Vísir - 13.04.1972, Page 5
VÍSIR. Fimmtudagur 13. april 1972.
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN ÚTLÖND
Umsión: Haukur Helaason
Atómfloti Japana og
Bandaríkjamanna?
Japanskur þingmaður segist hafa „leyniskýrslur"
Japanskur þingmaður hélt
því fram í morgun, að
Japanir og Bandaríkja-
menn sætu um þessar
mundir á ieynifundum og
stefndu að því, að setja á
fót sameiginlegar flota-
deildir, sem yrðu búnar
kjarnorkuvopnum.
Yanosuke Narasaki, sem er
þingmaður sósialistaflokksins,
sagðist hafa upplýsingar sinar frá
leynilegri bandariskri stjórnar-
skýrslu.
Hann sagðist einnig hafa undir
höndum leyniskeyti frá banda-
risku flotastjórninni til yfirmanns
Bandarikjahers á Kyrrahafi, þar
sem þetta kæmi fram.
Forsætisráðherra Japan,
Eisaku Sato, kvaðst ekkert geta
um málið sagt, fyrr en hann hefði
rannsakað það.
Ulrika.
Meðan kreppt er aö Suöur - Vietnömum 90 kni. frá Saigon, hafa þeir haldiö sinu á noröur-
vigstöðunum viö Quang Tri.
SKRIÐDREKAR ÞEIRRA
í ÚTHVERFUNUM
Bandarískar
flugvélar reyna ó
elleftu stundu að
stöðva óhlaup
N-Víetnama
ó bœinn An Loc
Norður-Vietnamar beita 22
skriðdrekum íárás á bæinn
An Loc, og voru þeir
komnir inn i bæinn í
morgun. Harðir bardagar
geisa í bænum og
nágrenni. An Loc er 90 kíló-
metra norðan Saigon.
varnarliðinu þar, stöðvuð, þegar
kommúnistar réðust á þjóðveg 13,
sem Suður-Vietnamarnir fara
um.
Ahlaup Norður-Vietnama á
bæinn hófst i dögun. Her S-Viet-
nama i bænum hefur verið um-
setinn i nærri viku. Hann bað i
morgun um tafarlausa hjálp
flug— og landhers til að verjast
áhlaupinu.
Norðanmenn eyðileggja
flugvélar
Kommúnistar réöust i morgun
einnig á flugstöðina i Ba Nang og
eyðilögðu þar njósnaflugvél og
sködduðu fjórar aörar vélar, þar
á meðal eina Phantomorrustu-
sprengjuflugvél.
Utvarpiö i Hanoi segir, að
fjórar bandariskar flugvélar, þar
af ein af B 52 gerð, hafi verið skot-
nar niður yfir héraðinu Than Hoa
Suður-Vietnamar höfðu sent
varalið til bæiarins i gær með
þyrlum. Hins vegar var framsókn
skriödrekasveita Suöur-Viet-
nama til bæjarins til aðstoðar
i Norður-Vietnam snemma i
morgun.
Hver bylgjan af annarri af
bandariskum sprengjuflugvélum
flæddi yfir skriðdrekasveitir
Norður-Vietnama við An Loc
fyrir hádegiö i dag, og var sagt,
að sjö skriðdrekar hefðu verið
eyðilagöir.
Bandariskar þyrlur réðust á
fótgönguliða norðan-manna á
þessum slóðum. Þyrlurnar hafa
vél-fallbyssur, sem geta skotið
sex þúsund skotum á minútu.
Harðar árásir á hérað í N-
Víetnam
Bandariskar flugvélar réðust i
morgun á skotmörk innan landa-
mæra Noröur-Vietnam, að sögn
útvarpsins i Hanoi. Bandariska
herstjórnin i Saigon staðfesti
þessar fréttir skömmu seinna.
í Than Hoa héraði i N-Vietnam
eru ekki stórar borgir, en mikil-
vægar hafnir og verksmiðjur, að
sögn bandarisku her-
stjórnarinnar.
Ulrika Meinhof
talin látin
„Skelfir Vestur-Þýzkalands"
Lögreglan í Frankfurt
lýsti því yfir í gærkvöldi, að
hún væri ekki tilbúin að
staðfesta eða neita orð
rómi um, að Ursula
Meinhof, foringi vinstri
sinnaðra skæruliða í
Vestur-Þýzka landi, sé
látin. Talsmaður lögregl-
unnar birti yfirlýsinguna,
eftir að blaðið Frankfurter
Allgemeine Zeitung hafði
sagt, að Ulrika hefði látizt
seint i febrúar-mánuði.
Blaðið segir, að heimildum beri
ekki saman um, með hvaða hætti
hún hafi látið lifið. Samkvæmt
einni heimild hafi hún látizt úr
krabbameini, en aðrar heimildir
segi, að hún hafi framið sjálfs-
morð, þegar henni hafi orðið ljóst,
að hún gekk með ólæknandi sjúk-
dóm.
Ulrika Meinhof, fyrrum blaða-
kona i Hamborg, mundi vera 37
ára, væri hún á lifi. Hún sagði
fyrir nokkrum árum skilið viö
samfélag sitt og tók forystu i
flokki róttækra „skæruliða”.
Hefur hennar og annars foringja
skæruliðaflokksins, Anreas
Baader, verið leitað lengi. 1
flokknum, sem venjulega er
kallaður „Baader-Meinhof-
flokkurinn”, munu aðeins veru
örfá ungmenni. Flokkurinn er
talinn hafa staðið að banka
ráunum, og nokkrir lögreglu-
þjónar hafa fallið i viðureign við
flokksmenn. Nokkrir hafa náðst
af flokksmönnum, og sumir fallið
i bardögum við lögreglu.
Baader-Meinhof flokkurinn
hefur valdið skelfingu i Vestur-
Þýzkalandi. 1 yfirlýsingum U1
riku Meinhof hefur hún lýst striði
á hendur borgaralegu samfélagi
og hvatt til, að þvi verði steypt
með blóðugri byltingu. Pólitiskar
yfirlýsingar hennar og Anreas
Baader hafa ekki mætt vinsemd i
Moskvu, og hafa sovézkir kom-
múnistar varað við þvi, að menn
bindu vonir við flokk þennan, sem
sé glæpaflokkur og einskis virði
frá stjórnmálalegum sjónar-
miðum.
ENN
MYRÐIR
IRA
Kona beið bana, þegar
sprengja sprakk í vöru-
bifreið64 kilómetra norðan
Belfast í morgun. Bílnum
hafði verið stolið, og eru
IRA—menn taldir hafa sett
sprengju i hann.
Svona fór
um
sjóferð þá
FBI menn liafa hér handsamaö
flugvélarræningjann Stanley
Speck 31 árs frá San Francisco.
Hann rændi Boeing 727 farþega-
fiugvél og heimtaði hálfa milljón
dollara.