Vísir - 18.03.1972, Blaðsíða 2
2
Vísir. Laugardagur 18. marz 1972.
risBsm--
Leggiö þér stund á
likamsrækt?
Páll Finnsson, sjómaftur. Nei,
ekki getég nú sagt að ég geri það.
En maður fór i sund hérna áður
fyrr, og vesenaðist eitthvað. En
ég er hættur öllu sporti nú orðið.
Sigurður Guöjónsson, iðnnemi.
Ja, ég var nú mikiö i sundi hérna
áður, en það eru nokkuð mörg
ár siðan. En ég get vist varla
sagt, að ég leggi stund á heilsu-
rækt nú orðiö. Hef jú vissulega
áhuga á þvi, og fer enn i sund öðru
hverju.
ólöf Geirmundsdóttir, afgreiðslu-
stúlka. Nei, ég hef aldrei verið
nein iþróttamanneskja og hef
mjög litinn áhuga á iþróttum og
öllu svoleiðis.
Svala Pálsdóttir, húsm. og teikn-
ari. Nei, ég geri allt of litið að
þessu. Ég hafði óskaplega gaman
af leikfimi hérna áður fyrr, en er
alveg hætt. Ég fer einstaka
sinnum i sund, eða það kemur
fyrir.
Katrin Grimsdóttir, húsmóöir.
Nei, ég stunda engar iþróttir eða
neitt. Ég er bara húsmóðir.
Annars er ég sizt á móti þvi að
fólk stundi iþróttir og heilsurækt.
Sértaklega finnst mér það æski-
legt fyrir ungt fólk, sem vantar
eitthvað að gera i fristundum
sinum.
Bergþóra Jónsdóttir, Vogaskóla.
Ja, ég fer einstaka sinnum i sund,
svo er auðvitaö leikfimi i skól-
anum, og það finnst mér alveg
bráðnauðsynlegt, hana má alls
ekki vanta.
ÞEGAR FÍLSUNGAR ERU
MEÐAL FARÞEGANNA...
Cargolux vex og vex —
Það er allt annað en
skemmtilegt að vera flug-
stjóri, þegar farþegarnir
eru nokkrir fílsungar, sem
eru að auki svo illa siðaðir,
að þeir gera í bólið sitt.
Þetta gerðist á dögunum
hjá þeim í Cargolux, fyrir-
tækinu, sem Loftleiðir eiga
að þriðja hluta ásamt
sænskum og lúxem-
búrgskum aðilum, þegar
ungarnir voru fluttir frá
Indlandi til Evrópu.
Slikur var vatnselgurinn frá
þessum stórvöxnu ungviðum, að
vatnið rann niður úr gólfinu niður
i stjórnvira ýmsa, sem liggja frá
stýrum i flugstjórnarklefa aftur i
stél vélarinnar. betta þýddi að
rifa þurfti mikið upp og raska i
vélinni, þegar hún var búin að
skila ungunum á ákvörðunarstað.
Siðan þurfti að þurrka allt vendi-
lega, áður en vélin var útskrifuð
tilbúin til flugs á ný, en hér var þó
aldrei nein hætta á ferðinni.
En það er rétt eins með Cargo-
lúx og filsungana, fyrirtækið
tekur vöxtinn út alveg ótrúlega
fljótt og er þegar að vera risa-
fyrirtæki i loftflutningum vara
landa og heimsálfa á milli, enda
þótt fyrirtækið sé ekki nema 22
mánaða enn sem komið er.
Cargolux Airlines International
byrjaði með eina flugvél, en i dag
eru flugvélarnar fjórar og að auki
er félagið með eina vél á leigu frá
1. mai n.k. Allt eru þetta
Canadair CL-44, flugvélarnar,
sem Loftleiðir hafa notað til far-
þegaflutninga tilskamms tima og
kallað Rolls Royce 400.
Flugflotinn er i eigu félags, sem
heitir Saltoft, eigendur þess eru
Loftleiðir og Salén Shipping i
Gautaborg, en Luxair er þriðji
aðilinn að Cargolux, og frá Lux-
embúrg er rekstrinum stýrt.
Heildarvelta siðasta árs var
457.6 millj. isl. króna. Og hvað
reiknar Robert Arendal, fram-
kvæmdastjóri félagsins svo með
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
Ferðaskrifstofir
stökur
t tilefni af ritdeilu ferða-
skrifstofukónganna sendir
Sólstingur eftirfarandi stökur:
„Mælskuskyttur skrámur fá,
skvett er bleki þunnu.
Skyggir rnæstum alveg á
Útsýn fyrir Sunnu.”
„Vissulega vita má,
venjulegur bjáni,
Sunnu verkar illa á
Otsýnið á Spáni.”
Lesendur Visis senda nú innlegg I
bundnu máli hver á fætur öörum,
og er þaö góð tilbreyting. Rufaló
sendir eftirfarandi stöku:
„Með visu þinni verðugt hjai
vitt um land skalt þeysa.
Halt þér fast þvi Hannibal
hann mun vandann leysa.”
