Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur. 10. júli 1972 VISIR Otgefandi: Framk væmdast jóri: Ritstjóri: Fréttast jóri: Ritstjórnarfulltrúi: y Auglysingast jóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Sibumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. STEINTRÖLLIN Menn muna ekki lengur eftir þvi, að til voru riki við Eystrasalt, sjálfstæðar þjóðir. Svo sjálfsagt hef- ur það orðið nútimamönnum að Sovétrikin nái til Eystrasalts, að islenzkir menn svara með grun- semdum öllu tali um kúgun Rússa á þessum slóð- um. Þeir brenndu sig, búddamunkar i Suður-Vietnam, fórnuðu lifi sinu vegna málstaðarins. Þeir brenndu sig, stúdentinn i Prag, vegna innrásar Rússahers, og nú siðast nokkrir menn i Litháen, einu „Sovétlið- veldanna” við Eystrasalt. Var þarna um að ræða geðveiki, sem gripið hafði um sig að ástæðulausu eins og Moskvufréttir segja? Svörin frá Litháen eru skýr. Eftir meira en aldar- fjórðungs undirokun þjóðanna i Eistlándi, Lettlándi og Litháen, er þar enn vakandi þjóðernisbarátta. Spurningin um sjálfstæði þessara þjóða er skyld, en ekki endilega hin sama og spurningin, hvort þetta fólk vilji kommúnisma eða eitthvað annað. Við þurfum sjálf ekki að hugsa lengi til að finna, að þjóðerni okkar og sjálfstæði metum við mest, að við vildum ekki lúta undirokun nokkurrar annarrar þjóðar, hversu nálægt sem hugsjónagrundvöllur valdhafa þar stæði okkur. Þeir, sem brenndu sig til bana i Liháen siðustu vikur gerðu það til að mótmæla kúgun Rússa yfir landslýð, þjóðernislega og trúarbragðalega. Sovétrikin lögðu Eystrasaltsrikin undir sig, eins og kunnugt ætti að vera, vegna leynisamnings við Hitler um það efni. Enginn reynir að færa fram gögn um, að þjóðirn- ar við Eystrasalt hafi fagnað undirokun rússneska bolsévismans. Svo augljóst ætti að vera, að þarna var um að ræða niðingsverk einræðis, að fáum kem- ur til hugar að reyna andmæla þvi. Með eða án kommúnisma þótti smárikjunum við Eystrasalt undirokun Rússa hið versta óefni. Sovét- menn lögðu sig fram um að útrýma andstöðu i þess- um smárikjum og skapa þar hlýðnisanda undir stjórn frá Moskvu, með einbeitingu skólakerfisins að þvi marki. Það er athyglisvert, en kemur ekki á óvart, að sjálfsmorðin i Litháen hafa minnt á, að seint verður smáþjóð svo kreist i hnefa stórveldis, að hún glati öllu sinu. Rússar eru eitt steintröllið i okkar heimi. Þeir hafa kosið að tileinka sér áróður um heimsvalda- stefnu og nýlendukúgun gegn öðrum þjóðum. Þeim hefur heppnazt vel þessi áróður, og gleymzt hefur, að steintröllið rússneska er einhver hinn versti ný- lendukúgari, sem fyrirfinnst. Gleymzt hefur, að innan Sovétrikjanna hafa Rússar i frammi nýlendukúgun gagnvart mörgum öðrum þjóðum, og nægir að nefna úkrainu sem frekara dæmi, en af nógu er að taka, bæði i Evrópu- og Asiuveldi Sovétrikjanna. Valdhafar i Moskvu hafa haldið áfram útþenslu- stefnu Rússakeisara, enda ekki annars að vænta vegna raka mannkynssögunnar. Valdhöfum i Moskvu hefur tekizt öllum fyrirrenn- urum sinum betur að slá ryki i augu annarra með undarlegu hjali um „alþýðulýðveldi”. Slikt hjal kann að fullnægja einhverjum sálum enn, meðan steintröllið glottir. DAVID COPERFIELD ER ENNÞÁ LIFANDI Viö horrföum á söguhetju Dickens, David Copper- field, fyrir skömmu og þrældóminn, sem á hann var lagður, ungan að aldri. Þess háttar „barnavinna" hefur fyrir löngu verið bönnuð á íslandi, en hún mun samt eitthvað tiðkast hérlendis engu að siður. Barnavinna er enn mikið böl margra þjóða. Þótt meira en öld hafi liðið, eru orö Dickens enn i fullu gildi fyrir milljónir barna um allan heim. „Það veldur mér undrun, að mér var svo ungum svo auðveldlega á burt kastaö. Barn með frábæra hæfileika og rika athyglisgáfu, skilningsskarpur, ákafur og við- kvæmur, það virðist undarlegt að enginn skyldi gera nein merki i mina þágu. Þau voru ekki gefin, og ég varð tiu ára gamall litill vinnuþræll”. Svo sagði Dickens. Mörg börn vorra tima geta lumflúið bernskuörlög David 'Copperfield og Nickolaus