Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 3. marz 1972. 5 cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: undirrituðum mestu vonbrigðum. Leikfélag Kópavogs hefur á undanförnum árum iðulega virzt að þvi komið að hefja sig á hærra stig venjulegum áhugamannafé- lögum um leiklist úti um land.og eitt sitt bezta verk vann félagið i vor sem leið er það stóð fyrir sýn- ingum ungs fólks á Hárinu i Glaumbæ. Auðveldlega gæti félagið neytt aðstöðu sinnar og nábýlis við leikhúsin i Reykjavik, aukinnar samvinnu við unga skólagengna leikara auk annars áhugafólks um leikmennt til að setja sig á laggirnar með nokkurn veginn reglubundnum leiksýn- ingum, eigin listrænni stefnu og metnaðarmarki að keppa að. En þetta skref hefur ennþá ekki tekizt að stiga. Starfsemi félags- ins virðist manni næsta óreglu- leg, verkefnavalið ómarkvíst og metnaðarlaust, enda reynist leik- hópur félagsins næsta sundur- leitur frá ári til árs. Þetta tvennt, visir að föstum leikhópi,mótuð stefna um verkefnaval við hæfi hans, og áhorfenda, er þó hiö fyrsta sem við þarf til að Leik- félag Kópavogs fái notið krafta sinna sem einatt sýnast vera umtalsverðir og þeirra mögu- leika sem aðstaða félagsins raun- verulega veitir þvi. En með sýningu Músa- gildrunnar sýnist Leikfélag Kópavogs horfið að nýju i sitt fyrra áhugamanna - far . Viðvaningsbragurinn er einhlitur, bæði sviðsetning leiks- ins i heild og hverju og einu hlut- verki. Það er i rauninni einungis leikmynd Magnúsar Pálssonar, hið ásjálegasta verk, sem er með fagmannlegum brag i sýning- unni. Þar fyrir koma leikendur vitaskuld misjafnlega fyrir á sviðinu. Hugrún Gunnarsdóttir, lék fyrir nokkrum árum eitt og annað með Grimu, en hefur ekki sézt á leiksviði um skeið. Hún tekur sig ágætlega út i hlutverki sinu (ungfrú Casewell) þótt brigðul reynist tök hennar á þvi þegar átök vaxa og upp rennur fyrirfröken þessari ljós hvernig i hinu dularfulla morðmáli liggi. Farsæl tök fram að hlé: Auður Jónsdóttir. Leikfélag Kópavogs: MÚSAGILDRAN Sakamálaleikrit i tveim þáttum eftir Agatha Christie Þýðandi: Halldór Stefánsson Leikstjóri: Kristján Jónsson Leiktjöld: Magnús Páslsson Agatha Christie er engum lík. Það er ekki nema eitt af einsdæmum hennar að sakamálaleikritið Músa- gildran hefur nú gengið 20 ár í London, orðið eitt af aðdráttaröflum á ferðafólk þar i borginni að sögn. Þar fyrir utan hefur leikritið auðvitað verið leikið út um allar jarðir á öllum þessum árum, þar á meðal í Kópavogi árið 1959. Það er aðskilja að afmæli leiksýn- ingarinnar í London sé nán- asta tilefni þess að Músa- gildran er nú tekin til sýn- ingar í Kópavogi að nýju í sviðsetningu Kristjáns í gildrumii: Magnús B. Kristinsson. Jónssonar, við leikmynd Magnúsar Pálssonr. Þrátt fyrir miklar og lang- varandi mætur á Agöthu Christie veldur sýningin i Kópavogi a.m.k. Enginn kðttur ó pallinum Bitur sök sekan? I.ögreglumaður og vitni i morðgátunni í Kópavogi Björn Magnússon og Hugrún Gunnarsdóttir. Auður Jónsdóttir tekur eins og fyrridag hlutverk sitt (frú Boyle) farsælum tökum — en hún er þvi miður úr leik eftir fyrri þátt. Leifur Hauksson er ungur maður sem sýnir öðrum þræði skemmti- leg tilhlaup i gervi hins tauga- bilaða Kristófers. Aðrir leikendur hafa ýmsir hverjir leikið allmikið i Kópavogi á umliðnum árum — Björn Magnússon, Sigurður Grétar Guðmundsson — og koma fyrir nokkurn veginn eins og áhorf- endur eiga að vænta. Sjálfsagt stenzt þessi sýning fullvel saman burð