Vísir - 26.04.1972, Blaðsíða 4
4
VÍSIK. Miðvikudagur 26. april 1972. ■
Birgir Kjaran:
Jóhannes
Sveinsson Kjarval
,,Á alvíddarbarmi
hyldjúps hjarta
er hugurinn bundinn
í augans myndum."
J.S.K.
MINNING
Saga .’tslands liður fram, —
hraðar en margan grunar — ,
baráttumenn fullveldis fallnir i
valinn, atvinnuskörungar hættir
störfum og brautryðjendur ís-
lenzkra lista horfnir af sjónar-
sviði.
t dag er staldrað andartak við.
Einn er nú genginn, sem markaði
timamót i islenzkri myndlist,
„Meistari Kjarval”, eins og við
vinir hans nefndum hann oft.
Þann veg var þel okkar til hans.
Hann var ekki aðeins stórbrotinn
listamaður, heldur og sérstæður
persónuleiki og þjóðsaga i lifanda
lifi. Það hlýtur stundum að hafa
verið erfitt hlutverk , en þó kann
það að hafa létt undir, að hann
var „heimspekingur með barns-
hjarta”. — Eitt sinn sagði Kjar-
val þó við mig, og var hann þó
ekki vanur að barma sér:
„Það geturstundum verið erfitt
að vera listamaður. Þeir koma
með peninga og vilja fá myndir, i
staðinn lyrir að láta mann fá pen-
inga til aö eiga myndir.” — Svo
bætti hann við eftir dálitla um-
hugsun: „Þeir halda, að ég sé að
leika, en oftast meina ég þetta.”
Andlátsfregn hans kom mér
ekki á óvart, þvi að ég hafði ný-
verið heimsótt hann á Borgar-
spitalann og Ijóst var, hvað fara
gerði. Hann var lengi að skilja við
þennan heim, þvi að rúmfastur lá
hann meira og minna i þrjú ár.
Þrekið var mikið, hjartað sterkt.
Gamli skútuþrólturinn var i
handtakinu lil hinztu stundar, og
jafnvel viljinn til þess að vinna,
skapa. Þvi vinna var allt hans
lif. — Þó var svo af honumdregið i
seinni tið, að þegar ég eitt sinn
bauð honum að l'æra honum
kritarliti til þess að krota með til
dægrastyttingar i rúminu, þá
svaraði hann:
,,l>að máttu ekki gera, þvi þá
finn ég getuleysi mitt”. Og, er ég
innti hann eftir þvi, hvort hann
læsi ekki og hvort ég mætti ekki
koma með einhverjar bækur. Þá
svaraöi hann á sina visu:
„Nei, elsku vinur, maður verður
að umgangast bækur með virð-
ingu, og svo hef ég nóg af bókum
þarna uppi”, og benti um leið á
höfuðið á sér.
Samskipti okkar Jóhannesar
Kjarvals, sem siðar uröu vinátta,
eru i sjálfu sér litið atriði á þess-
ari stund, en þó rifjast upp minn-
ingar, sem ég mun rekja i ör-
stuttu máli, úr þvi aö ég sting
niður penna.
Jóhannes Kjarval þekkti ég frá
þvi ég fyrst man eftir mér, þvi að
hann var alltaf tiður gestur á
heimili foreldra minna og náinn
vinur þeirra beggja, hafði kynnzt
þeim i Ungmennahreyfingunni i
byrjun aldarinnar. Faðir minn
var og einn i þeim hópi, sem
mynduðu smá félag, „Pictor”, til
þess að styrkja hann til náms er-
íendis. Fyrsta myndin, sem for-
eldrar minir eignuðust eftir hann,
var rauðkritarmynd af móður
minni, sem hann rissaði upp i
vinahópi á heimili þeirra á
Lindargötu 1, árið 1917. Sú mynd
er nú i minni eigu, og þykir mér
undur vænt um hana. Enda er hún
gott iistaverk og sýnir, hversu vel
Kjarvai kunni að teikna kunn-
átta, sem mér finnst sumir yngri
listamepn vanmeta stundum. Það
er heldur ekki á allra vitorði, að
Kjarval var lærður listamaður
með 'akademisku prófi.
Ég sá Kjarval oft við vinnu, sat
stundum langtimum saman yfir
honum, þegar hann var að mála
niðri i Austurstræti 12. Honum
þótti einhver hvild i að rabba við
mann, þegar hann var að mála
innanhúss, og þó voru oft langar
þagnir á milli og svo ein og ein
setning: „Þetta er erfitt problem,
en maður verðuraö leysa það”. —
Hins vegar var hann ljónstygg-
ur, þegar hann var að mála úti
við. Mér er t.d. minnisstætt, þeg-
ar við nokkrir félagar, m.a.
Bjarni heitinn Benediktsson,
komum að honum, þar sem hann
var að mála vestur á Snæfells-
nesi, og brást hann þá svo reiður
við, að við sáum okkur vænstan
kost að taka til fótanna.
Skemmtilega endurminningu á
ég frá þvi, er við hjónin heimsótt-
um Kjarval árið 1959 i Hvamm,
kofann hans viö Selfljót fyrir
austan. Viö hittum hann snöggv-
ast að kvöldi dags, en morguninn
eftir vakti hann okkur i biti. Hafði
sem oftar vakað alla bjarta
sumarnóttina, og sagði „Ég var
að hugsa til þin i nótt og gerði
þetta.” Rétti hann mér að gjöf
fagra vatnslitamynd af Dyr-
fjöllum. Svo iögðumst við út i mó-
ann og röbbuðum saman. Varð
mér þá á að slita upp bláklukku.
