Vísir - 02.06.1972, Side 5

Vísir - 02.06.1972, Side 5
VISIR. Föstudagur 2. júni 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND HOMINN HEÍMl — og búinn að ávarpa þingi og þjóð „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að fylgjast gaum- gæfilega með þvi, að jákvæð þróun verði i samskiptum stórvelda”, sagði Nixon for- seti i morgun er hann ávarp- aði þing og þjóð Bandarikj- anna, er hann kom heim úr sinu fræga ferðalagi til Sovét- rikjanna, irans og Póllands. Sagði Nixon að samningur- inn um takmörkun við kjarn- orkuvopna vigbúnaði, færi báðum aðiium mikið öryggi, og væri mjög stórt skref i átt- ina að þvi að stöðva með öllu hið hættulega og rándýra vig- búnaðarkapphlaup. Nixon fræddi svo þingið á þvi að samningurinn um tak- mörkun á eldflaugasmið yrði fljótt sendur þinginu til athugunar. Umsjón: Gunnar Gunnarsson Þeir þjóðnýttu olíuno r — iraksmenn lindirnar en Sýrlendingar leiðslurnar irak og Sýriand hafa tek- ið yfir allar olíulindir i eigu vestrænna fyrirtækja og eru norðan tií í irak og út undir Miðjarðarhaf. Hafa löndin tvö þjóðnýtt allar eignir og sett undir einn hatt. 55 oliulindir i nágrenni bæjarins Kirkuk norðan til i Irak voru þjóðnýttar, þar eð félag það sem hagnýtti sér þessar lindir, og aðalaðsetur hefur i London, hafði ekki komið þvi i verk að gefa neitt svar við úrslitakostum sem Iraks- stjórn hafði sett félaginu. Úrslitakostir stjórnarinnar gerðu félaginu að greiða hærri leigu, ha.rri innflutningstolla af verkum og vélum félagsins og þar að auki liðlega 100 milljónir punda sem sérstakan skatt til Iraks-rikis. I dag vatt svo nágrannarikið Sýrland sér i að þjóðnýta ögn lika. Útvarpið i Damaskus skýrði frá þvi að Sýrland hefði þjöðnýtt dælustöðvar og oliuleiðslur sem flytja oliuna frá Norður-Irak út til Miðjarðarhafsins gegnum Sýr- land og Libanon. fornaldarsögu og ætiar sér að stunda framhaldsrannsókn- ir,” ef ég ekki fell saman eftir þetta”, sagði hún. Hún tók gagnfræðapróf árið 1909. Carolina á heima i Fresno i Kaliforniu Caroline Cooper sem er 82 ára að aldri krækti sér um daginn i doktorsgráðu i latinu, Þarna liggur Harvey Glenn McCloud, 23 ára byssumaður frá Ral- eigh i Californiu — hann framdi sjálfs- morð eftir skotárásina á fólk á kosningafundi hjá Everett Jordan, þingmanni. Lik byssu- mannsins liggur þarna á milli bifreiðanna, en i bakgrunninum eru fréttal jósmy ndarar. Allir hrœddir! Josef Tekoah, ísraelski ambassadorinn hjá Sam- einuðu þjóðunum, bað í gærkveldi Kurt Wald- heim, aðalritara S.þ., að reyna að tryggja að hermdaraðgerðir sem hroðaverkin í Tel Aviv fyrir skemmstu, verði stöðvuð. Tekoah ambassador lagði fram þessa tillögu fyrir hönd lands síns að loknum 30 mínútna löng- um viðræðufundi við Waldheim. Edward Ghorra, fulltrúi Líbanons hjá S.þ. hefur einnig setið einkafundi með Waldheim aðalrit- ara, en sem kunnugt er styðja Líbanir starfsemi Palestínu-skæruliða með því að leyfa þeim að leika lausum hala innan landa- mæra Líbanon og hafa þar herbækistöð. ísraelsmenn hafa hvað eftir annað krafizt þess að skæruliðar yrðu burtrekn- ir frá Líbanon — og hafa jafnvel hótað loftárás á Beirut, þar sem skærulið- ar eru áberandi. Nú eru Líbanonsmenn logandi hræddir við loftárás. is- raelsmenn segjast hins vegar vera logandi hræddir við annan atburð, hliðstæðan slátruninni í Tel Aviv. Um allan heim hafa menn fordæmt framferði skæruliða og lýst undrun yfir því að Japanirnir þrír, sjálfsmorðingjarnir, skyldu fásttil þessa verks. Japanskir fjölmiðlar fárast mjög yfir þeirri hneisu sem sjálfs- morðingjarnir þrír hafi gert landi sínu og þjóð. Mennimir þrír tilheyrðu pólitískum öfgasamtök- um sem höfðu að einkennisorðum, setningu úr hugsunum Maós, þar sem segir eitthvað á þá leið, að pólitískt vald komi út um byssuhlaup. Sjö skotnar niður — og en er barizt í Kontum Norður-Vietnamskar skyttur hafa siðustu daga skotið niður sjö ameriskar sprengjuflugvélar, að þvi er útvarpið i Hanoi segir. Þrjár sprengjuþotanna voru skotnar niður i miðri sprengjuá- rás yfir Norður-Vietnam. I Saigon segja menn að hin- ar heiftarlegu loftárásir bandariska flughersins á leiðir og herdeildir Norður-Vietnama hafi nokkuð bjargað stöðunni við An Loc, og ekki eru menn á þvi að Saigon sé lengur i minnstu hættu. Suður-Vietnamskir skriðdrekar sem þátt tóku i skotárás norð-vestur af Hué, voru i gær illa leiknir af langdrægum fall- byssum, sem norðanmenn höfðu komið upp við Quang Tri. Fréttastofan UPI sagði i gær- kvöldi, að i þrem hlutum bæjarins Kontum væri barizt hús úr húsi og að varnarsveitir sunnanmanna hefðu siður en svo hrundið norðanmönnum af sér. Rétt fyrir sprengingarnar í Theheran Nixon er kominn heim.l Þessi mynd sýnir hann aka< um borgir Teheran meðf Persakeisara — skömmu slö-i ar glumdu þrir sprengjuhvell-4 ir i eyrum forsetans.en enginf sprengja sprakk nálægt hon-£ um.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.