Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 04.03.1972, Blaðsíða 16
-7 vísm Laugardagur 4. marz 1972. Veittu aðstoð inndn lands sem utan A siðasta ári veitti Hjálpar- stofnun kirkjunnar 26 innlendum aöilum aðstoð. 13 styrkir voru veittir i einstökum tilvikum, mis- stórir eftir aðstæðum hverju sinni. Voru styrkirnir einkum veittir i samvinnu við og eftir ábendingum frá prestum, i margs konar tilvikum eins og t.d. vegna húsbruna, veikinda, dauða fyrir- vinnu og fleira. Þá veitti Hjálparstofnunin 13 bændum i Húnavatnssýslu að- stoð, en þeir höfðu orðið illa úti af völdum öskufalls og annarrar óáran. Samtals voru veittar inn anlends kr. 644.000. Af erlendum verkefnum má nefna fjárframlag til læknishjálpar i Nigeriu, kristniboðsins i Konsó að ógleymdri aðstoðinni við flótta- fólk frá Austur Pakistan. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Hjálparstofnunarinnar, sem haldinn var fyrir skömmu. Samkvæmt rekstursreikningi nam upphæð söfnunarfjár og gjafa til stofnunarinnar 4,7 milljónum á árinu, og er það aukning um liðlega 2 milljónir frá árinu 1970. Jón Kjartansson var einróma endurkjörinn formaður stjórnarnefndar stofnunarinnar. —SG Stýra eina íslenzka hernum Veika ölið of sterkt Fálkaorðan ekki bara fyrir embœttisstörf íslenzka lalkanrðan hefur verið á dagskrá alþingis i vetur, þar sem fram hefur komið tillaga um að afnema hana. Bjarni Guðna- son flytur tillöguna, og í framsögu sinni gat hann þess scrstaklega, hve fáarkonur hcfðu fengið þetta heiðursmerki. En um siðustu áramót gerðist sá sjaldgæfi atburður, að tvær systur voru sæmdar riddara krossi hinnar islenzku fálkaorðu. Það voru þær Guölaug og Jónina Guðjónsdætur i Keflavík, sem voru sæmdar þessum heiðurs- merkjum, og eru þær svo sannar- lega vel að heiðrinum komnar aö dómi allra er til þekkja. Keflvikingar nefna þær venju- lega Framnessystur eftir húsinu, sem þær búa i, og kannast hvert mannsbarn i Keflavik við þær. Unglingastúkunni á staðnum stjórnuðu þær 49 ár, en vildu ekki vera 50, þar sem þær voru á móti öllu tilstandi þegar þær hættu. Þá hafa systurnar starfað mikið og lengi i kvennadeild Slysavarna- félagsins i Keflavik og var Jónina formaöur deildarinnar i 28 ár. Störf þeirra að félagsmálum hafa verið mjög umfangsmikil og gifturik og þvi segja Keflvikingar að vonum, að fáir geti borið heiðursmerkin af meiri verðleik- um en þær Guðlaug og Jónina. —SG Keflvikingar eru vist sammála um að fáir hafi veriöeins vel að fálkaoröunni komnir og þær systurnar Guð- laug og Jónína, sem bera heiðursmerkin hér á myndinni. Nýr yfirmaður hefur tekið við i Hjálpræðishernum á Islandi, Noregi og Færeyjum. Heitir hann Haakon Dahlström og ber kommandörstitil. Norska frétta- stofan NTB sendi okkur þessa mynd af Dahlström og konu hans, og var hún tekin á blaðamanna- fundiiOsló. -HH. Hver kemst lengst á þrem lítrum? — ellefu bílar í sparaksturskeppni á Akranesi Sparaksturskeppni er ekki dag- legur viðburður hér á landi, en á mánudaginn fer ein slik keppni fram á Akranesi. Þá ætla nemendur Iðnskólans á Akranesi að komast að því, hver á spar- neytnasta bilinn. Ellefu bilar taka þátt i keppn- inni, og eru þeir ‘af ýmsum tegundum og árgerðum. t upphafi verða bensin- geymarnir tæmdir, en siðan settir á þá þrir litrar. Svo verður ekið áleiðis upp i Hvalíjörð og telst sá sigurvegari sem kemst lengst á þessum þremur litrum. Eigandi sparneytnasta bilsins fær siðan höfðingleg verðlaun, eru ókeypis máltið á veitinga- stofunni að Ferstiklu. Ennfremur geta menn veðjað á hvaða bill kemst lengst, og eru getrauna- seðlar