Vísir - 29.04.1972, Síða 3
VÍSIR. Laugardagur 29. apríl 1972.
3
Borgin borgar
80.000 KRÓNA
KJAFTSHÖGG!
sem borgin verður að greiða sökum þess, að lögreglan týndi
þeim harðhenta
„Þeir voru að tala um, að það hefði verið synd, að ég skyldi hafa látið
smiða þessa brú upp I mig. Með skarðið hefði ég einmitt verið svo víga-
legur dyravörður,” segir Jónas.
,,Jú, jú þið megið taka
eins margar myndir og þið
viljiðaf þessari brú minni.
Það er bara verst, að við
skulum ekki geta haft
hann með á myndinni,
strákínn, sem gaf mér það
kjaftshögg, sem leiddi til
þess, að ég varð að fá mér
þessa 87.700 króna brú,"
sagði Jónas Jónasson og
sýndi okkur svo upp í sig.
Jónas hefur starfað um alllangt
skeið við dyravörzlu i Tónabæ, en
i þeim starfa varð hann fyrir
þeim óþægindum i september-
mánuði siðastliðnum, að slegnar
voru úr honum f jórar framtennur
i efri gómi.
„Það var ólátabelgur, sem við
vorum að fleygja út, sem sló
tennurnar úr mér,” segir Jónas
okkur frá. „Ég kippti mér ekki
svo mikið upp við höggið i fyrstu,
og strákurinn var kominn i vörzlu
lögreglunnar og þvi horfinn sjón-
um minum, þegar ég uppgötvaði,
aSOblóðstraumurinn upp i mér
stafaði af „tannleysinu”. Þá var
strákurinn sem sé kominn niður á
varðstöð. Við létum lögregluna
þegar f stað vita af þessum
óskunda, sem hann hafði valdið,
og fórum fram á, að hann yrði
ekki látinn hverfa i fjöldann.
Engu að siður gat hann horfið
lögreglunni sporl^ust. Hann sagði
Reykjavikurlögreglunni, að hann
væri úr Hafnarfirði, svo að hon-
um var ekið að Kópavogsbrú, þar
sem Hafnarfjarðarlögreglan tók
við honum og ók honum að til-
teknu húsi i Firðinum, þar sem
kauði kvaðst eiga heima. Þegar
svo átti að hafa tal af honum
heima fyrir daginn eftir kom i
ljós, að þar átti enginn heima með
þvi nafni, sem strákur hafði gefið
upp. Hann hafði sem sé logið til
um nafn og heimilisfang og var
þvi horfinn sporlaust. Við þessu
yppti lögreglan einvörðungu
öxlum.
Þvi gat ég að sjálfsögðu ekki
unað, þegar i ljós hafði komið að
viðgerðin kostaði 87.700 krónur,
og fór þvi i mál. Það er núna
fyrst, sem borgarráð hefur sam-
þykkt að greiða af hendi bætur
vegna þessarar viðgerðar.
En nú spyr ég: Hverjir greiða
svo endurnýjun brúarinnar, sem
ég þurfti að láta smiða upp i mig?
Það er jú vitað mál, að það er
happdrætti, hvað svona brýr end-
ast lengi. Kannski tvö ár, kannski
fjörutiu. Hver veit nema lög-
reglan verði búin að hafa upp á
stráknum þegar að þvi kemur,”
segir Jónas og hlær svo að glamp-
ar á nýju tennurnar hans fjór-
ar......
—ÞJM
Sýningadömur Módelsamtakanna sýna hér hina sérislenzku tlzku.
Tízkusýning með motnum
t hádeginu i gær gafst frétta-
mönnum tækifæri að kynnast fjöl-
breytni islenzkrar uliar og
skinnavöru, að Hótel Loftleiðum.
Kainmagerðin h/f og íslenzkur
heimilisiðnaður stóðu þar að
tizkusýningu, en sýningarfólkið
var frá Módelsamtökunum. Þar
gat að lita hinn fjölskrúðugasta
fatnað, handunninn úr ísienzkum
hráefnum, uli, skinni og lopa,
dragtir, skokka, peysur, herða-
slár, jakka, úlpur, kápur, pils og
kjóla. A borðum var svo ramm-
islenzkur og þjóðiegur matur
(kalt borð), sem rann ljúflega
niður með islenzku brennivini.
Þessi kynning færði okkur heim
sanninn um, hve miklum mögu-
leikum isl. heimilis- og hand-
iðnaður býr yfir sérstaklega fyrir
utanlandsmarkað. Ekki er að efa,
að þessi gæruskinnsfatnaður
veki óskipta aðdáun erlendis og
meðal túrista, er sækja okkur
heim, enda sagði Haukur
Gunnarsson hjá Rammagerðinni
að framboð okkar á þessum
fatnaði væri mun minni en eftir-
spurnin.— „Að sjálfsögðu fram-
leiðum við einkum fyrir utan-
landsmarkað, þar sem útlending-
ar eru mjög hrifnir af þessari
sérstæðu vöru okkar.”
„Framleiðslan hefur aukizt
gifurlega siðustu árin”, sagði
Haukur ,,en við þurfum að efla
hana enn meir, ef við eigum að
anna eftirspurninni frá út-
löndum.”
Framvegis verða svo þessar
tizkusýningar haldnar á föstu-
dögum, i hádeginu milli kl. 12,30
og 13,00, að Hótel Loftleiðum, þar
sem jafnframt verða kynntir sér-
stæðir ísl. skartgripir úr silfri af
sömu aðilum. —GF—
Starfsmenn óskast
Eftirtalda starfsmenn vantar okkur nú
þegar:
1. Vana logsuðumenn.
2. Menn sem vilja læra logsuðu.
3. Iðnverkamenn til framleiðslustarfa og
lagerstarfa, mikil vinna framundan.
Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar hjá verkstjóra.
H.F. Ofnasmiðjan . Simi 21220.
Geta
ódýrustu hjólbaröarnir
veriö beztir?
Spyrjiö þá sem ekiö hafa
<3 P/\ PII iw
* Barum hjólbarðarnir eru sérstoklega gerðir
fyrir akstur ó malarvegum, enda reynzt
mjög vel ó íslenzkum vegum, — allt að
75 — 80.000 km.
Barum hjólbarðarnir byggja á 100 ára
reynslu Bata-Barum vorksmiðianna.
4~.ltirtaid.ar Mceröir }yrirliggjandi:
155-14/4 560-15/4 670-15/6
590-15/4 560-13/4 590-13/4
TEKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUDBREKKU 44-46
KÓPAVOGI
SlMI 42606