Vísir - 26.04.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1972, Blaðsíða 8
8 VtSIR. Miftvikudagur 26. april 1972. Geír R. Andersen: HVAÐ ER AÐ GERAST HÉR? Öfgástefna og úrrœðaleysi — gömul sannindi og ný Það má segja, aö islenzka þjóö- in sé nú i flestum efnum stödd á óvenjulegum vegamótum. A einum mannsaldri hefur þjóöin hætt aö vera dreifbýlisþjóð — og er orðin þéttbýlisþjóð með vél- væðingu — en án þess að kunna, nema að litlu leyti, að búa við hin nýju skilyrði. Aður var Island taliö afskekkt land, að mestu gleymt á ráðstefn- um stórmenna heims. Nú er ts- land komið i krossgötur, þar sem stórveldi heimsins geta hugsað til að láta fara fram þýöingarmikinn þátt i baráttunni um yfirráö og skiptingu hans. Island hefur jafn- vel komizt svo hátt á þessum vettvangi, aö þýðingu þess fyrir heimsveldin er likt við Möltu, sem er i einni af fjölförnustu sigl- ingaleiðum heims. Ekkert sannar betur, aö tima- mót eru i vændum á tslandi en sú alkunna staðreynd, að litill hópur vanþroskaðra öfgamanna stefnir aðhruni núverandi þjóðskipulags og hefur þegar leikið svo með suma af trúnaöarmönnum þjóð- arinnar, bæði fyrrverandi og núverandi, að Alþingi og kjós- endur eru raunverulega snið- gengin i helztu málum. Það er jafnan öruggt merki um, að þjóð er i pólitiskri hættu, ef valdamenn i landinu leitast frek- lega eftir að takmarka málfrelsi, ritfrelsi og jafnvel hugsanafrelsi. Útlend kúgunarstefna, sem i bili hefur nokkurt fylgi á Islandi, berst hér móti skoðanafrelsi og hefur valdið nokkurri sýkingu utan sinna vébanda, samanber tilburði meirihluta útvarpsráðs um frávisun þátta um verzlun og viðskipti, þröngsýni og viöskota- illsku út af rekstri útvarps og sjónvarps yfir tiltakanlega tak- markað svæöi frá Keflavik, o.fl. o.fl. Ofannefndur hópur öfgamanna vill hrun i fjármálum landsins, fyrst meö upplausn allra einka- fyrirtækja, og þar með alls frjáls framtaks og eyðingu hins vest- ræna þjóðskipulags. Meirihluti landsmanna vill þó heilbrigöa þróun, berjast móti hruni og vernda og fullkomna þing- stjórnarskipulag vesturlanda. Kommúnistar standa sem áður fyrir hruninu, en hafa dulið fylgi i öllum borgaralegu flokkunum og stafar þaö fylgi ýmist af van- hyggju eða fánýtum metnaðar- vonum, i sambandi við upplausn- ina, i sumum tilfellum þó ein- ungis af hræðslu og hreinum lydduskap. Innan þeirra veggja, sem sizt myndi ætlaö, svo sem i höfuð- vigjum frjáls framtaks og stærsta ritmiöils frjálsrar' hugsunar i landinu, hafa t.d. verið einn og jafnvel fleiri i einu, sem hafa veriö blendnir i trúnni á lýöræðis- legt frelsi, og hefur það óspart fengið aö skina i gegn i ritsmiðum þessara aðila, þó i óþökk þeirra mörgu, sem annars telja sér skylt að styöja hið fjölbreytta málgagn þingstjórnar og persónufrelsis. Gæfan hefur blessunarlega verið meö tslendingum á hinu pilitiska sviöi allt frá sjálfstæðis- tökunni 1944. Hafiö var fyrsta vörn landsins gegn þvi að trylltar hersveitir Hitlers legðu fjötur á landiö. Vinveitt varnarlið frá hinum engilsaxnesku þjóöum bægði mestu hættunni frá þjóð- inni á striðsárunum, og þegar kom aö stofnun þjóðveldisins 1944 uröu Bandariki Noröur-Ameriku fyrst allra þjóða til að bjóða tsland velkomið i fylkingu þjóð- veldanna, siðar bættust við Bret- ar og Frakkar og loks aðrar þjóðir, þ.