Vísir - 02.06.1972, Blaðsíða 20
„FORKASTANLEG VINNU-
BRÖGÐ RÁÐHERRANS,,
- segir málgagn Hannibals um bankanefnd Lúðvís
vísm
Köstudagur 2. júni 1972.
Bjart veður um helgina
Veðurguftirnir verða okkur lik-
lega hliðhollir i dag. Hér i
Kcykjayik og nágrenni er vindur
farinn að snúast norðaustur, og i
dag má gera ráð fyrir björtu
veðri og sólskini.
Alls staðar á landinu er nú
austan átt og rigning nema hér á
vesturhorninu, og þess má geta,
að á norður- og austurlandi er
leiðinlegt dumbungsveður.
Hér i höfuðborginni og á
svæðinu allt i kring verður veður
einnig gott og bjart um helgina,
og hið heppilegasta feröaveður
segja þeir á Veðurstofunni. Alla
vega til þess að skreppa eitthvað
rétt út fyrir höfuðborgina.
()g þrátt fyrir það að i morgun
hefur verið hálfgert mistur, mun
létta lil er liður á daginn.
-EA
„Einnig er ljóst að
þessi ráðherra þykist
fylgja nýjum vinnu-
brögðum í orði, en er of
gamall pólitikus i hett-
unni til að geta sýnt það
i verki”.
Ofangreind tilvitnun er úr
grein sem birtist i Nýju landi,
málgagni Hannibals, í gær. Þar
er ráðizt að Lúðvik Jósepssyni
fyrir nefnd þá sem hann skipaði
til að endurskoða bankakerfið.
Segir i fyrirsögn að hér sé að-
eins um sýndarmennsku að
ræða og i greininni er talað um
forkastanleg vinnubrögð ráð-
herrans. 1 nefndinni eiga sæti 4
bankastjórar, einn bankafull-
trúi og einn forstjóri.
Orðrétt segir Nýtt land:
„Þessi nefndarskipan sýnir að
kerfið blifur. 1 stað þess að fá
glögga menn utan bankakerfis-
ins til að taka þessi mál fyrir á
hlutlægan hátt, er raðað i nefnd-
ina nær eingöngu bankastjór-
um, sem hafa komizt i banka-
stjórastöður ekki sizt vegna
þess að þeir játa ákveðna póli-
tiska trú og eru tryggingamenn
ákveðinna flokka. Og formaður
nefndarinnar er sjálfur seðla-
bankastjórinn. Þess má geta að
sérlegur fulltrúi ráðherrans i
nefndinni er augljóslega Guð-
mundur Hjartarson, sem sællar
minningar tryggði pabbadreng
bankastjórastöðu i Búnaðar-
bankanum.”
Visi tókst ekki að ná tali af
Hannibal Valdimarssyni i
morgun til að grennslast fyrir
um hvort þessi grein túlki
skoðanir hans. Hins vegar mun
flestum ljóst að andi Bjarna
Guðnasonar svifur þarna yfir
vötnum.
—SG
12 laxar úr Norðuró í gœr
Veiðimemi viðNorðurá vippuðu
12 liixum ú land i gær, fyrsta
ilaginn, sem leyft var að veiða i
ánni. Kyrri liluta dags fengust K
laxar og voru þeir frá X og uppi 12
pund. Niu stengur voru i ánni og
liæði notuð fluga og maðkur. Um
kviildið fengust siðan 4 laxar og
var sá stærsti 14 pund.
Veiðimennirnir voru sæmilega
ánægðir með þennan fyrsta dag
og töldu að útkoman væri álika og
þegar veiði hófst i fyrra.
I Miðfjarðará hófst einnig veiði
i gær og er það um viku fyrr en
venjulega. Þar voru 4 stengur
i gangi og töldu veiðimenn að lax
væri kominn i ána.en hins vegar
gekk þeim illa að fá hann til að
bita á. Þar fékkst aðeins einn sjö
punda lax i gær. -SG
Menningar-
vitinn risinn
Svartur, rauður og gulur, hár
og tigulegur, gnæfir Menningar-
vitinn svokallaði nú á svæðinu
fyrir utan l.augardalshöllina.
Ljósmyndarinn okkar kom þar
að i gærdag, er verið var aö koma
honum fyrir. en Menningarvitinn
mun standa óhreyfður yfir alla
Listahátiðina, en er henni lýkur
verður hann aðeins brenndur á
staðnum.
