Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 7
Vfsir.Föstudagur 3. marz 1972, 7 hafði sigrað. Það er engin til- viljun, að Kissinger hefur þannig hafizt til hárra valda, svo að jafn- vel utanrikisráðherra Banda- rikjanna, Mr. Rogers, hverfur i skugga hans og bliknar. Mr. Kissinger er svólitíll póka sagnfræðingur, og hann hetur lagt sérstaka áherzlu á að kynna sér starfsaðferðir þeirra stór- mennanna Metternichs og Bis- marcks á siðustu öld. Sérstök ástæða er til að ætla, að hann hafi nú i ýmsu fylgt fordæmi þeirra. Allt sem nú gerist, sýnist fara fram i anda hins upplýsta ein- veldis 19. aldarinnar. Það eru örfáir leiðtogar, sem ákveða allt, bandariska þjóðþingið kemur ekkert viö sögu og er engra ráöa' spurt þó algerlega ný heims- stefna sé tekin upp. Að visu er það að nokkru fólgið i sérkenni hins bandariska forsetaembættis. A hinn bóginn er alþýða Kina auð- vitað heldur ekki spurð neins álits, slikt dettur auðvitað engum i hug. Og meira en það, ný heims- málastefna sýnist vera tekin upp að öðru leyti. Fram til þessa hafa aðeins tvö heimsstórveldi skipt með sér heiminum og drottnað með ægivaldi atómsprengjunnar. Nú er öldin að breytast, við skulum að visu tala þá sem minnst um stórveldi, en það er að minnsta kosti viðurkenning á fleiri kröftum, það er Kina og það er Japan og það er Vestur- Evrópa. Já, það er viðurkenning á þvi, að tvö stórveldi geta ekki haldið uppi löggæzlu i öllum heiminum. 1 staðinn er að koma upp stefna ballanseringar. Nú þarf að nýju að taka i notkun list Metternichs að láta allt ballan- sera, hvernig á að vega Japani á móti Rússum og Kinverjum eða Rússa móti Vestur-Þýzkalandi og Japan. Kannski kemur Ind land inn i spilið, hvernig á að láta það ásamt Bangladess ballansera á móti Kina og Pakistan. Hér má lika skjóta á vogarskálina litlu lóði Norður-Vietnams móti öðru litlu lóði Suður-Vietnams. Það er þessi ballanseringar- leikur, sem sýnist nú hafa náð yfirhöndinni. Nú verður að byrja að vega allt og meta, eins og á dögum Metternichs, til að koma á jafnvægi. Allt er þetta gert i þeim tilgangi að koma á friði. Kannski tekst Kissinger að skapa friðsam- legan Metternich-heim á ofan- verðri 20. öld. Kannski hætta nú allar þessar þrætur um sinn og menn geta farið að snúa sér að uppbyggingu innanlands. Auð- vitað nær það ekki nokkurri átt að viðhalda stöðugt vonlausri eymd og fátækt i Kina. Það verður eitt- hvað að gera. Þeir gáfust upp á að þiggja aðstoð Rússa, af þvi að þeir vildu gina yfir öllu, nú leita þeir aðstoðar Bandarikjanna og sennilegt, að þeir verði þeim miklu notadrýgri. Kina er i sjálfu sér heil álfa likt og Vestur- Evrópa. Hún þarf á aðstoð að halda, kannski stofna Banda rikjamenn nú til nýrrar „Marshallhjálpar” fyrir Kina, og kannski við eigum þá eftir að upplifa það eftir einn eða tvo áratugi, að , Kina verði raun- verulegt stórveldi, og á meðan taki Vestur-Evrópa sig til og hjálpi Rússum til að rísa upp úr hinni efnalegu vesöld og fátækt. Þetta geymir vissulega marga merkilega möguleika, ekki sizt ef Kissinger og Sjú-Enlæ tekst að halda uppi jafnvægisleiknum. Já, kannski eru við að öðlast friðsamlegri heim, sem hugsar um það eitt að ballansera, en er ekki að eyða orku sinni i heimsku- legar