Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 3. marz 1972. 13 FRIÐIR FÖRUNAUTAR Hér sjáum við þrjár friðleiks- stúlkur, sem enskir sjónvarps- áhorfendur eru svo heppnir að fá sem förunauta um Evrópu: Luan Peters heitir sú sem er yzt til vinstri. Hún er 23ja ára gömul og er ensk. Francoise Pascal heitir sú i miðiö, en hún er 23 ára og frönsk, en Susan Shifrin er yngst stúlknanna þriggja, hún er 22ja ára og er amerisk. Stúlkurnar þrjár munu fara með aðalhlutverk i sjónvarps- ,LÖGGUÆFING' „Þetta er lögreglan”, sagði rödd i sima, sem hringdi á skrif- stofu bændasamtaka i Miró i Jap- an. „Við ætlum að fá að nota skrif- stofu ykkar fyrir æfingu. Maður kemur og rænir ykkur og við elt- um hann”. Stundu siðar var bil ekið að dyrum skrifstofubyggingarinnar. Grimuklæddur maður með skammbyssu i hendi stökk inn á skrifstofuna, hirti 410.000 jen (tæpar 50.000 isl. króna) af gjaldkeranum, fékk kvittun fyrir og fór. Mörgum klukkutimum siðar kom i ljós, að ránið var ekki lög- regluæfing heldur raunveruleiki. myndaflokki, sem tekinn verður upp i hverri Evrópuborginni á fætur annarri, eins og t.d. i borg- um Spánar, Þýzkalands, Frakk- lands, Italiu og Skandinaviu. Að Reykjavikin okkar verði með i spilinu þykir okkur hins vegar afar ósennilegt. Myndaflokkurinn meö stúlkunum þrem kemur til SAMMY DAVIS jr. Sá hrossabrestur hefur aldrei getað sætt sig við skilnaðinn frá sænsku blondinunni May Britt Wilkens.Þau skildu eftir að „kyn- þáttavandamálið” hafði angrað þau um of.— Við elskum hvort annað heitt þrátt fyrir allt, sögðu þau, er þau skilduOg nú eru sögur á kreiki um að þau séu farin að stinga saman nefjum á ný-. CHARLIE CHAPLIN hefur verið verulega upp á kant viö Ameriku siðustu árin. Nú hefur hann farið fram á, að þeir i Hollywood taki niður af þaki Hollywood Boule- vard gylltu stjörnuna, sem honum var tileinkuð. Gamli maðurinn hefur lika farið þess á leit við þá i kvik- myndaborginni, að þeir gangist fyrir að má út fótspor hans úr gangstéttinni fyrir framan Graumanns sýningarhöllina. með að bera nafnið „Go-Girl”, og þrátt fyrir allt eigum við ef til vill eftir að sjá stúlkurnar - þó það verði aðeins á skerminum..... Tvö amerisk pör eru þessa dagana i hnattsiglingu á fiskiskúti einni uppburðarlitilli. Þessi mynd var tekin af ööru parinu, þá er „Dúfan 1” átti örstutt stopp i Sæevelandsvik á Karmöy. Pariö er frá San Diego í Kali- forniu, hann heitir Albert Fletcher, en hún heitir Dorothy Wolk. mm LESENDUR HAFA /ÁsL ORÐIÐ Ríkisstjórn vinnandi stétta? Fia hringdi: ,, Ég er fyrrverandi Alþýöuflokkskona sem siðan snerist til vinstri og hef stutt Alþýöubandalagið. Þess vegna geröi ég mér miklar vonir um þá rikisstjórn, sem nú situr. En von- brigðin eru mikil. Mig minnir að þessi stjórn hafi lofað að koma i veg fyrir verðhækkanir, en nú éta verðhækkanir sem óðast upp þessar smávægilegu kauphækk- anir. Maðurinn minn er háskólamenntaður og vinnur hjá opinberu fyrirtæki. Fyrir starf sitt þar fær hann 34 þúsund krónur á mánuði. Þegar búið er að draga frá skatta, lifeyrissjóðs- gjald, afborgun af húsinu, hita og sima, eru eftir fjögur þúsund krónur til aö lifa af. Kaupa mat, fatnað og annað sem þarf. Við erum sex i fjöldkyldunni og útilokað að lifa af þeirri upphæð. Maðurinn þarf þvi aö vinna mikla aukavinnu og er nánast sem gestur hér á heimilinu. Ég verð einnig aö vinna utan heimilis til að sjá okkur farboröa.En eftir þvi sem viö vinnum meira og fáum meiri tekjur hækka skattarnir, og þá þurfum við að vinna ennþá meira til að geta greitt þá. Þaö skapast þannig vitahringur sem erfitt er að losna úr. Er þetta stefna rikisstjórnar hinna vinnandi stétta i fram- kvæmd?” Handhafar forsetafrúarvalds Rauður háleistur hringdi: „1 sambandi við Finnlandsferð forsetahjónanna var birt mynd af handhöfum forsetavalds, er þeir voru að fylgja hjónunum i flug- vélina. En hver fer með vald forsetafrúar i fjarveru hennar? Mér finnst að rauðsokkurnar okkar ættu að beita sér fyrir þvi, að einhver kona eða konur verði skipaðar til að vera handhafar