Vísir


Vísir - 28.03.1972, Qupperneq 6

Vísir - 28.03.1972, Qupperneq 6
é Visir. Þriöjudagur 28. marz 1972. vísm (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ./ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 15 línuri Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Þar dreifist valdið í erlendum stórfyrirtækjum hafa menn komizt að raun um, að hagkvæmari rekstur fæst með þvi að i( dreifa valdinu i fyrirtækjunum. Mörgum þessum I fyrirtækjum hefur nú verið skipt niður i meira eða ( minna sjálfstæðar deildir, sem starfa hver fyrir sig / eins og sérstakt fyrirtæki. ) Með þessu komast menn fram hjá göllum flókins ) miðstjórnarkerfis. Leið upplýsinga og ákvarðana er \ stutt, einföld og fljótvirk. Veigamikil mál týnast ( ekki né stöðvast i flöskuhálsum þeim, sem jafnan ) úir og grúir af i miðstjórnarkerfunum. Tölvutækni ) og aðrar nútima rekstraraðferðir hafa flýtt fyrir \ þróuninni i átt til valddreifingar i stórfyrirtækjum. ( Svipuð þróun en hægari er að gerast hjá þjóðum Austur-Evrópu, sem hafa búið við eindregna mið- stjórn i efnahagslifinu og á öðrum sviðum. Þar hafa menn átakanlega reynslu af göllum miðstjórnar- kerfisins. Þessir gallar koma m.a. fram i sifelldum skorti á mörgum vörutegundum, litlum vörugæðum og dýrri framleiðslu. í flestum þessum löndum eru ráðamenn farnir að reyna að losa um miðstjórnina y og dreifa valdinu, til þess að löndin standist sam- / keppni við lönd markaðsbúskapar. 1 Hér er því safnað Eiginlega hafa íslendingar ekki nema eitt fyrir- ( tæki, sem er svo stórt, að veruleg þörf sé á vald- ( dreifingu, bæði innan þess og út úr þvi. Þetta fyrir- / tæki er rikið, sem nú hoppar á einu ári úr þvi að vera tæpur fjórðungur af þjóðarbúinu upp i að vera um það bil þriðjungur. Eftir þvi sem þetta bákn stækkar, verður það stirðára i vöfum og óhagkvæmara i rekstri. Upp rjúka nýjar stofnanir með nýjum flöskuhálsum, og stærsta flöskuhálsinum hefur verið komið fyrir i Framkvæmdastofnun rikisins, sem á að sjá um miðstjórn efnahagslifsins. Þessi illspá byggist á ótal útgáfum af reynslu annarra þjóða i austri og vestri. Þjóðin finnur fyrir göllum miðstjórnarkerfisins, þegar skattar eru innheimtir. Skattbyrðin á al- ) menning og fyrirtæki vex, þegar miðstjórnin færir ( út kviarnar, eins og nú á sér stað hér á landi. Jafn- framt er miðstjórnarþróunin svo sterk hér á landi ) um þessar mundir, að verkefni og tekjustofnar sog- ast ákaft frá sveitarfélögunum til rikisvaldsins. ( Nýju skattalögin leiða þessa þróun. / Við erum á leiðinni frá valddreifingarkerfi Vest- ) ur-Evrópu til miðstjórnarkerfis Austur-Evrópu. ) Engin önnur þjóð Vestur-Evrópu er á þessari braut. \ Og á sama tima eru þjóðir Austur-Evrópu að færa ( sig i gagnstæða átt. / Vísindin vilja dreifa Hvort sem menn eru til hægri eða vinstri i stjórn- ( málunum, geta menn ekki verið út og suður i efna- ) hagsmálunum. Ráðamenn verða hér eins og annars ) staðar að taka tillit til nútima efnahagsþekkingar. ( Og þau visindi, hvort sem þau eru stunduð i Banda- ( rikjunum, Sviþjóð eða annars staðar, benda ein- ) dregið i átt til valddreifingar i efnahagslifinu. ) íslendingar hafa ekki efni á að vera að flækjast einir sér á efnahagslegum villigötum. / El Salvador: Sigur vegna „atkvœða um nótt" olli uppreisn „Atkvæði um nótt" færðu frambjóðanda hægri- manna sigur í forseta- kosningunum í El Salva- dor. i tindátaleiknum í róm önsku Ameriku beinist at- hyglin að þessu smáríki. Stjórnin bældi um helgina niður byltingartilraun vinstrimanna, og fram- bjóðandi þeirra í forseta- kosningunum var handtek- inn í gær. Hann er talinn hafa verið forvígismaður byltingarsinna, og verður hann dreginn fyrir herdóm- stól, sakaður um landráð og uppreisn. „Atkvæði um nött”, sagöi brezka timaritið Economist, björguðu stjórninni i kosningum 20. febrúar. Jafnvel af Mið-Ame- riku riki að vera hafa menn i E1 Salvador þótt ihaldssamir. Óþarft er að hafa um það langt mál, að i Mið-Ameriku, sem tengir Norður- og Suður-Ameriku eins og örmjór þráður, er lýðræði sjaldgæft fyrirbæri og hefur viða ekki fund- izt lengi. Vinstrisinni hafði nærri unnið „sigur". E1 