Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 4. marz 1972. 9 Sterkir venar iþróttafélag Hamborgar bætti enn einum sigri yfir landsliði við sig, þegar það sigraði islenzka landsliðið i hörkulegum ieik i Hafnar- firði i gærkvöldi. En íslenzku leikmennirnir geta sjálfum sér um kennt hvernig fór - ótímabær skot lokamínúturnar ásamt misheppnuðu vítakasti Geirs Hallsteinssonar rétt fyrir leikslok- og Gisla Blöndal fyrr í leiknum - gerðu það að verkum, að hið geysisterka þýzka lið fór með sigur af hólmi í einhverjum harðasta hand- knattleik, sem hér hefur sézt. Þjóðverjarnir voru grófir og notuðu öll þau meðul, sem hægt var í krafti mikils likamsstyrks. Og vissulega kunna leik- menn lika talsvert mikið fyrir sér í handknattleik - þó erfitt sé aö veita þeim fegurðarverðlaun fyrir leik sinn. Islenzka liöinu urðu á mikil og mörg mistök i upphafi og loka- minútur leiksins - mistök, sem kostuðu það sigur, en inn á milli átti liðið skinandi leikafla. En léttleiki mátti vera meiri - það var ekki mikið i hættu þó þessi leikur tapaðist. Þjóðverjar skoruðu fyrsta mark leiksins, en Gunnsteinn jafnaði á 3. min., en strax á eftir skoraöi skemmtilegasti leikmað- ur Þjóðverja - hinn smávaxni Berg. Geir jafnaði, og Ólafur H. Jónsson náði forustu á 8. min., en svo kom mjög ljótur leikkafli islenzka liðsins - fjórum sinnum misheppnaðar sendingar og slæm' skot Axels gerðu það að verkum, að liöið skoraði ekki mark i 14 minútur, en á meðan skoruðu Þjóðverjar fimm og breyttu stöð- unni i 7-7. Útlitið var allt annað en gott, en svo loks á 22. min. fékk isl. liðið viti, sem Gisli skoraði úr. Þá átti Axel frábæra linusendingu áSigfús Guðmundsson, sem hann nýtti vel, og rétt á eftir skoraði Sigfús annað mark af linu. Það birti aðeins yfir - staðan var 7-6 fyrir Þjóðverja og siðan jafnaði Axel með góðu skoti - loksins tókst honum að stilla kanónuna. Þjóðverjar náðu aftur forustu með marki Tessloff, en þá skor- uðu Axel og Gisli, og tvær min. til hlés. Þá var Stefáni Gunnarssyni visað út af - og Þjóðverjar náðu að jafna. Þjóðverjinn Beissel skoraði fyrsta mark siðari hálfleiks, en var hálfgerður vandræðamaður i leiknum, og þrivegis visaði Magnús dómari Pétursson, sem dæmdi þennan erfiða leik mjög röggsamlega, honum út af, og siöast i fimm minútur, en Magnús naut ekki nógu góðs stuðnings hins dómarans, Einars Hjartar- sonar. Og áfram hélt leikurinn - Sigur- bergur jafnaöi og Axel náði foustu 11-10, áður en Berg skoraði 11. mark HSV. Þá kom að þætti Geirs Hallsteinssonar i leiknum - hann komstinn i sendingu, brunaði upp og hafði aðeins við markmanninn að fást, en misheppnaðist mark- skotiö. Eitthvað varð Geir gram- ur sjálfum sér vegna þessa atviks og það var kannski þess virði, þvi Geir skoraði fjögur næstu mörk islenzka liðsins - falleg mörk. Þegar átta min. voru af s.h. hafði isl. liðið tvö mörk yfir 13-11 og hafði forustu langt fram eftir leiknum. En siðan fór að halla undan fæti — þrjú misheppnuð skot Axels bættu ekki úr, og á 21. min. tókst Þjóöverjum aö jafna i 15-15. Og þeir skoruðu einnig næsta mark — en Geir jafnaði úr viti. Siðasta mark leiksins skoraöi Ivers á 27 min. og tæki- færi til að jafna voru mörg og góð — og bezt, þegar dæmt var viti á Þjóðverjana, en Geir hitti stöng- ina utanverða, og tapið var stað- reynd. Islenzka liðið var mjög mis- jafnt. Hjalti byrjaði i markinu, en fann síg aldrei og fór fljótt út af. Ólafur Benediktsson kom i háns staö og var bezti maður isl. liðsins — varði