Vísir


Vísir - 03.07.1972, Qupperneq 17

Vísir - 03.07.1972, Qupperneq 17
VÍSIR Mánudagur 3. júl! 1972 17 Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon CHARLIE CHAPLIN óttast mjög allar kvefpestir. Þessum 83 ára grinista hefur nefnilega verið spáð þvi, að inflúensa muni brátt leiða hann til dauða. 1 viðtali við danska vikuritið Hjemmet viður- kennir Chaplin, að honum standi ekki alveg á sama um þessa spá- dóma. 2000 ARA GAMALTkrókódilsegg fannst i S-Egyptalandi i vikunni. Haföi það óskemmda skurn, þrátt fyrir að það hafði legið þar sem stórir hópar krókódila hafast jafnan við. A þeim timum, sem egginu hefur verið orpið voru krókódilar heilagar skepnur i augum Egypta. SJALDGÆFT FRÍMERKI. enskt og frá árinu 1847 var selt nýlega frá frimerkjasala fyrir 20.000 pund, eða sem svarar sjö og hálfri milljón isl. króna. Þetta var tveggja pennýa merki, en af þvi eru til næsta fá eintök, en eitt er vitað um i einkasafni Elisabetar Englandsdrottningar. ASTRALÍUBÚUM hefur fjölgað um 62 þúsund á ekki lengri tima en þrem siðustu mánuðum, að þvi ernýjasta manntalið segir til um. Eru Ástraliubúar orðnir 12.943.00 talsins. SIMON & GARFUNKEL (Bridge Over Troubled Water), sem raun- ar voru hættir að syngja saman fyrir all Iöngu, æfa nú saman nokkur lög af kappi, til að geta sungið fyrir aðdáendur sina i Evrópu á næsta hausti. Danir verða þeir fyrstu, sem fá notið hins viðfelldna söngs þeirra. PETER SELLERS hefur ekkert dregið af sér eftir þriðja hjóna- bandsskilnað. Hann er með á hlutverkaskránni fyrir næstu kvikmynd snillingsins Lewis Carrol, en hann ætlar að festa á filmu ævintýrið um hana ,,Lisu i Undralandi”. Það er 15 ára gömul telpa, Fiona Fullerton að nafni, sem fara mun með hlutverk Lisu litlu. Stolin málverk fyrir 84. millj.fundust i USA Lögreglan i Masachusetts hefúr fundiö fjögur málverk, sem rænt var i siðasta mánuði frá Worcesters listasafninu. Málverkin eru metin a samtals 84 milljónir isl. króna. öll málverkin fjögur — tvö frá hendi Gauguins og sitt hvort eftir Picasso og Rembrandt — voru i góðu ásigkomulagi er þau fundust, að þvi er lögreglan upplýsti. Málverkunum var rænt úr safninu þann 17. mai. Tveir menn, vopnaðir skammbyssum hlupu inn i safnið, skutu niður varðmann og hurfu siðan á braut með listaverkin á stolnum bilum. Þeir skildu ekki eftir sig nein snnr ENN ER KOMIN FRAM ný teg- und færanlegs gistirýmis. Viö rákumst á þessa mynd af ame- riskum „Hótelbus”, sem heyrir til flota slikra bifreiða, sem ný- lega var fluttur yfir hafið til Evrópu. Með i förinni voru 39 bandariskir unglingar, sem ætla að vigja vagnana á vegum Evrópulanda. t hverjum svefn- vagni eru rúm fyrir niu til tólf manns, en auk svefnvagnanna eru svo aðrir vagnar með i för- inni, en i þeim eru eldhús, salerni og baðherbergi. Stóra Bretland, Skandinavia og ttalia, það eru löndin, sem lengstum tima verður varið i. VINSÆLDALISTAR ENGLAND 1. (1) VINCENT 2. (2) TAKE ME BACK HOME 3 07) ROCK AND ROLL PART 11 4 (13) LITTLE WILLY 5(5) ROCKIN ROBIN 6(4) ATTHECLUB 7(6) MARY HAD A LITTLE LAMB 8 (25) PUBBY LOVE 9(7) CALIFORNIA MAN 10(3) METALGURU Don McLean SLade Gary Glitter Sweet Michael Jackson Drifters Wings Denny Osmond Move T.Rex HVERNIG ER HÆGT aö lá honum Baldvin það, að honum skuli þykja gaman að viröa fyrir sér tölustaf- inn á stallinum, sem hann stendur? Snigillinn Baldvin er nefnilega kominn þarna upp á pallinn til að fá limt á sig verðlaunamerki fyrir frækilegan sigur I kappskriöi snigla. Hann fór 150 centimetrana á aðeins 13 minútum 53. sekúndum, en þaðþykir vist fádæma góður árangur. Keppnin var alþjóðleg, en fór fram skammt fyrir utan Zifrich. HILMIR H.F. - YIKW Fyrirtækið verður lokað frá 1/7 — 28/7, vegna sumarleyfa og flutninga. Afgreiðsla Vikunnar verður þó opin i Skip- holti 33 til 8/7. Simanúmer 36785 og opnar i Siðumúla 12 10/7, simi 36720. Til leigu er nýtt einbýlishús i Kópavogi i eitt ár. Út- leigist: þrjú herbergi (teppalögð), skáli, bað, þvottahús, geymsla, búr og eldhús með bráðabirgða innréttingu. Innifalið i leigu er isskápur, frystikista, ljósabún- aður, gluggatjöld og fleira getur fylgt. Til- boð er greini fjölskyldustærð og greiðslu- möguleika sendist blaðinu fyrir n.k. mið- vikudagskvöld merkt ,,Góð umgengni 767.” Frá vöggu til grafar Fallegar skrey tingar Blómvendir i miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýjum vörum. — Gjorið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ EOSIN GLÆSIBÆ, simi 23523. Lyf eru valin eftir klíniskri reynslu, en hvernig velurðu þér tannkrem? B0F0RS TANNKREM er með fluori sem í raun virkar á karies — það er natriumflUorid. er með örsmáum plastkúlum sem rispa ekki tannglerunginn. fæst með tvenns konar bragði svo ekki þurfi misjafn smekkUr að vera hindrun þess að þú notir tannkremið sem í raun hreinsar og verndar tennurnar. BOFORS TANNKREM er árangur framleiðslu, þar sem áhrif svara til fyrirheita. Reyndu sjálfur næst. Framleiðandi: A/B BOFORS NOBEL-PHARMA HEILDSÖLUBIRGÐIR: G. ÓLAFSSON H.F. AÐALSTRÆTI 4, REYKJAVÍK.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.