Salvador hefur sem önnur riki þar um slóðir auðuga yfir- stétt og bláfátæka alþýðu, hinar miklu andstæður rómanskra Amerikurikia. Herinn og mið- stéttin hafa litið á það sem „kommúnisma”, ef menn mælt- ust til umbóta, jafnvel af hóg- værö. Þvi kom það mjög á óvart, að frambjóðandi vinstrimanna hafði nærri „unnið sigur” i for- setakosningunum fyrir mánuði. Viö höfum sigurinn innan gæsa- lappa, þvi að hann hefði varla orðið sætur. E1 Salvador stendur ekki á þeim grunni lýöræðis, sem gerði mögulegt, að marxistinn Allende tæki embætti forseta eftir sigur i kosningum. Þvert á móti hefði valdataka vinstrisinna vafalitið verið hindruð i þetta sinn og átök orðið milli fylkinga, eins og þau, sem lyktaði með sigri stjórnarinnar i E1 Salvador um siöustu helgi. Sóttu i sig veðrið, þegar hætt var að birta tölur. baö, sem meira var um kosningaúrslitin, var sigur Napóleons Dúartes, frambjóð- anda kristilegra demókrata, og bandalags vinstrisinna sem- kvæmt atkvæðatölum, sem voru gefnar upp á talningarnóttunni. Timaritið Economist dregur til dæmis mjög i efa, að talning hafi verið heiðarleg og bendir á, að það hafi verið „einkennileg^ til- viljun”, að frambjóðandi stjórn- arinnar for þá fyrst að sækja i sig veðrið, eftir að hætt var að til- kynna kosningatölur i útvarpi og sjónvarpi. Vinstrisinnar töldu sig um nóttina hafa sigrað i kosning- unum, en um morguninn vöknuðu við tilkynningu um, að stjórnar- frambjóðandinn hefði unnið nauman sigur. Þá kvaðst Mólina höfuðsmaður, valinn frambjóð- andi Fidel Sanchez Hernandez og stjórnarinnar, hafa unnið með 50 þúsund atkvæða mun. Enn gerðist það i þessari „ein- kennilegu” talningu, að kjör- stjórnin i höfuðborginni San MmMMtn . Andstæðurnar eru miklar I E1 Salvador, annars vegar auður, hins veg- ar bláfátækt. Salvador kvað vinstra bandalagið hafa fengið 27 þúsund atkvæðum meira en þvi höfðu verið eignuð um morguninn eftir kosningarn- ar, og með þvi fór að verða nokk- uð mjótt á munum milli fram- bjóðendanna. En fleiri en tveir voru um hitunina, og samkvæmt reglum, sem viða gilda þar um slóðir, skyldi þingið kjósa milli efstu manna. Þingið fylgir stjórn- inni og Mólina höfuðsmanni. Orslitin leiddu tíl örvæntingaruppreisnar. Það er vegna þessara kosningaúrslita og óvænts fylgis 'vinstrimanna, sem þar kom fram, hvort sem það er i rauninni meira eða minna en stjórnarinn- ar, sem blóðbaðið varð i E1 Salva- dor. Samkvæmt frásögnum hafa vinstrisinnar gert örvæntingar- fulla tilraun til að taka völdin, en hún verið barin niður af hörku. Sambandslitið hefur verið við E1 Salvador siðan, svo að ástandið er óljóst. Stjórnin virðist þó hafa öll völd þar, og má búast við, að kné verði látið fylgja kviði i viðskipt- um tH vinstrisinna. I frásögnum af uppreisninni segir, að núverandi forseti, Her- nandez, hafi verið fangi upp- reisnarmanna i margar klukku- stundir. Hernandez situr enn i forsetastóli, þar til þingið hefur kjörið eftirmann hans, vafalaust Mólina. Uppreisnin naut ákafs stuðn- ings kommúnistaflokksins i grannrikinu Kosta Rika, þar sem lýðræði hefur verið i heiðri haft lengur en annars staðar á þessum slóðum. Engu siður er kristilegi demókrataflokkurinn i E1 Salva- dor enginn kommúnistaflokkur, fremur vinstrisinnaður lýðræðis- flokkur, en margir slikir kristi- legir flokkar fyrirfinnast nú orðið i rómönsku Ameriku. Þessir flokkar eiga kannski ekki einn samnefnara, en tilraun til bylt- ingar á vegum þessa flokks i E1 mmmm Umsjón: Haukur Helgason Salvador hlýtur að vera orvæni- ingarverk, sem á rætur i fullyrð- ingum um kosningasvik, sem i þetta sinn hafa náð inn á siður hins virðulega timarits Economist. Væntanlega verður ókyrrt um sinn i E1 Salvador, og hatur magnast milli fylkinganna. Ólik- legt er, að vinstrisinnar komist lengra að sinni, þótt þeir hafi haft stuðning liðsforingja i byltingar- tilrauninni. Heldur munu menn sitja að sinu i þessu rómanska ' riki eins og flestum öðrum og stunda tindátaleik sem fyrrum, og ekkert breytist um mannlifið. Andstæðurnar verða þær, sem þær hafa verið, þeir sömu ofan á, og þeir sömu undir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.