Vísir


Vísir - 03.07.1972, Qupperneq 7

Vísir - 03.07.1972, Qupperneq 7
Eftirmáli um Leikhús í kreppu Að afloknu heldur dauf- gerðu og dapurlegu leikéri fara tíðindi í hönd i leikhús- unum i Reykjavík: stjórn- arskipti á báðum stöðum með nýju starfsári i haust. Skyldi ekki einnig mega vænta þess að slíku nýmæli fylgi einhver ný tilbreytni, kannski tilþrif i starfi leik- húsanna? Leikfélag Reykjavikur og leik- hús þess stefnir að lýðhylli, segir Sveinn Einarsson i kveðjuorðum sinum i siðustu leikskrá Leikfé- lagsins: L.R. vill ekki vera leik- hús fárra útvaldra, heldur alþýð- legt leikhús, leikhús almennings. Þetta er auðvitað hið sama við- horf sem Guðlaugur Rósinkranz hefur að sinu leyti orðað i blaða- viðtölum undanfarið, t.a.m. í Morgunblaðinu á föstudag: Þeg- ar öllu er á botninn hvolft þá eru þaö áhorfendur sem dæma verk- in, segir hann. Leikhúsið á ekki að vera aðeins fyrir fáa útvalda. Það er styrkt af almannafé, og mér hefur fundizt það vera skylda min að hafa eitthvað fyrir alla þjóðina. Og hér er að visu verið að segja alveg sjálfsagða hluti. Leikhús sem aðeins væri rekið „fyrir fáa útvalda” yrði aldrei starfhæf stofnun hér i fámenninu. Og það vita þeir leikhússtjórar auðvitað allra manna bezt. Að spá og spyrja Þetta breytir ekki þvi að Leik- félag Reykjavikur hefði fyrr á ár- um getað tekið upp aðra stefnu gagnvart Þjóðleikhúsinu en raun- in varð. Það hefði t.a.m. getað gerzt lerkhús ungra leikara, verk- stöð þar sem hinir fremstu þeirra lykju fullri starfsþjálfun áður en þeir hyrfu til Þjóðleikhússins. Þar væri fengizt við tilraunir og nývirki i leiklist, ný verk og vinnubrögð prófuð, viðhöfð sér- stök og sjálfstæð stefna i verk- efnavaldi eftir þörfum leikhúss- ins og áhorfenda þess. Þvi að slikt leikhús ætti ekki og mætti ekki reka handa „útvöldum” heldur við hæfi almennings — það yrði i senn uppeldisstöð leikhúsfólks og áhorfenda. Forsenda fyrir slikum leikhús- rekstri i Iðnó hefði að visu verið náin samráð og samvinna beggja leikhúsanna, raunverulega sam- virk forusta þeirra á jafnréttis- grundvelli — sem aldrei hefur verið um að tala. Leikhúsin hafa verið.rekin i beinni og óbeinni samkeppni i samvinnu stað, og hefur sú þróun orðið gleggri á umliðnum árum. En syndlaust er að spyrja og spá i það hvort nokk- urn tima hafi verið praktiskur möguleiki á annars konar starfs- háttum. Gestaleikir eru næsta fátiðir i leikhúsunum i Reykjavik. t vor kom sænskur leikflokkur i heimsókn og lék i Norræna húsinu Goösöguna um Minótár. leikhúsmál Drjúgur verður síðasti áfanginn xxxxxxxmxxxxxxxxxxK x X X z X X X Eftir .. r Olaf Jónsson X X X X X X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Hvað sem orðum og ummælum liður veltur mest á hinu hvernig tekst að framfylgja skoðun i verki. Um það verður, eð mér finnst, ekki deilt að undanfarin niu ár, starfstimi Sveins Einars- sonar i Iðnó, hafa verið eitt af mestu blómaskeiðum i sögu Leik- félags Reykjavikur. Með vaxandi fjölbreytni og listrænum verð- leikum starfsins i Iðnó, stefnu þess i æ meiri atvinnu-snið, hafa sönnur verið færðar á réttmæti þess að borgarleikhús i Reykja- vik taki við og haldi áfram arfi og starfi Leikfélags Reykjavikur. Sú skoðun að i raun og veru sé rdm fyrir tvö fullbúin atvinnuleikhús hlið við hlið i Reykjavik hefur mótað stefnu og starfshætti Leik- félagsins undanfarin ár — unz hún hefur nú hlotið almennt fylgi og viðurkenningu. Eftir reynslu undanfarinna starfsára vekja leikhússtjóra- skiptin i Iðnó óneitanlega nokk- ura undrun. 1 stað sérmenntaðs leikhúsmanns er ráðinn dæmi- gerður áhugamaður, viðvaningur i starfi atvinnumanns — til þess beinlinis að leiða starfið i Iðnó siðasta áfangann i hin fyrirheitnu atvinnu-snið. Það skal tekið skýrt fram að þetta er ekki sagt vegna neins vantrausts fyrirfram á verkum Vigdisar Finnbogadóttur. En verkefni hins nýja leikhússtjóra er ekki að viðhalda leikhúsrekstri i Iðnó. Verkefnið er að halda áfram starfsþróun undanfarinna ára á nýjar leiðir og áfangastaði. Og það er listrænn og menningar- pólitiskur vandi sem fjarska mik- ið veltur á að vel takist að leysa einmitt nú þegar bygging borgar- leikhússins sýnist á næsta leiti. Eftir meira en tuttugu ára starf skilst Guðlaugur Rósinkranz við Þjóðleikhúsið i kreppu — list- rænni kreppu hvað sem liður fjár- hagslegri stöðu leikhússins um þessar mundir. Og sú kreppa er aideilis ekki nýtilkomin heldur hefur hún verið að þrengjast um leikhúsið i mörg undanfarin ár. Það er viðeigandi ytra tákn