Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 11
Sigurmark Skagamanna skorað ó síðustu sek. eftir mikinn sóknarþunga Vestmannaeyinga Mikill fjöldi áhorfenda var mættur við grasvöllinn við Hástein í góðu veðri á laugardag, þegar Vest- mannaeyingar og Akurnesingar hófu leik í 1. deild, og i góðu skapi með tvo stórsigra iBV gegn IA frá i fyrra í huga. Liftin þreifuðu fyrir sér i byrjun og sóttu á vixl, en Vestmannaey- ingar virtust hafa eitthvað stórt i huga og strax á 4 min. átti Orn Oskarsson skot að marki tA, sem Hörður varði — og siðan skölluöu Tómas Pálsson og Valur Ander- sen framhjá marki Skagamanna. Ásgeir Sigurvinsson tók horn- spyrnu og flaug boltinn framhjá marki, án þess nokkur næði til hans. Þá átti Asgeir skalla á mark, sem Hörður varði á 18 min. Akurnesingar náöu upphlaupi og Teitur Þórðarson átti skot, sem Páll varði. Þá fengu liðinsitt hverja hornspyrnuna og munaöi litlu að Björn Lár. skoraði fyrir IBV i eigið mark, en hann átti annars góðan leik. A 28 min. skoruðu Skagamenn fyrsta mark leiksins. Eyleifur Hafsteinsson brunaöi fram og skoraði glæsilegt mark af 25 m. færi — boltinn hafnaöi i hægri vinkli marksins — en vörnin var illa á veröi þarna. Æsandi augna- blik voru mörg. Ólafur Sigurvins- son brunaði upp völlinn og átti hörkuskot yfir þverslá lA-marks- ins og siðan fengu Akurnesingar tvö horn, sem runnu út i sandinn. Rétt fyrir hlé tókst IBV loks aö jafna. Asgeir lék laglega upp vinstri kantinn og gaf jarðarbolta fyrir markið — Tómas kastaði sér fram og skallaði i markið. Strax á 1 min. s.h. skoraði Tóm- as aftur, en markið var dæmt af — og siöan áttu Tómas og örn báöir skot á mark, sem Hörður varði — og örn skallaði framhjá á 9min. Þá fengu Akurnesingar eitt færi,-en siöan gat varla heitiðað þeir kæmu við boltann næstu 15-20 minuturnar — en þrátt fyrir það tókst IBV ekki aö skora. Hörður var eins og bjarg i markinu og varöi hörkuskot Kristjáns og Arn- ar, skalla Friðfinns og auk þess átti Valur skot rétt yfir þverslá. Og svo náöu Akurnesingar for- ustu á ný. Þröstur Stefánsson spyrnti langt fram og Teitur hljóp fram og skoraöi, en undarlegt var, að markmaöur IBV greip ekki inn I — timi var til þess næg- ur. En hann bætti þetta aöeins upp með þvi að verja fast skot Harðar Jóhannessonar i horn rétt á eftir — og siðan skalla frá Teiti. Á 43 min. léku Vestmannaey- ingar vörn IA sundur og Tómas skoraði glæsilegt jöfnunarmark. Það var áhorfendum kærkomið og varð nú pressan gifurleg og spennan i hámarki. Eyjapeyjar sóttu fastar en nokkru sinni og var komin hálfgerð örvænting i lA-menn, en sú örvænting breytt- ist, þegar 10 sek. voru eftir og Ey- leifur fékk boltann, brunaði upp völlinn og lék á þrjá varnarmenn IBV átakalaust og renndi boltan- um framhjá Páli, 3-2. Hörður Helgason á heiðurinn á sigri IA með stórgóðri mark- vörzlu. Eyleifur og Teitur fengu að valsa um vörnina, þegar þeir komust þangað, og Þröstur og Björn voru einnig mjög traustir. Beztu menn IBV voru Ólafur, Tómas og Asgeir. Óskar var of geðvondur á miðjunni og Valur hefur séð sinar sendingar fegurri. GS. Landsliðið gegn Fœreyingum Landsliðseinvaldurinn Hafsteinn Guðmundsson valdi i gær 17 leikmenn tii að taka þátt i landsleiknum viö Færeyjar á Laugardalsvell- inum