi Edward Löwdahl, sem
úrskuröaö var gjaldþrota
12. marz 1968, lauk 26.
ágúst 1970. Búiö reyndist
eignalaust. Lýstar kröfur á
búiö námu 28.279 kr. auk
/axta og kostnaðar".
Eitthvaö á þessa leið hljóðaði
ein af 61 auglýsingu Sigurðar M.
Helgasonar, skiptaráðanda i
Reykjavik, i Lögbirtingarblaðinu
30. september 1970. —Þessi sami
Edward Löwdahl er stjórnarfor-
maður Norðurbakka hf. og hefur
nú dregizt inn i gjaldþrotamál,
sem virðist ætla að verða all
miklu hressilegra. Að visu hefur
hvorki hann né Norðurbakki verið
lýstur gjaldþrota, þó að beðið hafi
verið um gjaldþrotaúrskurð á
Edward sl. haust. —Gjaldþrota-
málið, sem Edward sem stjórn-
arformaður Norðurbakka h.f.
hefur nú flækzt i, er tilkomið
vegna gjaldþrotaskipta á búi
Karls Jóhannssonar, sem er
ásamt Edward, eigandi að 97%
hlutafjár Norðurbakka. Kröfur á
þá félaga báða og hlutafélög
þeirra nema a.m.k. 8milljónum
króna.sem Visi er kunnugt um.
Edward skrifaði undir yfirlýs-
ingu þess efnis hjá borgarfógeta-
embættinu fyrir jól, að hann
mundi halda fund i Norðurbakka
hf. fyrir 4. janúar siðastliðinn, svo
að skiptaráðanda yrði gert kleift
að kanna að hvað miklu leyti unnt
væri að koma i verðmæti eignum
Karls i hlutafélaginu. Þetta efndi
hann ekki, en hinsvegar tókst i
siðustu viku að halda fund i félag-
inu, þar sem skiptaráðandi sat
sem fulltrúi þrotabús Karls
Jóhannssonar. —Um þennan fund
vildi skiptaráðandi litið segja i
viðtali við Visi annað en það, að
haldið yrði áfram að kanna hag
félagsins. Eins og Visir hefur
skýrt frá hafa verið lýstar kröfur
á Norðurbakka fyrir um eina
milljón, en eignir félagsins hafa
verið veðsettar yfir um 4 milljón-
ir. Hinsvegar er talið hæpið að
eignir þess séu fyrir meira en 1-2
milljónir kr.
Skiptaráðandi taldi það ekki
vera neitt athugunarvert, þó að
Edward Löwdahl, sem úrskurð-
aður hafði verið gjaldþrota,
stofnaði og ræki fyrirtæki. —Það
var búið að setja botn i gjald-
þrotamál Edwards. Bú hans
reyndist eignalaust, sagði Sigurð-
ur M. Helgason..
Eins og kom fram hér að ofan,
• auglýsti Sigurður M. Helgason,
skiptaráðandi, 61 lúkningu á
gjaldþrotaskiptimál i þessum
sama Lögbirtinei.
Allt voru þetta bú, sem úr-
skurðuð höfðu verið gjaldþrota
,,og tekin til meðferðar” árið
1968. I öllum auglýsingunum er
ónir glötuðust
sömu setninguna að finna: „Búið
reyndist eignalaust”, þ.e.a.s. öll
málin 61 að tölu voru látin niður
falla.
Samanlagðar kröfur i þessi 61
bú reyndust vera á 12 milljón
króna, auk vaxta og annars
kostnaðar. Vextir i slikufn kröfu-
málum eru 1% á mánuði. Reikna
má með þvi„ að kröfurnar séu
a.m.k. fjögurra ára gamlar að
meðaltali. Aðeins vaxtakostnaður
nemur þvi um 5 milljónum kr. og
annan kostnað má meta lauslega
á aðrar 5 milljónir króna. Fjár-
hagslegt tjón kröfuhafa i þessu 61
þrotabúi, sem var lokið með ,,bú-
íð reyndist eignalaust” hefur því
numið yfir 20 milljónum króna.
Samkvæmt landslögum á að
visa öllum gjaldþrotamálum til
sakadóms eða annars lögreglu-
réttar utan Reykjavikur. —Visir
mun á næstúnni kanna, hvaða af-
greiðslu þessi mál hafa hlotið þar.
-VJ.