Listahátiðin hefst eins og flestir
munu nú vita á sunnudaginn og
verður opnuð með pomp og pragt
i Háskólabiói.
Menningarvitann hefur gert
Kjartan Guðjónsson. Teikning-
una af honum gerði hann fljótt
eftir áramót, en ekki var byrjað
að reisa hann fyrr en i fyrradag. -
-EA
3ja daga þjóðhátíð á Þingvöllum #74
- undirbúningur undir afmœlishátiðina i fullum gangi
Undirbúningur undir at-
mælishátíðina 1974 er i
fullum gangi út um allt
land, og hefur verið
ákveðið að halda 3ja daga
útihátíð á Þingvöllum um
manaðamótin |uli-agust at
mælissumarið, þar sem
skemmtikraftar frá öllu
landínu koma saman.
Indriði G. Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri hinnar þingskipuðu
þjóðhátiðarnefndar sagði blaðinu
að um þessar mundir væri verið
að skipuleggja i nefndir úti um
allt land, en i hverju héraði og
kaupstað verður nefnd, sem sér
um hátiðarhöldin á hverjum stað.
Siðan verður valið úr þvi og beztu
skemmtíatriðin flutt á útihátið-
inni á Þíngvöllum.
,,Við vonumst til að um 100 þús
manns komi til Þingvalla þessa
þrjá daga”, sagði Indriði. „Reynt
verður að hafa hátiðina bæði úti
og inni. Þegar er hafinn gifurl.
viðbúnaður til að bæta ýmsar að-
stæður á Þingvöllum, t.d. hrein-
lætisaðstæður. Við erum nú að
reyna að fá tjöld, sem bæði verða
notuð sem veitingatjöld, og til að
hýsa skemmtiatriðin. Tjöldin
fáum við að utan og taka þau yfir
1000 manns hvert. Þá verður
geysimikil iþróttahátiö á Þing-
völlum i sambandi við afmælis-
hátiðina.” sagði Indriði. ÞS
mannanna taka upp lykil að skrif-
stofudyrum þarna i húsinu, þar
sem hann var nýbúinn að brjóta
rúðu, tók hann á rás fram gang-
inn áleiðis til stigans.
En tvimenningarnir brugðu
snöggt við og vörnuðu honum
undankomu. Þá fór að færast al-
vara i spiliö, þvi að þjófurinn tók
upp hnif, sem hann hafði hnuplað
úr eldhúskompu i húsinu, og
mundaði hann hinn vigreifasti.
En hinir voru engir veifiskatar
heldur, og listamaöurinn, Jón
Gunnar Arnason, komst á hlið við
hnifamanninn, meöan félagi
hans, Þorsteinn Hjálmarson,
ógnaði honum. Tókst þeim I sam-
einingu að afvopna pilt og halda
honum, þrátt fyrir stympingar
hans.
Þegar maðurinn róaöist voru
þeir ekki höndum seinni að kveða
tillögregluna, sem kom von bráð-
ar og hirti pilt.
—GP
Siglingaklúbbur Æskulýðsráðs, Siglunes , er nú byrjaöur á sumar-
starfinu, þriðja árið i röð.
Ætlunin er aö liafa aðstöðu fyrir strákana þrisvar í viku i sumar aö
sigla á bátunum.sem þeir hafa sjálfir smiðað, frá bryggjunni við
Nauthólsvik. Þarna eru ýmsar gerðir af bátum, en þó eru sjóskátarnir
svökölluðu algengastir. Þeir voru ekki almennilega farnir að taka viö
sér i gær ungu sæfarendurnir, enda var þetta fyrsti dagurinn i suraar
sem klúbburinn starfar. -GF
(,istamaöur á kafi i samræðum
við félaga sinn á leiðinni heim til
þeirra, kom að innbrotsþjófi i
stigaganginum i húsi þeirra við
Klapparstig i nótt.
Að visu vissu þeir ekki, aö þarna
var þjófur á ferð, en spurðu hann
þó, hverra erinda hann væri að
þvælast þarna.
Maðurinn sagðist hafa verið
þarna i partii i húsinu og vera að
fara, enda komið fram yfir mið-
nætti. En þegar hann sá annan
Innbrotsþjófurmn brá hnífi,
þegar að honum var komið