Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 3
VísiriFöstudagur 3. marz 1972, 3 Það mætti ætla, að þessir NATO-menn hafi komið auga á „óvininn”. Myndin er frá heræfingu einhvers staðar f hinni fullkomnu varnarlinu. „Indœlis- kaffi og kðkur" ,,Að venju höfum við indælis- kaffi á boðstólum og úrval af kökum og alls kyns brauði”, sagði Gróa Pétursdóttir hjá Slysa- varnarfélaginu. Kvennadeildin hefur góukaffi-. sölu á sunnudaginn frá kl. 2 i Slysavarnahúsinu. Hét Gróa á félagskonur að koma með sem mest af kökum og á allan almenn- ing að koma við og fá sér kaffi og bakkelsi. Verður eflaust mörgum ljúft að verða við þeirrii á - skorun. -SG' „Engar breytingar hér" NATO fullgerir 5000 kílómetra loftvarnarkerfi //Nei/ hér hafa ekki verið gerðar neinar breytingar vegna þessa kerfis," sagði Klein, blaðafulltrúi hersins i morgun. NATO er nú langt komið með að gera nýtt loftvarnarkerfi, 5000 kílómetra langt, frá heim- skautsbaugi til Miðjarðar- hafs austanverðs. Klein taldi, að stöðin á Kefla- vikurflugvelli væri ekki þáttur i þessu nýja fullkomna kerfi. Með fullkomnun kerfisins verður unnt á sjálfvirkan hátt að taka eftir og bera kennsl á flugvélar, sem koma inn fyrir ákveðna linu, þannig að samstundis verður unnt að gera ráðstafanir gegn þeim. Þarna er um að ræða 84 stöðv- ar, sem sumar hafa verið settar á fjallstinda. Helmingur stöðvanna er þegar fullreyndur af viðkom- andi herstjórnum. Hinn helming- ur stöðvanna kemst i gagnið i næsta mánuði. Stöðvarnar munu vera á svæð- inu frá Norður-Noregi til Austur- Tyrklands. Klein sagði, að allt væri með kyrrum kjörum á Keflavikurflug- velli, nema hvað hermenn hefðu sigrað Islendinga i körfubolta eft- ir margra ára tap. — HH Gizuri Bergsteins- syni veitt lausn frá embœtti Foseti tslands veitti hinn 18. febrúar 1972, samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra, Gissuri Bergsteinssyni, hæstaréttar- dómara, lausn frá embætti frá 1. marz 1972 að telja. VERÐUR LAUGARDAGS r Hundavinir í mál við Ólaf og Magnús — „hundabannið brot á Evrópuráðsins" „Við höfum mál á hendur yfirvöldum vegna þess að við teljum hundahalds- bannið frá 1924 vera brot á mannréttindasáttmála Evrópuráðsins sem Islend- ingar eru aðilar að — þar segir að ekki sé leyfilegt að leggja hömlur á einkalif manna nema brýna nauð- syn beri til. Við teljum að engin slik nauð- syn sé á hundabanninu”, sagði Asgeir Hannes Eiriksson, vara- formaður Hundavinafélagsins, sem nú hefur höfðað mál fyrir mannréttindasáttmála bæjarþingi Reykjavikur á hendur Ólafi Jóhannessyni, forsætis- og dómsmálaráðherra og á hendur Magnúsi Kjartanssyni, heil- brigðisráðherra. „Við teljum hundabannið rösk- un á friðhelgi heimilanna og einkalifi”, sagði Ásgeir Hannes er Visir ræddi við hann i rhorgun, ,,það er röskun á friðhelgi heimila að fá ekki að hafa hund eða hvert það húsdýr sem maður kýs — og er þvi um brot á mannréttinda- sáttmálanum að ræða”. — Att þú hund, Asgeir? „Nei ég á ekki hund og hef aldrei átt. Og málið höfða ég vegna þess að mér er meinað að eiga hund.” — GG Ráðherra vill setja reglur um eiturefnaflutninga Samgönguráðherra Noregs, Steen, ætlar að beita sér fyrir þvi, að settar verði samræmdar regi- ur á Norðurlöndum um flutning eiturefna eftir þjóðvegum. Ráðherrann hyggst mæla fyrir þessu á næsta fundi samgöngu- ráðherra Norðurlandanna. Hann segir, að eftir fenólslysið i Danmörku hafi hann látið fara fram athuganir á þvi, hvort hættulega eiturefnið fenól sé flutt með bifreiðum i Noregi. Það hafi komið i ljós, að svo sé, og hafi hann þá beitt sér fyrir undirbún- ingi reglna um flutninga á hættu- legum eiturefnum. Menn munu minnast þess, að fyrir skömmu skapaðist mikil hætta i þorpi á Jótlandi, er bill, sem flutti fenól fór út af veginum og geymir lak. Manntjón varð ekki, en mikill fjöldi fiska drapst i ám á Suður-Jótlandi. — HH. FIRÐINUM? LOKUN I „Við skoðanakönnun hefur komið i Ijós að yfirgnæfandi mcirihluti viðskiptavina vill frek- ar hafa lokað á laugardags- morgnum en opið mánudags morgna”, sögðu starfsmenn verzlunarinnar Hraunvers i Hafnarfirði i samtali við Visi i gær. 1 vikutima hékk uppi listi i verzluninni þar sem menn gátu greitt um það atkvæði hvort held- ur þeir vildu. Á annað hundrað manns tók þátt i þessari könnun og voru langflestir hlynntir lokun á laugardögum i stað mánudags- morgna. Hefur Hraunver ákveðið að loka á laugardögum frá og með næstu helgi, en opna þess i stað kl. 9 á mánudagsmorgnum. Einnig fór fram skoðanakönnun i Verzlunarmfél. Hafnarfjarðar um lokunartimana og voru allir sem i henni tóku þátt meðmæltir laugardagslokun. Allar verzlanir i Firðinum hafa haft þann hátt á að loka á mánudagsmorgnum eft- ir að vinnutimastytting verzl unarfólks kom til framkvæmda. En ef almennt verður farið út i lokun á laugardögum má búast við að verzlanir sæki um að fá að hafa opið fram til kl. 8 á föstu- dagskvöldum. Vezlunarfólk hefur sótt það fast að fá fri á laugardögum og segir mánudagslokun hafa komið til framkvæmda án þess að samráð hafi verið haft við afgreiðslufólk. Hafði það undirbúið almenn laug- ardagsveikindi til að leggja áherzlu á kröfur sinar, en verzl unareigendur fengu af þvi pata og var veikindunum frestað að beiðni þeirra. Eru lokunarmálin ofarlega á baugi i Hafnarfirði um þessar mundir. Ráðgera verzlun- areigendur fund um málið á næst- unni. - SG. Mörg hundruö manna voru í lífshættu, þegar leki varö I fenólgeymi f þorpinu Simmersted i Jótlandi. Hér eru vigalegir almannavarnamenn að fjarlægja hið baneitraða efni, eftir að það storknaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.