á m. Norðmenn og Sviar! An verndar engilsaxnesku þjóðanna, Breta og siöar Banda- rikjanna, væri hér nú ekki endur- reist fullvalda riki, heldur litil bláfátæk þjóð, lögð i fjötra þess grimmilega réttleysis, sem ein- ræöisþjóðirnar og aðrar með skyldar tilhneigingar beita viö nábúa, sem eru minni háttar. Reynslan hefur sýnt og sannað, að það er raunverulega gæfa is- lenzku þjóðarinnar, að Bretum og Bandarikjamönnum er áhuga- mál, að á tslandi sé lýðfrjálst menningarriki. Kommúnistar, og reyndar fleiri, sem nú kalla sig til gamans vinstri menn, beita aflr'i or'Ku sinni til að koma stefnu sinni fram. Þeir játa, sin á milli, að þeir viti, aö atvinnurekstur lands- manna geti ekki borið kaupkröfur þeirra. Tilgangurinn sé lika sá að sprengja á þennan hátt einka- reksturinn i landinu, setja hér siðan á stofn sovét-riki með aðstoð erlendra trúarbræðra, koma upp lögreglu og flokkssveit- um með öllum þeim tækjum og ráðum, sem beitt er i einræðis- löndum. Þá er þjóðin komin undir grimmilega harðstjórn og má sig hvergi hreyfa. Háa kaupið og kjarabæturnar (sem engar eru i raun) eru gildran, sem sett er til að fá fólkið til að svikja sjálft sig og framtið sina. Nú sem stendur virðast kommúnistar hafa undirtökin, a.m.k. i orði, þar sem meðstjórn- endur þeirra i öðrum flokkum virðast hjaðna niður og draga i land við hverja ádrepu, sem er beitt eins og hnefahöggi framan i þessa meðstjórnendur sina, eins og þvi til áréttingar, að það séu þeir (kornmúnistar), sem valdið hafi. Kommúnistar hafa haft undar- legt lag á þvi að egna litið fram- sýna félagsmálaleiðtoga til sundurþykkis, með þvi að sýna þeim tálmyndir væntanlegrar valdaaðstöðu, en svikja þá um leið og þeir lofa vináttu. — Með hverjum degi sem liður verða herbrögð kommúnista áþreifan- legri. Að sama skapi aukast skilyrði fyrir þvi, að hinir raunverulegu andstæðingar aust- rænnar kommúnistastefnu taki höndum saman um að bjarga sjálfstæðum atvinnurekstri, eignum landsmanna, borgara- legu frelsi og sjálfstæði landsins frá hruni. Og hér er það, sem hlekkirnir eru veikastir, — Forystumenn sjálfstæðra at- vinnufyrirtækja i einkaeign, fyrirsvarsmenn i menntastofn- unum, sem unna vestrænu frelsi, svo og allir aðrir, sem á einhvern hátt hafa aðstöðu til að láta frá sér heyra, i mæltu máli eða rit- uðu, þegja þunnu hljóði og kveinka sér ekki, fyrr en höggin hitta þá persónulega vegna verð- hækkana og ýmissa opinberra álaga, sbr. nýlega hækkun á innflutningsgjaldi bifreiða. 1 þvi sambandi þurfti að ieita til forystumanna bifreiðainnflytj- enda sérstaklega af fjölmiðlum til þess að fá þá til að láta i ljós álit sitt — enginn þeirra sendi frá sér sjálfstæða gagnyfirlýsingu af sjálfsdáðum. Aölögunarhæfnin hjá forystumönnum fyrirtækja virðist vera aöalsmerki þeirra, sérstaklega þegar um er að ræöa frelsisskerðingu og álögur. Annað dæmi: hver hefur heyrt eöa séö ummæli frá ráðamönnum fyrir- tækja vegna nýhækkaðra sima- gjalda, um 50% — 60% — og sem auka útgjöld verzlunar — iön- og þjónustufyrirtækja um tugþús- undir á ári, jafnvel meira hjá þeim stærstu? Ekki eitt einasta fyrirtæki eða forsvarsmenn þeirra hafa látiö annaö i ljós en samþykki á þessu — meö þögn- inni. Sama er uppi á teningnum, þegar boðaö er til funda, svo sem almennra borgarafunda, eins og borgarstjóri Reykjavikur gerði nú fyrir skömmu. Þar var staddur mikill fjöldi ýmissa for- stöðumanna fyrirtækja og verzl- ana, ásamt ööru fólki úr öllum stéttum. Til fundarins var boðað með kjörorðinu „Aöförin gegn Reykvikingum”, og var i fyllsta máta timabær og sýnir, að ein- hvers konar vakning hefur átt sér stað gegn þeirri skerðingu á at- hafna- og lýðfrelsi sem nú er boðuð af ráðamönnum þjóöar- innar. Þó var þaö svo á þessum fundi, að eftir ræðu frummælanda (borgarstjóra), þegar fólki var boðið að