Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 17. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDí MORGUN ÚTLÖND B MORGUN ÚTLÖND B MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason // Bormon" (Ehrmann) handtekinn Maðurinn mjög líkur Borman að líkamsbyggingu — segist vera 72ja ára, Borman œtti að vera 71 árs Rannsóknarlögreglan í Kolumbíu handtók í gær- kvöldi Þjóðverjann Johann Ehrmann, sem fullyrt hefur verið að sé Martin Borman, staðgengill Hitlers annan valdamesta mann í ríki nasista. Heimildir i Bógóta skýrðu frá þessu i morgun, og var sagt, að Ehrmann hefði verið tekinn i frumskógi sunnarlega i landinu og farið með hann til bæjarins Pasto, sem er um 500 kilómetra suðvestan höfuðborgarinnar. Yfirvöld hafa nú byrjað mikla rannsókn, svo að skera megi úr um, hver þessi maður sé i raun og veru. Meðal annars munu vestur-þýzk lögregluyfirvöld hafa verið beðin að senda fingraför Martin Bormans, svo að bera megi þau saman við fingraför Ehrmanns. Ehrmann bjó með indverskri eiginkonu sinni, dóttur og barna- barni langt inni i Putemayo- skóginum. Borman mundi vera 71 árs nú. Hann hvarf þegar Berlin féll i hendur Rússum i mai 1945. Striðsglæpadómstóllinn i Nurn- berg dæmdi hann til dauða að honum fjarstöddum. Siðan hefur annað veifið komið upp kvittur um, að sést hafi til Bormans eða af honum frétzt, aðallega á ýmsum stöðum i Suður-Ameriku. Fjölmargir háttsettir nasistar munu hafa farið til Suður- Ameriku eftirfall þriðja rikisins. Á marean hátt hefur Suður- Amerika verið æskilegastur felustaður fyrir þetta fólk. Þar er viða mikið af fólki af þýzkum ættum, svo að auðveldara hefur verið fyrir nasista að breyta um nafn og leynast meðal þessa fólks. Töluverð upplausn hefur jafnan verið i stjórn Suður- Amerikurikja, svo sem kunnugt er, og raunar hafa sumir stjórn- endur verið þess eðlis að ástæða Leynisamningar við Tupamaros Stjórnin i Urugay reynir nú að semja við skæruliða Tupamaros. Nýr forseti er tekinn við, og hann stendur samkvæmt frásögn tíma- ritsins Newsweek, i leyni- samningum við skæruliða. Nýi forsetinn, Juan Maria Bordaberry, vikur með þvi i veigamiklum atriðum frá stefnu fyrirrennara sins, sem valdi hánn til starfsins. Fyrri forseti ástund- aði sem harðasta stefnu gegn Tupamaros. er til að ætla, að þeir. létu sér i hverjir nasistar væru þar á léttu rúmi liggja, hvort ein- kreiki eða ekki. Martin Bormann. Dularfullt andlót Feltrinellis Lögreglan í Mílanó stað- festi í gær, að fundizt hefði lik marg-miljónamærings- ins og vinstri sinnans Feltrinellis hjá háspennu- mastri utan borgarinnar. Lögreglan segir að ein- hverjir menn hafi reynt að sprengja rafmagnsmastrið í loft upp. Feltrinelli var 45 ára, og harin átti stórt útgáfufyrirtæki, sem bar nafn hans. Útgáfan tryggði sér til dæmis á sinum tima einka- rétt á bókinni dr. Zhivago og ritum Fidel Kastrós. Fyrrverandi eiginkona Feltrinellis Inge Schöntal, sem er þýzk, bar kennsl á likið, sem var mjög illa farið. útgefandinn virðist hafa beðið bana, þegar dinamit sprakk, og telur lög- reglan, að hann hafi ætlað að eyðileggja raflinuna. Feltrinelli var helzti útgefandi róttækra vinstri manna á Italiu. Eftir að hann gekk úr kom- múnistaflokknum, komst hann i kynni við hópa yzt til vinstri. Hann fór úr landi i desember 1969, þegar yfirvöld vildu yfirheyra hann i sambandi við þrjár sprengingar i Milanó, þar sem 20 manns særðust. Italska lögreglan hefur hafið aðgerðir gegn róttækum vinstri sinnum. Leitað var i skrifstofum og ibúðum margra róttækra i nótt. 1 Róm einni gaf dómari einn út 150 heimildir til húsleitar. ttölsk fréttastofa segir að menn úr leyniþjónustunni vinni með lögreglu i þessum efnum. Tilgangurinn hefur ekki verið látinn uppi, en aðgerðirnar eru taldar vera i einhverjum tengslum við fundinn á liki Feltrinellis. Báru saman 17 Ijósmyndír Vikurit eitt birti i gær Ijósmynd af Ehrmann i frumskóginum ásamt gamalli ljósmynd af Martin Borman og Hitler. Timaritið segir, að Ehrmann segist vera 72ja ára og hann hafi þvi sem næst sömu likams- byggingu og Borman og andlits- drættir séu mjög ámóta. Ljósmyndarar timaritsins hafa tekið einar sautján myndir af Ehrmann og borið saman við myndir af Borman. Sendiherra tsraels i Bógóta sagði i gærkvöldi, að frásögn timaristsins væri mjög athyglis- verð, en auðvitað þyrftu yfirvöld að athuga þetta mál allt sem nánast. Skipti ó Bengölum og Vestur- Pakistönum Pakistan og Bangladess munu innan skamms skiptast á Bengölum og Vestur-Pakistönum, aö sögn utanríkisráöuneytis Bangladess. Þetta veröa fyrstu skiptin, sem eiga sér stað milli ríkjanna, frá því aö Bangladess var stofnað eftir blóðuga sjálfstæðis- baráttu. Um eitt þúsund Bengalir, sem dvöldust i Vestur-Pakistan þegar striðið milli Indverja og Pakistana hófst, hafa verið þar siðan, en riú verður fólkinu leyft að fara heim. 1 staðinn fá jafn- margir Vestur-Pakistanar, sem hafa verið i Bangladess að fara heim til sin. Þessi skipti eru á vegum Rauða krossins. Sínum augum lítur hver ó Nixon Sinum augum litur hver á silfr- ið. Það er lika liætt við, að mikill munur sé á tvcimur bókum, sem cru komnar út um Nixon Banda- rikjaforseta um þcssar fundir. Dóttir forsetans, Júlia Eisen- hower, vinnur að samningu 128 blaðsiðna bókar, sem er safn ljós- mynda úr Hvita húsinu og nefnist „Auga á Nixon”. Þetta á vist að hjálpa pabbanum i kosningabar- áttunni, og móðir Júliu, Pat Nixon, skrifar formálsorð. . Svo eru þeir i Hanoi að gefa út bók um Richard Nixon, sem mun fjalla um „glæpaferii” eða „sakaskrá” forsetans, sam- kvæmt upplýsingum frá Hanoi. HEIL Norska þjóðin fylgdist með leit- inni að skólabörnunum frá Maalselv gagnfræðaskólanum. Eftir tæpa tvo sólarhringa höfðu öll börnin fundizt. Myndin sýnir hluta barnahópsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.