Vísir


Vísir - 03.05.1972, Qupperneq 5

Vísir - 03.05.1972, Qupperneq 5
VÍSIR. Miðvikudagur 3. mai 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Humphrey ofan á — en Wallace og McGovern geta einnig verið ánœgðir með úrslitin í Indíana og Ohio Hubert Humphrey virtist i morgun vinna nauma sigra í prófkosningum í Ohio og Indíana, en hlut- fallstölur bentu til þess, að bæði George .Wallace og McGovern gætu líka talið sig sigurvegara. Endanlegar tölur voru taldar mundu sýna, að enn er baráttan hnifjöfn milli frambjóðendanna og Iiumphrey og McGovern verði að leggja sig alla fram i næstu lotu prófkosninganna. Kosningasvindl? Iðnaðar- og landbúnaðarfylkið Ohio sendir 153 fulltrúa á flokks- þing demókrata og þetta er fimmti stærsti fulltrúahópurinn. Þar skapaðist mikill glundroði vegna ásakana um kosninga- svindl i bæjunum Cleveland og Youngstown. Talsmenn McGoverns hafa talað um svik, en hann hefur sjálfur gert minna úr þessu. Þó sagði McGovern að sér veittist erfitt að samþykkja að endanlegur tölur fra Ohio væru réttar. Humphrey var einnig gramur yfir þvi, sem hann kallaði „heimsku manna og véla”. Hann sagðist vera öskureiður yfir þvi, að sums staðar hefði fólk ekki fengið að greiða atkvæði. 1 Cleveland voru kjörstaðir ekki opnaðir i tæka tið, og einnig voru kosningavélar bilaðar. I Youngs- town vantaði atkvæðaseðla, og talsmenn McGoverns benda á, að þar sé mikill fjöldi ungra kjósenda, en ungir kjósendur hafa fremur hallazt á sveif með McGovern. Var reynt að bæta úr skák með þvi að hafa kjörstaði opna lengur en til hafði staðið og tafði þetta talninguna mikið. Milli 20 og 25 prósent af atkvæðunum i Ohio koma fra þeim kjördæmum, sem þarna eiga i hlut. Muskie með 12% þótt hann kæmi ekki. 1 Indiana áttust Humphrey og Wallace við, og þar hafði Humphrey milli 46 og 48% atkv.> og Wallace milli 41 og 43% þegar töluvert yfir helming at- kvæða hafði verið talið. Humphrey er talinn munu sigra þarna, en ekki vist, hversu for- skot hans verður mikið. Nafn Edmund Muskie var á listanum, þótt hann hafi dregið sig úr prófkosningunum. Hann fékk um 12%, sem er talið nokkuð gott, þegar tekið er tillit til þess að hann kom ekki i fylkið og hann fék aðeins 10% i Wisconsinfylki fyrir skömmu, þar sem hann barðist af öllu afli. Jackson úr leik. Þessi lota var einnig hin siðasta fyrir Henry Jackson þingmann. Hann hafði orðið i þriðja sæti i Florida, en illa gekk i Wisconsin og enn verr nú i Ohio. Jackson lýsti þvi nú ýfir, að hann mundi ekki taka þátt i fleiri próf- kosningum. Hann tók þó fram eins og Muskie hafði gert, að þetta þýddi ekki að hann gæfi ekki kost á sér i framboð i forseta- kosningunum yrði þess óskað. Úrslitin i Ohio vera ekki alveg ljós fyrr en siðdegis, en flest bendir til, að Humphrey sigri McGovern þar með litlum mun. Aðeins 38 af fulltrúum falla i hlut þess, sem fær flest atkvæði i heild i fylkinu, en hinir eru kjörnir i kjördæmum, svo að skipting fylgisins ræður miklu og fengi McGovern svipaðan fulltrúa- fjölda og Humphrey i fylkinu, gæti hann verið hæstánægður. Nú er Heath talinn viss í EBE-málinu Humphrey manna kátastur. Óttast að S-Víetnamar Heath er talinn eiga visan sigur á þingi i þeim atkvæðagreiðslum, sem eftir eru um lög vegna aðild- ar að Efnahagsbandalaginu, eftir að stjórnin sigraði i gærkvöldi i atkvæðagreiðslu um mikilvægt mál. Þrátt fyrir mjög áhrifamikla ræðu Michael Foot úr Verka- mannaflokknum greiddu 304 at- kvæði með frumvarpi stjórnar- innar, þar sem umræður eru tak- markaðar við 12 daga um EBE- málið. 293 voru á móti. Fimm af sex þingmönnum Frjálslynda flokksins studdu Heath. Skoðanakannanir sýna nú, að meirihluti fólks, sem á annað borð tekur afstöðu, styður aðild. Að minnsta kosti kemur þetta fram i könnun blaðsins Daily Ex- press. 40% voru fylgjandi, 38% andvigir, og 22% óákveðnir. Ekki er langt siðan fylgi aðildar var mjög litið i skoðanakönnun- um, og hafa orðið alger straum- hvörf i þeim efnum siðustu mánuði. Verkamanna- flokkurinn sigrar ó Skotlandi séu að 2500 Suður-Vietnamar voru i nótt teknir um borð i lendingar- pramma undan strönd Binh Dinli- hcraðs, eftir að Norður-Viet- namar höfðu hernumið stóran fiugvöll þar. Um það leyti létu embættismenn i hermálaráðu- ncytinu i Washinglon i Ijós „alvarlcgar efasemdir” um, að Suður-Vietnamar gætu haldi velli öllu lengur gegn 100 þúsund manna liði N-Vietnama, sem Vonir Verkamanna- flokksmanna um sigur í bæja- og sveitarstjórnar- kosningunum í Englandi og Wales á morgun hafa vax- iö, með þvi aö flokkurinn vann marga stóra sigra í Skotlandi í gær. Verkamannaflokkurinn fékk meirihluta i Greenock og Dun- fermline, sem frjálslyndir og „framsóknarmenn” stjórnuðu áður. Eftir þetta ræður Verka- mannaflokkurinn öllum stórum sveitarfélögum i Skotlandi, nema fimm. Flokkurinn var stærsti flokkur i Edinborg, fékk 33 borgarfulltrúa, og bandalag thaldsflokksins og „framsóknarmanna” fékk 30. Verkamannaflokkurinn vann 13 nýja fulltrúa i Glasgow. Á morgun verður kosið i 342 bæjar- og sveitafélögum i Eng- landi og Wales, og aukakosningar til þings fara fram i tveimur kjör- dæmum i Engiandi. Suður-Vietnamar flyja I Binh uinn bugast vinnur sigur eftir sigur. Flugvöllurinn var yfirgefinn i gær. Norðanmenn höfðu skotið á hann i tvo sólarhringa án afláts. Stöðin er 480 kilómetra norðan Saigon. Sjóliðar Suður-Vietnama ætla að reyna að verjast milli gömlu keisaraborgarinnar Hué og Quang Tri, sem N-Vietnamar hafa tekið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.