Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 7
7 YÍSIK. I,angardagur 22. apríl l!)72. cTMenningarmál A sjötugsafmœli Halldórs Laxness: I heimi sögumanns Það minnir mig að Peter Hallberg komist einhvers staðar svo að orði að gagnrýnandi færist raunverulega ekki i fang við verk Halldórs Laxness fyrr en tekið sé að fjalla um stil hans. Þessi ummæli rif jast upp þegar lesið er nýútkomið alþjóðlegt af- mælisrit um Halldór — þvi að flestar og allar markverðustu grein arnar i ritinu fjalla einmitt um stil. Og vel má það vera að leiðin til skilnings á hug- myndafræði, hug- myndaheiminum i verkum Halldórs liggi um stilfar þeirra. Scandinavica er alþjóðlegt timarit um norræn fræði, gefið út i London, ritstjóri Elias Breds dorff. Ritið kemur að jafnaði út tvisvar á ári, vor og haust, en hefur nú tvö ár í röð gefið út auka- hefti að vorinu helguð einstökum norrænum rithöfundi. I fyrra var ritið helgað Pár Lagerkvist i til- efni af áttræðisafmæli hans, en Halldóri Laxness i ár vegna sjötugsafmælis hans á morgun. Atta ritgerðir um verk Halldórs Laxness eftir fræðimenn i jafn- mörgum löndum eru i afmælis- ritinu og birtar á þremur tungu- málum, ensku, þýzku og frönsku. Einn islenzkur höfundur, Stein- grimur J. Þorsteinsson, skrifar i ritið, um Halldór Laxness og fslendingasögur. Aðrir hafundar eru Régis Boyer sem skrifar um formgerð Gerplu, Wilhelm Friese ber saman Undir Helgahnúk og Kristnihald undir Jökli, Peter Hallberg skrifar um samræður i íslandsklukkunni, Roderick McTurk um þátt eskimóa i Gerplu. Thomas L. Markey um sósialrealisma i Sölku Völku. Sveltana Nedelyaeva-Stepona vichiene skrifar um stilinn á Heimsljósi og Preben Meulengracht Sörensen um Inn ansveitarkroniku. En Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor hefur annazt ritstjórn afmælis- ritsins og skrifar nokkur inn gangsorð um stöðu Halldórs Laxness i bókmenntum fslands og umheimsins. Innlend fræði og erlend Það er vitaskuld að þegar fjallað er um stfl riður á miklu að gagnrýnandinn kunni góð skil á frumtextanum sjálfum og móðurmáli höfundarins. Óneitan- lega skýtur það skökku við að erlendir fræðimenn skuli verða fyrri fslenzkum til að fjalla um stilfar Halldórs Laxness. En það má ætla að þær greinar sem markverðastar þykja i ritinu við fyrstu sýn njóti þess að höfundar þeirra kunni islenzku til æðimikillar hlitar. Bæði Peter Hallberg og Preben Meulengracht voru um árabil sendikennarar við Háskóla íslands, og Hallberg er beinlinis sérfræðingur um ævi og verk Halldórs Laxness eins og alkunnugt er. í bókum og rit- gerðum sinum um Halldór hefur hann lagt mikla alúð við að lýsa verkum hans i samhengi ævinnar og rekja hugmyndafræði þeirra eins og hún birtist og mótast bók fyrir bók. Hann getur þvi trútt um talað reynslu sfna af ritum Halldórs —eins og fyrr var vitnað til. Sögumaður og sögu- hetjur i íslandsklukk- unni Allar athuganir á stil og form- gerð skáldsagna fela jafnharðan i sér skilgreiningu á stöðu „sögu- manns” i verkinu. Sögumaður er igildi höfundar i verki hans, en ekki staðgengill privatmannsins með sama nafni eða málsvari einna eða annarra skoðana hans. Hitt má svo sem segja að i stilnum komi hver og einn höfundur fyrir eins og hann er af guði gerður. Sögumaður, þessi eiliflegi fylgifiskur og gluggagægir skáld sagna, og staða hans i verki höfundar, hefur orðið Halldóri Laxness eins og fleiri samtíðar- mönnum hans þrálátt umhugsunarefni. Ritgerðir eins og Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leikrit eða Minnisgreinar um fornsögur verða jafnan mikilsháttar heimildir um stilfar og stilstefnu sjálfs hans. Og segja má, með Preben Meulengracht, að Kristnihald undir Jökli fjalli bein- linis um stöðu, hlutverk, gildi sögumannsins. Með þeirri niður- stöðu að „hlutlægni” i skáldskap sé óhugsanleg eða öllu heldur sé slikt viðhorf einskonar fagur- fræðileg blekking. Sögumaður gengst með lifi og sál upp i sögunni sem hann segir. 