taka til máls, að lengi var tvisýnt, hvort nokkur myndi standa upp og tjá skoðanir sinar. — Það var ekki fyrr en einn af ár- vökulustu og frambærilegustu mönnum i viðskiptalifi borg- arinnar stóð upp og lýsti ein- örðum skoðunum sinum (bæði með og móti borgarstjóra), að fáeinir aðrir tóku einnig til máls, þó enginn annar úr viðskiptalifi borgarinnar, enda þótt fjöldinn allur væri viðstaddur — sennilega hafandi i huga gamla viðkvæðið, sem lengi hefur stuðlað að minni- máttarkennd Islendinga, ,fæst orð bera minnsta ábyrgð”, og það, að ekki skuli neitt eftir sér haft, sem styggt getur núverandi valdhafa. Aðalinntak áðurnefnds ræðu- manns, sem fyrstur talaði á eftir borgarstjóra var tillaga um, að aukaálögur þær, sem boðaðar hafa verið á hækkunum skatta vegna aðgangs rikisvaldsins, verði ekki innheimtar af borg- urunum, heldur verði dregið úr þeim framkvæmdum, sem borgin hafði áætlað, þvi með þvi móti einu fyndu ibúarnir i raun fyrir þeirri skerðingu, sem borgin verður fyrir, vegna aðgerða rikis- ins. Þessi tillaga fékk góðar undirtektir, a.m.k. hjá þeim, sem hingað til hafa staðið i skilum með greiðslur skatta sinna, og hafa raunverulega haldið uppi framkvæmdum i borginni og finnst nóg um að greiða sinn skerf, þótt ekki sé verið að leggja i umframkostnað, sem myndi einungis leggjast á hina skilvisari skattgreiðendur með meiri þunga, en auka hlut vanskila- manna og skuldakónga enn frekar. Hvað varðar verðlagsþróunina sjálfa gegnum árin, hefur rauöi þráðurinn verið að fá laun hækkuð, — að fá vörur og þjón- ustu hækkaða, venjulega með viðmiðuninni „til jafns við aðrar stéttir”, sjaldnar minnzt á, að halda verðlagi i skefjum, og enn siður, að sú hafi verið fram- kvæmdin i raun. En það eru hins vegar alkunn sannindi, að það skiptir ekki meginmáli fyrir ein- staklinginn, að móttekin laun séu sem hæst, heldur skiptir það meginmáli, hvernig laun eru nýtt. Sparnaður og hagsýni eru ein- faldlega þau atriði sem mestu máli skipta, og það eru sjaidnast hæstu launin, sem nýtast bezt, enda mjög auðséð i isienzku þjóð- félagi. Hvar liggur hlutur húsmæðra, t.d. varðandi verðhækkanir? Aldrei kvarta þær opinberlega um of hátt verðlag á neinum hlut- um, hvað þá að þær taki höndum saman um að sporna við stjórn- lausum verðhækkunum, hvenær sem henta þykir. Hvenær hafa heyrzt áskoranir, frá konum eöa kvennasamtökum um aö hætta að kaupa ákveönar vörutegundir, t.d. i vikutima, til þess að þvinga fram vörulækkun? Allur almenningur getur t.d. alveg verið án svokallaðra unn- inna kjötvara i svo sem vikutima, án þess að svelta, og þar meö gefiö fordæmi i raun, um aö ekki þýddi að bjóöa fólki frekari hækk- anir. Þessi aðferð húsmæöra er framkvæmd i mörgum vest- rænum löndum með góöum árangri, enda viftast meira tillit tekið til ýmissa samtaka neyt- enda hvað snertir aöhald meö verði á vörum og þjónustu en hér er raunin. Hvað með starfsemi Húsmæðrafélags Reykjavikur, sem aðsetur hefur i Hallveigar- stöðum, — er starfsemi þessa félags og áhugamál aðeins bundin við saumanámskeið eða bazara og það að „koma saman” einu sinniiviku?