við verk annarra áhuga- félaga um leiklist úti um land. Manni finnst bara að þetta fólk, lélag þess eigi fleiri og fjölbreytt- ari kosta völ en þvi nýtast að svo komnu. Kristján Bersi r Olafsson skrifar um sjónvarp: Óvœnt úrslit EKKI SÓTTU listamenn gull í greipar úthlutunar- nefndar i sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Og var þó ekki nefndinni að þakka. En atlagan gegn henni var rekin að mestu með slíkum vopnaburði að hún komst aldrei í neinn verulegan bobba og getur að leikslok- um borið höfuðið hátt. Að vísu var framkoma sumra nefndarmanna heldur ósympatískog hrokafull, en sé litið á heildina er enginn vafi á þvi að nefndin kom sem sigurvegari út úr um- ræðunum. Og það er út- koma sem ég held að fæstir hafi gert ráð fyrir að óreyndu. Raunar er ákaflega erfitt að meðhöndla þennan þátt eins og alvöruumræður um umræðuvert efni. Hann var miklu nær þvi að vera skopleikur, eins konar nautaat jafnvel, þegar bezt lét. Fyrir bragðið mátti hafa af hon- um talsvert illkvittið gaman, en hvorki gagn eða lærdóm. Nema ef telja skal það til lærdóms að fá að sjá' fræga og nafntogaða menn hegða sér eins og dóna á opinber- um vettvangi. MEGINVILLAN i mál'flutningi þeirra listamanna sem mest höfðu sig i frammi var að sjálf- sögðu sú að ráðast persónulega gegn þeim nefndarmönnum sem þarna voru mættir. Nú eru nefnd- armennirnir auðvitað misvirtir, og á þvi er enginn efi að meiri- hluti þeirra hefur mjög þröngan, ihaldssaman listsmekk sem mótar úthlutunina i þetta skipti og hefur gert um árabil. En það er engin ástæða samt til að draga i efa að þeir vinni verk sitt eftir beztu samvizku, og það myndi i sjálfu sér litlu breyta þótt skipt væri um nefndarmenn. Ef til vill leiddi það til þess að ann- arskonar listsmekkur yrði þar ráðandi og aðrir listamenn en nú fluttir i hærri flokk eða teknir inn i þann lægri, þá yrðu ef til vill ein- hverjir ánægðir, sem nú bera óánægju sina á torg, en nýir menn tækju við hlutverki þeirra óánægðu. I sjálfu sér væri ekki nein breyting fólgin i þessu. Þvi að meinsemdin liggur ekki fyrst og fremst i þvi, að úthlutunar- nefnd sé mistæk við dilkadrátt- inn, heldur er hún fólgin i hinu að henni skuli yfirhöfuö vera falinn dilkadráttur af þessu tagi. ÞAÐ ER SEM SÉ i sjálfu kerfinu sem meinsemdin fyrst og fremst liggur. A þetta atriði hefur svo oft verið bent að undanförnu að ég nenni tæpast að leggja orð i belg, en það segir sig nánast sjálft að það getur ekki verið neinum til gagns, ekki lista- mönnum og þaðan af siður listinni i landinu, að spreða smápening- um út til manna af handahófi eins og nú er gert. Fyrst stjórnvöldin á annað borð fallast á að rétt sé aö styðja listsköpun i landinu verður sú aðstoð að vera i þvi formi að það komi að einhverju gagni. Til þess eru til ýmsar leiöir, og á sumar þeirra var drepið i sjón- varpsþættinum á þriðjudaginn, en ég saknaði þess að ekki skyldu þar fara fram neinar verul. umræður um það efni. Slikar um- ræður hefðu kannski ekki orðið eins góð erting fyrir hláturtaug- arnar eins og sirkusinn sem hald- inn var, en miklu hefði það þó verið skemmtilegra (i breiðari skilningi þess orðs) hefðu umræð- urnar komizt upp á eitthvert slikt málefnalegt plan. En þeir sáu um að sá fjandi gerðist ekki, Thor og Vilhjálmur Bergsson og þeirra kompánar. Sinnuleysi um ofdrykkju elur ó drykkjuskop LESIÐ ÍSLENZKA VESALINGA Eftir Steinar Guömundsson VERÐ KR. 150.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.