Vísir - 03.03.1972, Síða 12

Vísir - 03.03.1972, Síða 12
12 Vísir. Föstudagur 3. marz 1972. MNDA McCARTNEY -gift Paul nokkrum McCartney — hneykslJ aði heldur en ekki frumsýningar- gesti við fina sýningu i London um daginn. Frúin mætti til sýn- ingarinnar með sokka sinn hvorrar tegundar á fótum sér. Annar var hvitur, en hinn svartur. MARLON BRANDO, leikarinn sá, er einn hinna mörgu aðdáenda Spánarstranda. Hann festi nýlega kaup á 12 milljón króna sumar- húsi við eina sólskinsströndina, nærri bænum Santa Ponsa. Það er vitanlega hið vandaðasta að allri gerð. Þar er bæði rafmagn no rpnnandi vatn. BARBARA HCTTONer nú I þann veginn að giftast i áttunda sinn. Aö þessu sinni 42ja ára áströlsk- um glaumgosa að nafni Colin Fraser. Brúðkaupið mun fara fram í Barbados. AGA KHAN — sá ungi trúarleið- togi — hélt um daginn blaða- mannafund i Genua, þar sem hann kynnti fyrir mönnum son sinn og erfingja, prins Rahim. LEIGH ROGERS heitir stúlka, sem um daginn var verið að dæma til að greiða 1200 kr. isl. i sekt fyrir að aka allsnakin á mót- orhjóli. — En ég var i stigvélum, stundi hún upp fyrir réttinum, en allt kom fyrir ekki, og sektina varð hún að gjöra svo vel að greiða. RITA HAYWORTHer nú að leika I kvikmynd, sem verið er aö gera i Mexico þessa dagana. Mótleikari hennar er RÓBERT MITCHUM. Nafn hefur enn ekki verið valið á kvikmyndina, en I henni fer Rita með hlutverk konu að nafni Ira frá Dios. OG ÞEIR DEAN MARTIN og ROCK HUDSON eru lika komnir til Mexico i þeim tilgangi að leika þar saman i hasarmynd. Og þaö er ekki að sökum að spyrja. Bærinn þar sem myndatakan fer fram, er þegar morandi i ferða- mönnum og öðrum forvitnum, sem vilja fylgjast með.... Kvikmynd um síðustu Munkurinn voðalegi, Rasputin i kvikmyndinni (t.v.) og i raunveruleik- anum. daga Rússakeisara Og þá er lokið töku hinnar löngu kvikmyndar um Nikulás II Rússakeisara. Hefst myndin árið 1904, þegar keisarinn — þá 36 ára — stóð á hátindi valdaferils sins. En myndin endar á hinni miklu styrjöld, sem átti að gjörbreyta öllum heiminum. í aðalhlutverk myndarinnar voru valdir þeir af- bragðsgóðu leikarar Jack Ilawkins, Michael Redgrave, Curd Júrgens, Laurence Oliver á- saint ennfleiriþekktum leikurum. „Nikulás og Alexandra” er heiti myndarinnar, og það er hinn „máttugi” leikstjóri og kvik- myndaframleiðandi Sam Spiegel, sem stóð að baki gerð myndar- innar. Leikararnir , sem fara með aðalhlutverk keisarafjölskyld- unnar likjast allverulega hinu raunverulega f jölsk yldufólki, eins og það leit út, og sýna það glöggt myndirnar hér til hliðar. Brezka stórfyrirtækið „Im- perial Chemical Industries” skýrði frá þvi i London á miðviku- daginn, að það hefði i huga að hefja framleiðslu á nýrri gerð af sigarettum. Ætlar fyrirtækið sér að fram- leiða vindlinga sem að þremur fjórðu hlutum innihalda aðeins sellulósu en að einum fjórða hluta tóbak. „ICI” heldur þvi fram, að sigarettur þessar, sem fram- leiddar verða i samvinnu við „Imperial Tobacco”, verði alger- lega hættulausar fyrir reykinga- menn. Forstjóri’fyrirtækiáins hélt þvi og fram, að þessar nýju sigarettur þeirra myndu uppfylla flestar eða allar þær kröfur, sem heilbrigðisýfirvöld gera um minnkandi magn eiturefna i vindlingum. Tilraunir, sem gerðar hafa verið, sýna, að nýja sigarettan inniheldur til muna minni tjöru en þær venjulegu. NATALIE WOOD er hins vegar nýskilin. Hún er nú að byrja upp á nýtt. Hefur nefnilega i hyggju að giftast aftur hinum 41 árs gamla Robert Wagner — fyrsta eigin- manni sinum. HÚN SKER LAUK MEÐ TAM SÍNUM Hún er ung húsmóðir i London og heitir Sally McHardy. Hún hefur komizt upp á lag meö að skera niður lauk með tánum. Hugmyndina átti eiginmaður hennar. Er frúin hafði kvartað sáran undan þvi táraflóði, sem laukskurðinum fylgdi, kenndi hann henni að nota fæturna við þetta leiðinda eldhúsverk. Hinir löngu leggir hennar gera það að verkum, að nú er hún langt frá lyktinni af lauknum og tárast heldur ekki lengur. SKAÐLAUSAR SÍGARETTUR? SNJALL HÁRSKERI Nú ættu hárskerarnir okkar ekki lengur aö þurfa að tvistiga i kring- um viðskiptavinina, er þeir snyrta hár þeirra. Hoilenzki hárskerinn, M. Dethmes, 54 ára gamall og starfandi I Appeldoorn, hefur nefnilega komiðfram meðeinfalda lausn.stólá hjólum, sem hægt er að lyfta upp og niður. Stólinn smiðaði hann sér úr gömlu reiðhjóli, en um fjölda- framleiðslu hefur hann ekki hugsað. — Þaö getur hver sem er.smiöaö sér svona stólkrili, segir hann og brosir út I annað um leið og hann fárast út i það að hafa ekki látið sér koma þetta i hug fyrr. — Nú er ég ekki þreyttur I fótunum þegar ég rölti heim úr vinnunni á kvöldin, og hef heldur ekki verk i bakinu eins og svo oft áöur eftir erfiða daga, segir Dethmes. Þessi nýi stóll hans gerir þaö lika að verkum, að það þarf ekki að þeyta viðskiptavinunum upp og niður, meðan á hárskuröinum stendur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.