hreint frábærlega á köflum. Geir var einnig prýði- legur, en minna inn á nú en oftast áður. Mest kom Sigfús á óvart með sterkum varnarleik og tveimur skemmtilegum mörkum af linu. Nú fékk hann Iika að leika með liðinu, og sýndi að hann var traustsins verður. Stefán Gunn arsson átti ágætan varnarleik og sama er að segja um ólaf og Sigurberg, en öörum leikmönnum verður varla hælt. Gisli dró hraðann of mikið niður og Axel ídag Stórmót Víkings i hand- knattleiknum heldur áfram í dag í Laugardals- höllinni og hefst kl. fjögur. Tveir leikir veröa háöir. Hinn fyrri verður milli SV Hamborg og Víkings, en hinn síöari milli úrvalsliös HSÍ - landsliðsins - og tékkneska liösins Gott- waldov. Meistaramót Islands i frjálsum iþróttum innanhúss hefst i Laugardalshöllinni kl. eitt, en verður siðan flutt yfir i Baldurshaga um þrjú leytið. Mikil þátttaka er i mótinu - keppendur milli 70-80 og óvenju margir þeirra utan af landi. Firmakeppni Tennis-og badmintonfélags Reykjavikur verður i dag og er það loka- keppnin, sem hefst i Álfta- mýrarskóla kl. 16.50. Alls hófu 170 fyrirtæki keppni, en átta eru eftir, sem leika til úrslita i dag. Það eru Egill Vilhjálmsson h/f, Bernharð Laxdal, Endur- skoðunarskriístofa Sigurðar Guðmundssonar, Útsýn, Kosta- kjör, Brauð h/f, Húsgagnaverk- stæði Ragnars Haraldssonar og Lögfræðiskrifstofa Arnar Clausen. Keppt er i tviliðaleik i þessari firmakeppni TBR. í kvöld Islandsmótið i körfuknattleik heldur áfram i kvöld og verður leikið i Laugardalshöllinni, þar sem iþróttahúsið á Seltjarnar- nesi er nú upptekið vegna sýninga. Tveir leikir verða háðir i 1. deildinni og verður hinn fyrri milli 1R og Þórs frá Akureyri. Sá Ieikur hefst kl. 7.30 og strax að honum loknum leika Valur og HSK. á morgun Á morgun, sunnudag, heldur stórmót Vikings áfram i Laugardalshöllinni og verða þá siðustu leikirnir i mótinu háðir. Eyrst leika Vikingur og úrvals- lið HSI, og hefst sá leikur kl. fjögur, en strax að honum lokn- um leika erlendu liðin innbyrðis - það er SV Hamborg gegn Gott- waldo. Þrir leikir verða i Islands- mótinu i körfuknattleik, 1. deild, um kvöldið i Laugardalshöll- inni. Sá fyrsti er milli stúdenta, IS, og Þórs á Akureyri og hefst hann kl. 7.30. Næst leika HSK og Reykjavikurmeistarar Ármanns og siðasti leikur kvöldsins verð- ur milli KR og Vals. Sex leikir i yngri flokkunum verða háðir i iþróttahúsi Há- skólans á sunnudag. Þeir hefj ast kl. 1.30. I 4. flokki leika Haukar-KR, IR-Ármann, og Valur-UMFN. I 3. flokki leika Armann og UBK. I 2. flokk' leika KR og Haukar og i 1. f'-' .. IR og Haukar. reyndi allt of mörg skot — en skoraði aðeins þrisvar. Þetta þýzka lið er mjög sterkt, eins og árangur þess ber lika meö sér gegn mörgum, sterkum liðum. Leikmennirnir eru afar sterkir likamlega og varnar- leikurinn eftir þvi. Það var aldrei gefið eftir — harkan fullmikil á köflum og leiðinlegir tilburöir til að æsa mótherjana, En það verður áreiðanlega gaman að fylgjast með þessu liði i þeim þremur leikjum, sem það á eftir að leika hér. ■ Mörk Hamborgar i leiknum skoruðu Berg 6 (1 viti), Germee 3 (2 viti), Pickee, Ivers og Heiden tvö hver, Tessloff og Beissel eitt hvor. Fyrir landsliðið skoruðu Geir 6 (1 viti), Axel 3, Sigfús 2, Gisli 2, (1 viti), Gunnsteinn, Ólafur og Sigurbergur eitt hver. —-hsim. Gunnsteinn Skúlason, fyrirliði landsliðsins, reynir aö breiða úr sér, en Pickel sendi knöttinn framhjá honum i markið. Ljósmynd. BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.