Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 10.07.1972, Blaðsíða 20
Mánudagur. 10. júll 1972 ísland hreyfist mest allra landa — lsland er á meiri hreyfingu en nokkurt annaö land i heimin- um, hefur fréttaritari Visis á Húsavik eftir Eysteini Tryggva- syni jarðfræftingi, sem var staddur þar austur frá með hópi mælingarmanna fyrir skömmu. Þetta er sjöunda sumariö, sem Eysteinn starfar að mælingum á jarðhreyfingu ts- lands. Hann starfar annars við Háskólann i Tulsa I Banda- rikjunum. Eysteinn hefur komizt að ýmsum athyglisverðum niður- stööum um hreyfingu landsins m.a. þvi,að landið sé að siga austan Húsavikur , en hækka vestan Skjálfanda. Einnig að hreyfing sé á sprungunni i At- lantshafinu, sem Island liggur á, sprungan breikki stöðugt. —SB. ,ÍSLENZKIR VERKTAKAR GETA EKKI BOÐIÐ í SIGÖLDUVIRKJUN 500 MILLJÓN KRÓNA VERÐTRYGGING SETT ,,Það fer ekki á milli mála, að islenzkir verktakar geta ekki boðiö f virkjuuarfram- kvæmdirnar við Sigöldu með þessum kjörum. Það hefur veriö stefnt að þvi, eftir þvi sem maður vissi bezt, að islenzkir verktakar tækju þetta verk að sér, og þá jafnvel i 2 eða :i áföngum, en nú er ákveöiö að verkið verði boðið út i einum áfanga og verktryggingin verði 25% af uppboðsupphæö. eða um 500 milljónir islenzkra króna. Það er ljóst, að einungis erlendir verktakar geta lagt fram slika upphæð.” sögðu islenzkir verk- fræðingar, sem unnið hafa við Sigöldu og Þórisvatn undanfarin sumur að undirbúningsfram- kvæmd að virkjun Tungnár, en blaðamaður átti tai við þá um helgina. Þórisós, s.f. hefur séð um fram- (ljósm. ÞS) kvæmdir viö ósinn (Þórisós) og Istak yið Vatnsfell og Sigöldu. Það voru þeir Páll Ólafsson staðarverkfr-: við Vatnsfellið, Reinald Jónsson við Sigöldu og Ólafur Eliasson viö Þórisós, sem blaðamaður hitti og sögðu þeir að öllum undirbúningsfram- kvæmdum lyki i sumar og er gert ráð fyrir að virkjunarfram- kvæmdirnar sjálfar verði boðnar út i ágúst. Það er Alþjóða- bankinn, sem lánar fé til fram- kvæmdanna og setur skilyrði þau sem fyrr greinir. „Það er þvi augljóst, að is- lenzkir verktakar eru mjög ó- ánægðir,aðþeir skuli útilokaðir úr samkeppni við erlenda aöila.” sagöi Páll Ólafsson. „Hvenær verður svo Köldukvisl veitt i Þórisós?” Ólafur svarar: „Það ætti allt að verða tilbúiö i ágúst, ef ekkert kemur fyrir Þá er hægt að veita ánni i ósinn og hækka þannig vatnsborðið um allt að 12 metra Þá veröur vatnið samtals 130 - 140 ferkólómetrar að flatar- máli og langstærsta vatn landsins. Uppistöðulónið við Köldukvisl verður um það bil tvö- falt stærra en það er nú.” „Hverfur ekki Sigöldufossinn, þegar áin verður virkjuð?” spyrjum við Reinold. „Það má búast við að hann hverfi a.m.k. stundum” svarar Reinald. „Vatnsmiðlunin við Vatnsfell getur aukið vatnið I ánni, eftir þvi sem þörf krefur,og kemur þaö öllum virkjunum i Tungná og Þjórsá til góða.” „Og hvenær er gert ráð fyrir að virkjunin verði tilbúin?” „Fyrsta túrbinan, sem verður 50 megavött, á að verða tilbúin.. 1975,” sagði Reinald. þs. . Sigöldufoss i Tungná. Gera má ráð fyrir að fossinn minnki til muna, þegar áin verður virkjuð. Sópaði fimm með sér Tólf tonna vörubill, sem skilinn hafði verið eftir i gangi hjá verzlun- inni Kostakjör i Skipholti, tók sig af stað, meöan ökumaðurinn brá sér frá, og ýtti á undan sér FIMM öðrum bflum á bflastæðinu hjá Ljósvirkj- anum. Þrír bflanna eru taldir nær ónýtir eftir, svo kyrfilega klessti vörubfll- inn þá, eins og sést á tveim þeirra hérna á myndinni. — GP Bíll við bíl við bíl Bfll, bfll og aftur bill.... svo langt, sem séð varð eftir Bæjar- hálsinum, teygði sig bilalestin, sem beið eftir þvi að komast inn á Vesturlandsveginn og niður á Suöurlandsbraut á leið I bæinn i gærkvöldi. Allt voru þetta bilar á leiðinni heim að loknum „skottúr úr bæn- um um helgina”. Og þeir voru að biða eftir tækifæri til þess að komast fyrir umferðinni, sem rann eftir Vesturlandsvegi- nefni- lega bflar sem einnig voru að koma heim úr helgarferð. Umferðin á vegunum