hugsjónir og eltast við mýraljós i sifelldum imyndunum um réttlæti og annað slikt bull. Já, far vel fornar hugsjónir. Kannski blæðir þá færri út i frelsisstriöum sem leiða aðeins til nýs helsis. Nú er að ballansera, nú gildir það að hafa lært vel i skólum undír landspróf lögmál vogar- stangaraflsins axþ s axþ. Svo einfalt er það. Heimur Kisser- nichs svifur yjfir okkur, en gleymum þvi þá heldur ekki, að upp úr öld Metternichs á siðustu öld spratt timi járnkanslarans. Skyldi nú geta farið eins, að við eigum fyrir höndum siðar tima Kissermarcks? Þvi það er lika hægt að stilla upp á vogarskál- arnar nokkrum tonnum af fall- byssum, skriðdrekum, og eld- flaugum, og þau tonn eru þung. Þorsteinn Thorarensen Að beygja sig ekki fyrir almenningsóliti Litið hefur verið um myndlistarsýningar i bænum að undanförnu. Salirnir hafa staðið tómir, nema Lista- safnið, en þaðan heyrist hvorki stuna né hósti hvort sem er, og flestir eru hættir að taka það með i reikn- inginn sem sýninga- stað, þótt safninu hafi á sinum tima verið ætlað mikið hlutverk og merkilegt. — Allt um það er nú búið að opna sýningu. Það gerði Súm 19. febrúar og minntist um leið, að þrjú ár eru liðin frá þvi að Galleri Súm var opnað. í sýningunni tóku þátt þeir sem haldið hafa einka- sýningu i galleriinu, alls 16 manns. Auk verka, sem flest hafa verið á fyrri sýningum Súm, var gefið yfirlit yfir starfsemina með blaðaúrklippum, ljós- myndum, sýningar- skrám o.fl. Þrjú ár eru að vísu ekki hár aldur, en samt væri ekki úr vegi að athuga, hvað það er sem Súmarar hafa haft fyrir stafni þennan tima. Félagið sjálft — sem ekki heitir Samband ungra myndlistarmanna, heldur aðeins Súm — er eldra en galleríið, stofnað 1965. Þá héldu fjórir félagar samsýningu i As- mundarsal og á Mokka, en bráðlega fjölgaöi í hópnum, sýnt var hér og hvar um bæinn, þar til fastur samastaður fékkst við Vatnsstíginn. Þar hafa siðan verið haldnar tæplega 30 sýn- ingar, auk þess sem Súmarar, ýmist sem einstaklingar eða i heild, hafa sýnt bæði heima og erlendis, og er skemmst að minnast fjórðu samsýningar þeirra, Súm IV, i Amsterdam siðastliðið vor. Þar sýndu 17 listamenn um 140 verk. Rúmlega 50 listamenn hafa sýnt verk sin I Gallerí Súm, þar af 24 Islendingar. Útlend- ingarnir hafa flestir verið á samsýningum, margir með að- eins eitt til tvö verk, en tveir hafa þó verið með einka- sýningar og veturinn ’69 var samsýning sex hollenzkra mál- ara, þ.á m. Anton Rooskens. Flestir hafa útlendingarnir verið frá Mið-Evrópu, en þar hefur verið mikil gróska i kúnst- inni undanfarið, og má í þvi sambandi benda á menn eins og Dieter Rot og Josef Beuys, sem báðir hafa átt myndir i Súm. Það hefur verið mikill fengur i þvi að fá þessi sýnishorn, þvi kynning á erlendri myndlist hefur verið vanrækt hér á landi. Listasafninu var einu sinni fengið þetta verkefni, en fé var ekki veitt til starfseminnar, og slikar sýningar hafa þvi verið með eindæmum sjaldgæfar þar. Nokkrir aðilar aðrir hafa fengið hingað sýningar, en þar hefur fjárskortur einnig haiplað framkvæmdum. Reyndar er furðulegt hverju Súm hefur komið i verk á þessu sviði, einkum þegar haft er i huga að þetta er ekki nema tuttugu manna hópur, sem hefur litla sem enga opinbera styrki hlotið. 