Vísir - 03.07.1972, Side 4

Vísir - 03.07.1972, Side 4
4 VÍSIR Mánudagur 3. júli 1972 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Konurnar lagfœra sprengdu vegina Hér eru konur i Norður-Vietnam i óða önn við endurbætur á vegum, sem hafa skemmzt i striðinu. Ungversk myndastofa lætur myndinni fylgja þann texta, að afköst kvennanna séu geysileg, og hafi þessi flokkur, sem kallist ,,sveit 609”, hlotið æðstu heiðurs- merki úr hendi stjórnar- innar i Hanoi. ”Ég hef ekiö leigubíl í 7 ár og reynt margar bíltegundir. Þann 13. ágúst 1970 keypti ég mér, án nokkurrar fyrri reynslu, nýjan Opel Rekord - C fólksbíl til nota í mínu starfi. Bílinn notaói ég í tæpt eitt ár, mestan hluta dags og nætur og ók ég þá á móti öörum bílstjóra svo nýta mætti bílinn enn betur. Aö ári liðnu og eftir aö hafa verið búinn að aka bílnum tæpa 50.000 kílómetra ákvaó ég aö selja hann og kaupa mér annan nýjan Opel Rekord - C, sem ég svo fékk afhentan 21. júlí 1971. Sé tillit tekiö til allra hluta, bæði varðandi eyöslu (sem er mjög lítil) var reksturskostnaður aöeins kr. 1.800 (fyrir utan benzín) meðan ég átti bílinn. Sá nýi hefur ekki staðið sig verr, og get ég því aðeins sagt að þetta er bezti bíll sem ég hef átt um ævina. Raunverulega skil ég ekki af hverju allir leigubílstjórar kaupa sér ekki og aka á Opel.“ Jóel Hreiðar Georgsson, Bílastöó Hafnarfjarðar, G-2146.. Opel reynist einnig vel í leiguakstri! $ Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900 25 ára fjand- skap lokið? Indverjar og Pakistanir náðu seint I gærkvöldi samkomulagi um að heita þvi að beita ekki valdi til að útkljá deilumál sin i milli. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, og Ali Bhutto, forseti Pakistan ætla að undirrita sameiginlega yfirlýsingu um að fækka smám saman í herjum við landamæri þessara gömlu erki fénda. Það var ekki fyrr en i siðustu tilraun, að þetta tókst, eftir að viðræðurnar voru komnar i strand. Leiðtogarnir segja, að þetta tákni grundvallarbreytingu eftir 25 ára fjandskap. Kunnugir eru hafðir fyrir þvi, að ljúka eigi að kalla til baka her- liðið á iandamærunum á 30 dögum, eftir að þing Pakistan hafi samþykkt samkomulag leið- toganna, en það kemur saman 14. ágúst. Sendimenn stjórnanna eiga að gera út um landamæra- linu á hinu umdeilda Kasmirfylki. Eftir það eiga að verða viðræður um að taka aftur upp stjórnmála- samband milli Indlands og Pakistan, og einnig um viðskipti og flug yfir landsvæði hvors annars. Schiller hunzaði fundinn Orðrómurinn, um að einn helzti ráðherra Willy Brandts, Karl Schiller, sé að hætta, fékk byr undir báöa vængi i gær, þegar hann var fjarverandi fund, er Brandt kvaddi til vegna komu Pomdidou Frakklandsforseta. Talsmaður rikisstjórnarinnar sagði i gærkvöldi, að Schiller mundi koma á ráðherrafund i dag, en menn vissu'ekki, hvað hann mundi gera eftir það. Dr. Schiller hefur látið að þvi liggja, að hann kynni að segja af sér, siðan rikisstjórnin ákvað siðastliðinn fimmtudag að gera ráðstafanir til að stjórna straumi erlends gjaldmiðils til vestur- þýzks markaðar, en Schiller var andvigur þessari ákvörðun,- Karl Schiller hefur verið kallaður „super-ráðherra ” i stjórn Brandts og verið löngum valda- mestur ráðunauta Brandts.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.