Vísir - 27.05.1972, Qupperneq 1
62. árg. — Laugard 27. maí 1972— 117. tbl.
Fundum ekki
Anægjuleg breyting hefur oröiö á
borginni okkar nú á nokkrum
vikum meö komu vorsins. En þaö
hcfur einnig orðið ánægjuleg
breyting á borginni af öörum
orsökum. Borgararnir og borgar-
yfirvöldin hafa gert stórt átak til
að fegra borgina, sem hefur tekiö
sóðaskapinn
stakkaskiptum frá þvi sem var
fyrir fáum árum. — Viö héldum
þó að enn væri töluvert ógert. En
það veröur aö segja þá sögu eins
og er, aö viö fundum ekki þann
sóðaskap, sem viö enn hugöum
vera i borginni.
SJA BLS.2
Nýju boðorðin
Endurskoöun á iifsgæöunum
er nú aö verða æ meira
áberandi I öllum háþróuöum
ríkjum. — Hvað er þaö, sem
viö viljum i raun og veru?
Hverju erum viö að fórna á
altari aukins hagvaxtar? —
Fyrir skömmu kom út i New
York athyglisverð bók. — t
henni eru sett fram ný boð-
orö og rædd ábyrgð einstak-
lingsins á mótum þess um-
hverfis, sem við lifum öll
i. SJABLS.8.
Hvernig eru
forsetamorðingjar
Þeir menn sem reynt hafa aö
myröa eöa myrt hafa forseta
Bandarik j a nna eða
áberandi stjórnmálamenn
eru á ótrúlega margan hátt
keimlikir. Nefnd, sem rann-
sakaði ofbeldi i Banda-
rikjunum 1969, gaf þeim
sameiginlega lýsingu. Sú
lýsing á mjög vel við Artie
Bremer, sein reyndi aö
myrða George Wallace
fylkisstjóra. — SJA BLS. 6.
Enga lógaritma
í leikhús
Þeir, sem ef til vill hafa veriö
haldnir minnimáttarkennd i
leikhúsi, þegar torskilin leik-
rit Laxness hafa veriö flutt,
geta nú verið heldur upplits-
djarfari. — Það er sem sé aö
koma á daginn, aö menn eiga
ekki endilega að skilja ýmiss
konar skringilegheit sem
sýmbólik eða tákn einhvers
annars og meira en sagt er
og sýnt. Sem sagt: Farðu i
leikhús en skildu lógaritma-
töflurnar eftir heima.
Reyndu aðeins að skemmta
þér, ef þú getur. — i dag er
fjallað um sýningu
Leikfélags Akureyrar á
Strompleik Laxness á
menningarslðu. —SJA BLS.7
Bóðum
frambjóðendum
annt um
œskulýðinn
Sjó baksíðu
Hann barði mig
í magann
Sjó viðtal við
Albert Guðmundsson
ó baksíðu
Hvert er ólit
yðar ó fegurðar
samkeppnum?
Sjó Vísir spyr bls. 2
Fannst af tilviljun skaðbrenndur
Maður brann í tjaldi ó Snœfellsnesi — Var rœnulítill, þegar hann fannst
Slasaður maður, illa
brunninn og þungt hald-
inn, var sóttur vestur á
Snæfellsnes i gærdag af
þyrlu frá varnarliðinu.
Piltur frá bænum
Skógarnesi i Miklaholts-
hreppi fann manninn
meðvitundarlitinn, þeg-
ar hann i gærdag gekk
fram á brunnið tjald
skammt frá bænum. Lá
maðurinn þar hjá sviðn-
um tjalddúknum,
greinilega mikið
brenndur.
Fólkiö I Skógarnesi tilkynnti
Páli hreppstjóra á Borg, hvaöa
slys heföi oröiö þarna, og kom um
leið skilaboðum til lækna i
Stykkishólmi. Fóru bæði sjúkra-
húslæknirinn og héraðslæknirinn
i sjúkrabil til Skógarness, en
þetta var skömmu eftir kl. 2 i
gærdag.
Læknarnir töldu, þegar á staö-
inn var komið, varhugavert að
flytja hinn slasaða I sjúkrabiln-
um, eins og komið var fyrir hon-
um, og var þá leitað aðstoðar
varnarliðsins með þyrluflug.
Slasaði maðurinn var einn úr
hópi þriggja starfsmanna frá
Orkustofnun rlkisins, sem þarna
unnu að mælingum. Hinir tveir
félagar hans höfðu fariö til
Reykjavikur i fyrradag vegna
bilunar i einu mælitæki þeirra,
sem viðgerðar þurfti við. En hann
varð einn eftir Qg ætlaði aö gista i
tjaldi þeirra.
Maöurinn var of illa haldinn til
þess að geta með nokkru móti
gertgrein fyrir þvi, hvernig brun-
inn hafði orðið. En helzt er getum
leitt að þvi, að kviknaö hafi I
tjaldinu út frá gastækjum —
annaðhvort út frá sprengingu eöa
að gasloginn hafi teygt sig i tjald-
dúkinn að manninum sofandi.
Þyrla varnarliðsins lenti meö
hinn slasaða á Reykjavikurflug-
velli um kl. hálfsex i gær, og var
maðurinn fluttur i hasti á sjúkra-
hús og lagður þar til aðgerðar.
—GP
Þórunn Símonardóttir - Katrín Gísladóttir
ÞÆR SIGRUÐU!
Fyrir fullu Hóskólabíói var um klukkan þrjú í nótt kjörin Fegurðardrottning íslands
1972, Þórunn Símonardóttir fró Reykjavík. Annað og þriðja sœti hrepptu Kolbrún
Sveinsdóttir og Erla Adólfsdóttir. Þó var Katrín Gísladóttir fró Akureyri kjörin
Fegurðardrottning ungu kynslóðarinnar 1972. (- ÞJM - BB)