—Erverðlagsþróun i landinu þeim og öðrum likum samtökum alveg óviðkomandi? Frá hversdagslegu sjónarmiði má segja, að islenzka þjóðin hafi verið heppin. Hún hefur notið friðar og hlotið hið milda hlut- skipti aö verða sjálfstæð þjóð, frjáls og óháð i eigin ákvörðun- um. En íslendingar hafa ekki hlotið þessi miklu gæöi fyrir sin eigin afrek, heldur eru þau ávöxtur af blóðugum fórnum fjöl- margra þjóða, sem um margra ára skeið börðust og berjast enn fyrirfrelsi nútimamanna og kom- andi kynslóða. En þessi velgengni Islendinga hefur ekki verið alls kostar holl fyrir andlegt lif þjóðarinnar. Við höfum ekki haft nógu sterk bein til að þola þessa góðu daga. Hér á landi hafa verið, allt frá skiptingu striðsgróðans i siðustu heimsstyrjöld og eru enn, átök milli einstaklinga og stétta um skiptingu þjóðarteknanna. Hér er stétt móti stétt, flokkur móti flokki og baráttuefnið er alltaf þaö sama. Hver einstaklingur vill fá með atfygli stéttarfélags sins meira en hann hefur áður haft. Kommúnistar hafa með enda- lausum kaupdeilum og verkföll- um skapað sjúka dýrtið hér á landi. Atvinnufjármagn á að éta upp úr framkvæmdasjóðum, lif- eyrissjóðum landsmanna skal ráðstafað af rikisvaldinu, án þess að þeir, er þá eiga, fái nokkru um að ráðið. að ráðið. Haldið skal áfram að hygla þeim, er ávállt hafa haft lag á þvi að láta aðra ala önn fyrir sér. Þ.e. þeim, sem aldrei hafa haft manndóm til að eignast neitt, ekki vegna vanheilsu eða annarra eðlilegra orsaka, heldur vegna of- eyðslu og sjálfselsku, sem felst i þvi að vilja aldrei leggja neitt á sig. Einnig er kynt undir fylgi við ýmsar nýtizku stefnur, sem stuðla að upplausn og lausung i þjóðskipulagi almennt og ýmsum þáttum innan þess, svo sem af- bökun kristinnar trúar, afnáms eignarréttar og fleiri þátta, sem halda saman menningarþjóö- félagi. Sjónvarpið, en þó sérstaklega útvarpið islenzka, eiga sinn þátt i þessari upplausn með flutningi og sýningum á ýmsu afbrigðilegu efni, sem stjórnast af ofstækis- fullri minnimáttarkennd gagn- vart æskilegu sjálfsbjargarskipu- lagi. Er fólki enn i fersku minni, þegar ótindum lýð var safnað saman i sjónvarpssal til að gera hróp að núverandi óg fyrrverandi forystumönnum i landsmálum. Ekki var heldur setið auðum höndum um páskana, þegar einn aðalstjórnandi vinstri fram- sóknar kom þvi til leiðar, að yfir- maður kristninnar i landinu var blátt áfrám leiddur fyrir rétt i sjónvarpssal og yfirheyrður um álit sitt á „súperstjörnunni” — Þetta viðtal var I anda hins nýja almúgakerfis. Ekki var verið aö hafa fyrir þvi aö þéra einn af æðstu mönnum þjóðarinnar, allir skyldu vera jafnir — og allir skildu jafnir, aö þættinum loknum. Söngleikurinn „súper- stjarnan” var viðurkennd vera mjög æskileg og strax sett inn á efnisskrá kirkjunnar daginn eftir með heilsnætur-dagskrá og veit- ingum, — og kirkjuhöfðinginn löggilti samkomuna með loka- athöfn i morgunsárið. „Ein- stæður og ánægjulegur atburður og helgaöur himinsins náö” sagði einn presturinn i blaöagrein eftir páskana um næturvökuna og kallaði hana „Hálogaland i kirkjulifi borgarinnar”, þetta má með sanni kalla frjálsræði, og nú er að sjá, hvaö kemur næst á dag- skrá ikirkjum landsins, auk þess, sem hingað til hefur verið reynt, svo sem bingó og dans. Hvað með töfrabrögð og „akrobatik” fyrir predikun t.d. og stutta teikni- mynd eftir predikun, til þess að fá krakka til að sitja út messuna en fara ekki strax eftir töfra- brögðin? Skinhelgin virðist vera alls- ráöandi og þaö aö vera sammála öllum um allt, en stefnuleysi verður aldrei til framdráttar og sizt af öllu hjá þjóð, sem hefur úr- ræðalitla forystu. Stefnuleysi getur hreinlega kollvarpað frelsi slikrar þjóðar. En slikar öldur, sem upp gjósa, geta verið flótti frá veruleikanum um stund og koma sér vel fyrir stjórnvöld sem dægurþras handa almenningi, svo að raunveruleg vandamál i þjóðarbúskapnum megi gleymast, þvi trúin er hið eina, sem slegið getur dómgreind fólks nægilegri blindu til þess að pólitikusar og félagsmálaloddar- ar geti mótað hana að vild sinni. Islendingar voru fyrsta þjóð Norðurálfu, sem öðlaðist full- komið frelsi frá erlendum yfir- ráðum, fyrir atbeina engilsax- nesku þjóðanna isiðustu styrjöld. Nú, 27 árum siðar, er það vandamál Islendinga sjálfra, hvernig gæta skal fengins frelsis. Astandið i heiminum er nú með þeim hætti, aö engin þjóð i Evrópu getur haldið frelsi sinu, nema með varnarbandalögum. 