á miðvikudag kl. átta. Leikmennirnir eru Sigurö- ur Dagsson, Val, Þorbergur Atlason, Fram, Ólafur Sig- urvinsson, IBV, Ástráður Gunnarsson, IBK, Gisli Torfason ÍBK, Guðni Kjartansson, IBK, Einar Gunnarsson, ÍBK, Þröstur Stefánsson, 1A, Marteinn Geirsson, Fram, Asgeir Elí- asson, Fram, Guögeir Leifs- son, Viking, Eyleifur Haf- steinsson, ÍA, Teitur Þórðar- son, 1A, Asgeir Sigurvinsson, ÍBV, Tómas Pálsson, ÍBV, Ingi Björn Albcrtsson, Val og Kristinn Jörundsson, Fram. — Þess má geta, að Her- mann Gunnarsson er meidd- ur og Elmar Geirsson i Þvzkalandi. Landsliöiö kemur saman á æfingu i kvöld og verður þá endanlega ákveðiö hvaöa ell- efu leikmenn tslands hefja leikinn, sem er fyrsti A—landsleikurinn við Fær- eyjar. GOMUL STOÐ í NÝJUM BÚNINGI - STÓRBÆTT AÐSTAÐA AUKIN ÞJÓNUSTA . . BENZINAFGREIÐSLA SHELL-KJÖR: NÝ VERZLUN STÆRSTA ÞVOTTASTÆÐI LANDSINS SMURSTÖD BIFREIÐAÞVOTTUR - BÓNUN A MORKUM HINS BYGGILEGA HEIMS ## ## Allt fram til ársins 1947 þekkt- ust bensinstöðvar i Reykjavik ekki utan miðbæjarkvosarinnar. Bifreiðar voru fáar og bensin- notkun litil. En snemma var þó ljóst hvert stefndi og þvi réðst félagið i það stórvirki árið 1947 að byggja nýja og glæsilega bensinstöð á mótum Laugavegs og Suður- landsbrautar, já, að þvi er sum- um jafnvel fannst ,,á mörkum hins byggilega heims”. Stöðin gerðist snemma sú stærsta og umfangsmesta i bæn- um og hefur ávallt siðan i for- ystu verið. En bensinstöðvar „gamlast” ekki siður en aðrar þjónustumið- stöðvar, og þvi hefur á undan- förnum misserum farið fram gagnger endurnýjun: þvotta- stæði stækkað — verzlunarrými aukið — umhverfi fegrað og snyrt. En i dag er framkvæmdum að sinni lokið. Við bjóðum við- skiptavini okkar velvirðingar á þvi ónæði, sem þeir kunna að hafa orðið fyrir meðan breyt- ingar stóðu yfir, en lýsum jafn- framt yfir mikilli ánægju að geta nú boðið upp á stórbætta aðstöðu og þjónustumöguleika. Olíufélagið Skeljungur hf Shell Vísir. Mánudagur. 10. júli 1972 Visir. Mánudagur. 10. júli 1972 n Umsjón Hallur Símonarson Guögeir Leifsson, landsliösmaöur Víkings, leikur framhjá Magnúsi, markveröi KR, og sföan blasti markíö viö hon um autt og opiö, en samt komst Vlkingur ekki á markaiistann. Ljósmynd BB. Sorglegt fyrir Vík- pið gegn KR Léku KR sundur og saman lengi vel, en tókst ekki að skora úr auðveldustu tœkifœrum Þetta hljóta aö vera álög/ Ég man ekki eftir þvi gegnum árin að hafa séð KR-iið svo algjör- lega yfirspilað af Víkingsliði einsog átti sérstað i fyrri hálf- leik i leik þeirra i 1. deild á Laugardalsvelli á laugardag. Það vareinstefna á KR-markið nær allan hálfleikinn og Víkingar sköpuðu sér hin auð- veldustu tækifæri til að skora úr. 2-3 mörk yfir í leikhléi hefði verið sanngjarnt — jafnvel hörðustu KR-ingar hefðu iitið sagt við þvi þótt staðan hefði verið 5-0 fyrir Víking. En klaufaskapur og lánleysi ein- kenndi Vikinga, þegar að markinu ) kom — þeim tókst aldrei að skora hjá KR, en i siöari hálfleiknum fengu þeir |á sig tvö mörk og töpuðu leiknum. Varla hljóta KR-ingar önnur eins i heppnisstig aftur i mótinu — varla fyrir jafn litið framlag og i þessum leik, þvi vægast sagt var leikur KR slakur — sá, slakasti, sem liðið hefur sýnt á þessu leiktimabili. Fljótt náðu Vikingar