Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 8
8 Vísir. Laugardagur 4. marz 1972. Anna prinsessa tckur á móti blómvcndi þá cr hún mætir til frumsýningar Polanski-myndar- innar. ANNA FER í BÆINN ANNA PRINSESSA er viljug að fara í bæjarferðir, eins og t.d. til að vera við frumsýningar. í síðustu viku var hún viðstödd frumsýningu myndarinnar Macbeth, sem er stjórnað af Polanski (Rosemary's Baby). Til frumsýningar- innar mættu einnig Ringó Starr og frú. — Prinsessan mætti einnig til frum- sýningar myndar Ken Russells ,,Boy Friend", en í þeirri mynd fer Twiggy með aðalhlutverkið. Ringó og frú voru einnig viðstödd frumsýningu Macbeth. Anna prinsessa ræðir við Twiggy og mann hennar, de Villcncuvc. Ódýrari en aárir! Shodb ICICAK AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. ¥ ¥ * — Takið þetta í burtu, sagði móðir þeirra við fœðinguna ¥ y ^ * — Síömsku tvíburarnir Juraci og Nadir hafa sameiginlegt ¥ | líffœrakerfi, en mjög ólíkt lundarfar — Þœr elska samba ¥ ¥ ^-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-**-*******************^ TVÆR SALIR I EINUM LÍKAMA JURACI (t.v.) OG NADIR eru ábyggilcga merkilegustu tvi- burar vcraldar. l>ær hafa hvor sitt höfuð, lungu og hendur. En þær hafa sameiginlcgt liffærakcrfi, sem þýðir það, að Juraci borðar fyrir þær báðar — Nadir hefur ekki lagt sér matarbita til munns frá fæðingu. Stærsta vandamál systranna cr það, að þær hafa stjórn yfir sinum fætinum hvor. Þær mega þvi vera samtaka, þcgar þær þurfa að hreyfa sig — hvort sem það cr til að fara i gönguferð cða þá að dansa. Þær elska að dansa samba. — Við höfum komizt að raun um, að þegar við höldum um háls livor annarrar, þarf það ekki að vera svo erfitt að dansa, segja telpurnar. TELPURNARO Tviburasysturnar búa á Maternity sjúkrahúsinu i smá- bænum Salvador i Brasiliu. Þær hafa aldrei augum litið móður sina. Tepurnar komu i þennan heim án hjálpar ljósmööur eða læknis. Þegar móðir þeirra sá hvernig þær voru samvaxnar fékk hún taugaáfall: — Takið þetta i burtu. Þetta hlýtur að vera refsing guðanna, hrópaði hún. Og læknir var kvaddur á vettvang, og það eina, sem hann gat gert, var að flytja telpurnar á sjúkra- húsið, þar sem þær hafa siðan aliö manninn. Juraci og Nadir eru með mjög ólikt lundarfar. Juraci er sú hæg- látari og alvarlegar þenkjandi. Nadir er aftur á móti rétt eins og barn á að sér að vera, hún er kát og fjörug. Eitt eiga systurnar þó sameiginlegt: nefnilega hljóm- listaráhuga. Söngvarinn Tom Jones er i mestu uppáhaldi hjá þeim, en telpurnar syngja lika mikið sjálfar. Ef til vill eiga þær eftir að æfa saman dúett og ferðast syngjandi umhverfis jörðina? Hver veit. Frá fæðingu hefur prófessorinn Deodato Fiho verið þeim sem faðir. Það er honum að þakka, að þær hafa lært að afbera likams- gallann og þjálfazt i að bera sig rétt að við hlutina. Það er ekki að merkja, aö þær fyrirverði sig fyrir galla sina eða óttist þá. —Þær eru skapaðar eins og mennskt ,,Y” — Nadir er sú sem þrifst á Juraci. Það er ekki nokk- ur leið að skilja þær að, sökum þess að þær hafa sama liffæra- kerfi — og aðeins tv! fætur. ÖNNUR FRÍSK — HIN LASIN. Eitt þeirra undra, semlæknarnir á sjúkrahúsinu eru ekki á einu máli um, er heilsufar systranna. Juraci er oftlega kvefuð og fær oft hita — á meðan Nadir kennir aldrei neins sliks. Hiti Juracis hefur margoft komizt upp i 39,5 stig á meðan hiti Nadirs hefur verið eðlilegur. Skiptafundur í þrotabúi Oks h/f, steypustöð, Hafnarfirði verður haldinn í dómsal embættisins Strand- götu 31, Hafnarfirði föstudaginn 10. marz 1972, kl. 4.00 e.h. Skýrt verður frá tilboðum í ýmsar eignir þrota- búsinsog tekin afstaða til tilboðanna, ef unnt reynist. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði, 2. marz 1972. Einar Ingimundarson. En hvað sem þvi nú öllu liður, þá eru þær Juraci og Nadir börn, sem leika sér, lesa, dansa, syngja og annað þar fram eftir götunum. Þær skrikja oft af hlátri og segja brandara, en aldrei sækja að þeim leiðindi. Hingað til hafa þær getaö sætt sig við það að þurfa að vera sam- mála og samtaka um allt. Meiraprófsbílstjóri vanur þunga- og vöruflutningum, óskar eftir starfi sem fyrst. Uppl. i sima 12908 eftir kl. 12 á laugardag og sunnudag. Róðskona Óska eftir að ráða ráðskonu, til greina kemur hálfs dags vinna. Gott kaup, öll þægindi, 2ja herbergja ibúð getur fylgt, ef óskað er. Aðeins kona vön húshaldi kemur til greina. Tilboð sendist blaðinu fyrir þriðjudag merkt „Ráðskona”. •K-Mt-k-Mt-k-k-k-k-K-k-K-k-M-k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.