Vísir - 08.05.1972, Blaðsíða 6
6
VÍSIR. Mánudagur 8. mai 1972.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórrfarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 i r, hnuri
Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Sparnaði sparkað
Raforkumál íslands hafa þróazt heima i héruðun- (
um. Framtakssamir kaupstaðir, kauptún og byggð- (
arlög hafa komið sér upp orkuverum og rafveit- )
um, sem siðan hafa smám saman fært út kviarnar. (
Þannig byggði Reykjavikurborg Sogsvirkjun, sem(
nú er með þátttöku rikisins orðin að Landsvirkjun. )
Þessi uppbygging hefur verið eðlileg og heilbrigð. \
Þótt hinir framtakssomu aðilar hafi margir hverjir (
verið fjárhagslega vanmáttugir i samanburði við (
rikisvaldið, hefur rafvæðingin gengið ótrúlega hratt)
fyrir sig og liklega hraðar en hún hefði gert eftir \
öðrum leiðum. (
Töluverð samkeppni er milli hinna einstöku raf- (
veitna, þótt hver þeirra sé ein um sitt svæði. Það er (
stolt þeirra að geta haldið rafmagnsverðinu niðri og )
geta miklazt af þvi gagnvart öðrum rafveitum, sem \
taka hærra verð af almenningi. (
Munurinn á útsöluverði einstakra rafveitna er /(
ekki aðeins háður misjöfnum yrði aðstæðum. Það er )
viðurkennt, að sumar rafveitur, sem selja rafmagn \
tiltölulega ódýrt, hafa við erfiðari yrti skilyrði að (
glima heldur en sumar þær, sem selja rafmagnið /
dýrar. Einnig er ljóst, að rafveitur, sem kaupa raf- (
magn á sama verði i heildsölu, hafa mismunandi (
útsöluverð, sem ekki er eingöngu háð misjöfnum/
vandkvæðum við dreifingu orkunnar til neytenda. )
Þessi samkeppni er heilbrigð og stuðlar að þvi, að \
verði á rafmagni sé haldið niðri. Þjóðfélagið hagn-^
ast á þessu um milljónir eða tugmilljónir á ári (
hverju. Þær rafveitur, sem koma illa út úr verð-)
samanburðinum, kappkosta að bæta stöðu sina, og \
hinar keppast um að halda sinni góðu stöðu. Þessi (
samkeppni minnir á iþróttamót, þar sem flestir (
leggja sitt ýtrasta af mörkum. (
Ef málin fengju að þróast i friði, mundu þessar )
rafveitur halda áfram að stækka og tengjast hver (
annarri. Veitukerfi mundu téngjast,og gerðir yrðu (
gagnkvæmir orkusölusamningar. Rafveitur mundu (
með þátttöku rikisvaldsins sameinast um byggingu )
orkuvera og jafrivel rugla saman reytum sinum )
sumar hverjar. En samkeppnin um verðið mundi (
áfram verða virk. (
Nú vill rikisstjórnin stefna að sama raforkuverði )
um allt land. Þetta er liður i tillögu, sem hún hefur (
lagt fram um sameiningu rafveitna og um að
minnsta kosti helmings þátttöku rikisins i þessum (
stækkuðu rafveitum. Með þessu er verið að draga (
framtakið frá héruðunum til rikisvaldsins, og er)
það i samræmi við heildarstefnu rikisstjórnarinnar. (
Það litur vel og lýðræðislega út að stefna að jöfnu V
raforkuverði. En böggull fylgir skammrifi. Þegar (
rikið hefur eignazt að helmingi eða að meirihluta(
allar rafveitur á íslandi og komið á fót samræmdu (
útsöluverði, verður viðhorf stjórnenda og starfs-)
manna rafveitnanna til rekstrarins allt annað, svo \
sem kunnugt er af öðrum rikisrekstri. (
Þá verður ekki lengur samkeppni milli rafvéitna (
um að hafa framkvæmdir og rekstur sem ódýrast. (
Mistök og vanrekstur koma þá niður á jöfnunar- J
sjóði, og aðhaldið vantar af hálfu þeirra, sem verða (
að borga brúsann, það er almennings. Þá verður (
auðvelt að útvega pólitiskum aumingjum vinnu. Og (
milljónir eða tugmilljónir munu fara i súginn frá ári)
til árs. (
Kvenfrelsið kemur
til Maldíveyja
Karlmenn hafa konur sínar með sér ó veitingahús og
JAFNVEL dansa við þœr
Kvenfrelsi vex i heim-
inum, en á Maldiveyjum
ganga konurnar enn
sem fyrr nokkrum
skrefum á eftir eigin-
mönnum sinum, en
fyrir kemur, að þær
verða á eftir til að skoða
i búðarglugga.
f þessu nýfrjálsa og
múhameðska landi i
Indlandshafi hefur varla
nokkur kvenfótleggur
ennþá kikt niður úr
mínipilsi, baðfötum eða
stuttbuxum, hversu
mikill sem hitinn kann
að verða. Þarna eru þó
110 þúsund fótleggir
kvenna.
Þeim, sem reyna að
umbylta þessum siðum,
er refsað og stúlkurnar
lamdar með svipum
með koparoddum.
