Vísir - 08.05.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIIt. Mánudagur 8. mai 1972. vimsm: Eruð þér i einhverjum félagssamtökum? Krixtjana Kristjánsdóttir, skrif- stofustiilka: Nei, ég er ekki i nein- um félagssamtökum og hef bara aldrei veriö, eöa ekki man ég eftir neinum i augnablikinu. Og þó, jú jú, ég hef veriö i iþróttafélagi og stundaði þar handbolta. (ainiiar ölafsson, verkamaöur: Nei, ég er ekki og hef aldrei veriö i nokkrum félagssamtökum, ja, nema þá bara stéttarfélagi, og þá Dagsbrún. Klisabet (iuönadóttir, húsmóöir. Nei, aldrei á ævinni hef ég verið i nokkrum félagssamtökum eöa fé- lagi. Kinhvern veginn skortir áhugann hjá mér, eða kannski er það bara, aö maður hefur ekki nægan tima. Ólafur Kelúelsson, strætisvagns- stjóri: Ég hef ekki verið i neinum sérstökum félagssamtökum, nei. En ég er nú starfsmaður hjá Strætisvögtvam Heykjavikur og er þar af leiöandi i stéttarfélag- inu. En hérna i gamla daga var maður ekkert i svona félögum, ekki einu sinni ungmennafélagi. Arni Ó. Pálsson, innheimtumaö- ur: Ja, maður er i Verzlunarfélagi Reykjavikur, en ekki öðrum fé- lagssamtökum eða félögum. Jú, ég var nú hérna áður fyrr i Frama, þá keyrði ég leigubil i mörg ár. Og þar áður var ég i Dagsbrún, en ég hef ekki verið i neinu öðru en stéttarfélögum. Trausti ólafsson, framkvæmda- stjóriiÞað fer nú ósköp litið fyrir þvi eins og er. Jú, ég var nú þarna eitt sinn i iþróttahreyfingunni og lék þá með Ármanni. Annað er það vist ekki. Póll Ásgeir Tryggvason með VÍSI Páll Ásgeir las VIsi fyrir okkur siðustu viku — og hripaði hjá sér á blað sitthvað um Visi: Sú var tiðin þegar ég einu sinni hitti Halldór Jónsson, þáverandi auglýsingastjóra Visis, að hann hafði orð á þvi við mig, hve illa gengi að selja blaðið utan Reykjavikur. Hann sagðist hafa verið i Hafnarfirði og þá ámálgað það við kunningjakonu sina að gerast áskrifandi að blaðinu. Hún svaraði þá stuttaralega: „Hvers- vegna skyldi ég gera það, ég hef engu tapað og ekkert fundiö”. Margt hefur breytzt frá þessum tima og gjörbylting orðið á efni og úrliti Visis. En allt frá þvi fyrsta, hafa smáauglýsingarnar verið eins konar burðarás blaðsins. Ég man þá tið þegar fólk stóð i biðröð fyrir utan afgreiðslu blaðsins i Ingóllsstræti til þess að verða sem l'yrst til að koma sér á fram- færi við þá, sem auglýstu þann daginn i blaðinu. Þrátt fyrir breytta tima virðast þessar smá- auglýsingar hafa einkennilega mikið aðdráttarafl og eins og bent heíur verið á, eru þær eins konar spegilmynd af ástandinu á hverj- um tima og segja oft heila sögu. Fyrir nokkrum árum las ég fréttirnar i Visi á fyrstu og öftustu siðu með athygli, en fór hinsvegar á hundavaði yfir það sem þar var á milli. M.