yfirtökum i leiknum og sáralitlu munaði, að Gunnar Gunnarsson og Hafliði Péturs- son næðu forustu fyrir Viking upphafs- minúturnar. Og svo kom fyrsta „dauðafærið”. A 18. min náðu Vikingar góðu upphlaupi og Hafliði fékk knöttinn aleinn inn við markteig. Spyrna hans lenti i hliðarneti. I næsta upphlaupi lék Guðgeir Leifsson gegnum alla KR-vörnina, framhjá Magnúsi markverði, inn i markteig og markið blasti autt og opið fyrir framan hann. Guðgeir gat gengið með knöttinn i markið og raunverulega gert hvað sem var — og af öllum mönnum mis- tókst honum að skora. Hann spyrnti laust á markið — knötturinn hrökk i stöng og út aftur. Furðulegt. Ogsvonagekk þetta til. Upphlaup KR i hálfleiknum voru varla umtalsverð — Atli Þór átti þó tvo skot, laust á markiö annað, sem Diðrik varði i horn, en hitt framhjá. En hættan var hinu megin. Hafliði lét knöttinn renna framhjá sér og opnu markinu. — Gunnar spyrnti yfir frá vitateigspunkti frir. Stefán Halldórsson lék i gegn og lagði knöttinn fyrir Hafliða sem beinlinis „fraus” við völlinn, þegar hann sá markið autt fyrir framan sig — og Sig- mundur, sem var langt fyrir aftan hann, komst á miili og spyrnti i horn. A lokaminútu hálfleiksins fékk Hafliði, þessimikli markakóngur, sem skoraði tugi marka i fyrrasumar, fjórða „dauðafærið” i hálfleiknum. Hann fékk knöttinn einn fyrir miöju marki inn við markteigfén spyrnti beint á Magnús. Vikingar héldu áfram sókninni framan af siöari hálfleik. Gunnar Orn Kristjánsáon, braðefnilegur leikmaður úr Faxaliöinu, sem kom inn á eftir hlé, Atii Þór Héöinsson var eini leik- maöurinn i framlinu KR, sem eitthvað ógnaði Vikingum. Hér spyrnir hann þó yfir I góðu færi. Ljósm. BB. átti þá gott skot á mark, sem Magnús varði og svo skoraði KR. Atli Þór átti i höggi við Jóhannes Bárðarson nokkru fyrir utan vitateig og tókst að spyrna á markið af um 25 m.færi, Knötturinn kom i mitt markið, Diðrik kastaði sér niður og missti knöttinn undir sig og i markiö. Hrotta- legt, eftir það, sem á undan var gengið og mikið klaufamark. Vikingar reyndu mjög til að jafna og kannski þeim hefði tekizt það ef Guðjón Finnbogason hefði dæmt vita- spyrnu. Stefáni Halldórssyni var þá brugðið illa hátt i tvo metra innan vitateigs — en dómarinn sem var all- langt frá, færði brotið út fyrir vita- teiginn. Kjarkleysi það. Eftir miðjan hálfleikinn fór fyrst aö koma broddur i sókn KR — mest vegna þess, að Vikingar lögðu allt i að jafna. KR átti skot i þverslá af löngu færi, Atli spyrnti framhjá i góðu færi tvi- vegis — og á 42. min, þó eftir aö Hafliði komst frir að marki KR, en spyrnti laust framhjá, þegar hann gat sent á Stefán, sem stóð einn fyrir opnu marki, — kom rothöggið á Viking. Sigurður Indriðason brauzt þá i gegn og skoraði og Vikingsvörnin viös fjarri. Það er litið hægt að segja annað en þetta var sorglegt tap fyrir Vikings-( liðið, jafn skemmtilega og það lék upp aö markteignum. Liðið er i greinilegri framför og Faxadrengirnir tveir;1 Stefán og Gunnar Orn, bráöefnilegir. Þá var Bjarni Gunnarsson nú mið-1 vöröur og gerði þeirri stööu allgóö skil með Jóhannesi, mesta baráttumanni liösins. En það vantar þaö þýðingar- mesta i hvern leik — mörk. KR-liðiö var slakt i þessum leik og gegn mark- heppnu liði hefði illa