Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 4
4
ViSIR. Laugardagur 22. aprll 1972.
Sjónvarpsdag-
skrá næstu viku
Mánudagur 24. apríl 1972.
20.00 Fíéttir.
20.25 Veöur og auglýsingar.
20.30 Lucy Ball. Lucy og Clinl
Walker. Þýðandi Guðrún Jör-
undsdóttir.
20.55 Þjóögaröurinn i Yellow-
stone. Bandarisk mynd um
landslag og náttúrufar i elzta
þjóögaröi heims, Yellowstone
Park i Wyoming. Þýðandi og
þulur Gylfi Pálsson.
21.25 Jónas og Einar. Jónas R.
Jónsson og Einar Vilberg leika
og syngja frumsamin lög og
texta eftir Einar.
21.45 Úr sögu siömenningar.
Fræðslumyndaflokkur frá
BBC, gerður undir leiðsögn list-
fræðingsins Sir Kenneths
Clarks, sem jafnframt er þulur
i myndunum. 3. þáttur. Kóman
tik og raunsæi. Þýðandi Jón O.
Edwald. 1 þessum þætti er fjall-
aö um rómantik riddaratima-
bilsins, og einnig greint frá
tveimur andans stórmennum
þess tima, heilögum Frans frá
Assisi og Durante Alighieri
Dante.
22.35 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 25. apríl 1972.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Smyglararnir. Framhalds-
leikrit eftir danska rithöfundinn
Leif Panduro. 2. þáttur. Enn
flýgur dúfan. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir. Efni 1. þáttar:
Ungur iþróttafréttaritari, Pét-
ur Clausen, er staddur á kapp-
leik og þekkir i mannþrönginni
náunga, sem stundað hefur
smygl, og er nýsloppinn úr
fangelsi. 1 för með honum er
ókunnur maður. Pétur fær ljós-
myndarann, samstarfsmann
sinn til að taka mynd af þeim
félögum, sem yfirgefa leik-
vanginn áður en keppni hefst.
Tilraunir Péturs til að fylgja
þeim eftir, mistakast, en hann
er ákveðinn i að kanna málið
þrátt fyrir andstöðu vinkonu
sinnar, Premille og þrákelkni
hans kemur honum von bráöar i
koll. (Nordivision — Danska
sjónvarpið)
21.20 Ilr. Pap. Fræðslumynd um
ævi og störf griska læknisins
Papanicoleaus, sem frægur
hefur orðið fyrir brautryðj-
andastörf sin að krabbameins-
rannsóknum. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
21.35 Ólik sjónarmiö. Landhclgis-
dcilan. Umræðuþáttur i sjón-
varpssal um útfærslu iandhelg-
innar. Hópur tslendinga frá
þingflokkum og fjölmiðlum tek-
ur þátt i umræðunum ásamt
nokkrum útlendingum, þar á
meðal Patrick Wall, þingmanni
frá Hull. Umsjónarmaður Ölaf-
ur Ragnar Grimsson. Umræð-
urnar fara fram á ensku, en eru
sýndar með islenzkum texta
Óskars Ingimarssonar.
23.00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 26. apríl
1972.
18.00 Chaplin. Stutt gamanmynd.
18.15 Teiknimynd.
18.20 Haröstjórinn. Brezkur
framhaldsmyndaflokkur fyrir
börn og unglinga. 4. þáttur.
Þýðandi Kristrún Þórðardóttir.
Efni 3. þáttar: Krakkarnir
halda áfram leit sinni að
„Harðstjóranum” og halda sig
einkum við söfn og fræga staði i
Lundúnaborg. Heim til móður
þeirra kemur ókunnur maður,
sem segist vinna að félags-
fræðilegri könnun, og spyr
margra spurninga um börnin á
heimilinu.
18.45 Slim John. Enskukennsla i
sjónvarpi. 21. þáttur endurtek-
inn.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Okinu varpað. Danilo Dolci
hlaut Sonning-verðlaunin
dönsku i fyrra fyrir starf sitt i
þágu fátækra bænda á Vestur
Sikiley. Var þá gerð þessi myru
um hann og störf hans. (Nord
vision - Danska sjónvarpið)
Þýðandi Sonja Diego.