En Asiumaður tjáði
fréttamanni AP, að
samt hefðu orðið gífur-
legar breytingar. Karl-
menn séu teknir að hafa
konur sinar með sér i
veitingahús og til annars
mannfagnaðar. útlend-
ingur bætti við : Og
JAFNVEL dansa við
þær”.
Þær hugrökkustu
til Ástraliu.
Ungir Maldivar segja, aö meö
þeirra kynslóð muni byltingin
koma. Mæður þeirra huldu
likama sina meö blæjum niður á
tær og boru innilokaðar á heimil-
um, en dæturnar kunna að breyta
til.
1 fyrsta sinn eru stjörnvöld
farin að ráða stúlkur i skrifstofur
sinar. Konur hafan fengið að
kenna i skólum og vinna i sjúkra-
húsum. örfáum ógiftum stúlkum
liðst jafnvel nú orðið að labba úti
með kunningjum sinum af hinu
kyninu.
1 tveimur skólum i höfuðborg-
inni eru 700 stUlkur við nám, en á
fyrri árum lærðu konur litið ann-
að en að sjóða fisk og ala börn.
Með lýðveldinu fá konur að
kjósa i kosningum, og þykir ekki
annað hlýða, væntanlega vegna
umheimsins. Þær hugrökkustu
fara til Astraliu og ætla að koma
aftur til að stýra kvenfrelsi.
Ferðalangar á reiki milli hvitra
veggjanna og pálmatrjánna sjá
feimnar konur gægjast út úr hús-
unum. Ungar stúlkur lita undan,
en þær munu þó eiga það til að
horfa um öxl, þegar þær halda, að
ferðalangurinn sjái ekki.
1200 kr mánaðartekjur,
ef vilja eiga 4 konur.
Markaöstorgið er enn mikið til
einkavöllur karlkynsins, en kven-
frelsið læðist þangað inn, og nú
má stundum sjá konur kaupa
hrisgrjón i búðum við höfnina.
Maldivar eru múhameðstrúar-
menn, og i hinni helgu bók Kóran-
inum eru þau fyrirmæli, sem enn
gilda á eyjunum, að menn mega
eiga sér fjórar konur. Forsetinn,
Ameer Ibrahim Nasir, hefur þó
gert breytingu á og sett skilyrði,
að karlmenn þurfi að hafa um 500
krónur i mánaðartekjur, ef þeir
vilji hafa tvær eiginkonur, og um
1200 ef hann vill eiga sér fjórar i
einu.
Segi þrisvar, að vilji
skilja við konuna.
Karlmenn þurfa litið að hafa
fyrir skilnaði, aðeins segja
llllllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
þrisvar, að hann skilji við kon-
una, en nú vérður hann þó að ala
önn fyrir henni, þar til hún giftist
aftur, og mun það halda aftur af
sumum.
Nú þarf fjölskylda konu ekki
lengur að greiöa heimanmund,
sem var gifurlegur baggi. Sumir
kvarta undan þvi, að fjölkvæni sé
á undanhaldi.
Flestir hafi nú aðeins eina
konu. Svo sagði stúdent okkur,
sem var að spara fyrir fyrstu gift-
ingu. Hann bætti við, að ,,það
væri nú lika betra þannig”.
Á eyðieyju fyrir móðgun
við háttsetta.
Þótt kvenfrelsið læðist fram hjá
eyjunum, er ekki blásið i lúðra.
Eyjarnar hafa sáralitið samband
við önnur lönd. Engum þýðir að
vera með uppsteit. Fólk hefur
verið sent á eyðieyju fyrir minni
háttar móðgun við háttsetta.
Sumir telja, að kona verði kjör-
in á þing eftir 20—30 ár.
Langur vegur til
kvenfrelsis.
Þessar hefðarkonur á Maldív-
eyjum flissa, þegar þær láta
undan ágengum ljósmyndara og
stllltu sér upp. Ekki eru 20 ár
liðin, sfðan allar konur báru
blæjur og þurftu að fela sig fyrir
ókunnugum.
42% ólæsir.
Hvað eru Maldiveyjar?
Þetta eru einar tvö þúsund
eyjar, litlar kóraleyjar og um 220
byggðar. Loftslag er heitt og rakt,
og malaria geisar. En þarna búa
um 110 þúsund manns.
Þarna var aðeins einn læknir
árið 1957.
Maldivar lifa mest á fiski og
flytja mest inn hrisgrjón.
Portugalar lögðu þær undir sig
árið 1518 og héldu eyjunum fram
á 17. öld, en þá tóku Hollendingar
við, og síðan Ceylonbúar. Bretar
komu til skjalanna, áður en lauk.
Fullt sjálfstæði fengu eyjar-
skeggjar árið 1965.
Eftir átta alda soldánsstjórn,
sem laut þó útlendingum, var lýö-
veldi stofnað árið 1968. 42% eru
ólæsir. Bilar munu vera um 100.
Sjónvarp er ekki en þrjár út-
varpsstöðvar og þrjú dagblöð, en
eintakafjöldinn er aðeins 3 eintök
á hverja 1000 ibúa á dag.