Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 22.04.1972, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 22. april 1972. Könnun á áfengisneyzlu unglinga Um fimm hundruð unglingum i Rcykjavik verður sendur spurn- ingalisti innan skamms, en það er liður i kunnun, sem mun fara fram á áfengisneyzlu unglinga. Félagsmálastofnunin stendur að könnuninni. Æskulýðsráð vinnur um þessar mundir að könnun um fritima unglinga, og veröa þessar tvær kannanir tengdar saman, að sögn Hildigunnar óiafsdóttur hjá Félagsmálastofnuninni. 11 ún sagði, að væntanlcga yrði könnuninni lokið seinnipart sum- ars og niðurstöðu að vænta. — SB - Tœkniskólinn út ó land? „Flutningurinn yrði í bezta falli líkflutningur" — segja skólastjóri og kennarar í bréfi til þingmanna Þingmenn fengu i gær allháðs- lega orðað bréf um flutning Tækniskólans til Akureyrar. Kin- hverjir I þingsölum hafa gamnað sér við þá hugmynd og vilja auka mcð því jafnvægi i byggð lands- ins. Segir i bréfi kennara og skóla- stjóra um þetta, að þeir hafi talið þetta gamansemi eina. Telja þeir, aö flutningur skólans frá Reykjavlk sé með öllu útilokaður, starfseminni verði ekki viðhaldið annars staðar á landinu en ein- mitt i Reykjavik. Rökstyðja þeir þetta m.a. með þvi, að kennaralið veröi aldrei fengið nyrðra. Af 34 kennurum byggingadeildar eru 28 laus- ráönir. Þá nýtur deildin tilrauna- aðstöðu i Keldnaholti og raf- magns- og véladeild fá aðstöðu i Tækjamiðstööinni i Reykjavik. Þá er bent á, að fjöldi nemenaa sé fjölskyldufeöur, og yfirgnæf- andi meirihluti þeirra sé búsettur á Reykjavikursvæðinu, nem- endafjöldinn sé orðinn 230 frá Reykjavik, en frá Akureyri hafi komið 10 nemendur og frá ísa- firöi, sem orðaður hefur verið sem staöur fyrir Tækniskólann, séu 5 nemendur. Flutningshugmyndina kalia kennarar „þjóðhagslega fásinnu og lýðræðislega misþyrmingu”, og skora þeir á alþingismenn að fella tillögur, sem fram hafa komið um flutning skólans frá höfuðborgarsvæðinu. —JBP— Maður skaut ó konu sína Maöur einn í Reykjavik skaut úr haglabyssu á eiginkonu sína, þar sem hún lá í rúminu í fyrra- morgun. Kom skotið í fót konunnar, hné og læri, og er hún mikið slösuð. Voru þau hjón úti að skemmta sér kvöldið og nóttina áður, og fór kon- an, sem er33 ára, heim á undan manninum. Þegar hann kom heim, var konan háttuð, og af einhverjum ástæðum var maðurinn frá séraf bræði. Tók hann haglabyssu sína, hlóð hana tveimur skotum og skaut fyrst upp i loftið. Siðan skaut hann á konuna þar í rúminu. Maðurinn er 39 ára að aldri og mun ekki áður hafa komizt i kast við lögin. Hann var yfir- heyrður i dag og hefur játaó verknaðinn og situr nu i varð- haldi. Konan slasaðist mikið, enda var færið stutt. Hún er á sjúkrahúsi. Ekki taldi lög- reglan, að eiginmaðurinn hefði verið áberandi við vin, en eitt- hvað mun Bakkus þó hafa komið við sögu. —GG. LAXNESS RITGERÐIR HANDRIT HEIÐURS- LAXNESS LAXNESS BORGARI GEFNAR ÚT Á SÝNINGU llalldór l.axness verður gcrður hciðursborgari i Mos- fcllshrcppi. sinni heima- byggð, við hátiðlega athöfn i dag. Ilreppsnefndin býður til kaffidrykkju að gömlum og góðum sið kl. 15.30, og er boðið