Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur. 10, júii 1972 3 Hafsteinn Austmann iistmálari og kona hans Guörún Þ. Stephensen. Jakobsson, hann hlaut 300 stig fyrir leikrit sitt Dóminó þá hlaut Sveinn Einarsson 175 stig fyrir leikstjórn á útilegumönnunum, Maria Kristjánsdóttir hlaut 125 stig fyrir leikstjórn á Strompleiknum, Pétur Einarsson 100 stig fyrir leikstjórn á Hjálp, Atli Heimir Sveinsson fyrir tónlist viö Glókoll og Magnús Blöndal Jóhannesson fyrir tónlist viö Dómini, báðir 50 stig. Það vekur athygli að tvær sýningar "Leik- félags Reykjavikur hljóta þarna sérstaka viðurkenningu, Steinþór fær viðurkenningu fyrir Dóminó, sömuleiðis Jökull og Magnús Blöndal, og Steinþór og Sveinn Einarsson hljóta einnig báðir viöurkenningu fyrir Útilegu- mennina. Þorvarður Helgason, formaður félagsins, afhenti Steinþóri silfurlampann og sagöi m.a að Steinþór væri hógvær og æðrulaus listamaður, sem ynni verk sitt af heilum hug. Hann sagöi að verölaunin væru að þessu sinni veitt fyrir þrjú fyrr- nefnd verkefni, en einnig fyrir allt hans góða starf á undanförnum árum. Steinþór þakkaði viður- kenninguna, en kvaðst ekki geta látið hjá liöa að geta þess að starf hans væri fyrst og fremst samstarf við fjöldamarga aðra starfsmenn leikhússins og hann liti á þessa viðurkenningu sem viöurkenningu til þeirra allra. Við áttum stutt spjall við Steinþór eftir afhendinguna og kvaöst hann vilja leggja sérstaka áherzlu á að þetta væri i fyrsta sinn sem leiktjaldamálari hlyti einhverja opinbera viöur- kenningu, og kvaðst þessvegna vera ánægöur yfir þvi, að störf þeirra7 sem ynnu að tjaldabaki, væru metin. Hann kvaðst telja breytinguna á lögum um afhendingu silfurlampans vel til fundna og | sanngjarna. „Leiklistin er sam- starfslist, þessvegna er þaðisem gerist á bak við tjöldin.ekki siður mikilvægt en það sem er i sviös- ljósinu.” Við spurðum Steinþór aö lokum, að hverju þessari þriggja verkefna honum hefði þótt mest gaman aö vinna. „Það er erfitt að segja, þó held ég að ég hafi haft mesta ánægju af þvi að gera leikmyndina i Dóminó, það er jú alveg nýtt is- lenzkt verk, sem aldrei hefur verið gerö leikmynd viö áður. Það var lfka mjög gaman að fást viö Skugga-Svein þar sem nýsköpun var i leikmyndinni, frá þvi sem hefur tiökazt. Og ég hafði lika ánægju af að gllma við að ná irskum blæ á leikmyndina i Plógi og stjörnur,” sagði Steinþór að lokum. þs. kiats: Skin og skúrir Guðmundur Arnlaugs son tekur við i bili _ 09 l"t,nn enn fyr,r neínn meíolla9 Lothar Schmid yfirdómarinn i skákeinvíginu var i gær kaiiaður i skyndi heim til Þýzkalands vegna þess að sonur hans ienti i bllsiysi. Þetta hefur þó engin áhrif á ein- vigiö, það hefst á umsömdum tima á morgun og Guðmundur Arnlaugsson aðstoðardómari tekur viö yfirstjórninni. Schmid er væntanlegur aftur frá Þýzka- iandi á fimmtudaginn og tekur þá við stjórninni á nýjan ieik. GF Veðrið I gær var mjög breyti- legt hér á Suð-Vesturiandinu og má segja að fóik hafi varla haft undan aö spenna upp regnhlifar og ieggjast I sólbað til skiptis. Viðast hvar urðu skúrir, jafnvei hagl, en einstaka staðir sluppu þó þurrir. Ekki varð sérlega hlýtt á milii, þótt sóiin skini glatt. Hér i Reykjavik mældust aðeins 12,2 stig hæst, eftir þvi sem Páll Berg- þórsson á Veöurstofunni sagði blaöinu i morgun. Ennþá er sama veðrið yfir iandinu og ekki útlit fyrir neinar stórbreytingar. Sagöi Páli að ljóst væri, aö það sem af væri sumrinu væri hitinn taisvert fyrir neðan meðallag og viða heföi veriö mjög óþurrkasamt. Þs. LEITAÐ AÐ ÍSLANDI í BREKKUKOTSANNÁL Aðilar, sem standa aö upptöku Brekkukotsannáls ræða nú af miklu kappi um breytingar á ýmsum atriðum i sambandi við upptöku k v ik my nda rinn a r. Einkum mun vera rætt um staö- setningu og hvernig Isienzkt landslag megi njóta sin sem bezt I upptöku kvikmyndarinnar. Þykir Þjóðverjum sem um- hverfi Brekkukots i Geröum veiti ef til vill ekki nógu góð tækifæri til að kynna islenzka náttúru. Is- lenzku fjöllin og fleira ein- kennandi fyrir islenzka náttúru- fegurð náist ef til vill ekki á þessum upphaflega ætlaða kvik- myndatökustað. Þetta mun tengjast umræðum um sölu á myndinni