Vísir - 28.03.1972, Page 3

Vísir - 28.03.1972, Page 3
Vísir. Þriðjudagur 28. marz 1972 3 Svona á það aövera á páskamorguninn, — aövaka með stórt og fallegt páskaegg sér við hlið. Og ekki til að að tala um aðfara á fætur fyrr en búiö er að narta ofboðlftið i eggið. Sumum finnst nú þessi egg ómerkileg, „þynnast með hverju árinu sem liöur”, segja þeir gömlu, — ,,og ruslið innan i þessu verður ómerkilegra ár frá ári”, bæta þeir við. Hvað um það. Þessi unga stúlka kann augsýnilega vel við innihaldið, — og um- búðirnar. —Astþór. LAXVEIÐIARNAR HJA SKATTALÖGREGLU Rannsóknardeild rikisskatt- stjóra vinnur um þessar mundir að rannsókn á framtöium og rekstri félaga, scm seija veiöi- réttindi i laxveiðiám. Rannsókn i þessum málum hófst um ára- mótin og tekur til allflestra aðila i landinu, en þessi rekstur er orð- inn allumfangsmikill eins og lax- veiðimenn, scm borga allt að 10 þúsund krónum fyrir stangveiði- dag, ættu að geta gert sér grein fyrir. Ólafur Nilsson, forstöðumaður rannsóknardeildarinnar sagöi i viðtali við Visi I gær, að ekki væri timabært að ræða um árangur þessarar könnunar, sem nær til alls reksturs veiðifélaganna og leigutaxta laxveiðiáa. Eins og Visir hefur áöur skýrt frá, hefur leikið grunur á þvi, að gjaldeyris- skil vegna leigu á laxveiöiréttind- um til erlendra aðila væru ekki fullnægjandi, og sagöi Ólafur að rannsóknin næði aö sjálfsögðu einnig yfir slfkt. -VJ Flytur burtu vegna breyttror umferðar „Þvi er ekki aö leyna, aö þaö hefur dregið áberandi mikið úr sölunni hjá okkur eftir umferöar- brcytingarnar. Ég hefi þvi á- kveðiö að flytja verzlunina héðan frá Kópavogi til Reykjavikur” sagöi óskar Halldórsson, foT- stjóri húsgagnaverksmiðjunnar Dúnu i samtali við Visi i gær. Talsverð óánægja hefur verið rikjandi hjá verzlunarmönnum við Auðbrekku eftir þær breytingar, sem gerðar voru á i umferðinni i Kópavogi. Hafa margir kvartað yfir samdrætti i verzlun og kenna þessum breytingum um, þar sem þær hafi gert fólki erfiðara fyrir að komast að Auðbrekku og fleiri götum þar i grennd. Umferðarnefnd Kópa- vogs var sent bréf um málið og fariðfram á lagfæringar. Nefndin svaraði þvi á þann veg, að þessar breytingar væru nauðsynlegar til að vernda lif og limi borgaranna, og þvi væri ekki hægt aö taka tillit til sérhagsmuna verzlunarinnar. óskar Halldórsson sagði, að verksmiðjan sjálf yrði áfram staðsett i Kópavogi, en verzlunin myndi opna i Glæsibæ. Hann kvaðst hafa verið búinn að opna i Glæsibæ. Óskar Halldórsson sagði, að verksmiðjan sjálf yrði áfram staðsett i Kópavogi, en verzlunin myndi opna i Glæsibæ. Hann kvaðst hafa verið búinn að veðja á Kópavog sem framtiðarstað, en nú virtist vera mun hagkvæm- ara að hafa verzlunina staðsetta i Reykjavik. -SG Slógum EFTA-metið Við seldum meira til Banda- ríkjanna en minna til EFTA og EBE á síðasta ári en árið áður. Hins vegar jukum við innflutning frá öllum. Útflutningur tslands til Banda- rikjanna jókst um nærri fjórðung árið 1971, og varð hann nú meiri en til allra EFTA-landanna til samans, samkvæmt nýbirtum EFTA-skýrslum. Útflutningurinn til rfkjanna i Efnahagsbandalagi Evrópu minnkaði um 28,5 prósent, og út- flutningur til EFTA-landa minnkaði um 6,8 prósent. Til Austur-Evrópu seldum við 10% meira en árið áður. tslendingar slógu öll met i inn- flutningi og juku hann um 33,2 prósent á árinu. Næst i aukningu innflutnings kemur Austurriki af EFTA-löndum. Útflutningur tslands jókst að- eins um 2,1% samkvæmt þessum EFTA-skvrslum. —HH 15 ÞÚSUND KRÓNA MÍNÚTA — taxtar útvarps og Þeir voru að hækka afnotagjöld útvárpsins. Nú verða menn að punga út með 5.270,00 kr. þ.e.a.s. þeir sem hafa bæði sjónvarp, hljóðvarp og hljóðvarpsviðtæki I hifreið. Afnotagjald fyrir hljóðvarp er nú 1180 krónur á ári, en fyrir sjón- varpið 3100 krónur. Ef menn hafa útvarpstæki i bif- reið sinni. þá verða þeir að borga 870 krónur fyrir það, og er það nokkur lækkun frá þvi sem var, en samið var um þessa lækkun við FIB og gildir hún aðeins fyrir viðtæki i einkabilum. ..Þetta er i kringum 10% hækk- un, aðeins rúmlega það”, sagði Axel Ólafsson innheimtustjóri Rikisútvarpsins, „kemur að nokkru leyti til vegna þessarar sjónvarps hœkka lækkunar á biltækjagjöldunum”. Sagði Axel að jafnan inn- heimtust kringum 75% af afnota- fjöldunum fyrir gjalddaga, en þeirsem greiddu eftir gjalddaga, kannski mánuði á eftir, yrðu að greiða viðbótargjald, sekt. Sú sekt nemur um 10% þannig að verulegur hluti sjónvarps- og hljóðvarpsnotenda hefur greitt i fyrra jafnhátt afnotagjald og allir eiga að greiða i ár. Auk afnotagjaldanna, þá hækkaði Rikisútvarpið auglýs- ingataxta sinn. Minútan i Sjón- varpinu kostar nú 15.000 krónur, þ.e. fyrstu 10 mánuði ársins, en 20.000 siðustu tvo mánuðina. Þessar tölur voru áður 12.000 og 15.000. -GG Að kunna að selja afurðir sínar: Ljóðskáldið skrifaði hól um sig í lesendabréfi! Uiklega verður að telja það heimsmet i auglýsinga- mennsku, sem birtist i lesendadálki eins dagblað- anna á dögunum. Þar var skrifaðum ljóðabók eina, sem lesándinn hafði fundiö i hillum bókabúðar i miöborginni. Ilonuni leizt vel á bókina, keypti kverið og hafði heim með sér. Bendir lesandinn á ýmis kvæði. scin liann lelur sérlega áhugaverð og merkileg og hæiir bókinni á hvert reipi. Undir bréf sitt ritaði lesandinn svo nafnnúmerið sitt. En þegar farið er að alhuga nánar, hver er eigandi nafn- númersins, má sjá, að það er höfundur Ijóðabókarinnar sjálfur. Segi menn svo, að is- lendingar kunni ekki að selja afurðir sinar ! TÉKK-KRISTALL Skólavörðustíg 16 - Sími 13111

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.