um helg- ina var alveg gifurleg, enda ein- stakt ferðaveður. A Þingvöllum gátu menn naumast lagt bilum sinum til þess að skoða staðinn fótgangandi — bilamergðin var svo mikil. „Þetta var mesta umferð sumarsins til þessa,” sagði lög- reglan á Selfossi, en þangað aust- ur og að Laugarvatni lögöu marg- ir Reykvikingar leið sina. En þveröfugt við reynslu fyrri ára af slíkum umferðarþunga á þjóðvegunum, urðu engin umtals- verð óhöpp. —GP „Ég er ekki lœknir" segir Lombardy og gefur engar upplýsingar um líðan Fischers Robert Fischer var talsvert a stjái um helgina. Hann er nú fluttur úr DAS húsinu að þvi talið er og i svítu sina á Hótel Loftleiðum. En honum stendur til boða afnot af ibúð bandariska ambassa- dorsins hvenær sem er. A föstudaginn gekk Fischer um ■.sali Loftleiöa, fékk sér snæðing og varð ekki fyrir neinni áreitni, , af þeirri einföidnu ástæðu að það þekkti hann vart nokkur maöur. Um kl. 21.30 á laugardag vippaði kappinn sér i Naustið ásamt lög- fræðingi sinum og höfðu þeir hug á að smakka á hinum vinsælu sjávarréttum / sem staðurinn hefur uppá að bjóða. En þar var setið við hvert borð, og var skák- meistarinn kurteislega beöinn að biða i nokkrar minútur. Félagarnir tóku þvi vlðsfjarri og hurfu brott hið snarasta. í morgun haföi Visir samband við Lombardy sem er einkaráð- gjafi Fischers og spurðist fyrir um liðan hins umdeilda manns. ,,Ég er ekki læknir,” sagðf Lombardy, „þannig að ég get ekkert sagt um hvernig honum liður.” — Býr Fischer á Loftleiða- hótelinu? „Þvi miður get ég ekki gefið þér neinar upplýsingar um hvar hann er,” svaraði Lombardy af með- fæddri kurteisi og einurð. Sem kunnugt er/þá er enginn ambassador sem stendur frá Bandarikjunum hér á landi. Fischer hefur veriö boðið að hafa afnot af ibúð ambassadorsins hvernær sem er, þar til nýr maður hefur verið skipaður i em- bættið. Ekki er vitað til að það boð hafi verið þegið. -SG 4000 fengu happdrœttismiða fyrir öryggisbeltin sín „Hvað gerði ég nú af mér?” varð ökumanninum aö orði, sem stöðvaður var á leið sinni út úr bænum um helgina af einkennis- klæddum lögregluþjóni. En gremjan breyttist fljótt i bros, þegar i Ijós kom, að hann haföi ekkert brotið af sér. — Það var einungis verið að gefa honum ókeypis happdrættismiða. „Það gekk vel að dreifa happ- drættismiðunum núna um helg- ina. Alls var dreift um 4000 mið- um i öllum kjördæmum lands- ins,” sagði Pétur Sveinbjarnar- son hjá Umferðarráði. Hver sá, sem ók með spennt öryggisbelti, fékk miða og eygir þannig möguleika á 10 þúsunda króna vinningi, sem dregið verð- ur um i Hafnarfirði á miðviku- dag. — En ef farþeginn i framsæt- inu var ekki lika með spennt öryggisbelti, missti ökumaðurinn af tækifærinu. „Við teljum, að þetta hafi nú þegar hrifið. Að fleiri hafi notað öryggisbeltin sin núna á þjóð- vegunum i vitundinni um mögu- leikann á að fá happdrættis- miða,” sagði Pétur Sveinbjarna- son i samtali við Visi i morgun. Happdrættismiðunum er dreift af lögreglu 12 umdæma og 8 að- stoðarbifreiðum FfB. Alls verður dreift út 50 þúsund miðum um 8 helgar. Dregið verður eftir hverja helgi um tiu þúsund króna vinn- ing, en i 8. skiptið verður dregið úr 2-3 vikna sumarauka, ferð fyr- ir tvo suður á Mallorca. - GP Fischer fékk óskastólinn fró Argentínu Bobby Fischcr er búinn að fá óskastólinn sinn til aö sitja á gegnt Boris Spasski i HöMinni. Fischer óskaði eftir þvi við Skák^ sambandið að hann fcngi stólinn sem hann notaði i Argentinu i ein- víginu við Petrosjan. Urðu þeir Skáksambandsmenn við þessum óskum meistarans og fengu stólinn sendan frá New York og ætti nú að geta farið vel um Fischer. Spasski hefur hins vegar úr einum tuttugu stólum að velja sem eru allir uppi á sviði Hallarinnar þar sem slagurinn fer fram. Það eru þvi allar likur á þvi að Fischer I stólnum sinum i Argentinu. kapparnir fái stóla við sitt hæfi: Fischer óskastólinn frá Argen- tinu, Spasski velur úr 20 islenzk- um stólum. GF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.