Vísir - 13.04.1972, Page 2
2
VÍSIR. Fimmtudagur 13. april 1972.
vbnsnt:
Gætirðu hugsað þér að láta
klippa þig alveg stutt?
Haukur ólafsson, skrifstofu-
maður.Nei takk! bað kemur alls
ekki til mála. Og þó þeir úti i
Frakklandi séu að boða einhverja
tizku, þar sem allir eiga að vera
stuttklipptir, ja það skiptir mig
engu.
Jóhann Frimannsson, verzlunar-
skólanemi. Nei, það gæti ég alls
ekki hugsað mér. Mér likar bara
alveg prýðilega við þetta siða. Og
þó aö ég stæði einn hér eftir með
sitt hár? bað gerði iitið til.égléti
samt örugglega ekki klippa mig.
I.arus llaraldsson Biöndal,
Myndlista og -handiðask.Nei, alls
ekki. Ég hef svo fallegt hár. Ég
hef engan áhuga á þvi, og jafnvel
þó allir tækju sig til og klipptu sig,
þá mundi ég ekki feta i fótspor
þeirra heldur halda minu fallega
hári.
Reynir Sigurðsson, rakari.
Klippa mig? Nei það kemur ekki
til mála. Mér finnst þetta stutta
hár sem er að koma núna ekkert
fallegUÆtli maður haldi ekki bara
þessari sidd, en ekki vil ég það
siðara.
Calum Campbell, kennari i Mimi.
Nei, ég hef alls ekki hgusað mér
það og er ekki ánægður með þetta
stutta hár. Svo er lika sá timi út-
runninn þegar fólk starði ef það
sá einhverjum siöhærðum manni
bregða fyrir, við erum hættir að
vekja athygli. Og ef fólk er ennþá
að hneykslast á siðu hári, ja, þá
eru það bara fifl og ljótt fólk.
Sturla Einarsson, mennta-
skólanemi. Já, ég gæti vel
hugsað mér það. Enda ætla ég að
stytta hárið i sumar og verð lika
að gera það, þvi ég mun vinna
þannig vinnu, eða ég verö á sjón-
um. En ég er þó alls ekki á þvi að
ég fari að klippa mig, af þvi að
það er að koma i tizku
Deild, sem þjáist af tœkjahungri
AUGNDEILDIN á Landa-
kotspítala er sú eina sinn-
ar tegundar hér á landi.
Allt frá haustinu 1902 hafa
augnlæknar starfað á
Landakoti, en augndeildin
sem slík var ekki stofnuð
fyrr en síðsumars 1969.
Þessi deild býr við þröngan
kost, bæði hvað snertir tæk-
jabúnað og húsrými. Til
marks um frekari þörf má
nefna, að starfsmönnum
deildarinnar tekst sjaldan
að koma þeim fjölda, sem
á biðlista er, niður fyrir
hundraðið, — en auðvitað
eru öll neyðartilfelli tekin
strax.
Fyrsti yfirlæknir deildarinnar
var Bergsveinn Ólafsson, en hann
lét af störfum um áramót fyrir
aldurs sakir og tók þá við deild-
inni dr. Guðmundur Björnsson.
Auk hans starfa þar: Hörður bor-
leifsson, óli Björn Hannesson og
Úlfar bórðarson, Bergsveinn
Ólafsson og Kristján Sveinsson
eru deildinni ráðgefendur.
„begar augndeildin tók til
starfa” segir dr. Guðmundur
Björnsson, var með hana eins og
ung hjón, sem eru að byrja
búskap: hún lagði upp með tvær
hendur tómar. Jafnvel læknarnir
áttu sjálfir þau tæki, sem til voru.
bau tæki, sem deildin* eignazt
siðan, eru henni ýmist gefin af
bau tæki, sem deildin
hefur eignazt siðan, eru
henni ýmist gefin af
Lionsklúbbum, eða þá að systur
spitalans hafa lagt andvirði
þeirra til hliðar af sinum litlu
launum. Vegna mismununar i
daggjöldum getur spitalinn
ekkert fé lagt til uppbyggingar
deildinni, eins og hún þyrfti helzt
að vera. bess vegna þjáist þessi
deild nú af miklu tækjahungri. Að
meðaltali ræður augndeildin yfir
tæplega 20 rúmum, en þó getum
við þrengsla vegna yfirleitt ekki
lagt aðra inn en uppskurðarsjúkl-
inga. bessi þrengsli stafa af
neyðarvaktinni, sem Landakots-
spitali sinnir þriöju hverja viku,
en neyðarvaktin fær inni með
sjúklinga hjá augndeildinni.
