Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur. 10. júli 1972 13 Umsjón G.P. Þ.J.M. HRÆGAMMAR, SEM GLÁPA Á SLYSSTAÐ Hversvegna er það, að fólk umhverfist, þegar stórslys hefur orðið, og verður allt í einu eins og hrægammar, sem hlakka yfir bráð sinni? Þessi fyrirspum var borin fram í neðri málstofu brezka þingsins í síðasta mánuði nokkrum dögum eftir flugslysið hjá Heathrow-flugvelli, þar sem 117 fórust, þegar Trident-þota féll til jarðar. Þingmaöurinn, Roy Mason, sem er úr hópi stjórnarandstöð- unnar hefur látið einna mest aö sér kveöa i flugmálum, sagöi: „Þaö verður eitthvaö að taka til bragös gegn þessum forvitnu vegfarendum, sem hópast aö slysstööum til þess aö glápa á blóð fljóta. Þeir hafa sér eins og hrægammar. — Þetta framferöi veldur öryggisvöröum og sjúkra- liðum erfiöleikum og gæti hæg- lega oröið til þess aö fleiri létu lif- iö, sem hugsanlega heföu bjarg- azt ef komizt hefðu nægilega fljótt á sjúkrahús. Ráðuneytið ætti aö sjá til þess, aö lögreglunni væri veitt heimild til þess að gripa til ráða, sem hrifa, til þess að giröa af svæöi, þar sem slikt slys hefur oröiö og stugga óviökomandi burtu,” sagöi þingmaðurinn. Michael Heseltine, ráöherra, svaraöi fyrirspurninni: „Þaö er alveg óskiljanlegt, hve margt fólk, og þá sérilagi ungt fólk, sótt- ist eftir þvi aö horfa á brakiö á slysstaönum. En i þessu tilviki kom þaö ekki svo mjög aö sök, þvi aö enginn komst lifs af úr slysinu, þannig gat fólkiö ekki hindraö neina flutninga, sem bráölá á. Hinsvegar er vissulega hægt aö gera sér i hugarlund aöstæður, þar sem þessi gifurlegi troön- ingur og öll umferðin, sem fylgdi þessu fólki, heföi haft hræöilegar afleiöingar i för meö sér”. Þetta vandamál er okkur Is- lendingum engan veginn fjarlægt. Lögregluþjónar, sjúkraflutnings- menn og slökkviliðsmenn hafa átt viö forvitna áhorfendur aö striöa hér á götum Reykjavikur og viöar um landið. Aö visu hefur átroön- ingur hinna forvitnu sjaldan hindraö sjúkraflutninga á hinum slösuöu, en aö hinu eru mikil brögö, aö vegfarendurnir stofni sjálfum sér i háska meö forvitn- inni. Skemmst er aö minnast þess, þegar eldfimt þotueldsneyti flaut úr bilaöri leiöslu niöur á bryggjur og út i Keflavikurhöfn. Allur kaupstaöurinn var i stórkostlegri eldhættu, þvi að minnsti neisti heföi hleypt öllu i blossandi bál. — Keflvikingar hópuöust allir niöur að höfninni til þess aö horfa á öryggisráöstafanirnar, en meira en helmingur lögregluliösins gat ekki tekiö þátt i störfum þar, vegna þess aö hann var bundinn viö aö bægja áhorfendum frá. Þekktur brezkur sálfræöingur var spuröur álits á þessari hegöun fólksins viö Heathrow- flugvöllinn. „Ahorfendum fannst þeir ekki mega missa af þeirri sjón, sem óliklegt var, aö bæri nokkurn tima fyrir augu þeirra aftur”, út- skýrði sálfræöingurinn. „Hvenær, sem sllkur harmleik- ur á sér staö, gjörólikur þvi, sem fólk hefur nokkurn tima reynt sjálft, þá þyrpast allir á staðinn til aö skoöa. Ennfremur er þaö staöreynd, aö allir njóta þess aö sjá annaö fólk, sem á einhvern hátt er verr statt en þaö sjálft. 