Vísir - 28.03.1972, Side 2

Vísir - 28.03.1972, Side 2
2 Visir. Þriðjudagur 28. marz 1972. VÍSIBSm: Hvað gerðist á skir- dag? Ilörður Ragnarsson, viðskipta- fræðinemi. Ja, almáttugur, nú rekurðu mig á gat. Hm, hm, hvað skal segja. Jú, þá var sið- asta kvöldmáltiðin. (ha.) Elin Pálsdóttir, Langholtsskóla. Vita það ekki allir? Jú, jú, þá var heilög kvöldmáltið, ekki satt. Agústa llauksdóttir, húsmóðir Já, þessu get ég svarað. Þá hafði Jesús siðustu kvöldmáltið- ina, og á föstudaginn langa var hann svo krossfestur. örn Ililmarsson, Melaskóla. Skirdag? Ég man það ekki. Og þó, biddu aðeins. Nei, það borgar sig ekkert að fara að gizka á það. Sleppum þvi bara. Arni Arnason, menntaskóla- nemi.Aaaaaaaaaa, hm, hm. Jú, jú, þá gerðist það merkilegt, að Jesús hafði siðustu kvöldmáltið- ina. Knud Axelsson, tæknifræðingur. Á skirdag? Biddu nú við, hvað gerðist nú aftur þá. Jú, þá var Jesús Kristur krossfes i| Þetta | ég nú | henni ! [ „Þetta fékk ég lánað hjá !» ömmu, þetta hjá ;! mömmu vinkonu <! minnar, ogþetta hjá....” ! J Já, það gekk á ýmsu hjá Ji nemendum 4. bekkjar «! Verzlunarskóla íslands i <[ gærdag, en þá voru þeir !» i óðaönn að búa sig undir J» peysufatadaginn, sem «! hver 4. bekkur heldur !; árlega til þess að kveðja !» skóla sinn með viðhöfn. < Visismenn fóru i leiðangur og ' heimsóttu nemendur, þ.e.a.s. þá, ! sem þeir náðu i. En það gekk ekk- . ert of auðveldlega, annaðhvort ( voru þeir einhvers staðar úti i bæ ( að undirbúa daginn, eða þá að i þeir voru i leit að svuntu, pipu < hatti eða ýmsu öðru. En þessi < merkisdagur er i dag, og það er ' vist alveg öruggt,. að það mun 1 ekki fara fram hjá bæjarbúum. Þeir þramma um götur borgar- innar. Diltarnir með rauða rós i fékk hjá ömmu hnappagatinu og stúlkurnar með skotthúfur, kyrjandi ættjarðar- söngva og skólasönginn. Þeir ganga að styttum gamalla vik- inga og halda yfir þeim þrumandi ræður, og þeir munu heimsækja skólann og lesa yfir lærifeðrum. En þetta mun eflaust ekki fara fram hjá neinum, en undir- búningurinn... Svanlaug Jónsdóttir heitir hún.og hún var i óðaönn að búa sig undir daginn, er við börðum að dyrum. ,,Já, hér er sko alveg nóg að gera. Ég er nefnilega með parti hér kl. 61 fyrramálið og býð öllum bekknum. Hvenær ég byrjaði að leita mér að fötunum? Það eru satt að segja tveir mánuðir siðan. Fyrineinum mánuði fékk ég nú pilsið, upphlutinn sjálfan fékk ég eftir langa mæðu, það er nú að- eins vika siðan, og svo fékk ég loks húfuna og sjalið fyrir tveim dögum. Þetta kemur úr öllum átt- um. Amma min á eitthvað af þessu, mamma vinkonu minnar annað og svo loks starfssystir min sumt. En sem sagt, það eina, sem ég á af öllum ósköpunum, eru skórnir og nærfötin. En heyriði, viljið þið ekki lita hér inn i fyrra- máiið? Undirbúningur I fullum gangi. „Maður verður nú að smakka á.’ Það fór um okkur fiðringur, við lofuðum þó engu, en héldum áfram ferðinni. I næsta húsi var nóg að gera, og hrærivélardrunur bárust á móti okkur, er húsráðandi opnaði dyrnar. Þar stóð bogin yfir pottum og pönnum Ólöf Björnsdóttir, og við hlið hennar sat Jóhann Jóhanns- son, skólabróðir, og stakk öðru hvoru fingri i skál og smakkaði á framleiðslunni. „Almáttugur, ekki veit ég, hvernig það gengur að vakna i fyrramalið, sagði Ólöf. Við byrj um á þvi að fara i parti kl. 7. Þá verður morgunmatur og fint firit, siðan hittast allir i Hljómskála- garðinum, og loks verður arkað um allan bæ. En um kl. 4 hef ég hugsað mér að hafa veizlu hér og bjóða minum bekk. Hvar ég fékk fötin? Hjá ömmu, hvar annars staðar. En ég fékk þó möttulinn hjá henni systur minni. En ykkur er annars velkomið að lita inn hér a morgun sagði ólöf, um leið og hún sló á hðnd skólabróður sins, en salatið i skálinni bragðaðist honum án efa vel. Og hann haföi sömu sögu að segja. Hann arkaði um allan bæ i leit að