begar maður hugsar til þess, að
meö neyðarvaktinni sannar
Landakotsspitali ágæti sitt til
jafns við önnur sjúkrahús, er dag-
gjaldamismununin Landakoti i
óhag þvi óréttlátari og hörmu-
legri”. Og dr. Guðmundur
Björnsson rekur starfsemi augn-
deildarinnar:
Ariö 1968 voru augnsjúklingar á
Landakoti 169 talsins og fram-
• kvæmdar augnaðgerðir voru 145.
Árið eftir er augndeildin form-
lega stofnuð og samsvarandi
tölur það árið: 245 og 218, — 1970:
522 og 465 og 1971 var fjöldinn
svipaður. bað, sem af er þessu
ári, hafa tæplega 150 aðgerðir
verið framkvæmdar á deildinni.
Af þeim 465 aðgerðum, sem
gerðar voru 1970, voru 85 vegna
skýs á augasteini, 122 vegna
gláku og 199 aðgerðir voru gerðar
á rangeygðum börnum. Stærsti
hluti þeirra aðgerða, sem þá eru
ótaldar, var vegna slysa.
Rangeygð börn
Hinn mikli fjöldi aðgerða á
rangeygðum börnum er mjög at-
\ - ’
f Z
DR. Guðmundur Björnsson við eitt tækja þeirrar sjúkradeildar, sem
hvaö mest kallar á aukinn tækjabúnaö.
hyglisverður. Arið 1969 voru
slikar aögerðir 54 og 8 árið 1968.
Ástæðan fyrir þessu stóra stökki
var einkum ný svæfingatækni,
sem gerir þessa aðgerð mögulega
á ungbörnum.
Rangeygð börn þarf að taka til
meðferðarsem yngst, eða um leið
og fullreynt er, að augun vinna
ekki saman og nauðsynlegt er að
allri meðferð sé lokið, áður en
barnið byrjar skólagöngu. Með
þvi má gefa börnum sjónina
aftur, en að öðrum kosti þróast
sjúkdómurinn áfram og þá á
kostnað annað hvort samsjónar-
innar eða skakka augans. bá er
ekki unnt að veita sjónina aftur,
þó laga megi útlitið.
Hér er hluti af starfsliði augndeildarinnar ásamt yfirlækninum, dr. Guömundi Björnssyni. Hörður
borleifsson, læknir er lengst til hægri.
Samkvæmt heilbrigðisskýr-
slum frá 1968 um kvilla skóla-
barna voru um 500 börn rang-
eygð. Ef allt væri með felldu i
sjónverndarmálum okkar, ætti
þessa sjúkdóms ekki að gæta svo
seint sem á skólaaldri.
Hin lúmska gláka
Skráning blindra er i molum
hér á landi, en kannanir, sem
gerðar voru 1950, benda til
þess,að blindutiðni sé hér um
helmingi hærri en meðal grann-
þjóða okkar: um þrir af þúsundi á
móti 0,5 — 1,5 af þúsundi. Blinda
er hér langtiðust i elztu aldurs-
flokkunum. 1 yngri aldurs-
flokkum og fram til 55 ára aldurs
er blinda ekki tiðari hér á landi en
i grannlöndunum, en úr því fer
mjög að siga á ógæfuhliðina hjá
okkur. Samkvæmt skráningum
héraðslækna 1968 voru 76%
blindra Islendinga þá 65 ára og
eldri.
Langalgengasta blinduorsökin
hér á landi er gláka, en árið 1950
voru að minnsta kosti 60% blindra
blindir af völdum hægfara gláku
og 75% allra blindra 70 ára og
eldri. Sjúkdómstiðnin virðist vera
svipuð hér á landi og með grann-
þjóðum okkar, en blindutiðnin
aftur á móti miklum mun meiri.
