Vísir - 08.05.1972, Blaðsíða 5
Flestir Danir
vilja í EBE
48 af hverjum 100 Dönum, vilja
að Danmörk gangi i Efnahags-
bandalag Evrópu samkvæmt
skoðanakönnun, sem blaðið
Berlingske Tidende birti í gær.
28% eru andvigir, og 24% óá-
kveðnir.
Eiturgufa yfir
bœ á Jótlandi
McGovern efstur
George Wallace fór fram úr
Hubert Humphrey með sigri i
Norður-Kaliforniu i fjöida full-
trúa, sem hafa verið kosnir á
flokksþing demókrata, en
Humphrey komst aftur fram úr
vegna endurtalningar i Hio, sem
gaf honum fleiri fulltrúa en áður.
McGovern hefur fengið flesta
fulltrúa kjörna, um 265,
Humphrey og Wallace munu hafa
210-220. Muskie um 128.
16 manns í Grenaa á Jót-
landi voru fluttir í sjúkra-
hús til rannsóknar, eftir að
þeir höfðu andað að sé eitr-
uðu gasi. Mörg þúsund fisk-
ar í fiskeldiskerjum dráp-
ust af eitrinu.
Eiturgufan kom frá geymi i
köfnunarefnisverksmiðju. Leki
kom i geyminn, og gufan barst
yfir bæinn. Aðeins fátt manna
hlýddi fyrirmælum lögreglu og
hólt sig innan dyra, og þvi varð að
flytja sextán i sjúkrahús.
Fólkinu verður haldið þar um
skeið, þar sem einkenni alvar-
legrar eitrunar koma oft ekki i
ljóst fyrr en eftir 44 klukkustund-
ir.
WASHINGTON
Nixon œtlar að grípa til nýrra ráða í Víetnam — Rogers kallaður
heim í miðjum klíðum — Hart sótt að Phnom Penh
Stræti Phnom Penh
höfuðborgar Kambódíu
bergmáiuðu fallbyssu-
drunur í nótt og snemma i
morgun, er kommúnistar
og st jórna rhermenn
börðust skammt sunnan
borgarinnar.
Kommúnistar skutu á marga
staði innan .1,6 kilómetra radius
umhverfis borgina.
Þrýstingur sóknar Norður-
Vietnama og þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar fór i nótt vaxandi
norðan og norðaustan bæjarins
Kontum. Herstöð S-Vietnama i
Ben Het varð fyrir mikilli fall-
byssuskothrið. Sama sagan varð i
bænum An Loc norðan Saigon.
Fangauppreisn.
Fangar gerðu uppreisn i fanga-
búðum i Suður-Vietnam.
Herlögregla skaut á fangana, og
féllu 13, en 56 særðust.
Fangabúðirnar i Phu Quoc eru
þær stærstu i S-Vietnam. Norður-
Vietnamar segja, að þarna séu 30
þúsund fangar við verstu kjör.
N-Vietnamar gerðu i gær
áhlaup á þremur stöðum i S-Viet-
nam, en þeim tókst ekki að vinna
neina meiriháttar sigra, en
þennan dag voru liðin 18 ar frá þvi
að Frakkar biðu ósigur fyrir þjóð-
frelsishreyfingu Vietnam i
bænum Dien Bien Phu.
Bandarikjamenn segjast hafa
skotið niður þrjár orrustuþotur N-
Vietnama af sovézkri gerð, en N-
Vietnamar hafi skotið niður eina
bandariska sprengjuflugvél.
Nixon Bandarikjaforseti ræðir i
dag við helztu ráðunauta sina um
versnandi horfur i Vietnam.
Margt bendir til þess, að hann
hafi i hyggju að herða aðgerðir
gegn Norður-Vietnömum,
sprengjuárásir á N-Vétnam og
lagningu tundurdufla i hafnir þar.
Búizber við hörðum loftárásum
á bæina Hanoi og Haiphong. Til
Haiphon berast vopn frá Sovét-
rikjunum, og er hætt við versn-
andi samskiptum stórveldanna,
ef sovézk skip yrðu fyrir
SDrengjum þar.
Einnig er talið koma til greina,
að Nixon taki til umræðu tillögur
um að bandariskir sjóliðar gangi
á land sunnarlega i Norður-Viet-
nam og þeir . ráðist þar á
birgða- og herstöðvar og flugvelli.
Hið alvarlega ástand kom bezt i
ljós i ákvörðun Nixons i gær að
kalla heim William Rogers utan-
rikisraðherra i miðjum kliðum
Evrópuferðar hans. Rogers sneri
heim i gærkveldi og átti töluvert
eftir af för sinni. Hann ræddi við
Walter Scheel utanrikisráðherra
V-Þýzkalands i gærkvöldi og
Willy Brandt kanslara i morgun,
og eftir heimsóknina til Bonn átti
hann eftir að fara til Parisar
Italiu og Spánar.
Kissinger ráðunautur Nixons
hefur frestað för sinni til Japan
vegna hins alvarlega ástands.
46 slasast í spreng-
ingu í dœlu Apollo 16
Sprenging varð i dælu,
sem var notuð til að taka
eldsneyti úr Appollo 16, og
46 manns slösuðust. Litlar
skemmdir urðu á geimfar-
inu.
Slysið varð á North Island
flotastöðinni i Kaliforniu. Verst
slasaðist starfsmaður sem dælan
féll ofan á. Flestir hinna önduðu
að sér eitruðu gasi eftir spreng-
inguna, sem var svo öflug, að gat
kom á þak flugskýlisins, þar sem
verkið var unnið.
Hver fclur sig þarna bak við? —
Jú, það er Olof Palme forsætis-
ráðherra Svía. Sumir segja, að
þetta verði „rnynd ársins” i Sví-
þjóð, en hún var tekin 1. mai.
Gömlu hjónin vita ekki, liver situr
einn og æfir sig i ræðunni, sem
hann flutti seinna á fundi. -J|K-
Litil stúlka stendur I miðjum
brennandi rústum markaðarins i
Norður-Vietnainar sækja að Hué.
Markaðurinn i Hué brann til
að eldurinn hefði
slysni.
bænum Hué, og drengur horfir á. grunna i siðustu viku, og var sagt,
NEYÐARKALl
orðið vegna
r
HOTUÐU FLUGFEL-
AGINU EN NÁÐUST
í TÆKA TÍÐ
Bandaríska lögreglan
FBI handtók um helgina
tvo menn, sem höföu í
síma hótaö að eyðileggja
þotur f lug félagsins
National Airlines og
stöðvar þess í Miami,
nema þeim yrði greidd
fjárhæð, sem mun hafa
numið um 20 milljónum
króna.
Mennirnir vóru handteknir
daginn eftir að flugvél Western
Airlines var rænt og flogið til
Kúbu, og annar flugvélarræn-
ingi stökk i fallhlif úr flugvél
Eastern Airlines yfir Mexikó
eftir að honum hafði verið
greidd fjárhæð, sem nam nærri
30 milliónum króna.
FBI vildi i nótt ekki gera nán-
ari grein fyrir handtökunum.
VtSIR. Mánudagur 8. mai 1972.
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND
Umsjón: Haukur Helgason
/