Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 9
Ragnar: ...nauðsynleg viðbót... Vísir. Föstudagur 3. marz 1972. Það var grenjandi rigning, þegar Inn-sfðufólkið rennd upp að Glæsibæ, þar sem bókamarkaðurinn stendur yfir i kjallaranum. Þó var þar fjöld- inn allur af fólki að velja sér bækur, sumar á niðursettu verði, aðrar með afborgunar- skilmálum og eflaust flestallar á góðu verði. Eins og umsamið var hittum við siðan að máii starfsmenn frá fjórum bókaútgáfum og báðum þá að velja sér bók I einkabóka- safnið. Og hvað var það, sem þeim fannst girnilegast? „Ragnar Jónsson hjá Isafoldarprentsmiðju sagði: „Ég á töluvert af bókum, en meðal þeirra eru samt ekkí Islenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur úr safni Jóns Arnasonar og Ólafs Daviðs- sonar. Þetta tilheyrir ekki þjóð- sögum Jóns Arnasonar og var gefið út eftir að þjóðsögurnar komu út, og þetta er að visu ljósprentuð útgáfa, en ein af þeim bókum, sem ég á ekki. Þessar bækur kosta 2,200 kr. I skinnbandi, og er það mjög gott verð miðað við bókaverð i dag, þetta eru það stórar bækur. Það er Hið islenzka bókmennta- félag, sem gefur bækurnar út. fljótt á litið tel ég, að ég muni kjósa mér rit Þorsteins Erlings- sonar. Að visu á ég það af þeim, sem við gáfufn út hjá Helgafelli á sinum tima, megnið af ljóðunum, en hér er heildar- útgáfan, þriggja binda útgáfan, sem tsafoldarprentsmiðja gaf út.” Böðvar segist hafa sérstakt dálæti á Þorsteini Erlingssyni. „Og þarna er tækifærið, safnið er bæði ódýrt og hægt að fá það með afborgunum, sýnist mér, Safnið kostar 1332 kr. i forlags- bandi og er gefið út árið 1958.” Sigfús Daðason hjá Máli og menningu sagðist eiga dálitið erfitt um val. „En það eru t.d. Þjóðsögur Jóns Arnasonar i útgáfu Þjóðsögu. Ég held, að það sé með þvi álitlegasta. Þetta er undirstöðurit i islenzk- um bókmenntum tel ég”. Og Sigfús tekur upp fyrsta bindið af þjóðsögunum, sem eru i sex bindum, tekur af kápuna, og i ljós kemur sérlega fallega unnin bók i skinnbandi. Þjóðsögurnar kosta 4.995 krónur. „Það er eiginlega ein tegund bóka, sem ég safna svolitið”, segir Arinbjörn Kristinsson hjá Setbergi. „Hér hef ég séð eina litla bók með undarlegu nafni, Jú, ég hef áhuga á þjóðsögum, og þessi rit eru alveg nauðsyn- leg viðbót við Þjóðsögur Jóns Árnasonar finnst mér. Það kemur svo geysilega margt fram i þeim, og mér finnst maður ekki hafa fullkomna mynd af þjóðsögunum, fyrr en þetta er komið lika. Þessi bók kom út i þessu formi ljósprentuð, árið 1964, en það var ekki fyrr en fyrir tveim árum, að ég sá hana fyrst, maður fylgist kannski ekki nógu vel með. Þetta er dýrt, en þegar um sérstakar bækur er að ræða, má það ekki skipta of miklu máli. Ég vil taka það fram, að ég er ekki bókasafnari og það eru svona blandaðir ávextir i minu safni.” aðir ávextir i minu safni.” Næst valdi Böðvar Péturs son hjá Helgafelli sér bók i safnið sitt: „Þó ég hafi verið hérna töluvert, þá hef ég ekki komizt yfir að lita nákvæmlega yfir allar bækurnar, sem hér eru. En sem ég ætla að kaupa. Hún er eftir eitt merkilegasta ljóðskáld Rússa, Vladimir Majakovski, og heitir Ský i buxum. Ég las kvæðið með sama nafni i Birt- ingi á sinum tima, en þýðandi er Geir Kristjánsson, Ég hafði ekki áttað mig á þvi, að búið væri að gefa kvæðin út i sérútgáfu, en útgefandi er Helgafell, bókin kom út 1965 og kostar 205 krónur. Majakovski hefur eflaust verið undarlegur maður eins og mörg séni, manni finnst það á kvæðum hans, og lifsferill hans og lifsendir var einnig þannig”. Þó freistandi sé að kaupa bækur á markaðinum, munu þó sennilega ekki margir kaupa bækur fyrir 39 þúsund eins og Kristin Pétursdóttir, en hún er einnig bókavörður bókasafns Borgarspitalans, og fyrir það er hún að kaupa. Hún segist hafa rekizt á aðra bókaverði i sömu erindagerðum. „Bókaverðir nota tækifærið og kaupa fyrir söfnin”, segir hún. Sigfús: ...undirstöðurit... UMSJON: SVANLAUG BALDURSDÓTTIR M « % * * * m. %. *. \ mm Boövar: ...nu er tækifærið L D U I Og hvers konar bækur eru keyptar fyrir sjúklingana. „Ég kaupi hér aðallega ævisögur, ferðasögur og skáld- sögur. Ég er að kaupa inn i safnið. Það er orðið svo slitið og notað, að ég er að kaupa inn i það, sem vantar.” — Vilja sjúklingar ekki fremur léttmeti en annað, þegar þeir liggja sjúkir? „Það breytist ekki bók- menntasmekkurinn, þegar folk fer á sjúkrahús, en það er meira beðið um afþreyingarbækur.” — Það endurspeglar ef til vill bókmenntasmekkkinn? „Jú, en ég hef verið að prédika það fyrir minum konum að hafa bækur, sem eru léttar i hendi. I safninu okkar eigum við lika mikið af ritsöfnum og öðru þess háttar.” Og nú eru bókakassarnir orðnir fjórir, sem þær fara með, Kristin og Ingunn Gislason, ein af 14 Rauðakross starfs- mönnum, sem vinna endur- gjaldslaust á vöktum við það að fara með bókavagna ti'. sjúklinga og halda safninu opnu. 1 lokin er talað við Jónas Eggertsson bóksala, sem segir það vera öðruvisi, þegar fólk er að velja bækur fyrir sjálfa sig. Skólafólk og ungt fólk velji gjarnan ljóðabækur og hafi það færzt i vöxt. Hann segir bóka- áhugann vera mikinn. Og salan fyrir jólin, hún stafar af þvi, að fólki þykir gaman að fá bækur. Það sér maður hér, áhuginn er fyrirhendi. Nú biðum við aðeins eftir leyfi fyrir þvi að fá að hafa opið á laugardaginn og sunnu daginn, svo að öll fjölskyldan geti komið saman til að velja sér bækur, en það er sérstak- lega gaman.” -SB— Arinbjörn: ...litil bók með undailegu nalni... Litið inn á bókamark aðinn þar sem fjórir starfsmenn bóka útgáfa velja sér bœkur frá öðrum útgáfum í einkasöfnin talað við bókavörð og bóksala !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■I ■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.