1 verkum sinum fylgja Súm- arar ekki neinni einni stefnu eða stil. Þeir eru raunar svo ólfkir að beinast liggur við að spyrja, hvað það sé sem heldur þeim saman. Ekki er nóg að segja að þeir séu af yngri kynslóöinni og hafi komið fram með ýmsar nýjungar i myndlist hérlendis, svo sem kinetik, minimalisma o.fl. Helzt er þeim sameiginlegt að list þeirra er málefnaleg. Spurningin stendur ekki bara um „spennu i linunni” og „fjör- legtsamspil litanna” eins og við höfum átt að venjast i myndlist udanfarinna áratuga. Myndir þeirra hafa ekki aðeins sjónrænt gildi, heldur jafnframt félags- legt eöa jafnvel heimspekilegt. Hugmyndafræðin, sem að baki stendur, er þó ekki ein og söm, nema ef vera skyldi að þeir séu einhuga um að beygja sig ekki fyrir rikjandi almenningsáliti, heldur fara sinar eigin leiðir, hvað sem mögulegir kaupendur kunni að segja. Það hefur þvi miður verið sorglega áberandi hér að myndlistarmenn, og þá einkum málarar, hafi lagt upp I kapphlaup við þann hús- byggingafaraldur sem geisað hefur undanfarna verðbólgu- áratugi. Það er eins og þá hafi óað við öllum þessum nýju, auðu veggjum og viljað sjá fólki fyrir einhverju til að hvfla augun við. Mörgu ungu lista- fólki hefur sárnað þessi niöur- læging listarinnar, og segja má að Súm sé stofnað sem andsvar við þessari óheillastefnu. Það fer ekki hjá þvi að Súm- arar hafi með verkum sinum hneykslaö marga fróma sál, alveg á sama hátt og Sepl embermenn settu hér allt á annan endann upp úr siðustu heimsstyrjöld og gengu jafnvel svo fram af mönnum, að talaö var um, að nú væri islenzkur menningararfur glataður. Hver man ekki eftir tuggunni um að eftir Elísabetu Gunnarsdóttur abstraktmálverk væru bara krass, sem hver sjö ára krakki gæti auðveldlega leikið eftir? Þetta fengu þeir September- félagar að heyra nótt sem nýtan dag. Nú eru það heysátur, raf- magnaðir hnifar, flugur, blóö- mör og fleira góðmeti, sem Súmarar hafa látið frá sér fara, sem rugla marga I ríminu, en gefa öðrum kærkomið tækifæri til að kveða upp dauðadóm yfir framtið Islenzkrar myndlistar. Listamenn eru gjarna á und an sinni samtið, þeir sýna okkur þaö sem við höfum ekki gert okkur grein fyrir áður, nema e.t.v. á mjög óljósan hátt. Þess vegna er ekki nema eðli- legt að almenningi bregði í brún við að sjá ýmsar þær nýjungar sem fram koma á listasviðinu. Hitt er aftur á móti furðulegt, ef eldri listamenn, sem áður þurftu að heyja harða baráttu fyrir hugmyndum sinum, reyna að loka augunum fyrir fram- vindu listarinnar og neita að viðurkenna að þar fæst aldrei nein endanleg lausn, heldur verður sífellt að gera frekari til- raunir, svo listin geti tekizt á við ný viðfangsefni og aðstæður, en verði ekki aðeins minjagripur um fjarlæga fortið. Súmarar mega vera ánægðir með starf sitt undanfarin ár, og vonandi fáum við að sjá margar og beinskeyttar sýningar hjá þeim i framtiðinni. Þrjú ár eru ekki langur tlmi og þvi engin ástæða til aö hægja á sér. Súmarar á afmælissýningu sinni: Gylfi Gislason, Vilhjálmur Bergsson, Jón Gunnar Arnason og Magnús Tómasson, umhverfi Hjartað eftir Jön Gunnar. A veggnum nokkrar bíaöaúrkiippur og myndir um starfsemi Súm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.