Þá sagði hann:
„Þetta máttu ekki gera, það
búa nefnilega álfar i þeim.”
Hann hafði mikið yndi af blóm-
um og raunar steinum lika og átti
töluvert safn af fallegum steinum
austan úr Borgarfirði. — Satt bezt
að segja held ég, að hann hafi haft
ánægju af öllu, sem fagurt er, og
þá ekki sizt ljóðum. Kunni hann
kynstrin öll af þeim og var gaman
að heyra hann flytja kvæði með
sinni þróttmiklu rödd. Sérlegar
mætur hafði hann á ljóðum Ein-
ars Benediktssonar og Eggerts
Ólafssonar. Ógleymanlegur er
mér páskadagur, er hann hafði
snætt hjá okkur og sat svo og las
og flutti kvæöi allan eftirmiðdag-
inn. — Og sagði okkur svo sitt-
hvað frá bernzku og uppvaxtar-
árum sínum, þegar hann byrjaði
að teikna austur i Geitavik, —
teikna franskar skútur, sem lágu
á firðinum. Hann átti bara ullar-
bandsliti. Það var upphaf list-
ferils hans.
Eitt sinn fékk ég þó tækifæri til
þess að sjá Kjarval mála úti. Það
var veturinn 1929-30. Faðir minn
átti þá erindi til Þingvalla vegna
undirbúnings Alþingishátið-
arinnar og tók Kjarval með i
ferðina. Fannst mér þá undarlegt
að sjá i fyrsta sinn vinnubrögð
hans, hvernig hann málaði, ekki
aðeins með penslum, heldur einn-
ig spöðum, túpunum, og jafnvel
fingrunum einum saman. — Hann
málaði um þessar mundir marg-
ar fagrar Þingvallamyndir. Eina
þeirra eignaðist faðir minn.
Komið hafði til máLa að gefa hana
Kristjáni konungi X, en Kjarval
kom dag nokkurn með hana til
föður mins og sagði:
„Maggi minn átti að fá hana”.
Aðra mynd eignaðist faðir minn
eftir Kjarval, kunna vatnslita-
mynd i „Turners-stil”, sem ber
heitið „Menningin brennur”.
Einar Benediktsson lagði mikið
kapp á að fá hana, en Kjarval lét
föður minn sitja að kaupunum, og
var hún alldýr á þeirra tima
mælikvarða, kostaði vist einar
700 krönur, sem hefur vist verið
drjúgur hluti árslauna föður
mins, enda fékk hann hana með
afborgunum.
Þá minnist ég þess og, að eitt
sinn kom hann sunnan úr Gálga-
hrauni með mörg „blæðandi”
verk, óþornuð, ekki fullsköpuð, en
i lifsferskum litum. — Hann var i
sköpunarham þann daginn, en
sagði, aldrei þessu vant, þvi að
honum var ekki tamt að kvarta:
„Sjáðu hendurnar á mér, —
sjáðu þetta verkamannasigg.” —
Fingurnir voru hálfkrepptir, eftir
að halda um pensil heilan dag og
vel það.
Ég held að Jóhannes Kjarval sé
ef til vill margslungnasti per-
sónuleiki, sem ég hefi kynnzt, við-
kvæmur, ljúfur, barnslegur,
stoltur, og stundum jafnvel harð-
ur og háðskur. Hans mun vafa-
laust siðar verða getið sem eins
af mikilmennum Islands á þess-
ari öld.
Ég heimsótti hann eitt sinn i
fyrravor og var hann þá enn mál-
hress. Sólin skein inn um glugg-
ann og geislar hennar féllu á and-
lit hans og honum varð að orði:
„Er komið vor úti, og er
hlýtt?”. „Já” svaraði ég og
bætti við: „Það hefur verið mild-
ur vetur, og vorað vel, nú er allt
orðið grænt, reyniviðurinn farinn
að laufgast, jafnvel birkið farið
að opna brumin og auðnutittling-
arnir i stórhópum i öllum trjám”.
„Já”, segir Kjarval, „Vorið getur
verið fallegur árstimi, þá hlakk-
aði ég oft til að fara út og mála,
eftir að hafa verið að bjástra við
þetta inni allan skammdegisvet-
urinn. — Já, þeir eru skemmtileg-
ir fuglar auðnutittlingarnir”.
Á þessum vordögum er skip Jó-
hannesar Kjarvals komið að landi
og hann genginn til sinna Dyr-
fjalla. Það verður tómlegra i
Austurstræti mannlifsins, en von-
andisifelld vorbirta á hinum nýju
vegum hans. Guð blessi minningu
Jóhannesar Kjarvals.
VERKAMENN
Óskum að ráða nokkra verkamenn til
starfa við áburðarafgreiðslu i Gufunesi. —
Friar ferðir og fæði á staðnum.
Upplýsingar gefur Bogi Eggertsson, verk-
stjóri, milli kl. 9-U estu daga i sima
32000.
ÁBURÐARVERKSMl )-T 4 RÍKISINS
ORLOF 1972
Undirrituð samtök vilja hér með vekja athygli á þvi, að sam-
kvæmt lögum nr. 87/1971 um orlof, er lágmarksorlof fyrir þá, sem
unnið hafa fullt orlofsár 22 virkir dagar árið 1972. Það skal tekið
fram,að laugardagar eru virkir dagar i þessu sambandi.
Alþýðusamband íslands Vinnuveitendasamband íslands
Vinnumálasamband samvinnufélaganna
AlíGlíAíég hvili Æm
med gleraugumfrá fyilF
Austurstræti 20. Sími 14456
VÍSIR
SÍMI 86611
Nýtt símanúmer