Nickelbys, söguhetja skáldsins Dickens, enn vaxandi fjöldi ungra drengja og pilta verður samt að vinna of mikið of snemma. Alþjóðasamband frjálsra (vestrænna) verkalýðsfélaga hef- ur skyggnzt i málið og telur að hvorki meira né minna en 43 milljónir barna i heiminum séu við störf, og meira en 90 af hundraöi þeirra i vanþróuðu rikj- unum. Erfitt er að lá þeim for- eldrum fátækra rikja, sem senda börn sin til þrældóms með þeim hætti, sem tiðkaðist i upphafi iðn- byltingar, svo sem á Englandi. Hitt er rökrétt og manneskjulegt i vorratima samfélagi, að benda aftur og aftur á það mein, að ung börn séu kreppt i þroska sinum við strit, sem ekki hæfir ungum beinum þeirra. Talan sem sérfræðingarnir telja sig vita, þýðir að 3,3 prósent af öllum heimsins börnum vinni, og i sumum löndum er talan kannski tiu af hundraði ibarnanna. IIIIIIIIIIH Umsjón: Haukur Helgason 25 milljón börn i vinnu i S- Asiu. Þannig er álitið að i Suður-Asiu hafi árið 1970 verið rúmlega 25 milljón börn, 14 ára og yngri, við vinnu, sem hérlendis mundi vera aðeins vinnandi fulltiða fólki. Þetta eru 5,4 prósent allra barna á þessu svæði. 1 Afriku var fjöldi þessara barna talinn tæpar sex milljónir eða 4 prósent. 1 Austur- Asiu var fjöldi vinnandi barna talinn vera tæpar sex milljónir árið 1970, eða tæp tvö prósent. Suður-Amerika gekk lengra i barnavinnu, og þar unnu rúmar þrjár milljónir barna, sem er 2,6 af hundraði allra barna i þessum löndum. Evrópa hafði 1,4 af hundraði, og Sovétrikin 1,5 af hundraði og Norður-Amerika rik- ust heimshluta, hafði aðeins 0,5 af hundraði barna, aðeins um 311 þúsund börn við vinnu af þessu tagi. Styðja fjölskyldur i tekju- öfíun. Hvað gera þessi börn? Viö þekkjum hérlendis margs konar vinnu barna, sem styðja við fjöl- skylduna i öflun tekna til eins eða annars, og oft að þvi, sem viö köllum nauðsyn. Við getum einn- ig hugsað til þess, að börn i skóla vinna mun lengri vinnutima en foreldrar þeirra, ef þau skila skóla- og heimavinnu samkvæmt fyrirmælum, sem er augljóst mál hverjum sem ekki segir endilega: Þegar ég var ungur, þá...”. En börnin sem þræla úti i veröldinni (og nokkur á Islandi, enn) eru viðsvegar i atvinnulifinu, verk- smiðjum, byggingum, þjónustu og landbúnaði, guð hjálpi okkur. Og. hann Dickens gæti enn setið við skriftir um sina David Copperfielda, Nickolaus Nicelbya og Oliver Twist kinnroðalaust og ekki talinn hálfviti, en þó fengi hann minni sölu, ef hann lét at- burðina gerast á Englandi, en viða gæti hann skrifað og flest verið rétt og satt, enn árið 1972. Hver sker úr? Mikill hluti þessara vinnandi barna, i stil iðnbyltingarinnar, stárfar við fjölskyldufyrirtækin, ótrauður. Börn hamast við að gera potta og leirmuni, spinna og vefa, sauma og útsauma, vinna við málmvinnslu, teppi og föt, skó og leikföng, hnappa og kröfur, og belti allt til að ala önn fyrir fjöl- skyldu, sem ekki getur án þeirra aflað tekna til nauðþurfta. Og hver hefur skorið úr um, að barn innan fjórtán ára skyldi ekki vinna eftir getu sinni, til hvers fj... var það getið i heiminn? f landbúnaðarrikjunum var þó nýtt barn, jafnvel stúlka, til nokkurs nýt við tekjuöflun. En við, vestrænir menn og jafn- vel islenzkir menn, höfum gert okkur það kerfi að setja börnin á skólabekk, foreldrunum til glaðn- ings, að þau komist skrefi lengra en foreldrarnir á menntabraut- inni. Þess vegna höfum við með okkur alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga, sem telur barnakollana sem vinna. Nauðsyn ekki illmennska. Og alþjóöasambandið, ILO, viöurkennir að við þessu sé ekk- ert að gera fyrr en foreldrarnir séu ekki upp á litlu hendurnar komnir til aö hafa fyrir nauð- þurftum og skólaganga sé venjan en ekki undantekningin, þá muni sú stund renna upp, að ekki þurfi barnavinnunnar við. Þetta var auðvitað raunin i tið David Copperfields litla og félaga hans. Illmenni verða ávallt uppi og i næsta húsi við mig og þig, en nauösyn þrælkunar á sér aðrar rætur en illmennskuna eina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.