Byrjuðu með eina vél fyrir 22 mánuðum, — eru nú með 5 stórar vélar
Stoppið við
Balbóveg
K.J. skrifar:
að þetta ár velti? Hann kveðst
reikna með, að veltan verði 748
millj. isl. króna, aukning sem er
lygilega mikil, en virðist eftir öllu
að dæma ekki út i hött, þvi vélar
félagsins fljúga daginn út og
daginn inn fullhlaðnar milli staða
á hnattkúlunni. „1 ár er þaö
markmið okkar að útvikka mark-
aðina, fullkomna þjónustu okkar
þannig aö takast megi að styrkja
enn frekar stöðu okkar sem flutn-
ingaaðili um viöa veröld ”, segir
Arendal viðskiptalegur forstjóri,
en aðalforstjóri Cargolux er
Islendingur, Einar Ölafsson.
bvi eru næstum engin takmörk
sett, hvað vöruflutningafélög eins
og Cargolux geta flutt með vélum
sinum. bað sýnir sýnishorn af
flutningi siðasta árs. bungir véla-
hlutar og samstæður, viðkvæmar
tölvur, vefnaðarvara, efna-
iðnaður ýmiss konar visindatæki
— og lifandi dýr, eins og áður er á
minnzt. bá hafa vélarnar flutt
ferðatöskur til Tokyo, kapp-
akstursbila til Suður-Ameriku og
aftur til baka. bá má ekki gleyma
nýmjólkurflutningum til Mið-
jarðarhafslanda og sigarettu-
flutningum til Mið-Austurlanda,
eða þá potta og pönnur til
islenzkra kaupenda.
bá má og geta þess, að Cargo-
lux flaug meira en 40 sinnum til
Indlands með hjálpargögn ýmiss
konar, sjúkraskýli, farartæki, lyf,
ábreiður og matvæli, alls rúm-
lega milljón kiló.
bað nýjasta i starfseminni eru
liklega vikulegar ferðir til Hong
Kong, farið á þriðjudagskvöldum
og komið við i Singapore,
Djakarta, Kuala Lumpur,
Manila, allt eftir þvi hvort vörur
eru á staðina. Frá Hong Kong,
endastöðinni, heldur vélin siðan á
hverjum laugardegi áleiðis til
Evrópu.
bað er þvi gott útlit hjá þessu
unga fyrirtæki, sem greinilega er
að miklu leyti, liklega að mestu
leyti, sprottið upp af islenzkum
meiði, en hjá fyrirtækinu vinna
fjölmargir islenzkir flugmenn og
áhafnarmeðlimir, auk þess sem
æðsti yfirmaður fyrirtækisins er
frá okkur fenginn. -JBP
„Ég vil taka undir með
Bergsteini Gizurasyni um að búið
sé að stórskemma útsýnið frá
Laugarásnum með þessum
skemmubyggingu við Klepps-
veginn. En mér finnst að það
ætti að bjarga þvi sem bjargað
verður með þvi að byggja ekki
meira i austur við Kleppsveginn
en orðið er. Byggingarnar eru
komnar að svokölluðum
„Balbóvegi” og finnst mér, að
þar ætti að láta staðar numið og
byggja ekki lengra til austurs.
betta er ekki einkamál Klepps-
holtsbúa, heldur er þetta mál
allra, sem i Laugarásnum búa og
yfirleitt þeirra sem vilja koma
þangað til að njota fagurs útsýnis.
Hér áður fyrr var falleg tjörn inn
af Kleppsvikinni, eða þar til
Björgun hf. fékk þar aðstöðu. Vri
ekki möguleiki á að gera þarna
tjörn að nýju?”
í trimmið með
Hlíðabúa
Fossvogsbúi símaði:
„Mig langar til að fara
nokkrum oröum um þá þjónustu
sem Strætisvagnarnir veita okkur
Fossvogsbúum. Ferðir eru ekki
nema á 20 min. eða hálftima
fresti, og er þaö mjög bagalegt
fyrir fólk, sem þarf t.d. aö mæta i
vinnu kl. 8 á morgnana. Ferðin kl.
7 er óratima á leiðinni frá Lækj-
artorgi, og er það kannski ekki
nema von eins og akstursleiðin
er.
Vagninn þarf nefnilega að
keyra upp að húsdyrum hjá þeim,
sem búa i Hliðunum, áður en
hann kemst til okkar i
Fossvoginum. barf hann þvi að
fara yfir Miklubraut, eins og um-
ferðin er nú mikil þar, og yfir á
Reykjanesbraut og þetta er til
mikils trafala. Ef vagninn væri
aðeins látinn fara Reykjanes-
braut, væri hægt að stytta
keyrslutimann og hafa feröir á 15
min. fresti.
Að visu þyrftu Hliðabúar þá að
labba aðeins lengra en það þykir
nú bara hollt á þessum trimm-
timum. Svo vil ég nota tækifærið
og þakka SVR fyrir skiptimiða-
kerfið, sem var orðin timabær
ráðstöfun og ég er mjög ánægður
með.”
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15