til samkomunnar öll- um sveitungum skáldsins,. Er vona/.t til.að sem flestir komi, einnig þeir, sem fluttir eru úr sveitinni. Það eru ekki aðeins Ragn- ar I Smára og útgáfa hans, Ilelgafell, sem heiðra nóbelsskáldið meö útgáfu á verkum hans i tiiefni 70 ára afmælisins. Nú hefur bóka- útgáfa Menningarsjóös til- kynnt, aö hún muni gefa út á þessu ári safn ritgeröa, sem Laxness hefur góðfúslega leyft birtingu á. Hannes Pétursson skáld mun sjá um útgáfuna i samráði við Hali- dór Laxness. Þegar afmælishátið nóbelsskáldsins er að mestu um garð gengin á mánudag- inn, mun I.andsbókasafnið opna sýningu á ýmsum verk- um Laxness. Verða á sýning- unni einkum handrit skálds- ins og þýöingar verka hans á fjölda tungumála, ennfrem- ur nokkurt úrval rita og greina um I.axness og verk hans. Sýningin er i Safnahúsinu við Hverfisgötu og er öllum opin. BREIÐHYLTINGAR FÁ PÓSTÚTIBÚ „TO BE OR NOT..." Ekki er amalegt að vera nem- andi formanns menntamála- ráðs eins og þessir kennara- skólanemendur, sem við hittum i enskustund úti undir berum hádegishimni i gær. „Við gerðum þetta i fyrra, en þá var Ijósmyndari frá VIsi óð- ara kominn á staðinn”, sögðu krakkarnir kimnir á svip, „þess vegna fórum við núna hérna bak við húsið”. En fréttaljósmynd- arar hafa eitthvert sjötta skiln- ingarvit, og þá duga ekki einu sinni rammgerir múrveggir til að leyna fréttinni. En sem sagt, það var „to be or not to be..” hjá þeim kennara- nemum, eða e.t.v. að sitja inni i skólastofunni og skrælna, eða fara út I hreina og tæra vorloft- ið, og það siðara valdi bekkur- ihn og kennarinn, Inga Birna Jónsdóttir, og i veg fyrir það gat ekki einu sinni hrossataðið á túnblettinum komið. — JBP — — Tvö til viðbótar fyrirhuguð — Verða þá orðin 10 í borginni Póststofan i Reykjavík hefur opnað útibú að Arnarbakka 2 i Breiðholtshverfi, og verður það tekið i notkun i dag. Útibússtjóri er Kristbjörg Hall- dórsdóttir. A fundi með fréttamönnum i gær sagði Matthias Guðmundsson póstmeistari meðal annars, að þetta væri i fyrsta sinn siðan árið 1915, að póststofan hæfi starf- rækslu i eigin húsnæði. Enn er hugað að útibúum á tveim stöðum, i Arbæjarhverfi og Háaleitishverfi. Eru þá útibú orð- in 10 hér i bæ, en 100 ár eru nú frá þvi að fyrsta póststofan tók til <--------------------------- starfa, og eru þetta þvi merk timamót i sögu póstþjónustunnar. Póstafgreiðslan að Arnarbakka mun annast alla almenna póst- starfsemi, svo sem frimerkja- sölu, viðtöku almennra bréfa, bréfspjalda, prents, pakka og fleira. i afgreiðslunni fer fram sala á orlofsmerkjum og sparimerkj- um, ennfremur afhending til- heyrandi bóka. Sérstök athygli er vakin á póst- giróþjónustu sem nú er komin til sögunnar og er hér um m'jög hag- kvæmt og ódýrt greiðslukerfi að ræða. - EA. Hér skoða æðstu yfirmenn póstmála, hvernig búið er að Breiðholts- búum I póstþjónustu. Frá vinstri á myndinni sjáum við Matthias póst- meistara Guðmundsson, Kristbjörgu Halldórsdóttur, sem er útibús- stjóri I Breiðholtinu, Agúst Jónsson, Hannibal póstmálaráðherra VaWimaríson Jón_ Skúlason, póst- og simamálastjóra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.