1911 voru Lundúnabúar vanir aö hópast aö geöveikrahælinu hjá járn- brautarstöðinni i Liverpoolstræti til þess aö viröa fyrir sér á sunnu- dögum þá geðveiku. Þaö er eitthvaö i mannlegu eðli, sem kemur fólki sifellt til þess aö gera samanburð á sinum högum og annarra. Þvi finnst á vissan hátt uppörfandi, aö sjá aöra bág- staddari en sig sjálft. — Margir finna nefnilega huggun i þvi, aö þrátt fyrir allt er ekki svo illa komiö fyrir þvi sjálfu eins og t.d. sumum öörum, sem þaö veit um.” Margur er knár, þótt hann sé smár, —segir máltækiö. Og þessi kjúkl- ingur er harðari af sér en ætla mætti af stæröinni. Hann var sá eini, sem lifði það af, þegar flutningabíll með heilan kjúklingafarm — fleiri þúsundir kjúklinga — vait á hraöbraut hjá Cull- man I Alabamafylki i USA. Allir kjúklingarnir létu þar lifið nema þessi eini. Gilbert O’Sullivan sáum við I sjónvarpsþætti (Tom Jones) nýverið. Sullivan á nú lag á vinsæidalistunum bæði vest- an hafs og austan. VINSÆLDAUSTAR Þessa vikuna hafa þrjú lög tekið undir sig heljar mikið stökk upp eftir ameriska listanum. Eitt þeirra hefur alls ekki komiö á blaö áður á 20 sæta lista Billboard magazine, þvi hefur skotið upp.. úr engu uppi fimmta sæti. Hin tvö eru „alone again naturally” sem hefur tekið heljarstökk frá 20. i áttunda sæti og er fiutt af Gilbert O’Sullivan og hitt er lag með Robertu Flack og Donny Hathaway, „Where is love”, en þvi gekk ekki eins vel i langstökkinu, komst frá 19.1 tiunda sæti. A brezka listanum eru einnig nokkrar breytingar „Rock and roll part 2” meö Gary Glitters lyftust úr þriöja sæti og felldu þar meö „Vincent” hans Don McLeans niður i fimmta sæti. 1 ööru sæti er „Take me back home” rigfast flutt af Cockney hljómsveitinni SLADE. Gilbert O’Sullivan, sá sérkennilegi irski, er einnig á uppleiö á brezka listanum með lagiö sitt „Ooh-Wakka-Doo-Wakka-Day” sem hefur flutt sig um tvö sæti. AMERIKA 1 (1) LEAN ON ME Bill Withers 2 (4) TOO LATE TO TURN BACK NOW Conelius brothers and sister Rose 3 (2) OUTER SPACE 4 (3) SONGSUNGBLUE 5 (-) BRANDY YOU’R A FINE GIRL 6 (7) ROCKETMAN 7 (8) DADDY, DON’T YOU WALKFAST 8 (20) ALONE AGAIN NATURALLY Billy Prcston Neil Diamond Looking Giass Elton John Wayne Newton Gilbert Ó’Suliivan 9 (10) IF LUING YOU IS WRONG I DONT WONT TO BE RIGHT Luther Ingram 10 (19) WHERE IS THE LOVE Roberta Falck and Donny Hathway ENGLAND 1 (3) ROCK ANDROLLPART2 2 (2) TAKEMEBACKHOME 3 (8) PUPPYLOVE 4 (4) LITTLE LOVE 5 (1) VINCENT 6 (5) ROCKIN ROBIN 7 (16) CIRCLES 8 (9) CALIFORNIA MAN 9 (7) MARY HAD A LITTLE LAMB 10 (12) OOH-WAKKA-DOO-WAKKA-DAY Gary Glitter Siade Denny Osmond Sweet Don McLean Michael Jackson New Seekers Move Wings GilbertO’Sullivan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.