forsetafrúarvalds, þegar hún er fjarverandi. Slikt ætti að vera i samræmi við baráttu rauðsokk- anna.” Meðlagsgreiðslur með fósturbörnum Fósturmóöir hringdi: „1 tilefni af grein, sem Carl Eiriksson skrifaði i Visi á þriðju- daginn, langar mig til að gera stutta athugasemd. Hann segir þar, að greitt sé tvöfalt og þrefalt meðlag með börnum sem komið er i fóstur. Við hjónin höfum að beiðni Barnaverndarnefndar tekiö tvö börn i fóstur og verða þau hjá okkur til 16 ára aldurs. Viö fáum aðeins einfalt meðlag með þessum börnum og höfum álitið hingað til að lögin væru þannig. En þegar fólk hefur börn i fóstri um stuttan tima hefur það fengið tvöfalt og þrefalt meðlag með þeim og álit ég að Carl rugli þessu saman. Ég vil einnig mótmæla þeirri ásökun hans að það fólk sem tekur fósturbörn geri það mikið til peninganna vegna. Það er langt frá þvi að fósturforeldrar eigi almennt skilið að fá slika ásökun. Peningar eru sem betur fer ekki aðalatriði hjá flestu þvi fólki sem tekur börn i fóstur”. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Steinrunnið kerfi á uppgjöri tjóna H. M. skrifar. „Hin tiðu slys og umferöar- óhöpp hafa að vonum verið ærið umræðu- og áhyggjuefni allra aðila sem hlut eiga að máli. Margar leiðir hafa verið reyndar til úrbóta og hafa vafalaust flestar eitthvað til sins ágætis. Ein nýjasta leiðin var troðin af þeim aðilum, sem mestra hags- muna hafa að gæta i þessum efnum, en það eru trygginga- félögin. A ég þar við 7.500 kr. sjálfsábyrgðina. Þetta er rót- tækasta leiðin sem farin hefur veriö, enda dró úr óhöppum a.m.k. fyrst i stað. Ég held aö skortur á ábyrgðar- tilfinningu og vanmat á aksturs- skilyrðum sé algengasta orsök óhappa i umferðinni. Götur Reykjavikur hafa verið saltbornar undanfarin ár i hálku, en litið hefur verið um það i vetur. Er það sennilega vegna þess að margir eru á móti salti vegna ryðmyndunar. Fróðlegt væri aö sérfræðingar reiknuðu út hve margir árekstrar hafa orðið af þessum sökum og hve hárri fjár- hæð hefur þannig verið velt yfir á tryggingafélög og bilaeigendur. Þá er nú komið að kjarna þessa bréfs, en það er hið steinrunna kerfi hins opinbera á afgreiðslu á mati og afgreiðslu tjóna og bóta. Jafnvel mestu umferðaræöar borgarinnar hafa lokazt i lengri og skemmri tima vegna smárispu á bílhurð. Meö þessu er ég þó ekki að veitast að lögreglunni. Sá háttur hefur verið hafður á, að tryggingafélögin hafa sjálf fengið að ráða skiptingu bóta. Þeir sem hafa veriö óánægðir með þeirra úrskurð hafa aö sjálfsögðu getaö, og geta enn, höfðað mál til að ná rétti sinum. Það gefur auga leið að lendi tveir bilar frá sama trygginga- félagi i smáóhappi hlýtur félagið (og er reyndar sannað) að hafa tilhneigingu til að velta tjóninu yfir á báða aðilana, þvi þá slepp- ur það oft við fjárútlát vegna tjónsins. Ég legg til að umferðar- dómstóll verði stofnaður sem allra fyrst. Hann gæti mætt á árekstursstað og i mörgum til- fellum væri hægt að afgreiða málið á staðnum án teljandi yfirheyrslna. Tjónþoli getur þá látið bæta tjónið án þess að biða jafnvel vikum saman eftir að önnum kafnir starfsmenn um- ferðardeildar lögreglunnar ljúki teikningum og yfirheyrslum vegna tjóns sem jafnvel lá Ijóst fyrir i upphafi. Ekki sýndist óeðlilegt að hafa dóminn með þrennu móti. 1. Skipting tjónsins augljós, og við- komandi samþykkja fyrir sitt leyti. Málið afgreitt með teikn- ingu og 2—3 ljósmyndum. 2. Yfir- dómur, itarlegri skýrslugerð og vitni yfirheyrð. 3. Stórtjón og slys. Fullkomin rannsókn og tryggingafélögunum gefinn kostur á að taka þátt i dóminum. Þessi dómstóll losaði trygginga- félögin undan þeim vanda að á kvarða bætur og hvernig þær skiptast. Auk þess tel ég lög- regluna hæfari til að dæma um umferðarlög og reglur. Þetta myndi létta gifurlega á um- feröardeild lögreglunnar og á allan hátt flýta mjög afgreiðslu mála. Að lokum vildi ég benda á, að það þarf að merkja rækilega nýj- ar götur sem tengdar eru gömlum umferðaræðum, þvi vaninn er sterkur i mönnum”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.