ö.o. Visir var, að mínu áliti, ákaflega fljótlesið blað. 1 dag er þetta meö allt öðrum hætti og betri. Það má gjarnan koma fram, sem vel er gert, enda þarf bæði hugkvæmni og elju til þess að hafa jafnan nægilegt af fram- bærilegu efni til birtingar. Stærð blaðsins ræðst einnig nokkuð af þvi hve mikið efni (og auglýs- ingar) er fyrir hendi. Þessa vik- una er þriðjudagsblaðið t.d. 24 siður að stærð en fimmtudags- blaðið 16 siður. Einu sinni var Morgunblaöið kallað blað smáfréttanna og þeim þökkuð að verulegu leyti út- breiðsla blaðsins. Hvað sem um það er, þá lætur að likum að fjöl- breyttar fréttir skapa stærri les- endahóp, þar sem allir ættu þá að fá eitthvað sem þeir hafa áhuga á. Uppsetning skiptir auðvitað miklu máli, þvi ekkert er hvim- leiðara en stórar svartar siður. Þessa gætir um of í föstu- dagsblaðinu þar sem 6. og 7. siða eru vel svartar, af þvi að þar slær saman leiöara blaösins, mynd- lausri föstudagsgrein Þorsteins Thorarensen með smáu letri og menningu Gunnars Gunnars- sonar. Að öðru leyti finnst mér blaðið hafa klárað sig vel þessa vikuna, enda ýmislegt fréttnæmt á þessu timabili. Þvi miður fer nú alls konar lögleysa vaxandi hér á landi, fkveikjur, skemmdarverk, ofbeldi og óknyttir. Mér er Ijóst að ekki er hægt að þegja yfir þessu i blöðunum, og til þess ætl- ast vist enginn. En stundum má spyrja hvort ekki sé of mikið af þessu efni i blöðum og t.d. of- beldismönnum gefin ofmikil aug- lýsing, þvi það er einmitt það, sem þeir sækjast eftir. Jafnframt vil ég viðurkenna, að ég er orðinn hundleiður á kiaftæðinu kringum P'ischer. — Slökkviliðið skipar virðuiegan sess i blaðinu þessa vikuna. „Það var erfið aðstaða að slökkva eldinn þarna”, sagði slökkviliðsmaður Visi, „báturinn var að hálfu leyti i kafi...” o.s.frv. Lögreglan hræðir golfara úti á Seltjarnarnesi með skothrið, en kollur voru hinar rólegustu. Við fáum einnig að vita, að þótt Mý- vetningar verði 500 talsins muni þeir ekki menga Mývatn svo að það verði baneitrað. Margt fleira skemmtilegt er að finna i blaðinu, að ógleymdum Bogga og Bellu, sem bæði hafa sinn „charma”. Ýmisskonar kröfur eru nú mjög i tizku. Ber blaðið þess merki alla vikuna, og er þó ekkert verkfall i gangi þennan tima. Þótt eflaust megi halda áfram að bæta Visi með nýjum hugmyndum, geri ég ekki kröfu til róttækra breytinga á blaðinu frá þvi sem nú er. Mér finnst vel á haldið og blaðamenn á réttri braut. Hitt er svo annað mál, að laugardagskrossgátan gæti verið aðgengilegri og þarf ekki endilega að vera eins erfið fyrir skilningarvitin og listaverk- in sem Laxness eru gefin. Gömul múnaðaheiti Jón Sigurðsson hringdi: Mikið ógurlega eru þeir skemmtilegir þættirnir i útvarp- inu um gömlu mánaðaheitin, sem eru i hverjum mánuði. Ég er viss um, að það taka fleiri i sama streng, þegar ég mæli með þvi, að þessir þættir verði endurteknir. Þættir þessir eru sérstaklega skemmtilegir fyrir okkur eldra fólkið og mikill fróðleikur i þeim „Eftir hádegið" tvisvar í viku Maður úr Þjórsárdal hringdi: Okkur i Þjórsárdalnum langar mjög mikið til þess að koma þvi á framfæri, að þátturinn i útvarp- inu: Eftir hádegi, sem hann sér um hann Jón B. Gunnlaugsson nýtur mjög mikilla vinsælda hér. Við erum að opna hérna Félags- heimili Arnesinga, þar sem kem- ur til með að verða kaffi og veit- ingar, og þvi mælum við með þvi, að þáttur þessi verði hafður tvisv- ar i viku. Mundi það