farið. Magnús átti þó skinandi leik i marki, og Þórðúr Jónsson skárstur i vörn, sem lak eins og gatasigti. I framlinunni var Atli Þór hinn eini, sem eitthvaö kvað aö. Guðjón Finnbogason var heldur slakur dómari leiksins, og kom það á óvart, þvi hann var auðdæmdur. Það var mikill árátta hjá honum, að flauta alltof fljótt á brot þannig, að liðin, sem brutu af sér högnuðust beinlinis á dómum hans. Hvað eftir annað stöðvaði hann leikinn með flautu sinni, þegar leikmenn höfðu staðið af sér brotin og voru orðnir friir. hsim. Mörkunum rigndi í mark Ármanns! Akureyri skartaði sínu fegursta á laugardag, þegar Ármenningar komu þangað i fyrsta skipti í heimsókn i knattspyrnu — sól og 16 stiga hiti, en þegar liða tók á leikinn geröi ausandi rigningu, svo allir urðu holdvotir á auga- bragði, en um leið rigndi mörkunum einnig í mark Ármanns og Akureyringar unnu auðveldan sigur 5-1. Þetta var fimmti sigurleikur Akureyrar i 2. deild og þaö var aöeins fyrstu 20 min sem Ar- menningar veittu eitthvert viö nám — en siöan varla söguna meir. Vörnin var slök og átti Kári A'rnason auðvelt meö aö geysast þar i gegn — stundum þó of ákafur, svo nokkrum sinnum var dæmd á hann rangstaða. Kári skoraöi fyrsta mark leiksins með skalla og fimm min siðar tók Sigurbjörn Gunnarsson hörnspyrnu og Magnús Jónatans- son skallaði i mark. Þetta voru fallegustu mörk leiksins. Sigur- björn bætti viö þriöja markinu fyrir hlé eftir einleik Kára upp kantinn og fyrirgjöf. Fyrirliöi Akureyrar, Viöar Þor- steinsson, skoraði fjórða mark liðsins i byrjun siðari hálfleiks — mark sem markvöröur Armanns hefði átt að geta komið i veg fyrir. Þá skoraði Sigurður Ingi, vara- maöur, sem kom inn á eftir hlé, eina mark Armanns i leiknum og siöasta og fimmta mark Akureyr- inga skoraöi Kári. I liöi Akureyrar var Gunnar Austfjörð áberandi beztur og hefur leikið svo vel að undan- förnu, aö hann hlýtur aö koma til greina i landsliö. Dómari var Guðmundur Guðmundsson. SbB. Stórsigur Hauka Haukar í Hafnarfirði sigruðu Þrótt, Reykjavík, auðveldlega í leik liðanna í 2. deild i Hafnarfirði á föstudag 4-0, og eru nú farnir að uppfylla þær von- ir, sem við þá voru bundnar í upphafi keppninnar, eftir góða frammistöðu í Litlu bikarkeppninni. Haukar réðu öllum gangi leiks- ins og komu Þrótti greinilega á óvart og þaö svo, að Þróttur náði aldrei tökum á leiknum. En þrátt fyrir yfirburði Hauka tókst þeim ekki að skora mark fyrr en i siöari hálfleik, en þá komu Hka fjögur. Fyrst skoraöi Daniel Hálfdánarson, en siðan miðherjinn Loftur Eyjólfsson þrennu og átti hann þó við sterk- asta mann Þróttar að etja, Hall- dór Bragason, svo þetta var eng- an veginn auöveldur leikur. En Lofti tókst sérlega vei upp i leikn- um — svo og flestum i Haukaliö- inu. Þeir voru sprækir og ákafir i leiknum og léku á köflum glæsi- lega. fráviöurkenndum framleiðendum Viðkaupum teppin, milliliðalaust, beint frá verksmiðju, í heilum rúllum og fáum þannig mun betra verð. Eigum á lager 12 gerðir, í yfir 50 litum, frá eftirtöldum framleiðendum: ALAFOSS, SHAW, BRISTALL, LANCASTER, BAR- WICK, WESTON, FEBOLIT. Við mælum gólfflötinn og þaulvanir fagmenn leggja teppin, veggja á milli, með stuttum fyrirvara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.