Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR. Laugardagur 22. aprfl 1972.
i3
FJÖLDI GENGUR MEÐ
DULDA SYKURSÝKI
— þar af fjöldinn allur af börnum.
— Samtök sykursjúkra segja nauðsyn ú sérstakri sjúkradeild
STAFURINN
KOM í
LEITIRNAR í
BANKANUM
Stafurinn góði, sem tek-
inn var frá manni ein-
um, sem var að leggja
inn fé i Búnaðarbankann
i vikunni og sagt var frá
hér i blaðinu, kom fram.
Starfsmaöur einn I bankanum
fann stafinn á öðrum stað og
hringdi i blaðið, þegar hann hafði
séð frétt um þetta.
Stafurinn var gamall forláta-
gripur, og var maðurinn þvi feg-
inn að fá gripinn aftur, en allt er á
huldu um það, hvernig stafurinn
fór á flakk, en hallazt er að þvi, að
einhver hafi gripið hann, meðan
maðurinn leit af honum, og flutt
hann til, eða jafnvel laumað hon-
um aftur siðar.
„Það er mikið um sykur-
sýkina hér á landi, við
áætlum, að á Reykja-
víkursvæðinu séu eitthvað
um 2400 manns með
sykursýki, þar ef f jöldinn
allur af börnum", sagði
Helgi Hannesson, fulltrúi
hjá Tryggingastofnun
ríkisins, en hann er for-
maður Samtaka sykur-
sjúkra í Reykjavík, sem
nýlega tóku til starfa.
Helgi kvað þessa tölu þó ekki
segja allan sannleikann, þvi
áreiðanlega væri stór hópur að
auki, kannski annað eins, með
dulda sykursýki. Fyrir rúmum
50 árum, þ.e. áður en Frederick
Banting og Charles Best fundu
upp insúlinið að undangengnum
rannsóknum annarra visinda-
manna, var sykursýkin ban-
vænn sjúkdómur, sem' tók sinn
stóra toll. t .jan. 1922 var insú
linið fyrst reynt með góðum ár-
angri. Næstu 25árin lengdist ævi
sykursjúkra um 9 ár að meðal-
tali, og árinl946—71iengdist ævi
þessa fólks um upp i 27 ár.
,,En það er ekki bara insúlínið
eitt, sem hefur gert þetta að
verkum”, sagði Helgi, ,,það er
mataræðið sem er þýðingar-
mest, og með aukinni fræðslu-
starfsemi um sjúkdóminn hefur
þessi árangur náðst”.
Sjúklingar, sem haldnir eru
sykursýki læra fljótlega,
hvernig má sprauta sig með
insúlini. Sumir þurfa að fá
sprautu 3 sinnum á sólarhring,
en aðrir sjaldnar. Sumir þurfa
aðeins að taka pillur eða hylki.
„Okkur hefur verið vel tekið”,
sagði Helgi, ,,og eftir viöræður
á dögunum við heilbrigðismála-
ráöherra hefur bjartsýnin
aukizt. Hér þurfum við að koma
á fót sérdeild fyrir sykursjúka,
annaðhvort sjálfstæðri eða i
sambandi við sjúkrahús. bá
þurfum við að gefa út fræðslurit
oggetamiðlaðfræðslu frá upp-
lýsingaskrifstofu. Niðurstaðan
úr viðræðum við ráðherra var
sú, að greinargerð yrði samin
um málefni sykursjúkra. Þórir
Helgason læknir, varaformaður
samtakanna, gerði þessa
greinargerð, sem var mjög
itarleg”.
t samtökum eru nú 276 manns,
en auk Helga eru i stjórninni
þeir Þórir Helgason læknir,
Hjalti Pálsson framkvæmda-
stjóri, Magnús L. Sveinsson
skrifstofustjóri og Þórir Ólafs-
son blikksmiður.
A'aðalfundinum flutti Þórir
Helgason erindi um sykur-
sýkina almennt og ungur
háskólanemi, Pétur Þórarins-
son, ræddi um sjúkdóminn, sem
hann hefur gengið með allt frá 9
ára aidri, og lagði hann áherzlu
á, að þrátt fyrir þennan sjúk-
dóm, sem fvrir ekki svo
mörgum árum var banvænn,
væri nú hægur vandi að lifa eðli-
legu lifi og heilbrigðu. —JBP.
Fyrstu kappreiðar órsins
haldnar í dag
Þessi ungi knapi er sannarlega traustur I sessi meö annan þaulreyndan
sér að baki. Þetta var í fyrradag, fyrsta sumardag, þegar Reykja-
vikuræskunni var boðið heim af þeim Fáksmönnum á Víðivöllum.
t dag eru svo fyrstu kappreiöar sumarsins hjá félaginu á nýja skeiö-
vellinum. Hefjast þær ki. 14.
A myndinni sjáum við talið frá vinstri Svein Aka Lúðviksson, Stefán Ingólfsson, Þór S. Ólafsson, Hans
Arnason, Giorgio Simone, Gunnar B. Dungal og Ragnar Borg.
Skipti ó Olivetti umboðinu
Undirritaðir voru á miðvikudag
samningar milli fyrirtækisins G.
Helgason og Melsted og fyrir-
tækisins Skrifstofutækni h.f., þar
sem Skrifstofutækni tekur nú við
umboði Olivetti-fyrirtækisins.
