Vísir - 24.04.1972, Síða 9

Vísir - 24.04.1972, Síða 9
VÍSIR. Mánudagur 24. april 1972. 9 Þjóðverjum og Tékkum ó ÓL Dregið i riðla í forkeppni Ólympiuleikanna í Vestur-Þýzkalandi island lenti í B-riöli hand- knattleikskeppni ólympíu- leikanna i Munchen, þegar dregið var í riöla í Munchen á laugardag, og mætir þar Austur-Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og Túnis, svo róðurinn verður erfiöur að komast i úrslitakeppni átta þjóða á ólympiuleik- unum — en þó er það alls ekki útilokað. Keppt er í fjórum riðlum og komast tvær efstu þjóðir í hverjum riðli í úrslitakeppnina, en allir leikirnir i henni verða leiknir i Munchen. Sá háttur var hafður á i sam- bandi við dráttinn i riðla, að fjór- ar efstu þjóðirnar frá siðustu heimsmeistarakeppni voru settar i sinn hvern riðilinn og voru allir aðilar á einu máli um réttlæti þeirrar ráðstöfunar, svo þessar þjóðir lentu ekki saman i undan- keppninni. Riðlaskipunin verður þannig: A-riðill. Danmörk, Sviþjóð, Sovétrikin og Pólland. B-riðill. Austur-Þýzkaland, Tékkóslovakía, Island og Túnis. C-riðill. Rúmenía, Vestur- Þýzkaland, Noregur og Spánn. D-riðill. Júgóslavia, Ung- verjaland, Japan, Banda- ríkin. Mótherjar islenzka landsliðsins verða þvi Austur-Þjóðverjar, sem urðu i öðru sæti i siðustu heims- meistarakeppni, og hafa siöan náð mjög athyglisverðum árangri, Tékkar, sem tvivegis hafa orðið heimsmeistarar og sigruðu nýlega i fjögurra landa keppni i Prag, þar sem Júgóslav- ar, Danir, og Vestur-Þjóðverjar kepptu, og Túnisbúar, sigurveg- ararúr Afrikuriðli, sem varla eru liklegir til afreka i þessari keppni. Þetta er þvi erfiður riðill hvað fyrstu tvö löndin áhrærir, en is- lenzka landsliðið hefur oft náð góðum árangri gegn þvi tékk- neska, svo möguleikar á þvi, að ísland komist i aðalkeppnina er vissulega fyrir hendi, þó svo flest- ir telji slikt tal bjartsýni. Island vann tékkneska landsliöiö hér heima i vetur — eftir jafntefli i fyrri leik liðanna hér — og þó hef- ur islenzka landsliðið oft leikið betur en i þessum tveimur leikj- um. Fyrstu leikirnir i keppninni verða 30. ágúst og mæta íslend- ingar þá Austur-Þjóðverjum i Augsburg. 1. september verður leikið við Tékka og siðasti leikur Islands i riðlinum verður við Tún- is. Tvær efstu þjóðir i hverjum riðli komast i úrslitakeppnina, sem hefst 5. september og verður niðurröðum leikja þá þannig, að lið nr. 1 i A-riðli leikur við lið nr. 2 i B-riðli, en lið nr. 2 i A-riðli við lið nr. 1 i B-riðli og það sama er að segja um C og D riðla. 7. septem- ber verður næst leikið og mætast þá lið nr. 1 i A og B-riðli og lið nr. 2 i A og B riðli. 9. september veröur úrslitaleikurinn háður og mætast þá þau lið, sem i fyrsta lagi verða Þessi mynd er frá landsleik Vestur-Þjóðverja og Noregsivetur I Hamborg, sem Norömenn unnu með 15-14. Það er risinn Hansi Schmidt, sem sendir knöttinn yfir norsku vörnina, en hann er nú farinn að þyngjast mjög og við það hefur broddurinn farið úr vestur-þýzka iiðinu. Prag dansandi borg þegar Tékkar unnu! Gífurlegur fögnuður var í Prag eftir að Tékkar höfðu sigrað Rússa í heimsmeist- arakeppninni í ísknattleik og þar með náð heims- meistaratitlinum i sínar hendur — en Rússar hafa verið heimsmeistarar tíu sinnum i röð. Allt varalið lögreglunnar var kallað út til að hafa hemil á mann- f jöldanum í Prag, sem tug- þúsundum saman streymdi út á götur borgarinnar — dansandi og syngjandi — til þess að fagna hinum kær komna sigri gegn „erki- fjandanum"— naumur, en sætur sigur 4-3. Litlu munaði, að Rússar töpuðu öðru sinni, þegar þeir mættu Svi- um i siðasta leik sinum á laugar- dag að viðstöddum 14.500 áhorf- endum i iþróttahöllinni i Prag. Sviar höfðu yfir 3-2, þegar aðeins tvær minútur voru eftir, en Rúss- um tókst að jafna — og þegar sið- asta lotan hófst stóð 3-1 fyrir Svia. En jafnteflið var þó alla vega mikil uppreisn fyrir sænska liðið eftir tap 11-2 gegn Rússum i fyrri umferð keppninnar. I siðasta leik mótsins sigruðu Tékkar svo Finna með 8-2 og urðu þvi yfirburðasigurvegarar — höfðu reyndar sigrað áður en að þessum siöasta leik kom. Lokastaðan i HM-keppninni varð þessi: Tékkar Rússar Sviar Finnar V-Þjóðv. Sviss 10 9 1 0 72-16 19 10 7 2 1 78-15 16 10 5 1 4 49-30 11 10 4 0 6 47-48 8 10 2 0 8 21-76 4 10 0 0 9 19-96 2 efst i keppni liða úr A og B riðlum, og i öðru lagi efst i keppni liða C og D riðils. Um riðlana er það að segja, aö keppni verður áreiðanlega tvi- sýnust i A-riðlinum og erfitt að spá fyrinum úrslit þar — fjórar nokkuö jafnar þjóðir, sem þar leiða saman hesta sina. Mögu- leikar Dana og Svia ættu þar að vera allgóðir, þvi Sovétrikin hafa aldrei átt verulega sterku hand- knattleiksliði á að skipa. I C-riðli verða Rúmenar að telj- ast öruggir, en keppnin um annað sætið þar stendur á milli Vestur- Þjóðverja og Norðmanna. Þaö verður áreiðanlega mikil keppni og Vestur-Þjóðverjar nú ekki eins góðir og oftast áður — töpuðu meðal annars fyrir Norðmönnum i vetur og það á heimavelli. Einn- ig bendir neðsta sæti Vestur-- Þjóðverja i Tékkóslóvakiu á dög- unum til þess, að lið þeirra sé I einhverri lægð um þessar mund- ir. Hins vegar þarf ekki að efa, aö þeir taka sig á i sumar, og verða erfiöir þarna á heimavelli. D- riðillinn er léttastur. Þar ætti ganga Júgóslava og Ungverja i úrslitin aö vera auðveld. — hsim. einkenni þeirrn sem kkeðast KORÓNAfötum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.