21.10 Tizka unga fólksins 1972.
Dagskrá frá keppni sem nýlega
fór fram i St. Gallen i Sviss
milli tizkufataframleiðenda frá
tiu löndum. Inn i keppnina flétt-
ast skemmtiatriði og koma þar
meðal annars fram Paola del
Medico, Mike Brant og Gilbert
O’Sullivan. Auk þess eru sýnd
föt frá tizkuhúsunum Courreges
og Patou i Paris. (EBU — SRG)
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.35 Dagskrárlok.
Föstudagur 28. april 1972.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og augiýsingar.
20.30 Gildi sérskóla. Fræðslu-
mynd um börn, sem gædd eru
sérgáfum af ýmsu tagi. Einnig
er i myndinni fjallað um kosti
þess og galla að senda slik börn
i. sérstaka skóla, með það fyrir
augum aö þroska sérgáfur
þeirra. Þýöandi Kristrún Þórð-
ardóttir.
21.20 Adam Strange: skýrsla nr.
0846. Makalausi klúbburinn.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.10 .Erlend málefni Um-
sjónarmaður Jón H. Magnús-
son.
22.40 Dagskrárlok.
Laugardagur 28. apríl 1972.
17.00 Slim John. Knskukennsla i
sjónvarpi. 22. þáttur.
17.30 Enska knattspyrnan.
18.15 iþróttir. M.a. myndir frá
heimsmeistaramóti i skiðaflugi
i Júgóslaviu og leikur tR við
Armann. (EBU — JRT) Um-
sjónarmaður Ömar Ragnars-
son.
Illé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Ilve glöð er vor æska.
Brezkur gamanmyndaflokkur.
Potter á villigötum. Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
20.50 Nýjasta tækni og visindi.
Farþegaflugvélum lent i dimm-
viðri. ónæmisfræöi — visinda-
grcin i hraðri þróun. Frjósemi
alisvina aukin. Frelsi undir eft-
irliti— fylgzt meö atferli villtra
dýra. Umsjónarmaður örnólf-
ur Thorlacius.
21.15 Vitið þér enn? Spurninga-
þáttur i umsjá Baröa Friöriks
sonar. Keppendur Eirikur Ei-
riksson frá Dagverðargerði og
Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrr-
verandi sýslumaður.
2145 Brotna krukkan. (Der zer-
brochene Krug). Þýzk biómynd
frá árinu 1937.
1 herbergi ungrar heimasætu
hefur brotnað forláta krukka.
Móðir stúlkunnar skundar til
Adams dómara og ákærir unn-
usta hennar, Ruprecht bónda,
fyrir verknaðinn. Adam er ekki
með öllu ókunnugt um raun-
veruleg endalok krukkunnar
góöu, en vill af góöum og gild-
um ástæðum ekki flika þeirri
vitneskju sinni. Nú vill svo illa
til, að Walther yfirdómari er
þarna staddur á eftirlitsferð.
Hann vill vera viðstaddur rétt-
arhöldin, og Adam fær ekkert
tækifæri til að þagga málið nið-
ur.
23.05 Dagskrárlok.
SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS SSSSS 5S5S" ■■■■■ ■■■■■ ■■■■• ■■••■ ■■■•■ ■■■■ ■■■■■ •■■■■ •■•■■ •■■■■ ■■■■■ ■■■•■ •■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■■■■ i
S5SSSSSSSSSSSSSS555555SSSSSSSSSaSaaaaaaaaaaa" ■■•■■■■■■••■■•■■■•■■•■■■■ •*■•■■•••■•••••••■■*■■■■■•■■■• ■••• ■•■■■•••■• ■■■■■■■■■■
KROSSGÁTAN fg
!KI
LANDSVIRKJUN
UTB0Ð
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i bygg-
ingu á 5 steinsteyptum stöðvarvarðahús-
um við Búrfellsstöð til afhendingar tilbún-
um undir tréverk næsta haust. Útboðs-
gagna má vitja i skrifstofu Landsvirkjun-
ar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavik,frá og
með 24. þ.m. gegn skilatryggingu að fjár-
hæð kr. 5.000,-. Tilboðsfrestur er til 15. mai
n.k.
VISAN
„Gamla úlpan.”
Þegar vetrar vopnin sin
veðurguðir hvessa,
þá er ekki eintómt grin
að eiga buru þessa.
Lausn
síðustu
krossgótu
• • < • ^ • cr> • • • - >c--
^
^ ^ "h tn • ^ Q\ ^ ^
^ O'S
(d ^
• • iso''ír ■
\