erlendis. Og nú er rætt af miklu kappi hvernig megi samræma hin ýmsu sjónarmið, ef til vill með þvi aö gripa til tækninnar, eða með þvi að taka myndina upp á öðrum stöðum en fyrirhugað hefur veriö. Allavega eru útlendingarnir I mikilli landslagsleit um þessar mundir. A miðvikudag verða málin tekin fyrir og einnig má búast við aö ráðið verði úr endan- leeri hlutverkaskipun og fleiru, s_em óráðið hefur verið til þessa. Á meðan á umræöum kvik- myndafólksins stendur flykkjast ferðamenn aö „Brekkukoti”«þar sem grasiö grær á túnþökum/Og skoða nýjasta ferðamanna- staðinn. -SB- „SPRENGISANDUR? - FÍNT FÆRI ÞAR" „Þetta er nú meiri vitleysan i ykkur aö ekki sé hægt að keyra yfir Sprengisand — viö erum bún- ir að fara með tvo trukka norður yfir sandinn og erum aö leggja af stað i fleiri ferðir. Þetta er eng inn vandi!” Það var dimmraddaður maður, mæltur á enska tungu, sem hringdi á Visi i morgun og sagði það kannski ekki heiglum hent aö fara yfir Sprengisand, en þó væri það vel framkvæmanlegt, „Ég heiti sko Bob Ree — ég er íeið- sögumaður hjá Guðmundi Jóns- syni. Ég hef veriö i þessu i þrjú ár og veit soldið um Sprengisand. Guðmundur Jónosson ók norður Sprengisand 26. júní s.l. — og hefur forið fleiri ferðir síðan Þar er nú allt fjári blautt og pinu- litill snjór, en þetta er allt að lag- ast. Guðmundur Jónasson keyröi sjálfur norður yfir þann 26. júni s.l. Jæja, bless strákar, ég er aö fara meö fólk norður yfir sandinn, má ekki vera aö þessu.” —-GG. Bílvelta við Akureyri Bifrcið valt skammt norðan viö Akureyri i gærdag um kl. 15. Rétt, hjá Selamerkurskóla mætti öku- maöurinn reiðhjólamanni og vék utariega I vegbrúnina, en lenti þá i lausamöl, og missti vald á blln- um. Fór hann út af veginum og valt heila veltu. ökumanninn sakaði ekki, en billinn, ameriskur Mustang, var mikið skemmdur GP vísm SÍMI BBB11 ijJJÍ bliL> b£2;iil 3-sjjj iJJ ty íi Mallorkaferðir Sunnu - Beint með DC 8 stórþotu, eða ferðir með Lundúnadvöl. Vegna mikilla vjðskipta og góðra sambanda gegnum árin á Mallorca getur aðeins Sunna boðið þangað „íslenzkar" ferðir með frjálsu vali um eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar, sem allir er til þekkja, vilja fá. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki tryggir farþegum öryggi og góða þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótélin í Palma - eða baðstrandabæjunum Arenal, Palma Nova, Magaluf, eða Santa Ponsa. Sunna hefir nú einkarétt á (slandi fyrir hin víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem Barbados-Antillas, Coral Playa, De Mar, Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. - Trianon íbúðirnar í Magaluf og góðar íbúðir í Santa Ponsa og höfuðborginni Palma. Oll hótel og íbúðir með baði, svölum og einkasundlaugum, auk baðstrandanna, sem öllum standa opnar ókeypis eins og sólin og góða veðrið. Aðeins Sunna getur veitt yður allt þetta og . frjálst val um eftirsóttustu hótelin og fbúðirnar ' og íslenzka ferð - og meira að segja á lægra verði en annars staðar því við notum stærri flugvélar og höfum fleiri farþega. Mallorka, Perla Miðjarðarhafsins - „Paradís á jörð” sagðitónskáldiðChopinfyrir 150árum. - Land hins eilífa sumars, draumastaður . þeirra sem leita skemmtunar og hvíldar. - Vinsælasta sólskinsparadís Evrópu. - Mikil náttúrufegurð - ótakmörkuð sól, - Borgir, ávaxtadalir, fjöll, - Blómaskrúð og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakklands og Italíu, og til Afríku. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi og ómetanlega þjónustu, skipuleggur ótal skemmti- og skoðunarferðir með íslenzkum fararstjórum. A Mallorka veitir Sunna islenzka þjónustu. Þar er ekkert veður en skemmtana- lífið, sjórinn og sólskinið'eins og fólk vill hafa það. Athugið að panta tímanlega, því þó Sunna hafi stórar þotur á leigu og pláss fyrir um 500 manns á hótelum og íbúðum þá komast oft ekki allir sem vilja. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn en þúsundir farþega sem ferðast með Sunnu ár eftir ár eru okkar beztu meðmæli. a (§)’ fERBASKRIFSTDFAN SIINNA BANKASTRJETI7 SlMAR 1640012070

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.