Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 9
Tómas Pálsson kastaði sér niður og skallaði jarðarbolta Asgeirs i markið i ieik ÍBV og ÍA á laugardag. Sjá grein á bls. 10. Ljósmynd GS. Sigurvegararnir i Afmælismóti KSÍ — Faxaflóaliðiö. Ljósmynd BB. DYRLINGAR AHORFENDA — Foxaflóaúrvalið sigraði ó Afmœlismóti KSÍ Faxaflóaúrvalið sigraði með glæsibrag á Afmælismóti KSÍ — sigraði alla mótherja sina — og hinir leiknu leikmenn, sem skipa liðið eru orðnir dýrling- ar áhorfenda. Það var mikið fjölmenni á Laugardalsvelli i gær- kvöldi, þegar Faxa- flóaúrvalið lék til úr- 5-1 tvívegis í 2. deild FH sigraði Völsunga 5—1 i 2. deild i Hafnarfirði á laugardag. Hermann Jónsson skoraði fyrsta markið fyrir Húsvikinga, en þá tóku FH-ingar við sér og skoruðu fimm sinnum, Olafur Danivals- son og Daniel Pétursson skoruðu tvö mörk hvor, og Asgeir Arin- björnsson eitt. A sama tima léku Selfoss og tsafjöröur fyrir austan fjail i 2. deild og sigraöi Seifoss 5—1. Sum- ariiöi Dagbjartsson skorðaði tvö af mörkum Selfoss og hann hefur nú skorað átta mörk i deildinni. Selfoss hafði talsverða yfirburði og staðan var orðin 5—0 áður en isfirðingar skoruðu sitt fyrsta mark. slita við skozka liðið Cowal og sigraði með '.i—2, og islenzku pilt- arnir voru hvattir m.íög. Og það er ekki hægt annað en dá þessa pilta fyrir þá knatt- spyrnu, sem þeir sýna. Þarna er Island að eignast visi að stórliði framtiðarinnar — og reyndar eru tveir þeirra þegar komnir i landsliðshópinn og aðrir munu fylgja fljótt á eftir. Leikurinn byrjaði þó ekki vel hjá Faxaliðinu og strax i byrjun fékk Cowal mark — annar bak- vörðurinn var að hreinsa frá og hitti Skota og af honum hrökk boltinn i markið. En Faxaliðið jafnaði fljótt með fallegu marki Guðmundar Ingvasonar, og sið- an náði Stefán Halldórsson for- ustu á 29 min. Hann fékk góða sendingu frá félaga sinum Gunnari Erni Kristjánssyni — bezta manni Faxaliðsins i þess- um leik — inn á markteig og nýtti hana vel. Rétt fyrir hlé tókst Cowal að jafna. A 6. min. s.h. lagði Stefán knöttinn laglega fyrir fætur Otto Guðmundssonar, sem skoraði sigurmark leiksins með föstu skoti, sem hrökk af fæti mark- varðar i netið rétt innan við stöng. Eftir það má segja, að sigur liðsins i mótinu hafi aldrei verið i hættu, en þvi nægði þarna jafntefli. Faxaliðið hlaut átta stig, Cel- tic, Skotland, sex stig, Cowal fjögur, Reykjavik ’56 tvö og Landið ekkert. A undan úrslitaleiknum sigr- aði Celtic Landið með 4—0. A laugardagskvöld urðu úrslit þau, að Celtic vann Reykjavik 6—0 og Cowal Landið með 5—3. Eftir mótið ^Jfhenti Albert Guðmundsson sigurvegurunum verðalaun forkunnarfagra silf- urbikara frá Flugfélagi tslands og Williams snyrtivörum. Jón Magnússon valdi „bezta leik- mann mótsins” og varð David Laird, Cowal fyrir valinu. Hlaut hann bikar, sem Steinar Lúð- viksson, blaðamaður gaf. Landskeppnin við Dani Guðmundur Hermannsson fær harða kappa við að etja i kúluvarpinuá alþjóðamótinu á Laugardalsvellinum i kvöld — þá Bo Grahn og Björn Bang Anderson — og þeir Jernberg og Bob Rich- ards ntun þá sveifla sér létti- lega yfir fimm metrana i stangarstökkinu. Landskeppnin við Dani hefst kl. átta og auk auka- keppni karla i kúluvarpi og stangarstökki, veröur ■ einn- ig 200 m. hlaup, þar sem Bjarni Stefánsson reynir sig við beztu Norðmennina og Roger Colgiazier, USA, og Þorsteinn Þorsteinsson keppir i 800 m. hlaupinu á- samtokkar beztu hlaupurum á þeirri viöureign. Lands- keppnin verður áreiðanlega tvisýn i mörgum greinum, þó svo danska liðið sé jafnara. David Laird bezti leikmaöur mótsins. einkenni þeirra sem Idæðast KORÓNAfötum Ít^AJuv^viJ. /w\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.