Vísir - 03.07.1972, Qupperneq 5
ViSIR Mánudagur 3. júli 1972
5
I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN H5!'ÍÍ?,d: l-c. r um. ÚTLÖND
___________________________________________________________________________ HAUKUK hhLuAjUN
SEX DREPNIR UM
VOPNAHLESHELGI
Sex daga vopnahléð á
Noröur-irlandi hangir á blá-
þræði eftir átök helgarinnar,
sem kostuðu sex manns lifið.
Þótt flest götuvigin sem
mótmælendur i Belfast höfðu
reist fyrir helgina, hafi verið
rifin i morgun, var spennan
mikil.
Kunnum mótmælanda, Spence
39 ára, var rænt i gærkvöldi, er
hann var i leyfi frá fangelsi til
að heimsækja ættingja sina.
Spence afplánar 20 ára fang-
elsisrefsingu fyrir að hafa myrt
kaþólskan barþjón fyrir sex
árum.
Lögreglan i Belfast neitaði i
morgun orðrómi sem hermdi,
að Spence hefði verið einn
þeirra, sem fundust drepnir i
gær. Talsmaður öfgasamtaka
mótmælenda, UDA, sagði i nótt,
að meijn hans mundu gripa til
aðgerða, ef i ljós kæmi, að IRA
stæöi á bak við ránið á Spence,
en margir mótmælendur telja
hann „þjóöhetju”.
Þrjú lik fundusti gær i Belfast
eftir fyrsta áhlaupið á brezka
hermenn siðan vopnahlé var til-
kynnt i siðustu viku. 1 þremur
áhlaupum var hleypt af um 300
skotum á hermennina.
Enginn hermaöur særðist þó,
að sögn talsmanna herstjórnar-
innar.
Börn fundu tvö likanna
skammt frá þeim stað, þar sem
skothriðin byrjaði. Mennirnir
höfðu látizt af skotsárum.
Þriðja likið fannst á götuhorni
i hverfi mótmælenda. Likinu
var fleygt út úr bifreið sem
var ekið hratt.
Fyrr um helgina höfðu enn
fundizt tvö lik.
Brezki herinn segist ekki telja
þetta brot á vopnahléinu. Ofga-
armur IRA segist ekki bera
neina ábyrgð á þessum mann-
drápum eða bardögum.
EBE-VIÐRÆÐUM LOKIÐ
Á ÁTTA TIL TÍU DÖGUM
Siðasti þáttur samningavið-
ræöna islands, Sviþjóðar,
Finnlands, Sviss, Austurrikis og
Portúgals við Efnahagsbanda-
lagið byrjar i dag, og er stefnt að
þvi að ljúka viðræðum á átta til
tiu dögum
Sérstök nefnd með fulltrúum
EBE og Bretlands, Danmerkur,
Noregs og Irlands stóð um helg-
ina i ströngum samningavið-
ræðum fyrir hönd EBE, og mun
hafa náöst mikilvægt samkomu-
lag gagnvart Sviþjóð.
Gagnvart Sviþjóð. var samið
um sérstakt ákvæði, sem opnar
leiðir til þess, að samstarf
Sviþjóðar og EBE þróist siðar
meir, Sviar vildu áður hafa þessi
ákvæði mjög ákveðin, en nú
virðist eiga að ganga frá þvi i
nánari atriðum, eftir að samn-
ingurinn tekur gildi.
Bretar hafa haldið til streitu
kröfum um sams konar toll á
pappir, sem fluttur veröi út frá
Sviþjóð og Finnlandi til stækkaðs
EBE eftir 1977. Sviar og Finnar
hafa tekið þessari afstööu Breta
illa.
Bondaríkjastjórn hindrar vopna-
smygl til andstœðinga Castros
Menn frá dómsmálaráöuneyti
Bandarikjanna hafa handtekið
niu menn og lagt hald á þúsundir
riffla og vélbyssa og mikið magn
sprengjuefnis. Þessr vopn mun
hafa átt að nota til að steypa
stjórn Castros á Kúbu, að sögn
ráðuneytisins.
Vopnin voru tekin á flugvelli i
Lousiana-fylki. Mennirnir náðust
i New Orleans og við landamæri
Mexikó.
