Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 20
VÍSIR Föstudagur 3. marz 1972. Strákar festust í for við Breiðholt Lögreglunni i Arbæjarhverfi var tilkynnt i gær að börn væru að drukkna eða jafnvel drukknuð i for upp við Breiðholtshverfi. Lögregia og sjúkralið fór þegar á vettvang og bjuggust menn viö hinu versta. Þegar liðið kom á staðinn voru þar fyrir tveir smástrákar sem sátu rigfastir i for. Lögreglan hjálpaði þeim upp úr og urðu þeir frelsinu fegnir. Lögreglan átti fremur rólega nótt en ölvun var þó talsverö. Virtist föstudagurinn hafa færst fram á fimmtudag I þetta skipti enda menn oft fjáðir um mánaðamót og láta þá gjarnan eitthvað af hendi rakna i rikiskassann. —SG Dœmalaust góðœri segja þeir gömlu Netavertíðin snemma eins og loðnan — afli tekinn að glœðast hjó netabótum í Faxaflóa Þeir segja að allur fiskur verði snemma á feröinni f ár. Hverjir? Þeir gömlu sem við hittum undir húsgöflum. Páskarnir eru , svo snemma núna, sagöi einn við okkur, það er þess vegna sem loðnan kom snemma og það er svo aftur þess vegna sem þeir eru strax farnir að fá reyting i netin. Linufiskiri hefur verið gott á djúpmiðum i allan vetur — það verður hörkuvertið á netunum þegar fram i marz sækir segja þeir. Netabátar hafa aflaö frá 4 og upp i 17 tonn hér i Flóanum og eru þá úti i tvo daga. Hefur aflinn verið að glæðast undanfarinn hálfan mánuð, en sem kunnugt er hefst svo vertiðin um og upp úr 15. marz og stendur hæst i april. útlitið er gott — og skapið létt yfirleitt, verst þetta þref með loðnuverðið og löndunarstoppið i Reykjavik. —GG. Rauði krossinn fjallar um eiturefnamálin — Fræðslufundurinn hcitir Þjóð- félagsleg vandamál, scm skapast af neyzlu ávana- og fikniefna. Við höfum fengiö á fundinn Ezra Pétursson geölækni, sem hefur unnið i tiu ár við sálgreiningu og geðlækningar við hclztu sjúkra- hús New York borgar, og unnið þar mikiö með eiturcfnasjúklinga og verið ráðunautur um meöferð heroinsjúklinga i fangelsum borgarinnar. Við teljum hann vera þann lækni islenzkan, sem mesta þekk- ingu og reynslu hefur á þessu sviði, segir Eggert Asgeirsson framkvæmdastjóri Reykjavikur- deildar Rauða krossins. Fræðslu- fundurinn, sem um ræðir, hefst klukkan tvö á morgun i Domus Medica og er öllum opinn. Eggert Asgeirsson sagði enn- fremur, að Ezra Pétursson myndi fjalla um sjúkdómshlið þessara mála. Jón Sigurðsson borgar- læknir muni halda stutt erindi um ávana- og fikniefni og þjóðfélagið, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri talar um fræðslu i sambandi við þessi efni og Asgeir Friðjónsson fulltrúi lögreglustjóra fjallar um löggæzluhliöina. — Við vonum, aö fólk fjölmenni á fundinn og umræður verði hag- nýtar þannig, að niðurstaða fáist á þvi hvaða sameiginlegt átak sé hægt að gera til að sporna við neyzlu þessara efna i okkar þjóð- félagi. — SB — Vilja fá borgina til að bœta tjónið — yfirborðsvatn olli 450 þúsund króna tjóni í kjallara Hjaltabakka 16 „Okkurtelst svo til, að við höfum orðið fyrir 450 þúsund króna tjóni af völdum yfirborðsvatns- ins, sem flæddi inn i kjallarann hjá okkur að- faranótt laugardagsins 29. janúar síðastliðins", sagði Vagn Gunnarsson Eyjabakka 16 i viðtali við Vísi í morgun, en hann og sambýlismenn hans leitast nú við að fá borgina til að bæta skað- ann. „Hvers vegna að leita skaðabóta á hendur borg- inni?” „Jú, vegna þess, að það vatnsflóð, sem olli okkur skað- anum var yfirborðsvatnið, sem í hlákunni þá rann ofan úr Breiðholti, myndaði einskonar lón ofan við blokkina, ruddi sér siðan braut með húshlið- inni og niður i kjallarann, sem fylltist upp að rafmagnsrofun- um. Þetta er nokkuð, sem ekki hefði hent, hefði borgin geng- ið sómasamlega frá niðurföll- um og öðru sliku i nágrenni borgarinnar. Við teljum frá- ganginn og sinnuleysið hafa verið stóran galla á skipulagi og framkvæmd borgarinnar, en við ibúarnir vorum marg- sinnis búnir að fara fram á úr- bætur, sem dygðu, en allt kom fyrir ekki'1 segir Vagn. „Hverjar urðu skemmdirn- ar?” „Mest skemmdist af sam- eiginlegu i kjallaranum, en lika talsvert i tveim geymsl- um, en aðra á ég. Hiá mér skemmdust t.d. parketflisar, sem ég átti eftir að setja niður i ibúðina, en ég er tiltölulega nýfluttur i mina ibúð, sem og hinn geymslueigandinn, sem varð fyrir tjóni. Báðir áttum við i geymslunum ýmislegt, sem við áttum eftir að setja upp i ibúðum okkar, eins og t.d. skápa og annað slikt”. „Eruð þið bjartsýnir á að borgin borgi brúsann?” „Ég þori engu að spá um það. Þeir voru tveir frá borg- inni að skoða skemmdirnar hér i gærdag, en gátu vitan- lega litið sagt, að svo komnu máli....”