Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 8
8 VtSIR. Laugardagur 22. aprfl 1972. Styrkur til háskólonáms eða rannsóknastarfa í Bretlandi Brezka sendiráðið i Reykjavik hefur tjáð y islenzkum stjórnvöldum, að The British Council bjóði fram styrk handa íslendingi til náms eða rannsóknastarfa við háskóla eða aðra visindastofnun i Bretlandi há- skólaárið 1972—73, Gert er ráð fyrir, að styrkurinn nægi fyrir fargjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæði og hús- næði, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu hafa lokið háskóla- prófi og að öðru jöfnu vera á aldrinum 25—30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik, fyrir 10. mai n.k. Til- skilin umsóknareyðublöð ásamt upplýs- ingum um nauðsynleg fylgigögn, má fá i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. april 1972. Þessi er tekin af Jóni Kaldal, af Þorvaldi Magnússyni, fyrir áratugum síðan. Nú hefir Þorvaldur brýnt báti sinum, og býr ásamt konu sinni í hinum nýju og vistlegu hjónaíbúöum að Hrafnistu, og unir þar glaður við sitt. HJÚNAIBÚÐIR aðHRAFNISTU eru nýjasta framkvæmd okkar. Með því aö kaupa miöa i DAS, stuðlið þér að lausn vandamála aldraðra — og skapiö yður jafnframt tækifæri til stórhapps. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon SYSTIR SOFFÍA THE SIN er titill nýjustu kvik mvndarinnar með Soffiu Loren. t myndinni fer Soffia með hlutverk nunnu. Kvikmy ndatakan fór fram á sjúkrahúsi i Lodi, borg nærri Milan á ttalfu. t aðalkarl- hlutverki myndarinnar er söngvarinn Adriano Celentano, sem hefur fariö með hlutverk I nokkrum myndum en aldrei fyrr sem mótleikari Sofffu. Eins og meðfylgjandi myndir sýna, megna nunnuklæðin ekki að draga dul á kynþokka kynbomb- unnar Soffiu, en litum nú á mynd- ina af systur Raquel hér fyrir neðan... SYSTIR RAQUEL Flestum þótti nóg um, þegar þaö frétt- ist, að Kaquel Welch, kynbomba kyn- bombanna, segðist vera hætt aö hátta sig fyrir framan kvikmyndatökuvél- arnar. Meðfylgjandi mynd af Raquel ætti þvi að skjóta aðdáendum hennar meiri skelk I bringu, þarna er kyn- bomban nefnilega uppdubbuð I nunnu- klæöi. Þaö ber þó ekki svo að skilja, að hún hafi snúið sér til svo betri vegu. Nei, hún er þarna — rétt eins og Sofffa hér fyrir ofan — aö leika i kvikmynd. t þeirri mynd fer Raquel meö hlutverk nunnu, sem veröur yfir sig hrifin af fjöldamoröingja. „Bláskeggur” heitir hann og er leikinn af Richard Burton. Og við höfum myndir af honum hér fyrir neðan. HEIMSHORNIÐ MORÐINGI Soffía Loren hefur hug á að gera son sinn, Carlito, að enskum herramanni. Hún hefur þegar tryggt honum skólavist i hinum virta unglingaskóla.'Eton. Carlito er raunar ekki ennþá nema 3ja ára gam- all, en svo er mikil er aðsóknin i Eton, að Soffia varð að panta honum skóla- vist strax á fyrstu mánuðunum eftir fæðinguna til að geta verið viss um, aö drengurinn kæmist þar aö. Roger Moore (dýrlingnum) hefur verið faliö að taka við hlutverki súperhetjunnar James Bond af Sean Connery sem kvatt hefur þaö hlutverk fyrir fullt og allt. Paul McCartney æfir nótt sem nýtan dag meö nýju hljómsveitinni sinni og Lindu konu sinni. Fimmti liösmaðurinn hefur bætzt I hópinn. Sá heitir Henry Mc- Cullogh. Geraldine Chaplin býr I pappirslausu hjónabandi með leikstjóranum Carlos Saura. ,,Ég hef pappira upp á, að allt sé i lagi með bilinn minn, tryggingarnar, húsaleig- una, rafmagnsveituna og það allt. En ást okkar og traust til hvors annars þarf ekki að skjalfesta..”, segir þessi snaggaralega dóttir Charlie Chaplins. Salvador Dali er vist ábyggilega pjattaðasti listmál- ari veraldar, ekki einungis hvað list- sköpunina áhrærir, heldur allt eins út- lit hans sjálfs. Þessari ljósmynd náöi lævis ljósmyndari af honum úr laun- sátri, er málarinn heimsótti hár- greiðsludömu sina. Frægt er lika orð- ið, að hið sérkennilega yfirvaraskegg hans, sem teygirsig tigulega út i loftið, er ekki ekta. Hann á meira að segja nokkurn slatta af þeim á lager og ber alltaf vax I stráin, áður en hann setur þau upp...... Richard Burton hefur jafnað sig það þokkalega eftir afmælisveizlu Elisabetar konu sinnar aö hann hefur getað tekið til við kvik- myndaleik að nýju. Núna er hann aö leika fjöldamoröingjann Blá- skegg i mynd, sem verið er að gera i Búdapest i Ungverjalandi um þessar mundir. I þeirri mynd hefur Burton ekki lakari mótleik- ara en þær Raquel Welch, Virna Lisi, Marilú Tolo, Katrini Schu- bert og Joey Heatherton. Mýnd irnar hér að neðan sýna Burton „sjæna” sig til i hlutverk Blá- skeggs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.