Vopnunum mun hafa átt að
smygla til Mexikó og senda þau
þaðan til annars rikis, sennilega
Kúbu, þar sem andstæðingar
Fidel Castros ætluðu að gera upp-
reisn.
Mennirnir handteknu hafa i bili
verið ákærðir fyrir áformað
vopnasmygl. Ekki er vitað hvort
þeir hafa verið fulltrúar einhvers
félagsskapar i þessu máli.
TRUMAN
SJÚKUR
Harry S. Truman fyrrverandi
Bandarikjaforseti lagðist i gær á
sjúkrahús i Kansas City vegna
þarmameinsemdar, að þvi er
talið er.
Dr. Wallace Graham, einka-
læknir hins 88 ára Trumans,
segir, að honum liði eftir atvikum
vel.
Tvo Arabaríki
slíðra sverðin
gagnvart USA
— og eru sökuð um landsölu af hinum
Tvö Arabarfki hafa skyndilega árið 1967, þegar israelsmenn
hallað sér að Bandarikja- sigruðu þau i sjö daga striðinu
mönnum. Norður-Jemen hefur svokallaða.
tekið aftur upp stjórnmálasam- Numeiry Súdanforseti byggði
band við Bandarikin, og afstöðu sina nú aðallega á þvl, að
Numeiry, forseti Súdan, segist Bandarikin gefi kost á átján
munu gera hið samá. Stjórnar- milljón dollara ( 1566 milljón
blaðið AI Ahram i Egyptalandi krónur) aðstoð við uppbyggingu
segir, að þessi Arabariki hafi selt Suöur-Súdans, en þar hafa nýlega
málstað Araba fyrir nokkrar verið gerðir friðarsamningar
milljónir bandariskra dollara. eftir langt striö milli svertingja i
Flest Arabarikin slitu stjórn- Suður-Súdan og stjórnarinnar i
málasambandi viö Bandarikin Norður-Súdan.
STÖKKRÆNINGINN
UNDIR MANNAHENDUR
FBI hefur birt þessa mynd af Martin Joseph McNalIy, fyrr-
verandi starfsmanni á bensinafgreiðslu, sem tekinn var höndum
28. júni og lalinn hafa staðið að ráninu á farþegaþotu flugfélags-
ins American Airlines nokkrum dögum fyrr.
Maðurinn stökk úr flugvélinni yfir Perú, Indianafylki. og var
talinn hafa farizt i stökkinu, þar til nú. Hann hafði hlotiö um 45
milljónir isl. króna i lausnargjald og stokkið út með það.
„Hanoi" sagði rœn-
inginn, en völlurinn
gat ekki tekið Jumbo
Bandariskur lögregluþjónn á
eftirlaunum skaut til bana ungan
Asiumann, sem reyndi i gær að
ræna Jumbóþotu félagsins Pan
American á leið frá Manila á
Filippseyjum til Saigon.
t flugvélinni voru 164 farþegar
og 17 manna áhöfn. Flestir far
þeganna voru bandariskir her-
menn.
Ræninginn krafðist þess, að
flugvélinni yrði flogið til Hanoi i
Norður-Vietnam, en svo vill til,
að i Hanoi er ekki nógu stór fiug-
völlur til þess að Jumbóþota geti
lent þar.
SKIP MEÐ SEX
Á BANNSVÆÐIÐ
Skip með sex mönnum lagði af
staö i gær frá Wellington i Nýja
Sjálandi til bannsvæðisins á
Kyrrahafi til að mótmæla kjarn-
orkusprengingum Frakka.
Frakkar héldu áfram aö þegja
um fréttir, sem nú herma að
helzt sé talið, að sprengingarnar
séu afstaðnar og tilraununum
lokiö.
Glœpamenn felldir
Tveir féllu og þrir særðust i
átökum i Chicago. Lögreglan
segir, að foringjar samtaka götu-
bófaflokka hafi fallið.
Lögregluforingi segir, aö
maður nokkur hafi ekki borgað
fyrir eiturlyf, sem hann hafði
fengið. Glæpalýðurinn réðist á
hann og félaga hans og myrti
hann. Lögreglan fékk upp-
lýsingar og kom að fjórum
mönnum, er sátu við borð i ibúð i
Suður-Chicago. Fjögur pund af
marijuana og fjórar byssur
fundust i ibúðinni.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Niálsgata 49 Síml <5105