1 grein sinni um samræður i Islandsklukkunni tekur Peter Hallberg eitt stilfarslegt atriði til marks um návist höfundar, sögu- manns i verkinu, eða það sem hann nefnir ó-dramatískan og episkan eiginleika stilsins. Það er sá samtalsháttur þar sem þátt- takendur virðast tala hver i sina áttina og framhjá hver öðrum — algengur og einatt „raunsæis- lega” með hann farið bæði i tslandsklukkunni, Heimsljósi og Sjálfstæðu fólki. En þar má greina návist höfundar, sögu- mann að starfi i skipan hlut- verkanna, stefnumótun sam- talsins. I annan stað tekur hann stundum að mæla fyrir munn sögufólksins, þeirra orðum — svo sem i hinni frægu ræðu Jóns Hreggviðssonar um Snæfriði íslandssól yfir norninni, konu Arnasar, ellegar blinda betlarans á Þingvöllum við öxará. Samræður eru óvenjumikill hluti af öllum texta tslands- klukkunnar sem skýrir að sfnu leyti hve auðvelt reyndist að snúa sögunni i leikrit. Hallberg birtir nákvæmar tölur um þessi hlutföll sem einar saman leiða i ljós hvernig þrjár aðalpersónur verksins skiptast á um aðalhlut- verk þess, Jón Hreggviðsson, Snæfriður, Arnas Arnæus, hvert i sinu bindi sögunnar. Þjóðsagan um island Innansveitarkronika er vitaskuld alls ólik saga tslands- klukkunni, og þar er siður en svo reynt að draga dul á návist sögu- manns og hlutverk hans i frá- sögninni. Preben Meulengracht Sörensen greinir i sögunni þrjú aðgreind svið hennar sem öll saman stuðla að „hlutlægni” hennar, að þvi að gæða hið „sanna” söguefni þjóðsögulegri vidd fyrir sjónum lesandans. Innansveitarkronika er þjóðsaga um eilift, ósnortið Island — eða öllu heldur þjóðsaga umeilifa mynd mannsins eins og hún birtist i hinum islenzka efnivið sögunnar. Á vit fegurðar og farsældar Sveltana Nedelyaeva Stephonavichiene er háskóla- kennari i norrænum málum við háskólann i Vilna og hefur áður birt ritgerðir um Heimsljós. 1 grein sinnium stilinn á Heimsljósi freistar hún þess að skilgreina stöðu sögumanns i verkinu upp á Karlakórar eiga sér langa hefð hér á landi sem annars staðar. Illutverk þeirra og mark- miðer ckki cingöngu músikalsks eðlis. Væri fróðlegt að gcra fé- lagsfræðilega úttekt á hlutvcrki karlakóra: væri það vcrðugt verkcfni fyrir ungan félags- fræðing, sem hyggur á doktors- nafnbót. Yfir karlakórstónleikum er vott- ur af helgisiðablæ. Þetta er bara fyrir innvigða. Hér eru menn bundnir traustum böndum, einstaklingurinn innlimaður i hið helga samfélag. Það skiptir e.t.v. ekki mestu máli hvaðsungið er, heldur að sungiö sé. f söngnum upphefst einstaklingúrinn’i sam- félaginu. Daglegt strit og amstur liggja að baki. Viss stéttarvitund, i skiíningi miðalda, einkennir stemninguna sem skapast. Einnig svolitið mystiskt element, hinn lokaði heimur karlmennsk- unnar, leynifélag. Sálin upphefst, aöallega i söng- lögum, þar sem tenórar liggja hátt og mikið er af sjöundahljóm- um. Þá er kórinn óargadýr, sem sýnir á sér klærnar. Vei þeim, sem ekki skilja mátt hans, þeir eru ekki á réttri bylgjulengd. Finni þeir ekki undramáttinn, renni ekki kalt vatn niður bakið, þá er það þeirra eigin sök. Það vantar eitthvað i þannig fólk: það nýtt með hugvitsamlegum hætti: Ólafur Kárason segir sögu sina sjálfur, segir hún, öll frásögnin er upprifjun ævi hans á meðan Ólafur heldur upp á jökulinn, allt frá þeim degi að hann stóð litill drengur i Ljósuvik. Hugmyndir Svetlönu Nedel- yaevu eru reistar á þeirri raun- réttu athugun að frásögnin i Heimsljósi fer frá upphafi til enda fram á skynsviði Ólafs Kárasonar. En eins og stundum gerist um hugvitsamlegar bók menntaskýringar eru þær óneitanlega i langsóttara lagi og það sem úr sker: athuganir hennar greiða hreint ekki skilning á aðferð né markmiðum verksins. Sögumannsins i Heimsljósi er vissulega að leita i næsta námunda Ólafs Kárasonar — hann ber uppi að baki Ólafs, ögn hærra staddur, sjónarhorn sögunnar alla tið ögn viðara en Ólafs sjálfs. Enginn er neinu nær þótt sagt sé að þessi sögumaður sé i rauninni Ólafur Kárason á leið sinni á vit jökulsins og fegurðarinnar og fá rök merkjan- leg fyrir slikri útleggingu i form- gerð sögunnar. Vera má að grein Roderick McTurks um Swift, Laxness og eskimóa gjaldi viðlika van- skilnings á margslungnum, sifelldlega tviræðum og marg- ræðum stil Halldórs. McTurk vinnur að athugun á heimildum sem gerir þá að þátttakendum i trúarathöfninni. Þeir eru sem sé ótrúaðir. 