kjól og hvitu, en loksins var það kunningi hans í Garða- hreppnum, sem bjó svo vel að eiga þennan búning og lánaði hon um. En það gekk erfiðar með hattinn. Loks leitaði hann þó á náðir mágkonu sinnar, og amma hennar lánaði hann af manni sin- um. En ekki mátti tefja Verzlinga lengur, þeir höfðu nóg á sinni könnu, og við gengum út með hrærivélardrunurnar i bakið. Þeir þurfa vist ekki að kviða hungrinu i dag, þvi að i hádeginu munu þeir heimsækja Hótel Borg, og þar verður eitthvert góðgætið á borðborið, og i kvöld snæða þeir i Veitingahúsinu Glæsibæ, en þar mun dansinn siðan duna langt fram eftir nóttu. —EA „Úff, við verðum að færa töluna, þær voru nelnilega langtum grennri I gamla daga.” Lesendur hafa orow Sérlegur sendimaður Sjómaður hringdi: „Það hefur talsvert verið rætt um þessar ferðir Jónasar Arna- sonar til Englands út af . land- helgismálinu. Ég ætia ekki að skipta mér neitt af þeim deilum, sem hafa risið vegna þess arna. Hins vegar finnst mér nauðsyn- legt að fá skýringu á þvi, hvers vegna ekki fréttist neitt af kynn- ingarstarfi sendiráðs okkar i London. Nú veit ég ekki, hvað það eru margir, sem vinna við sendi- ráðið eða hversu hæfir þeir eru. En allavega sýníst það ííggja beinast við, að sendiráðið hafi forgöngu um áróður fyrir 50 milunum. Ef enginn þar treystir sér til að annast slika kynningar- starfsemi, verðum við bara að senda mann út hið snarasta og láta hann taka til hendinni. Mér finnst að við ættum að hafa sérstakan mann þarna i Englandi, sem hefði góða þekk- ingu á landhelgismálinu, og láta hann tala á samkomum og blaðamannafundum, Mætti þá hugsa sér, að hann skryppi við ng við til Þýzkalands i sömu erinda- gjörðum. Útvarpið gæti þá kallað hann sérlegan sendimann Lúðviks Jósefssonar likt og hinn sérlega sendimann Nixons.” Fégrœðgi Fischers Skákmaður simar: „Það er meiri frekjan i honum Fischer þessa dagana. Ég held að allir hér hafi verið ánægðir, eftir að Fischer kom hingað fyrr i vetur, enda lét hann þá hin beztu orð falla um land og þjóð, ef ég man rétt. En þessar peninga- kröfur hans hafa ábyggilega sett fólk mikið upp á móti honum, og býst ég við, að mun fleiri hafi snúizt á sveif með Spasski, enda virðist hann ekki haldinn sömu fégræðginni. Ég vildi koma þeirri skoðun minni og vinnufélaganna á fram- færi, að Skáksambandið hefur tekið alveg rétta stefnu með þvi að hafna öllum frekari kröfum Fischers. Það verður nógu dýrt samt að halda mótið hér og áhættan mikil. En i þvi sambandi væri fróðlegt að vita, hvenær hægt verður að kaupa miða á ein- vigið. Eftir fréttum að dæma, virðast þegar farnar að berast miðapant- anir erlendis frá, en ég hef hvergi séð auglýst, að við hér heima getum pantað miða. Að visu eru nokkrir mánuðir til stefnu, en mjög liklegt er, að mikil eftir- spurn verði eftir miðum og ekki sizt, ef útlendingar streyma hingað til lands.” Fundur barna verndarnefndar Kristin hringdi: „Ég fylgdist með skrifum Visis um barnaverndarmálin og fannst mér ýmislegt koma fram i þeim fréttum, sem kallaði á skýringar barnaverndarnefndar. Nú, svo sá ég, að nefndin hafði kallað frétta- menn á sinn fund, en ósköp var litið veitt af upplýsingum á þessum fundi, ef marka má frásögn blaðanna. Ég skil svo sem ósköp vel, að það er ekki heppilegt að ræða viðkvæm einkamál fólks opinberlega, en þó finnst mér að nefndin hefði átt að gera nánari grein fyrir störfum sinum. Það hefði t.d. ekki sakað að upplýsa, hvaða menntun fólk i þjónustu nefndarinnar þarf að hafa og eftir hverju er farið, þegar fólk er ráðið til starfa. Ég er hrædd um, að einhver mis- brestur hafi orðið á i sumum til- fellum, að starfsfólk nefndar- innar geti sinnt hlutverki sinu svo vel fari, og hefur þetta eflaust orðið til tjóns fyrir barnaverndar- nefnd i heild.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.