Vísir - 29.04.1972, Side 9

Vísir - 29.04.1972, Side 9
Frant stofnar skíðadeild Miðvikudaginn 26. april s.l. var haldinn stofnfundur skíða- deildar Fram. Á stofnfundinum var Steinn Guömundsson kjörinn formaöur deildarinnar, en meöstjórnendur Baldur Jónsson, Erlendur Magnússon, Gunnar V. Andrésson og Þorleifur Ólafsson. í varastjórn eiga sæti Júlíus Sig- urösson, Elmar Geirsson og Guömundur Guðmundsson. Það kom fram á fundinum að skiðadeild Fram hyggst sækja um inngöngu i Skiðaráð Reykja- vikur. Talsverðar umræður urðu um framtiðarathafnasvæði skiða- deildarinnar, og voru Bláfjöll einkum nefnd i þvi sambandi. íslandsmót í iúdó Islandsmeistaramótinu i Júdó lýkur á sunnudaginn (30. þ.m.) Þá verður keppt i „opnum flokki”, og munu þá mætast sigurvegararnir frá þyngdar- flokkakeppninni, sem háð var þann 16. þ.m.' Keppnin hefst kl. 2 e.h. i iþróttahúsi Háskólans, og verður jafnframt meistaramótinu háð sveitakeppni drengja, 12 ára og yngri. Viðavangshlaup Viöavangshlaup Kópavogs fer fram sunnudaginn 30. april 1972 og hefst kl. 14,30 við Kópavogs- skóla. Keppt veröur i flokki karla og kvenna 15 ára og eldri. Einnig verður keppt i yngri flokkum, 8 ára og yngri, 9—10 ára, 11—12 ára og 13—14 ára. Þátttaka er ei-nungis ætluð ibúum Kópavogs. Keppendur verða að mæta til skráningar kl. 14,00. Frjálsiþróttadeild Breiöabliks. 8 BEZTU KNATTSPYRNULOND EVRÓPU LEIKA UM HELGINA — Átta liða úrslit í Evrópukeppni landsliða Átta beztu knattspyrnu- þjóðir Evrópu leiða saman hesta sina i fyrri leikjunum i átta liða úrslitum Evrópu- keppni landsliða nú um helgina. Leikið er heima og heiman, og dagskrá helgarinnar litur þannig út: England-Vestur-Þýzka- land, Ungverja land- Rúmenía, ítalía-Belgía, en landsliðseinvaldurinn Haf- steinn Guðmundsson er þar meðal áhorfenda, og Júgó- slavía-Sovétrfkin. Siðari leikirnir verða aðra helgi. Meöal sérfræðinga er helzt tal- ið, að núverandi Evrópumeistar- ar, Italia og England, leiki til úr- slita i þessari miklu keppni. Það fer ekki milli mála, að aðalleikur umferðarinnar er i kvöld á Wembley-leikvanginum, þar sem England og Vestur- Þýzkaland leika. 100 þúsund áhorfendur vona þar, að Eng- lendingar endurtaki sigurinn i heimsmeistarkeppninni 1966, þegar England vann Vestur- Þýzkaland 4-2 eftir framlengdan úrslitaleik. Fram aö þeim tima höfðu lönd- in mætzt i niu landsleikjum i knattspyrnu og England alltaf unnið — en frá úrslitaleiknum hafa Vestur-Þjóöverjar sigrað i þeim tveimur iandsleikjum, sem löndin hafa leikið innbyrðis, 1968 i Hannover með 1-0 gegn hálfgerðu varaliði Englands og i heims- meistarakeppninni i Mexikó 1970, 3-2. Bæði löndin eru með reynda leikmenn i kvöld. I enska liðinu eru fimm leikmenn, sem sigruðu V-Þýzkaland i úrslitaleiknum 1966, þeir Gordon Banks, Bobby Moore, Martin Peters, Alan Ball og Geoff Hurst, en Þjóðverjar eru með þrjá leikmenn, sem tóku þátt i úrslitaleiknum, Horst Hottges, Frank Beckenbauer og Siegfried Held. Frábærir leikmenn beggja landanna geta ekki tekið þátt i leiknum vegna meiðsla — Terry Cooper og Roy McFarland hjá Englandi, og Wolfgang Overath og Berti Vogts hjá Þýzkalandi. Hvorugt þessara landa hefur komizt i úrslit Evrópukeppni landsliða — bezt er þriðja sæti hjá Englandi á eftir Italiu og Júgó- slaviu 1968. ttalia vonast eftir að ná þriggja marka forskoti i heimaleiknum i Róm gegn Belgiu og þar með tryggja sig i undanúrslit. Mikil bjartsýni rikir þar, en Luigi Riva leikur nú i landsliði á ný eftir slæmt fótbrot, og Pietro Anastasi, Sando Mazzola, Roberto Boni- segna og Angelo Domenghini eru allir heilir. Belgia er með tvo ný- liða I 16 manna hóp, sem fór til ttaliu, markvörðinn Luc Sand- ers og varnarmanninn Gilbert van Binst. Belgiumenn setja allt traust sitt á Wilfried van Moer og Paul van Himst, en hvort það hef- ur nokkuð að segja gegn hinu „vélræna” italska liði er önnur saga. Ungverjaland hefur unnið niu og gert eitt jafntefli i 10 siðustu Bobby Moore, fyrirliði Englands. leikjum sinum við Rúmeníu, en hinir leiknu framherjar liðsins fá þó ýmislegt að glima við i þessum leik, þvi rúmenska vörnin er mjög sterk. Ungverjaland tapaði nýlega 1-3 fyrir Vestur-Þýzka- landi, og liðið er ekki eins sterkt og oftast áður. Hins vegar unnu Rúmenar Frakka 2-0 nýlega og gætu komið á óvart. Leikur Júgóslaviu og Sovétrikj- anna veröur á sunnudag og allir aðgöngumiðar eru uppseldir i Belgrad. Bæöi lönd hafa áöur staöið sig vel i þessari Evrópu- keppni landsliða. Sovétrikin sigruðu 1960, urðu i öðru sæti 1964 og i fjórða sæti 1968. Júgóslavia varð i öðru sæti 1960, tapaði 1-2 fyrir Sovét i úrslitum, og einnig 1968, en tapaði þá 0-2 i úrslitum, sem háö. voru á Italiu, fyrir italska landsliöinu, eftir 1-1 i fyrri leik landanna, leik, sem Júgóslavar voru miklu betri i, en tókst ekki að knýja fram sigur. líf meó nýjum litu ■ m .1 SKOÐAÐU DAS HÚSIÐ, VOGALANDI 11, ÞÁ SKILURÐU HVAÐ VIÐ MEINUM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.