011 þau riki, sem Þýzkaland Hitlers réðist á i siöustu styrjöld, hrundu eins og spilaborgir, jafn- vel Frakkland var undirokað á nokkrum vikum, og Rússland myndi hafa glatað sjálfstæði sinu, ef Bretar og Bandarlkjamenn hefðu ekki sent þangað vopn og vistir og eyðilagt iðnaðarborgir Þýzkalands með loftárásum. Bandarikin eru eina landið i heiminum, sem yirðist hafa haft skilyrði til að verja sjálfstæði sitt móti tveim stórþjóðum og á það að þakka sérstöðu landsins og yfirburða tækni i allri fram- leiðslu. Island er minnst allra rikja, en mjög eftirsótt sem stikla i Atíantshafinu. Það var vitaö, að Þjóðverjar hefðu ^ hertekið Island i byrjun siðasta striðs, ef hér hefðu verið flugvellir. Nú eru hér tveir slikir, báðir byggðir af engilsaxnesku þjóðunum, en ekki Islendingum, annar með stærstu sinnar tegundar. Frá slikum flug- völlum gæti loftfloti meginlands- þjóðar ráðið yfir Islandi og norðanverðu Atlantshafi. Megin- landsþjóð, sem býr sig undir árásarstyrjöld móti Englandi eða Bandarikjunum, myndi hernema Island, ef þjóðin væri án her- verndar og varnarbandalags, sem útilokar þessa hættu. Þegar Bretar ráölögðu Islend- ingum að semja um hervernd við Bandarikjastjórn, vegna þess að Bretar höfðu sjálfir i eigin barm að lita i siðasta striði, var þvi ráði fylgt. Island gerði hervarnarsátt- mála við Bandarikin þegar i siðustu styrjöld, og gafst sú vernd vel. Bandariska þjóðin hefir haldið vel sáttmálann, svo og íslendingar fyrir sitt leyti. Skiptin við Bandarikin hafa verið isienzku þjóðinni mjög hagstæð á fjármála- og viðskiptasviðinu, þó aö ekki hafi verið gert um það framtiðarskipulag, eins og hreyft hafði verið á sinum tima. Ef tsland liggur varnarlaust, mitt i úthafinu, miðja vegu milli Bandarikjanna og Evrópu með fullkominn alþjóðaflugvöll, vofir innrásar- og innlimunarhætta yfir þjóðinni hvern dag og hverja nótt. Ranglætið situr enn við völd i heiminum. Sumir nytsamir sak- leysingjar segja, að Bandarikin myndu aldrei sætta sig við, að meginlandsstórveldi hernæmi tsland. Slikt er aöeins fánýtt hjal. Ef islenzka þjóðin er svo sinnu- laus um framtið sina og sinna af- komenda að tryggja sér ekki vernd og bandamenn fyrirfram, er óvist hvernig fer. Ef sterk her- þjóð hefir á einni nóttu breytt t.d. Hvalfirði i flotastöð og sett mikið og vel vopnað lið á báða flugvell- ina hér, er Island ekki auðsótt, þótt einhver erlend þjóð vilji veita Islandi hjálp. Hver myndi geta orðið nánasta bandaþjóð Islands, ef bandariska varnarliðiö hyrfi héöan? Ekki norrænu þjóðirnar, a.m.k. Þær hafa nóg meö sig. Tvær nákomnustu „frændþjóðir” Islendinga hafa reynzt vanmáttugir verndarar og auk þess háskalega eigingjarnar i skiptum viö veikari grein af sama kynstofni, þó eru Norðmenn og Danir i fremstu röð Evrópuþjóða að menntun og manndómi, en sannleikurinn er sá, að hver ein- asta þjóð á meginlandi Evrópu hefir frá upphafi vega nisnotað aðstöðu sina til að kúga fé af orkuminni nábúum. Þetta veit islenzka þjóðin fullvel. Hitt vita ekki eins margir hér á landi, að árið 1823 lýsti Monroe, forseti Framhald á bls. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.