seldir á 10 krónur stykkið. Sá sem getur rétt fær siðan hálfan pottinn. Biða Skagamenn spenntir eftir keppninni. -SG fyrir íslendinga Styrkleikinn alls staðar mœldur eftir þyngd nema á íslandi Eflaust hefur draumur islenzkra ölsvelgja verið eitthvað likur þessu, ( — stór flaska af freyðandi dönsku öli, — en þvi miður, það veikasta hjá dönskum er of sterkt fyrir íslenzka. á styrkleika, en þau voru sett áriö 1903. Sagöist hann ekki sjá fram á, að unnt yrði að öðrum kosti aö flytja neitt inn sem hægt væri aö kalla öl. Ennfremur myndu islenzku ölvcrksmiðjurnar vafalaust fagna slikri lagabreytingu þvl þá gætu þær framleitt ennþá betra öl. Sveinn Björnsson var búinn að panta nokkur hundruð kassa frá Tuborg, sem hann varð síðan að afpanta vegna fyrrnefndra laga. Verður varla um ölinnflutning að ræða i bráð vegna þess arna. - SG „Ég held að allsstaðar i heiminum nema á islandi sé alkóhól- magnið miðað við þyngd en ekki rúmmál. Enaf því við höfum svona skrýtnar reglur fæ ég ekki að flytja inn ölið, þar sem það er of sterkt sa m k væmt okka r mælingum", sagði Karl K. Karlsson umboðs- maður Carlsbergs í sam- tali við Vísi i gær. Honum hafði veriö úthlutað leyfi til innflutnings á öli inn nan við 2,25% að styrkleika. Þegar hann lét mæla styrk- ieikann kom I Ijós að ölið var 10 árekstrar í slabbinu Okumenn gættu ekki að sér i slabbinu i gær, og urðu einir 10 árekstrar i Reykjavik i gærdag. Einn ökumannanna var grunaður um ölvun og færður i blóðprufu. I Elliðaárbrekku missti maöur nokkur stjórn á bil sinum i hálk unni. Rann billinn út af veginum, en skemmdir urðu óverulegar. —SG. 2,50% að áfengismagni, en Calsberg verksmiðjan hafði fefiö upp 2,25%. Þegar fariö var að athuga málið nánar kom þessi mismunur á mælingarregium í Ijós. Danir telja þetta öl óáfengt og er það selt á stöðum, sem ekki hafa leyfi til að seija sterkt öl eða aðra áfenga drykki. Sagðist Karl hafa skrifaö viðskipta- ráðuneytinu og útskýrt málið, en lagabreytingu þarf til að leyfa innflutning á ölinu. „Ég geri ekki ráð fyrir, að erlend brugghús fari að brugga sérstakiega fyrir markað hérlendis, en ég bið eftir svari frá Tuborg hvort þeir framleiða eitthvert veikara öl en þetta „hvidöl”, sem ég var búinn að fá leyfi til að flytja inn” sagði Sveinn Björnsson umboðsmaður Tuborg verksmiöjanna. öliö frá þeim reyndist vera liðlega 2,60% mi aö við rúmmál en þegar mæit er eftir vigt, eins og Danir gera, er það um 2%. Sveinn taldi ekki óliklegt, að athugað yröi með breytingu á lögunum um slikar mælingar Pottur Læknadeiid leggur of mikla áhcrzlu á kennsluna i lif- fræðilegum orsökum sjúk- dóma en i kennsiunni liafa ýmsar tilf inningalegar og félagslegar orsakir ekki feng- ið að komast að — þar er pottur brotinn hjá Háskólan- um i sambandi við menntun lækna, segir Skúli Johnsen að- stoðarborgarlæknir, sem er formaður Félags ungra lækna. brotinn Félagið var stofnað eða endurvakið fyrir skömmu og á sér hliðstæður á Norður- löndum þar sem sams konar félög ungra lækna eru starf- rækt. Ungu læknarnir hér eru hlynntir heilsugæzlustöðvum, læknastöðvunum, eins og byggja á t.d. upp i Arbæ og Breiðholti. Þeir sjá litla möguleika á að komast að á — segja ungir lœknar um lœknadeildina þéttsetnum sérfræðinga- sviðum hvort heldur hér heima eða erlendis. Hins vegar blasir skorturinn á hinum almennu læknum, heimilislæknunum, við. En til þess að ungu læknarnir ilendist hér heima verður að þeirra mati að skapa þeim starfsaðstöðu t.d. við lækna stöðvar með rannsóknar- aðstöðu. -SB-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.