verða mjög vel þegið hér i Félagsheimilinu svo og annars staðar. Að lokum viljum við bara þakka Jóni B. Gunnlaugssyni kærlega fyrir mjög góðan þátt. Byltingalýðurinn biður um áfram- haldandi varnarlið VISIR SPYR: Hvað finnst yður um aðgerðir stúdentanna i Arnagarði gegn Rodgers? (Sex menn svara. Enginn gerir sér grein fyrir aðalatriði þessa máls. Aliir svara þvi eins og barnaskóiabörn) Svar mitt er þetta: Það ber að gera glöggan mun á skoðanatjáningu og ofbeldi. Hér er um að ræða uppreisn og ofbeldi gegn islenzkum ráðherra, og þar með rikisstjórninni i heild. Einnig gegn forstjóra Arnagarðs, lög- reglu ofl, opinberum embættis- mönnum. Þá er og tilraunin til skemmda á dýrum tækjum og á vegi er forseti tslands ekur um. Allar eru þessar aðfarir eins- konar stæling af framkvæmda- atriðum i sambandi við byltingu. Næsta skrefið gæti þvi verið þess eðlis. í svona ofbeldisaðgerðum felst þetta, að minu viti: Varnarlið Bandarikjanna má ekki fara héðan. Það getur verið þörf á að auka það, þvi hér er um 'inn lendar byltingartilraunir að ræða, sem kalla á samninga við varnarliðið um aðstoð ef byltingalýðurinn hindrar þing- kjörna rikisstjórn landsins i störf- um. Tjáningarfrelsi er allt annars eðlis en æfingar i stjórnarbylt- ingu með ofbeldi. Slikt verða allir að gera sér ljóst. Efnislega er byltingalýðurinn að biðja um að varnarliðið fari ekki. (Astæðan til, að ég læt ekki nafns mins getið, er sú, að nafnið eitt gæti auðveldað óaldarlýðnum að hefna sin). FRAMSÓKNARMAÐUR. Gömul blöð á lœgri prísum Akureyringur skrifar: „Um langa hrið hef ég haft i huga að skrifa þér um eitt af minum hjartans áhugaefnum. En það er i fáum orðum sagt svona: Hvernig stendur á þvi.að t.d. á miðviku- dögum getur maður ekki arkað út i verzlun og keypt blaðið frá i gær á lægra verði en prisinn er dags daglega? A þessum eina sólar- hring er farið að slá það mikið i fréttirnar að þær eru alls ekki kaupanlegar á sama verði og þær eru nýjar. Nú er það svo hér á Akureyri (og viða) að flugsam- göngur teppast ailtaf öðru hvoru og þá verður hver og einn að kaupa blöðin (sem geta oft á tiðum verið nokkurra daga) fullu verði. Og þvi spyr ég, af hverju er þetta ekki leiðrétt? Eða er ég e.t.v. fyrsti maðurinn, sem sting upp á þessu? Ég fyrir mitt leyti gæti vel trúað þvi, af þvi Akur- eyringar eru nú einu sinni annál- aðir fyrir hugmyndariki. Ég vænti þess að einhver dýfi penna i byttu og svari spurningu minni, af hverju ekki lækkun?” Svar: Dagblöð eru eitt það ódýr- asta, sem boðið er til kaups nú á dögum. Um lægra verð verður vart að ræða. Jafnvel þótt öll dag- blöðin bæru höfuðið hátt og gætu lækkað verðið, þá er það útilokað vegna innheimtunnar. Eflaust mundu einhverjir kaupmenn segja við uppgjör að þeir hefðu bara alltaf selt blaðið á niðursetta verðinu, og þannig gætu þeir krækt i aukakrónur. Nei, þvi mið- ur er þetta nú ekki hægt, en við skulum vona að við getum boðið Akureyringum Visi framvegis á skikkanlegum tima og á sama skikkanlega verðinu. — HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.