Vísir


Vísir - 02.06.1972, Qupperneq 12

Vísir - 02.06.1972, Qupperneq 12
12 VÍSIR. Föstudagur 2. júni 1972. Þessi föngulega stúlka fékk fjölmarga úr yfirstétt Knglands til aft gera meira en að lyfta brúnum, þegar hún fyrir ekki svo löngu birtist þeim nakin við morgunverðarborðið. Þetta er nefnilega hún Vivien Neves, sem prýddi hcila siðu i hinu virta og siðlega dagblaði „The Times” — eins nakin og hún var af drottni gerð. Hin fagra Vivien braut blað i sögu stórblaðsins með þessari fyrstu nektarmynd, sem það birti. Fyrir stúlkunni sjálfri var þetta hins vcgar ekkert annað en hvcrt annað ljósmyndafyrir- sætustarf, en Vivien er Ijós- myndafyrirsæta að atvinnu. ilagur hennar og velgengi á þvi sviði tók þó fyrst að vænkast eft- ir myndbirtingu „The Times" og það mikla umtal, sem henni fylgdi. Umsjón Þórarinn Jón Magnússon Sören Strömbcrg eftir að hann hafði tekið víð hlutverki Ole I „Hrað braut á rúmstokknum”. JACKIE ONASSIS: - Satt að segja er ég verulega hlédrœg......................... Hvers vegna er ég endalaust hundelt af forvitnu og slúðrandi fólki, þó að ég hafi borið eftir- nafnið Kennedy og beri nú eftir- nafnið Onassis, spyr vesalings Jacqueline Onassis i viðtali við iranskt blað nýlega, fyrsta blaða- viðtali hennar frá þvi hún giftist griska skipakónginum Aristoteles Onassis. — Ég er einfaldlega i dag það, sem ég var i gær og verð á morgun. Fyrst og fremst kona. Ég elska börn og hef yndi af að fylgjast með þeim vaxa úr grasi. bað er það ánægjulegasta i lifi kvenna. bað vill gleymast of oft, að ég var Jacqueline le Bouvier, áður en ég varð frú Kennedy og frú Onassis. Allt mitt lif hef ég kapp- kostað að vera bara ég sjálf. bvi held ég áfram svo lengi sem ég lifi. MÁ EKKI VÆNTA OF MIKILS AF LÍFINU...... — Ég hef þurft að ganga i gegnum margt um ævina. Ég hef oft liðið þjáningar. En ég hef óneitanlega lika átt margar hamingjustundir. Ég hef margreynt, að maður má ekki vænta of mikils af lifinu. Við verðum að leggja tilveru okkar jafnmikið til sjálf og lifið framreiðir okkur. Hvert augnablik i lifinu er óskylt öðrum: bað góða, það óviðfelldna, reynslan, gleðin, harmleikirnir, ástin og hamingjan, allt er þetta fléttað saman i óslýsanlegt munstur, sem kallað er lif. Maður getur ekki aðskilið það góða frá hinu vonda. bað er ef til vill ekki nauðsynlegt heldur. Ole Ssltoft enn við rúmstokkinn — en nú ó sjúkrahúsi vegna ofreynslu Þar sem eitt bíóhús borg- arinnar sýnir ,,Rúmstokks- mynd'' um þessar mundir við fádæma aðsókn, þykir okkur ekki úr vegi að birta hér fréttir frá töku næstu ,, Rúmstokks-myndar", nefnilega myndarinnar „Hraðbraut á rúmstokkn- um". Gerð þeirrar myndar hófst fyrir nokkrum vikum og hafði miðað vel áfram, þegar Ole S^iltoft, aðal- karlleikarinn, heltist úr lestinni. Hann hafði lagt svo hart að sér við leikara- skapinn, að hann þoldi ekki meira álag og féll saman undir upptöku eins atriðis- ins. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús, þar sem læknar úr- skurðuðu hann of „stressaðan” til að halda áfram kvikmyndaleik næstu vikurnar. Áfram er þó haldið töku myndarinnar „Hrað- brautá rúmstokknum” — bara án Óla. Hann hafði lika farið með hlutverk i reviuflutningi i Nyköb- ing, en þar hefur þegar verið sett- ur inn staðgengill i hans stað. Hlutverk Ole i „Rúmstokks- myndinni” hefur Sören Ström- berg tekið á sinar herðar, en hann hafði farið með næst veigamesta karlhlutverk myndarinnar. bvi hefur Paul nokkur Haugan tekið við. I myndinni „Tannlæknirinn á Ole Söltoft. Feginn hvlldinni.... EKKERT GEFIÐ Jaekie lætur þess getið i við talinu við iranska blaðið, að for- tið hennar i blaðamennsku hafi kennt henni margt um lfið: — Starf mitt byggðist oft á þvi að leggja sömu spurningar fyrir sex eða sjö ólikar manneskjur og að þvi búnu ljósmynda þær i bak og fyrir á meðan þær töluðu. bað var oft á tiðum geysilega erfitt að fá eitthvað nýtilegt úr úr þessu efni. bað kenndi mér að vænta ekki of mikils. Ekki taka neitt sem gefið. ER HLÉDRÆG Jackie segir i viðtalinu, að hún kjósi að lifa rólegu lifi. bað sé ástæðan fyrir þvi, að hún og maður hennar séu ekkert alltof hrifin af blaðamönnum. — Mér stendur hálfgerður beygur af pressuliðinu, þegar það kemur i hópum. Stórir hópar blaðamanna eru æði ópersónu- legir i minum augum. Minna mig öllu heldur á herskara af engi- sprettum. Sannleikurinn er i rauninni sá, að ég er verulega hlédræg manneskja. Fólk telur mig haldna mikilmennskubrjálæði. Sú regla min, að tala helzt ekki við blaðamenn, er skilin á þann veg, að ég liti niður á almenning. Viðtalinu við iranska blaðið lauk, þegar þjónustustúlka fékk Jackie bréfsnepil, sem á var hripað: „Snotur herramaður biður yðar við miðdegisverðar- borðið”. Skilaboðin komu frá eigin- manni hennar Aristoteles Onassis.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.