1 þessum skilningi hljóta að vera til milli 5 og 6 þúsund trúaðir menn (og konur) i Reykjavik, sem sagt allálitlegur söfnuður. Þrennir troðfullir tónleikar fyrir styrktarfélaga hjá Fóstbræðrum (og 5 hjá Karlakór Reykjavikur) i Austurbæjarbiói sýna, að þessi tala sé ekki ýkt. Það eru fimmfalt fleiri en sækja sinfóniutónleika. Um 59.% ibúa Stór-Reykjavikur, börn og gamalmenni talin með. Nú væri reyndar fróðlegt að greina töl- fræðilega milli þeirra, sem eru heittrúaðir, og þeirra, sem fara af vana og/eða skyldurækni. (Sömuleiðis á tónleikum hjá S.t.) En það myndi leiða of langt hér — ég vona, að einhver ungur og efni- legur félagsfræðingur taki hug- myndina upp á sina arma. Þróttur, gleöí, snerpa... Karlakórar eru misgóðir, og Fóstbræður teljast vafalaust til stilltur hópur, sem syngur af þrótti, gleði og rytmiskri snerpu. Stjórnandinn, Garðar Cortes, hefur náð góðum tökum á Fóst- bræðrum og stjórnar á skemmti- legan og smekklegan hátt hvað „ytri mynd snertir”, en hefur Halldórs fyrir þætti eskimóa i Gerplu, en þessi grein er skrifuð i andmælaskyni við þá hugmynd að lif núita sé sannarlegt dæmi farsæls mannlifs i verkinu. Sælu- riki Þormóðs kolbrúnarskálds var heima i Djúpi, segir McTurk. Nokkuð til i þvi — þótt það breyti ekki þvi að sinum hlutlæga, iróniska hætti lýsa Grænlands- kaflar Gerplu eins konar paradis, raunverulega farsælu mannslifi En harmurinn i Gerplu stafar af þvi að þar er ekki lengur kostur á sliku lifi, hetjur og skáld eiga þar ekki innangengt, þeir eru dæmdir að fyrirfarast á Stiklarstað. Himnariki er lokað. Upphefð að utan Hér hefur verið lauslega stiklað á fáum efnum aðeins sem á góma ber i þessu riti. Afmælisrit Scandinavica til heiðurs Halldóri Laxness er til marks um áhuga manna viða um lönd á verkum hans — og mætti þó án efa finna fleiri dæmi hans miklu viðar ef eftir væri leitað, hvað sem áhrifum höfundarins og rita hans liður. En mestu varðar að hér er á við og dreif brotið upp á athugunarefnum, athugunarað- ferðum að verkum Halldórs Laxness sem visast er að geti reynzt frjó og arðvænleg. fullkomið vald á öilu þvi, er tón- listinni viðkemur. Samt er ég ekki frá þvi, að Fóst- bræður hafi sungiö betur fyrir tveim árum, þegar ég heyrði þá siðast. Ef til vill hafa þeir lagt of mikla vinnu i hið nýja félags- heimili og vantað orkuna til að gefa öllum liðum efnisskrárinnar siðustu finpússningu? Tenórar voru stundum sárir, og kórinn féll i tónhæð i nokkrum lögum (t.d. lagi Hallgrims Helga- sonar). (Undirritaður vill geta þess, að hann hlýddi á 3. tón- leika). Fyrri helmingur söngskrárinnar var helgaður islenzkum tón- skáldum, en sá siðari erlendum. Sum löginvöktuspontan hriíningu áheyrenda, svo að kórinn varð að endurtaka þau undir eins. Ein- söngvarar voru Árni Jóhannsson og Magnús Guðmundsson. Hræðilegt óloft (engin loftræsting virtist vera i gangi) gat ekki spillt ánægju tónleikagesta. Kórinn Fóstbræður og undirleikarinn Carl Billich, undir ötulli forystu Garðars Cortes, eiga lof skilið fyrir góða frammistöðu. En þeir geta gert enn betur. Ólafur Jónsson llalldór Laxness — nóbelskáld á efri árum. Stefán Edelstein skrifar um tónlist: Sameinaðir stöndum vér hinna góðu. Þetta er vel sam-' fékk skinandi viðtökur og varð að syngja nokkur aukalög.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.