Athuganir sýna, að gláka
byrjar yfirleitt að gera vart við
sig á fimmtugsaldrinum og eykst
svo hröðum skrefum upp frá þvi.
bað, sem gerir glákuna svo erfiða
viðureignarer, hve lúmskur sjúk-
dómur hún er: en gláka er
einkennalaus, þar til skemmd er
komin i augað. En finnist gláka
áður en augljós sjúkleg einkenni
koma i ljós, er i flestum tilvikum
hægt að stöðva sjúkdóminn og
koma i veg fyrir sjónskerðingu. —
Gláka er ættgengur sjúkdómur.
Aðrar algengustu blinduorsakir
eru hér á landi ský á augasteini,
slys og afleiðing ýmissa bólgu-
sjúkdóma i augum. Blindu af
völdum sykursýki er að byrja að
gæta hér á landi.
mmm
nn
UJí
mm
Iþróttafréttir
dagblaðanna
Kristin Sigurðardóttir, hringdi:
,,Ég vil undirstrika það sem
Páll Heiðar segir um iþrótta-
fréttirnar i Visi. bað er alltof
mikið gert af þvi að útblása svo-
kölluð afrek þar sem aðalatriðin
eru stig og sekúndur. En ég vil
taka það fram, að þetta á við um
iþróttaskrif allra dagblaðanna.
Mér finnst keppnin ekki vera
aðalatriðið þegar um iþróttir er
að ræða, þótt hún sé út af fyrir sig
ágæt. Sjálf hef ég stundað iþróttir
bæði handbolta og sund, en
keppnin hefur ekki verið aðal-
atriðið hjá mér. bað mætti einnig
vekja athygli á þeim sem stunda
iþróttir sér til andlegrar og lik-
amlegrar heilsubótar án þess að
taka þátt i sekundustriðinu.'1
Svari nú sá...........
bann 25. febrúar s.l., birtust i
dálki þessum nokkrar spurningar
frá móður til Barnaverndar-
nefndar. Ég hefi verið að leita
eftir svari nefndarinnar, en ekki
getað fundið það á prenti ennþá.
bær ádeildur, kvartanir og
spurningar, sem birtar hafa verið
i blöðum undanfarið i sambandi
við starfsaðferðir nefndarinnar
benda eindregið til þess að störf-
um hennar sé ekki hagað á þann
hátt, sem ætlast er til af þvi opin-
bera og margt fleira mætti þó
benda á, sem ekki hefir enn verið
skrifað um, þótt eigi verði það
upptalið i þetta skipti. Barna-
verndarnefnd verður að gera sér
það ljóst að þetta er opinber
stofnun og að starfsfólk hennar
fær laun sin greidd af fé almenn-
ings og þess vegna er henni skylt
að veita opinberlega upplýsingar
um starfsemi sina, sé þess krafizt
og þó sérstaklega ef vafi leikur á
þvi hvort störfin séu unnin af
skyldurækni og samviskusemi.
Formaöurinn getur ekki i þessu
tilfelli skotið sér á bakvið þagnar-
skylduna, þvi að i spurningum
móðurinnar er ekkert, sem
snertir nokkra ákveðna perso'nu.
Barnaverndarnefnd verður að
svara — hjá þvi verður alls ekki
komizt. En þar sem að svarið er
enn þá ekki komið, þá langar mig
til að nota tækifærið og bæta einni
spurningu við og spara nefndinni
þannig þaö ómak að þurfa að
koma tvisvar fram á ritvöllinn.
Spurningin er þessi: Er það satt
að Barnaverndarnefnd hafi eða
hafi nýlega haft i þjónustu sinni
útlenda konu, sem litið gat talað
islenzku og sem af skiljanlegum
ástæðum hafði engan skilning eða
þekkingu á islenzku fjölskyldu-
lifi? Og er það satt að þessi kona
hafi verið send inn á islenzk
heimili til að hafa afskipti af
fjölskyldumálum og að aðferðir
hennar hafi verið með þeim hætti,
sem tiðkast i heimalandi hennar,
en sem betur fer er óþekktur á
Islandi. Er þetta satt? Svari nú
sá, sem ber ábyrgðina.
bjóðfélagsþegn.
HRINGIÐ í
Sl'MA 86611
KL13-15