. Verkafólk er fljótara að vinna fyrir landbúnaðarvörunum en það var fyrir ári þrátt fyrir síð- ustu hækkanir. Svo segir upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins okkur. Að visu tekur lengri tima að vinna fyrir sumum kjötvörunum. Dagsbrúnarmaður á IV. taxta var 27.07 minútur að vinna fyrir kílói af skyri fyrir einu ári, en það tekur hann nú 23,25 minútur. Eitt kiló af mjólk i heilhyrnum tók 10,62 minutur af vinnu hans, en tekur nú 8,22 minútur. Kilóið af osti 45% var hann 164,57 mínútur að vinna sér inn, en er nú 105,48 minútur. Hins vegar þurfti verkamað- urinn 77,77 minútur til að vinna fyrir kilói af súpukjöti, en nú þarf hann meira, 85,63 minútur. Hann var 104,14 minútur að afla pen- inga fyrir kilói af kótilettum, en nú fara til þess 110,70 minútur. Kiló af saltkjöti tók 95,13 minútur i vinnu en nú 102,08 minútur. Með þvi að taka 6 vöruflokka mjólkurvara og 6 vöruflokka kjötvara og reikna, hvað margar minútur Dagsbrúnarmaðurinn þurfi til að vinna fyrir einu kílói af þessu, fæst út, að hann hafi þurft 970,5 minútur 1. marz 1971 en þurfi nú 907,15 minútur. Upplýsingaþjónustan segir, að hækkanirnar 1. marz hafi ein- göngu stafað af hækkun almenns kaupgjalds og nokkurri krónu- hækkun álagningar, sem einnig hafi verið afleiðing kauphækkana i haust, samkvæmt venjulegum reglum um verðlagningu búvara. Verðhækkanirnar um áramótin hafi stafað eingöngu af lækkun á niðurgreiðslum rikissjóðs. — HH. Mœla með stœkkun Bœndahallarinnar — ef bœndur verða ekki skattlagðir frekar „Með stækkun hótelsins fæst hagfelldari rekstrar- eining, sem tryggir áfram- haldandi forystuhlutverk í hótelrekstri i landinu", segir í greinargerð fjár- hagsnefndar Búnaðarþings um stækkun Bændahallar- innarsemlögð var fram á Búnaðarþingi í morgun. Nefndin mælir eindregið með þvi að ráðizt verði i stækkunina en telur rétt að sett verði nokkur skilyrði af hálfu Búnaðarþings. Þar á meðal að fé það sem Bændahöllin á nú i sjóði og það, sem hún skilar i arð á bygginga- timanum verði framlag eignar- aðila til verksins. En engin önnur framlög frá bændum verði inn- heimt til framkvæmdanna. Enn- fremur að rikisábyrgð fáist fyrir láni til nýbyggingarinnar, sem veri)i 80% stofnkostnaðar og að innlent fjármagn fáist til verksins að mestu eða öllu leyti. Áætlað er að viðbyggingin kosti liðlega 300 milljónir króna. Fyrri umræða um þessa ályktun fjárhagsnefnd- ar fer fram á Búnaðarþingi idag. Ef þingið ' samþykkir stækkun hallarinnar þarf einnig að fá samþykki Stéttarsambands bænda til verksins, en það á 1/3 i Bændahöllinni. — SG. Nýja andlitið — kostar hér 250 kr Nýja andlitið á sœlgœtissölunni: Dósin á 250 í búð, — 175 á „svörtum — Þá held ég, að ég kaupi það frekar áfram smyglað á 175 krónur, sagði ein húsmóðir við aðra, þar sem þær stóðu aðeins álengdar og fylgdust með þvi, þegar blaðamenn Visis upp- götvuðu „nýja andlitið” á sæl- gætissölunni i landinu i gær þeg- ar fyrsta erlenda sælgætið kom i verzlanirnar. Við rákumst á að Mackintosdósum hafði verið raðað upp i sælgætisverzlun einni i borginni. Það virtist vera minnsta gerðin og kostar dósin 250 kr„ en innihaldið er 432 grömm. Afgreiðslustúlkan sagði ekk- ert hafa verið keypt af erlenda sælgætinu ennþá. „Ég var að raöa þess upp”. A næstu mánuðum mun erlent sælgæti verða flutt inn til lands- ins fyrir milljónir króna. Þá bætist kannske enn við sykur- neyzlu landans, sem er ærin fyrir. — SB — Fœrri mínútur að vinna fyrir matnum — þrótt fyrir hœkkanirnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.