Fara skipti fram núna þann 1.
mai. Stofnendur Skrifstofutækni
h.f. eru ritfangaverzlunin Penn-
inn og fjórir fyrrverandi starfs-
menn G. Helgason og Melsted, en
það fyrirtæki hafði Olivetti um-
boðið frá þvi árið 1939. Hafa
starfsmenn Skrifstofutækni allir
notiö námsþjálfunar á vegum OIi-
vetti-verksmiöjanna erlendis.
Aðallega verða fluttar inn frá
verksmiðjunum ritvélar og elek-
tróniskar reiknivélar, svo og
ýmiss konar bókhaldsvélar.
Aðsetur fyrirtækisins verður að
Laugavegi 178, og er fram-
kvæmdastjóri Gunnar B. Dungal,
en sölustjóri Sveinn Aki Lúðviks-
son.
Fyrirtækið Olivetti var stofnað
fyrir rúmlega 60 árum i Ivrea,
Italiu. Hefur fyrirtækið nú verk-
smiðjur i ótal löndum, og starfa
alls um 75.000 manns hjá þvi.
Asamt þvi að framleiða ýmiss
konar skrifstofuvélar framleiðir
það sjálft sin eigin skrifstofuhús-
gögn og lampa, en ekki er þó fyr-
irhugað að flytja þaö inn hér á
landi.
— EA
Meira en sund-
sprettur á mann
Það er rétt eins og allir þeir
sem sundfötum geta haldið séu að
keppast við að vinna til gull-
merkis i 200 metrunum.
Frá Sundlaug Njarðvikur vor-
um við t.d. að frétta að 2033 hefðu
þegar tekið þennan sundsprett.
Og þegar haft er I huga, að Ibúa-
tala Njarðvíkur er ekki nema
1546, verður þessi þátttaka í 200 m
að teljast allbærileg.
,,Ég hef séð mörg ný andlit hér i
lauginni, siðan sundkeppnin
hófst,” sagði sundhallarstjórinn i
viðtali við Visi i gær. Hann sagði
okkur lika, að það væri helzt eldra
sundfólki, sem fjölgað heföi I
lauginni. „Og svo erum við að
gera okkur vonir um að þetta
ágæta fólk stundi svo sundið af
jafnmiklu kappi, eftir að 200
metrunum sleppir,” bætti hann
við að lokum. —ÞJM
Þrymskviða — ný íslenzk ópera
— önnur óperan íslenzka, sem gerð er í fullri lengd
Þrymskviða nefnist ný islenzk
ópera, sem Jón Asgeirsson tón-
skáld er höfundur að. Þetta er
önnur af tveim íslenzkum
óperum sem samdar hafa verið I
fullri lengd eftir þvi sem viö
komumst næst. Flutningur mun
taka tvo tima um það bil.
Operan er listform, sem á vax-
andi vinsældum aðfagna víða um
heim, einnig á tslandi. Það
sannast bezt á þvi, að ýmis tón-
skáld, og þá ekki sist af yngstu
kynslóðinni, hafa valið sér verk-
efni á þessu sviði eða hafa I
hyggju að gera það. Ekki
kunnum við að nefna öll þau nöfn,
sem hafa komið við sögu óperu-
gerðar hér á landi, Þorkell
Sigurbjörnsson tónskáld hefur þó
samið barnaóperur, sem hafa
verið fluttar, t.d. Apaspil.
Jón Asgeirsson sagði i viðtali
við Visi um Þrymskviðu að
staðiö hefði til, að hún yrði flutt á
Listahátið en ekki verið gjör-
legt að þessu sinni. „Ég bið þvi
með hana til næstu listahátiðar.
Ég lauk við óperuna s.l. sumar.
Maður hefur gott af þvi að lita á
hana aftur.”
Jón segist hafa byrjað á þvi að
semja Þrymskviðu fyrir um það
bil sex til átta árum. „Égsamdi
litla hálftima óperu um þetta
sama efni, sem var flutt af
krökkunum uppi i kennaraskóla.
Það var árið 1964 og var fyrsta
uppfærsla á islenzkri óperu”.
Jón segir um Þrymskviðu, að
inn i hana sé ofið hluta af Eddu-
kvæðum, Lokasennu, Völuspá.
Þetta er tveggja tima verk og á
að flytjast af stórum kór, lítilli
hljómsveit og átta einsöngvurum,
sem syngja m.a. hlutverk Þórs,
Þryms, Loka og Freyju.
„Það er óhemju endurvakning
á þessu listformi i Evrópu”, segir
Jón. „óperan stóð ofurlitið i stað
eftir Puccini. Nútimatónlist var
ekki mikið sungin, bara spiluð,
en nú stendur það söngvurum
ekki lengur fyrir þrifum að
syngja hana, og meira að segja
sú ihaldssama Vinarópera hefur
tekið nútimaverk til flutnings.
Efni óperanna er frá öllum
timumog meðferðin breytileg.”
—Þaö hlýtur, að vera hægt að
sækja mikinn efnivið i óperur
aftur i okkar sögur?
„óþrjótandi efnivið, en þetta er
nóg i bili. Þetta er mikil vinna.
Bara þaö aö ná i gegnum formið
fannst manni nóg.”
Aslaug Sveinsdóttir ekkja
Siguröar Þórðarsonar tónskálds
segir okkur frá fyrstu islenzku
óperunni i fullri lengd. Það var
óperan Siguröur Fúbnisbani eftir
Sigurð.
„Hann var búinn að ganga frá
henni að öllu leyti og var að byrja
aö setja hana út fyrir hljómsveit.
Óperan er i fullri lengd, a.m.k.
tveggja tima verk.”
—SB—