um hið innra ásigkomuíag stofnunar- innar að ekki tókst einu sinni að ganga frá nýjum lögum um leik- hús, sem lengi hafa verið i undir- búningi, i tæka tið fyrir leikhús- stjóraskipti. Það er vafalaust, að þegar frá liður verða verk Guðlaugs Rósin- kranz i Þjóðleikhúsinu meira metin en verið hefur um sinn: Þá mun hann njóta þess að undir hans forustu varð leikhúsið til, fjárhagsleg forstjórn jafnt sem listræn stefnumótun hinnar nýju stofnunar á frumbýlingsárum hennar. Þá ber þaö hærra sem vel héfur tekizt en öll mistökin. En viðurkenning á þessari stað- reynd breytir ekki þvi að fyrsta og brýnasta verkefni nýrrar for- ustu verður að ráða fram úr list- rænu stefnuleysi leikhússins um undanfarin ár, að komast úr kreppunni. Og til þess dugir ekki minna en að stefnumið og starf- ræksla Þjóðleikhúss á Islandi séu tekin til gagngers endurmats — enda mál til komið að meir en tuttugu árum liðnum frá stofnun þess. Lögin og leikhúsið í þinglok i fyrra, fyrir meira en ári var lagt fram á alþingi frum- varp til nýrra laga um Þjóðleik- hús. Hvað sem öðru leið um frum- varpið virtist það fela i sér nokk- urn veginn fullnægjandi ramma um starfsemi leikhússins til nokkurrar frambúðar — ef fé fengizt til að vinna þau verk sem frumvarpið gerði ráð fyrir aö þar yrðu unnin. Að sönnu mátti óska þess að ákvæði frumvarpsins um stefnu- mótun, og þar með um tekju- stofna og fjárhagsl, grundvöll leikhússins, væru gerð skýrari. Og ákvæði þess um yfirstjórn leikhússins virtust fjarska flókin og ólikleg til að stuðla. að raun- óþellóvar helzta sýning Þjóöleikhússins i vetur: Kristin Magnúss Guöbjartsdóttir og Jón Laxdal i hlutverkum Desdemónu og óþellós. verulega starfhæfri stjórn á leik- húsinu. En svo undarlega bar til að ekki tókust neinar almennar umræður um frumvarp þetta eftir að það kom fram. Þrátt fyrir nokkra ein- földun i meðförum þess á alþingi i vetur voru engar efnisbreytingar sem máli skipta gerðar á þvi, hvorki um stjórnarháttu né starf- svið og stefnumótun. Engu að sið- ur stöðvaðist frumvarpið til fulls fyrir þinglokin, og virðist nú öld- ungis ósýnt um afdrif þess. Að svo komnu var starf þjóð- leikhússtjóra auglýst laust til um- sóknar — til eins árs i senn. Þaö var væntanlega i þeirri trú gert að ný lög um leikhúsið verði kom- in á að ári liðnu og þá fyrst unnt að ráða þvi forystu til frambúð- ar.Og mun nú brátt koma á daginn hverja fýsir og hver verður til þess að taka við forustu leikhúss- ins við þessar kringumstæður til lengri tima eða skemmri. Það er vonandi að vel takist. En fjarska virðist það óliklegt að ein saman leikhússtjóraskipti verði til að koma i kring neinum stefnu- hvörfum i þjóðleikhúsinu — án þess að eitthvað annað sé gert til að ráða fram úr ytri og innri vandamálum leikhússins. Vandinn sem verður að leysa Færa leiðin út úr þessum vanda var augljóslega að ráöa leikhús- inu stjórn til bráðabirgða i vor, en ganga þegar á næsta hausti frá nýjum þjóðleikhúslögum þar sem skýrt væri kveðið á um stjórn og starfrækslu og stefnumið leik- hússins. En augljóslega tekur starfsvið Þjóðleikhússins viðar en til leik- sýninga i Reykjavik, og það þótt ópera, ballett og barnaleikir yröu lögboðnir eins og frumvarpið til þjóðleikhúslaga gerði ráð fyrir. Það tekur einnig til leikmenntun- ar — en hinu óleysta leikskóla- máli var þegjandi slegið á frest með frumvarpinu. Það tekur til leiklistar og leikmenningar út um allt land með leikförum af margs konar tagi og með samstarfi við leikfélögin á landsbyggöinni, hvort tveggja mál sem frumvarp- ið lét i rauninni óleyst. Það tekur til allra hluta sem stuðla mega að framgangi leikmenningar i land- inu. En upphaf og undirrót slikra starfa er vandlát og kröfuhörð listræn forusta leikhússins — við Hverfisgötu i Reykjavik. Að stefnu settri væri fyrst von til að ráða Þjóðleikhúsinu þá nýju forustu sem það sárlega þarfnast. En það yrði að gera með fyrir- hyggju. Starfi leikhússstjórans, sem framtið leikhússins á hvað sem öllu öðru liður mest undir komið, þyrfti að ráðstafa með rýmilegum fyrirvara, t.a.m. frá næstu áramótum, svo tryggt yrði að hann væri i raun og veru albú- inn til starfa sem fyrst, t.a.m. frá byrjun leikárs 1973. Af einhverjum ástæðum var þessi leið ekki valin — né nein önnur leið svo séð verði. Eða veröur hún farin þrátt fyrir allt? En menn kjósa kannski helzt, innst inni, að allt sitji við sama i leikhúsunum einhver dapurleg leikár enn. cTVlenningarmál

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.